Pavel: Verður eins og að taka þakið af húsinu Smári Jökull Jónsson skrifar 28. október 2016 21:15 Pavel Ermolinskij, leikmaður KR. Vísir/Stefán Pavel Ermolinskij lék í kvöld sinn fyrsta leik í Dominos-deildinni þetta tímabilið. Hann var ánægður að vera kominn til baka en KR vann stórsigur á Haukum. „Það er æðislegt að vera kominn aftur. Það var smá stress en nú er mér létt að þetta sé frá, fyrsti leikurinn er alltaf erfiður. Nú get ég einbeitt mér að því að líða eins og körfuboltamanni aftur,“ sagði Pavel og sagðist vera í fínu standi. „Skrokkurinn er í topplagi, eða svona. Það vantar smá leikform og ég er aðeins eftir á í nokkrum hlutum. En ég finn ekki fyrir neinu og ég þarf aðeins að komast í betra form og þá er ég klár.“ KR og Haukar mættust í úrslitum deildarinnar á síðasta tímabili en sigur KR var afgerandi í kvöld og Haukarnir áttu ekki möguleika gegn feiknasterkum KR-ingum. „Að sjálfsögðu var þetta auðveldara en við áttum von á. Við þekkjum þá mjög vel og fátt sem kemur okkar á óvart í leik þeirra. Við náum alltaf að einbeita okkur vel fyrir þessa leiki og náum að vera skrefinu á undan þeim og það var það sem gerðist í dag.“ KR er með fullt hús stiga eftir fyrstu fjóra leikina og liðið hefur verið að leika fínan boltan án Pavel sem hefur gegnt lykilhlutverki hjá liðinu síðustu ár. „Strákarnir hafa verið að spila frábærlega og nú þurfum við gömlu mennirnir sem erum að koma inn núna að passa okkur að vera ekki riðla of mikið til og bæta ofan á það sem strákarnir hafa verið að gera,“ sagði Pavel og bætti við. „Það verða kannski smá vaxtaverkir á leiðinni. Þetta verður kannski eins og að taka þakið af húsinu og ætla að byggja aðra hæð. Á meðan þakið er af er þetta erfitt en síðan ertu komin með aðra flotta hæð á þetta,“ sagði Pavel að lokum. Dominos-deild karla Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Pavel Ermolinskij lék í kvöld sinn fyrsta leik í Dominos-deildinni þetta tímabilið. Hann var ánægður að vera kominn til baka en KR vann stórsigur á Haukum. „Það er æðislegt að vera kominn aftur. Það var smá stress en nú er mér létt að þetta sé frá, fyrsti leikurinn er alltaf erfiður. Nú get ég einbeitt mér að því að líða eins og körfuboltamanni aftur,“ sagði Pavel og sagðist vera í fínu standi. „Skrokkurinn er í topplagi, eða svona. Það vantar smá leikform og ég er aðeins eftir á í nokkrum hlutum. En ég finn ekki fyrir neinu og ég þarf aðeins að komast í betra form og þá er ég klár.“ KR og Haukar mættust í úrslitum deildarinnar á síðasta tímabili en sigur KR var afgerandi í kvöld og Haukarnir áttu ekki möguleika gegn feiknasterkum KR-ingum. „Að sjálfsögðu var þetta auðveldara en við áttum von á. Við þekkjum þá mjög vel og fátt sem kemur okkar á óvart í leik þeirra. Við náum alltaf að einbeita okkur vel fyrir þessa leiki og náum að vera skrefinu á undan þeim og það var það sem gerðist í dag.“ KR er með fullt hús stiga eftir fyrstu fjóra leikina og liðið hefur verið að leika fínan boltan án Pavel sem hefur gegnt lykilhlutverki hjá liðinu síðustu ár. „Strákarnir hafa verið að spila frábærlega og nú þurfum við gömlu mennirnir sem erum að koma inn núna að passa okkur að vera ekki riðla of mikið til og bæta ofan á það sem strákarnir hafa verið að gera,“ sagði Pavel og bætti við. „Það verða kannski smá vaxtaverkir á leiðinni. Þetta verður kannski eins og að taka þakið af húsinu og ætla að byggja aðra hæð. Á meðan þakið er af er þetta erfitt en síðan ertu komin með aðra flotta hæð á þetta,“ sagði Pavel að lokum.
Dominos-deild karla Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira