Bubbi varar við rafsígarettum Jakob Bjarnar skrifar 12. október 2016 17:56 Bubbi Morthens, sem sjálfur hefur heldur betur mátt glíma við tóbaksfíknina, segir rafsígarettusölumenn veiða ungt fólk í net sín með allskyns bragðefnum. Bubbi Morthens tónlistarmaður sakar þá sem selja rafsígarettur um siðleysi. Segir að það geri þeir vegna þess að þeir vilji græða og ungt fólk falli fyrir áróðri þeirra. Þeir bjóði uppá allskyns bragðtegundir til að veiða ungt fólk í net sitt og segja svo bara allt í góðu: Ekki svo hættulegt, bara nikótín. Þetta setur Bubbi fram á Facebooksíðu sinni og hafa orð hans kveikt fjörlega umræðu. Magnús R. Einarsson tónlistarmaður bendir á að nikótín sé ávanabindandi og sé þar í flokki með heróíni. En, þó eru ýmsir sem leggja orð í belg sem segja að rafsígaretturnar hafi hjálpað sér til að hætta reykingum. Einn þeirra er Jakob Valby sem segir það jákvæða þróun að fólk sé að hætta að reykja sígarettur og skipta yfir í rafrettur; „ég sjálfur hef gert það og finn þvílíkan mun líkamlega,“ segir Jakob og telur það beinlínis hættulegt að reyna að telja fólki trú um að rafrettur séu jafn hættulegar og sígarettur. En, Bubbi segist ekki vera að tala um það. Bubbi Morthens hefur sjálfur mátt glíma við tóbaksfíknina eins og vart hefur farið fram hjá landsmönnum, en má í því sambandi nefna það þegar hann var myndaður í bíl sínum, við að reykja eftir að hafa þá lýst yfir opinberlega að hann væri hættur slíku. Myndin birtist í tímaritinu Hér og nú og við var hin fræga fyrirsögn „Bubbi fallin“. Hún þótti af hæstarétti ærumeiðandi, þá og var dæmd dauð og ómerk. Ritstjóranum var gert að greiða Bubba 700 þúsund í miskabætur, þá á þeim forsendum að einhverjir gætu misskilið fyrirsögnina og haldið að Bubbi væri fallinn á fíkniefnabindindi. Rafrettur Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Bubbi Morthens tónlistarmaður sakar þá sem selja rafsígarettur um siðleysi. Segir að það geri þeir vegna þess að þeir vilji græða og ungt fólk falli fyrir áróðri þeirra. Þeir bjóði uppá allskyns bragðtegundir til að veiða ungt fólk í net sitt og segja svo bara allt í góðu: Ekki svo hættulegt, bara nikótín. Þetta setur Bubbi fram á Facebooksíðu sinni og hafa orð hans kveikt fjörlega umræðu. Magnús R. Einarsson tónlistarmaður bendir á að nikótín sé ávanabindandi og sé þar í flokki með heróíni. En, þó eru ýmsir sem leggja orð í belg sem segja að rafsígaretturnar hafi hjálpað sér til að hætta reykingum. Einn þeirra er Jakob Valby sem segir það jákvæða þróun að fólk sé að hætta að reykja sígarettur og skipta yfir í rafrettur; „ég sjálfur hef gert það og finn þvílíkan mun líkamlega,“ segir Jakob og telur það beinlínis hættulegt að reyna að telja fólki trú um að rafrettur séu jafn hættulegar og sígarettur. En, Bubbi segist ekki vera að tala um það. Bubbi Morthens hefur sjálfur mátt glíma við tóbaksfíknina eins og vart hefur farið fram hjá landsmönnum, en má í því sambandi nefna það þegar hann var myndaður í bíl sínum, við að reykja eftir að hafa þá lýst yfir opinberlega að hann væri hættur slíku. Myndin birtist í tímaritinu Hér og nú og við var hin fræga fyrirsögn „Bubbi fallin“. Hún þótti af hæstarétti ærumeiðandi, þá og var dæmd dauð og ómerk. Ritstjóranum var gert að greiða Bubba 700 þúsund í miskabætur, þá á þeim forsendum að einhverjir gætu misskilið fyrirsögnina og haldið að Bubbi væri fallinn á fíkniefnabindindi.
Rafrettur Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira