Berskjölduð Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. október 2016 07:00 Ný álagspróf Seðlabankans sýna hversu berskjaldað og viðkvæmt hagkerfið er fyrir áföllum og hversu atvinnulífið er háð vexti ferðaþjónustunnar. Það undirstrikar mikilvægi vaxtar annarra atvinnugreina. Alls komu 1.177 þúsund erlendir ferðamenn til landsins á fyrstu átta mánuðum ársins. Á sama tíma á síðasta ári höfðu komið hingað 887 þúsund ferðamenn. Fjölgunin milli ára er því 33 prósent. En hversu lengi getum við treyst á áframhaldandi vöxt ferðaþjónustunnar, sem er orðin mikilvægasta atvinnugrein þjóðarbúsins þegar gjaldeyrisöflun er annars vegar? Og hvaða áhrif hefði samdráttur í þessari atvinnugrein á hagkerfið? Fram kemur í nýjasta hefti Fjármálastöðugleika, riti Seðlabanka Íslands, sem kom út í gær að dragi verulega úr komum ferðamanna gæti orðið efnahagssamdráttur, atvinnuleysi aukist og eignaverð lækkað. Það gæti leitt til tapreksturs bankanna ekki síst vegna aukins útlánataps. Í ritinu eru birtar niðurstöður álagsprófa þar sem gengið var út frá því að 40 prósent færri ferðamenn kæmu til landsins. Það jafngildir um það bil þeim fjölda ferðamanna sem hingað komu árið 2012. Niðurstöðurnar sýna að slíkt áfall hefði gríðarlega víðtæk áhrif fyrir íslenskt efnahagslíf. Samdráttur í útflutningi yrði um tíu prósent í heild fyrsta árið. Fjárfesting myndi dragast saman vegna minni umsvifa í hagkerfinu. Atvinnuleysi myndi aukast og yrði 6,5 prósent fyrsta árið og svo 7,9 prósent ári síðar. Þá yrði 3,9 prósenta samdráttur í vergri landsframleiðslu og útlánatöp bankanna myndu aukast. Harpa Jónsdóttir, settur framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum, sagði í samtali við Stöð 2 í gær eftir að skýrslan kom út að áhrifin í niðurstöðum álagsprófsins hefðu verið víðtækari en starfsmenn Seðlabankans gerðu ráð fyrir. Harpa sagði að niðurstöðurnar hefðu í raun afhjúpað hvað Íslendingar væru orðnir háðir vexti í ferðaþjónustunni og hvað hagkerfið væri viðkvæmt fyrir sveiflum í þessari atvinnugrein. Ferðaþjónustan var lengi nefnd þriðja stoðin því hún var í þriðja sæti á eftir sjávarútvegi og álframleiðslu þegar hlutdeild í útflutningi landsins var annars vegar. Ekki er langt síðan hún fór fram úr þessum atvinnugreinum. Við getum hins vegar ekki treyst á vöxt ferðaþjónustunnar út í hið óendanlega. Við þurfum líka að hafa hugfast að heppni hefur spilað stóra rullu í vextinum. Olíuverð féll, Ísland komst í heimsfréttirnar eftir gosið í Eyjafjallajökli og smekkur ferðamanna hefur breyst. Ferðamenn vilja kaupa upplifanir og ferðast á framandi slóðir í stað þess að liggja á sólarströnd. Allt þetta hefur hjálpað. Við þurfum að tryggja að ferðaþjónustan dafni til frambúðar. Því ef ferðaþjónustan hrynur lækkar íslenska krónan, verðbólga eykst og kaupmáttur launa rýrnar. Það er gleðiefni að atvinnugreinar eins og ferðaþjónusta og sjávarútvegur skapi mikil verðmæti hér á landi. Niðurstöður í álagsprófum Seðlabankans sýna hins vegar að við verðum að efla aðrar gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar til að vera betur í stakk búin að mæta áföllum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun
Ný álagspróf Seðlabankans sýna hversu berskjaldað og viðkvæmt hagkerfið er fyrir áföllum og hversu atvinnulífið er háð vexti ferðaþjónustunnar. Það undirstrikar mikilvægi vaxtar annarra atvinnugreina. Alls komu 1.177 þúsund erlendir ferðamenn til landsins á fyrstu átta mánuðum ársins. Á sama tíma á síðasta ári höfðu komið hingað 887 þúsund ferðamenn. Fjölgunin milli ára er því 33 prósent. En hversu lengi getum við treyst á áframhaldandi vöxt ferðaþjónustunnar, sem er orðin mikilvægasta atvinnugrein þjóðarbúsins þegar gjaldeyrisöflun er annars vegar? Og hvaða áhrif hefði samdráttur í þessari atvinnugrein á hagkerfið? Fram kemur í nýjasta hefti Fjármálastöðugleika, riti Seðlabanka Íslands, sem kom út í gær að dragi verulega úr komum ferðamanna gæti orðið efnahagssamdráttur, atvinnuleysi aukist og eignaverð lækkað. Það gæti leitt til tapreksturs bankanna ekki síst vegna aukins útlánataps. Í ritinu eru birtar niðurstöður álagsprófa þar sem gengið var út frá því að 40 prósent færri ferðamenn kæmu til landsins. Það jafngildir um það bil þeim fjölda ferðamanna sem hingað komu árið 2012. Niðurstöðurnar sýna að slíkt áfall hefði gríðarlega víðtæk áhrif fyrir íslenskt efnahagslíf. Samdráttur í útflutningi yrði um tíu prósent í heild fyrsta árið. Fjárfesting myndi dragast saman vegna minni umsvifa í hagkerfinu. Atvinnuleysi myndi aukast og yrði 6,5 prósent fyrsta árið og svo 7,9 prósent ári síðar. Þá yrði 3,9 prósenta samdráttur í vergri landsframleiðslu og útlánatöp bankanna myndu aukast. Harpa Jónsdóttir, settur framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum, sagði í samtali við Stöð 2 í gær eftir að skýrslan kom út að áhrifin í niðurstöðum álagsprófsins hefðu verið víðtækari en starfsmenn Seðlabankans gerðu ráð fyrir. Harpa sagði að niðurstöðurnar hefðu í raun afhjúpað hvað Íslendingar væru orðnir háðir vexti í ferðaþjónustunni og hvað hagkerfið væri viðkvæmt fyrir sveiflum í þessari atvinnugrein. Ferðaþjónustan var lengi nefnd þriðja stoðin því hún var í þriðja sæti á eftir sjávarútvegi og álframleiðslu þegar hlutdeild í útflutningi landsins var annars vegar. Ekki er langt síðan hún fór fram úr þessum atvinnugreinum. Við getum hins vegar ekki treyst á vöxt ferðaþjónustunnar út í hið óendanlega. Við þurfum líka að hafa hugfast að heppni hefur spilað stóra rullu í vextinum. Olíuverð féll, Ísland komst í heimsfréttirnar eftir gosið í Eyjafjallajökli og smekkur ferðamanna hefur breyst. Ferðamenn vilja kaupa upplifanir og ferðast á framandi slóðir í stað þess að liggja á sólarströnd. Allt þetta hefur hjálpað. Við þurfum að tryggja að ferðaþjónustan dafni til frambúðar. Því ef ferðaþjónustan hrynur lækkar íslenska krónan, verðbólga eykst og kaupmáttur launa rýrnar. Það er gleðiefni að atvinnugreinar eins og ferðaþjónusta og sjávarútvegur skapi mikil verðmæti hér á landi. Niðurstöður í álagsprófum Seðlabankans sýna hins vegar að við verðum að efla aðrar gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar til að vera betur í stakk búin að mæta áföllum.