Bætir hressilega í úrkomuna í nótt Birgir Olgeirsson skrifar 11. október 2016 23:16 Fólk ætti að gæta að því að vatn eigi greiða leið að niðurföllum. Vísir/Anton Mælar Veðurstofu Íslands hafa sýnt jafnt og þétt úrkomu upp á fimm millimetra að meðaltali á klukkustund í allan dag en eftir klukkan fjögur í nótt má mögulega búast við því að það muni bæta hressilega í rigninguna. „Það mun bæta hressilega í úrkomuna í nótt, um fjögur leytið, og suðvesturhornið verður fyrir því, einnig svæðið frá Mýrdalsjökli, norður að Snæfellsnesi og alveg undir sunnanverða Vestfirði,“ segir vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Almannavarnir og Veðurstofan vöruðu við gífurlegri rigningu fyrr í dag og að búast mætti við vatnavöxtum og skriðuföllum á næstu dögum. Líkt og fyrr segir er talið að það muni bæta töluvert í úrkomuna um fjögur leytið í nótt en það muni taka allt að þrjár til sex klukkustundir að sjá afraksturinn af henni, eða vatnavexti og annað slíkt sem því fylgir. Viðbúið er að flóðahætta myndist bæði í litlum ám og lækjum sem og á stærri vatnasviðum, til dæmis í Hvítá í Árnessýslu, Hvítá og Norðurá í Borgarfirði. Jafnframt má búast við aukinni hættu á skriðuföllum á þessum slóðum.„Þetta er bara virkilega góð og mikil rigning,“ segir veðurfræðingurinn. Á morgun er hins vegar gott að hafa í huga að vatnið sem fylgir þessari úrkomu eigi greiða leið að niðurföllum og að fólk athugi með gamla glugga og kjallara þar sem vatn getur lekið. Horfur næsta sólarhringinnSuðaustan 8-18 m/s og rigning, hvassast á Snæfellsnesi. Heldur hægari og úrkomulítið norðaustantil. Sunnan og suðaustan 13-20 m/s og mikil rigning í nótt og á morgun en áfram hægari og þurrt norðaustantil. Lægir vestast um tíma um hádegi á morgun. Hiti 5 til 12 stig.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Sunnan og suðaustan 13-20 m/s og mikil rigning en dregur úr úrkomu síðdegis. Suðaustan 8-15 og bjartviði norðan- og norðaustanlands. Hiti 8 til 13 stig, hlýjast norðaustanlands.Á föstudag:Austan og suðaustan 5-13 m/s og léttir víða til, en skýjað og dálítil væta suðaustanlands og vestast. Hiti breytist lítið.Á laugardag:Hæg breytileg átt og bjart með köflum en hiti 4 til 9 stig.Á sunnudag:Austlæg átt 5-13, hvassast syðst. Úrkoma suðaustan- og austanlands en þurrt norðan jökla og á Vestfjörðum. Heldur kólnandi.Á mánudag:Austanátt og dálítil vætu, en lengst af þurrt fyrir norðan. Hiti 3 til 7 stig.Á þriðjudag:Útlit fyrir vestlæga átt og víða þurrt. Hiti svipaður.Hér fyrir neðan má fylgjast með úrkomunni á gagnvirku spákorti. Veður Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fleiri fréttir Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sjá meira
Mælar Veðurstofu Íslands hafa sýnt jafnt og þétt úrkomu upp á fimm millimetra að meðaltali á klukkustund í allan dag en eftir klukkan fjögur í nótt má mögulega búast við því að það muni bæta hressilega í rigninguna. „Það mun bæta hressilega í úrkomuna í nótt, um fjögur leytið, og suðvesturhornið verður fyrir því, einnig svæðið frá Mýrdalsjökli, norður að Snæfellsnesi og alveg undir sunnanverða Vestfirði,“ segir vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Almannavarnir og Veðurstofan vöruðu við gífurlegri rigningu fyrr í dag og að búast mætti við vatnavöxtum og skriðuföllum á næstu dögum. Líkt og fyrr segir er talið að það muni bæta töluvert í úrkomuna um fjögur leytið í nótt en það muni taka allt að þrjár til sex klukkustundir að sjá afraksturinn af henni, eða vatnavexti og annað slíkt sem því fylgir. Viðbúið er að flóðahætta myndist bæði í litlum ám og lækjum sem og á stærri vatnasviðum, til dæmis í Hvítá í Árnessýslu, Hvítá og Norðurá í Borgarfirði. Jafnframt má búast við aukinni hættu á skriðuföllum á þessum slóðum.„Þetta er bara virkilega góð og mikil rigning,“ segir veðurfræðingurinn. Á morgun er hins vegar gott að hafa í huga að vatnið sem fylgir þessari úrkomu eigi greiða leið að niðurföllum og að fólk athugi með gamla glugga og kjallara þar sem vatn getur lekið. Horfur næsta sólarhringinnSuðaustan 8-18 m/s og rigning, hvassast á Snæfellsnesi. Heldur hægari og úrkomulítið norðaustantil. Sunnan og suðaustan 13-20 m/s og mikil rigning í nótt og á morgun en áfram hægari og þurrt norðaustantil. Lægir vestast um tíma um hádegi á morgun. Hiti 5 til 12 stig.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Sunnan og suðaustan 13-20 m/s og mikil rigning en dregur úr úrkomu síðdegis. Suðaustan 8-15 og bjartviði norðan- og norðaustanlands. Hiti 8 til 13 stig, hlýjast norðaustanlands.Á föstudag:Austan og suðaustan 5-13 m/s og léttir víða til, en skýjað og dálítil væta suðaustanlands og vestast. Hiti breytist lítið.Á laugardag:Hæg breytileg átt og bjart með köflum en hiti 4 til 9 stig.Á sunnudag:Austlæg átt 5-13, hvassast syðst. Úrkoma suðaustan- og austanlands en þurrt norðan jökla og á Vestfjörðum. Heldur kólnandi.Á mánudag:Austanátt og dálítil vætu, en lengst af þurrt fyrir norðan. Hiti 3 til 7 stig.Á þriðjudag:Útlit fyrir vestlæga átt og víða þurrt. Hiti svipaður.Hér fyrir neðan má fylgjast með úrkomunni á gagnvirku spákorti.
Veður Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fleiri fréttir Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sjá meira