Jón Daði: Við erum aldrei saddir Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. október 2016 10:30 Það er nokkur óvissa um hvort Jón Daði Böðvarsson geti spilað með íslenska landsliðinu gegn Finnum í undankeppni HM á morgun. „Standið á mér gæti verið betra. Ég er tæpur í náranum og það er eitthvað sem ég er að vinna í með sjúkraþjálfara núna. Þetta er ekki alvarlegt. Ég fór í myndatöku og það er engin tognun eða neitt slíkt,“ segir Jón Daði. „Ég er bjartsýnn á að geta spilað en maður veit aldrei. Það verður að koma í ljós. Þetta gerðist fyrir um tveim vikum á æfingu daginn fyrir leik. Nárinn er lúmskur og það tekur tíma fyrir hann að jafna sig.“ Þó svo það séu eintóm leiðindi að glíma við nárameiðsli þá er Jón Daði kátur að koma heim og hitta strákana. „Það er ógeðslega gaman. Ekkert skemmtilegra en það. Það er mjög gaman að koma heim og ég næ kannski að skjótast aðeins á Selfoss,“ segir Jón Daði. Framherjinn gerir sér grein fyrir því að það sé pressa á liðinu fyrir leikinn gegn Finnum á morgun. „Maður finnur að það eru meiri væntingar en við bjuggumst alveg við því. Við tökum því eins og menn. Við viljum líka komast enn lengra sjálfir. Við erum aldrei saddir og það eru allir saman í þessu. Við setjum líka pressu á okkur sjálfa,“ segir Selfyssingurinn en hann veit ekki mikið um finnska liðið. „Í hreinskilni veit ég ekki mikið en við munum fara vel yfir þá á fundum. Við vitum að þeir vilja halda bolta og eru agaðir og skipulagðir í varnarleiknum sínum.“ Sjá má viðtalið við Jón Daða í heild sinni hér að ofan. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Björn: Horfir aldrei á fótbolta en missti ekki af leik með landsliðinu Björn Bergmann Sigurðarson er kominn aftur inn í A-landsliðshópinn eftir fimm ára fjarveru. 4. október 2016 11:37 Aron Einar: Er víkingaklappið ekki orðið svolítið þreytt? Ef Ísland vinnur Finnland á Laugardalsvelli á morgun verða að teljast litlar líkur á því að landsliðsfyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson, muni leiða víkingaklapp eins og hann gerði á EM. 5. október 2016 08:30 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Sjá meira
Það er nokkur óvissa um hvort Jón Daði Böðvarsson geti spilað með íslenska landsliðinu gegn Finnum í undankeppni HM á morgun. „Standið á mér gæti verið betra. Ég er tæpur í náranum og það er eitthvað sem ég er að vinna í með sjúkraþjálfara núna. Þetta er ekki alvarlegt. Ég fór í myndatöku og það er engin tognun eða neitt slíkt,“ segir Jón Daði. „Ég er bjartsýnn á að geta spilað en maður veit aldrei. Það verður að koma í ljós. Þetta gerðist fyrir um tveim vikum á æfingu daginn fyrir leik. Nárinn er lúmskur og það tekur tíma fyrir hann að jafna sig.“ Þó svo það séu eintóm leiðindi að glíma við nárameiðsli þá er Jón Daði kátur að koma heim og hitta strákana. „Það er ógeðslega gaman. Ekkert skemmtilegra en það. Það er mjög gaman að koma heim og ég næ kannski að skjótast aðeins á Selfoss,“ segir Jón Daði. Framherjinn gerir sér grein fyrir því að það sé pressa á liðinu fyrir leikinn gegn Finnum á morgun. „Maður finnur að það eru meiri væntingar en við bjuggumst alveg við því. Við tökum því eins og menn. Við viljum líka komast enn lengra sjálfir. Við erum aldrei saddir og það eru allir saman í þessu. Við setjum líka pressu á okkur sjálfa,“ segir Selfyssingurinn en hann veit ekki mikið um finnska liðið. „Í hreinskilni veit ég ekki mikið en við munum fara vel yfir þá á fundum. Við vitum að þeir vilja halda bolta og eru agaðir og skipulagðir í varnarleiknum sínum.“ Sjá má viðtalið við Jón Daða í heild sinni hér að ofan.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Björn: Horfir aldrei á fótbolta en missti ekki af leik með landsliðinu Björn Bergmann Sigurðarson er kominn aftur inn í A-landsliðshópinn eftir fimm ára fjarveru. 4. október 2016 11:37 Aron Einar: Er víkingaklappið ekki orðið svolítið þreytt? Ef Ísland vinnur Finnland á Laugardalsvelli á morgun verða að teljast litlar líkur á því að landsliðsfyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson, muni leiða víkingaklapp eins og hann gerði á EM. 5. október 2016 08:30 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Sjá meira
Björn: Horfir aldrei á fótbolta en missti ekki af leik með landsliðinu Björn Bergmann Sigurðarson er kominn aftur inn í A-landsliðshópinn eftir fimm ára fjarveru. 4. október 2016 11:37
Aron Einar: Er víkingaklappið ekki orðið svolítið þreytt? Ef Ísland vinnur Finnland á Laugardalsvelli á morgun verða að teljast litlar líkur á því að landsliðsfyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson, muni leiða víkingaklapp eins og hann gerði á EM. 5. október 2016 08:30