Fyrsti sigur Jaguars kom í London Kristinn Páll Teitsson skrifar 2. október 2016 17:00 Útherjinn Allen Robinson skorar snertimark sitt í leiknum í dag. Vísir/Getty Jacksonville Jaguars unnu fyrsta leik tímabilsins 30-27 gegn Indianapolis Colts á Wembley í fyrsta leik dagsins í NFL-deildinni en liðin hafa nú bæði tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins. Jaguars hafa byrjað tímabilið illa en þetta er annað árið í röð sem Jaguars-menn vinna árlega leik sinn á Wembley-vellinum. Jaguars byrjuðu leikinn vel, nýttu sér tapaðan bolta hjá Andrew Luck til þess að komast í álitlega vallarstöðu og kastaði Blake Bortles boltanum á útherjann Allen Robinson fyrir snertimarki í fyrsta leikhluta. Colts-menn áttu í miklum vandræðum með sóknarleikinn og náðu aðeins tveimur vallarmörkum í fyrstu þremur leikhlutunum en á sama tíma náðu Jaguars að skora eitt snertimark og þrjú vallarmörk. Þrátt fyrir að vera 17 stigum undir neituðu Colts að gefast upp og hleypti snertimörk Frank Gore og T.Y. Hilton þeim aftur inn í leikinn. Jaguars svöruðu því með fyrsta snertimarki vetrarins hjá útherjanum Allen Hurns og náðu tíu stiga forskoti á ný. Colts neituðu að gefast upp og eftir góða sendingu Luck á Philipp Dorsett var munurinn skyndilega kominn niður í þrjú stig þegar skammt var til leiksloka. Luck og félagar fengu eina loka sókn til þess að jafna metin eða ná forskotinu þegar tvær mínútur voru eftir en Jaguars-vörnin stöðvaði þá tuttugu jördum frá vallarmarksfæri til þess að jafna leikinn. Blake Bortles, leikstjórnandi Jacksonville Jaguars, átti fínann leik í dag en hann kastaði fyrir 207 jördum og tveimur snertimörkum ásamt því að hlaupa 36 jarda fyrir einu snertimarki. Alls fara tólf leikir fram í NFL-deildinni í dag en Stöð 2 Sport sýnir beint frá leik San Diego Chargers og New Orleans Saints og hefst útsending 20:20. NFL Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Jacksonville Jaguars unnu fyrsta leik tímabilsins 30-27 gegn Indianapolis Colts á Wembley í fyrsta leik dagsins í NFL-deildinni en liðin hafa nú bæði tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins. Jaguars hafa byrjað tímabilið illa en þetta er annað árið í röð sem Jaguars-menn vinna árlega leik sinn á Wembley-vellinum. Jaguars byrjuðu leikinn vel, nýttu sér tapaðan bolta hjá Andrew Luck til þess að komast í álitlega vallarstöðu og kastaði Blake Bortles boltanum á útherjann Allen Robinson fyrir snertimarki í fyrsta leikhluta. Colts-menn áttu í miklum vandræðum með sóknarleikinn og náðu aðeins tveimur vallarmörkum í fyrstu þremur leikhlutunum en á sama tíma náðu Jaguars að skora eitt snertimark og þrjú vallarmörk. Þrátt fyrir að vera 17 stigum undir neituðu Colts að gefast upp og hleypti snertimörk Frank Gore og T.Y. Hilton þeim aftur inn í leikinn. Jaguars svöruðu því með fyrsta snertimarki vetrarins hjá útherjanum Allen Hurns og náðu tíu stiga forskoti á ný. Colts neituðu að gefast upp og eftir góða sendingu Luck á Philipp Dorsett var munurinn skyndilega kominn niður í þrjú stig þegar skammt var til leiksloka. Luck og félagar fengu eina loka sókn til þess að jafna metin eða ná forskotinu þegar tvær mínútur voru eftir en Jaguars-vörnin stöðvaði þá tuttugu jördum frá vallarmarksfæri til þess að jafna leikinn. Blake Bortles, leikstjórnandi Jacksonville Jaguars, átti fínann leik í dag en hann kastaði fyrir 207 jördum og tveimur snertimörkum ásamt því að hlaupa 36 jarda fyrir einu snertimarki. Alls fara tólf leikir fram í NFL-deildinni í dag en Stöð 2 Sport sýnir beint frá leik San Diego Chargers og New Orleans Saints og hefst útsending 20:20.
NFL Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira