Skýrsla Kidda Gun: Fjögurra mínútna dvöl í helvíti Kristinn Geir Friðriksson skrifar 28. október 2016 08:30 Kristinn Geir Friðriksson. Eftir þrjá tapleiki í röð náðu nýliðarnir úr Þór Akureyri loksins að knýja fram góðan sigur, og það á útivelli gegn Grindavík. Þetta var langt í frá auðveldur sigur, þrátt fyrir frábæra spilamennsku í upphafi leiks, því tólf stiga forskot liðsins þurrkaðist út á aðeins nokkrum mínútum í öðrum hluta og staðan í hálfleik 48-44. Þrátt fyrir að hafa næstum misst hausinn náðu liðsmenn Þórs að endurræsa sig með hvelli í seinni hálfleik og sigra örugglega, 85-97, og þungu fargi augljóslega létt af leikmönnum og þjálfara liðsins.Ótrúlegur viðsnúningur heimamanna Fyrri hálfleikur var sérlega kaflaskiptur; Þór hafði frumkvæðið á fyrstu þrettán mínútum leiksins og lét svo heimamönnum eftir stjórnartaumana um stundarsakir. Þessar fyrstu mínútur var sóknarleikur Þórs mjög beittur; Darrel Lewis, Danero Thomas og Jalen Ross Riley gátu alltof oft tekið sína menn á og skorað með lítilli fyrirhöfn. Varnarmenn Grindavíkur gáfu þeim of mikið pláss, sem þeir nýttu vel. Hjálparvörnin var léleg hjá heimamönnum og í fyrsta hluta skorar þetta þríeyki öll stig hlutans, eða 25 samtals. Þrátt fyrir að leiða aðeins með nokkrum stigum þá litu gestirnir einfaldlega mun betur út í sínum aðgerðum og ljóst að eitthvað þurfti að breytast í búðum heimamanna. Þegar svo hinum netta þórsara,Tryggva Snæ Hlynasyni, var skipt útaf eftir rúmar þrettán mínútur hófst skuldaleiðrétting heimamanna; vörnin þéttist verulega þannig að opnu skot Þórsara sáust sjaldnar. Sóknarleikur Grindvíkinga umbreyttist á sama tíma. Þegar Tryggvi sat á bekknum komust heimamenn mun aðveldar upp að körfunni og þetta nýttu þeir sér vel. Á aðeins nokkrum mínútum breytti Grindavík stöðunni úr 21-33 í 48-44, sem urðu hálfleikstölur.Kutar sem misstu bitið Grindvíkingar náðu ekki að fylgja frábærum kafla eftir. Í stað þess að nýta góðan meðbyr við upphaf seinni hálfleiks gerðu heimamenn aðeins nóg til að halda í við Þórsara og þriðji hluti því nokkuð jafn þar sem liðin skiptust á forystu. Leikmenn Grindavíkur virkuðu þreyttir undir lok þriðja og Jóhann Ólafsson þjálfari liðsins tók á það ráð að skipta Lewis Clinch, Ómari Sævarssyni og Ólafi Ólafssyni útaf þegar um þrjár mínútur lifðu af hlutanum en þessir menn voru lykilmenn í góðum kafla liðsins. Leikur Grindavíkur riðlaðist töluvert við þetta og þurftu heimamenn að sætta sig við að vera undir, 65-69, þegar lokafjórðungur hófst.Vísir/EyþórBlússandi hress sóknarleikur Á fyrstu fjórum mínútum lokafjórðungsins gerðu svo Þórsarar útum leikinn með frábærum varnarleik og hugrökkum sóknarleik. Staðan þegar sex mínútur lifðu leiks var skyndilega orðin 70-89 og Þórsarar léku á alls oddi. Danero Thomas, Tryggvi Hlynason, Ragnar Helgi Friðriksson og Ingvi Rafn Ingvarsson léku mjög vel og lögðu grunninn að sigrinum á þessum kafla. Grindvíkingar áttu engin svör við blússandi hressum sóknarleik Þórs og áttu í stökustu vandræðum með að komast í góð skotfæri, þá sérstaklega í teignum, þar sem Thomas og Tryggvi vörðu skot eins og þeim hafi verið sérstaklega borgað fyrir það. Áhlaupstilraunir heimamanna komu seint og voru aldrei nægilega beittar því vörnin var hriplek á meðan þeirri baráttu stóð. Lokamínúturnar voru því aldrei spennandi; Þórsliðið spilaði af yfirvegun og skynsemi þegar á þurfti að halda í sókn og gerðu heimamönnum erfitt fyrir að fá auðveldar körfur á sama tíma.Vísir/EyþórGrindavík loftlaust eftir góða byrjun? Tveir sigurleikir af fjórum hefði líklega ekki hljómað illa í eyru Grindvíkinga fyrir mót. Góð byrjun þeirra virtist endurspegla andlegt jafnvægi innan liðsins og leikgleði í upphafi en tveir síðustu leikir hafa verið nokkurs konar andhverfa þeirra og andlegt skipsbrot þeirra gegn KR í síðustu umferð vottorð þess. Ósigurinn í gær var ákveðið framhald af þeim leik; leikmenn náðu góðum spretti sem sprakk svo á endanum með þeim afleiðingum að þeir stóðu ráðalausir eftir og alveg undir oki andstæðingsins settir. Lykilmenn liðsins, Clinch, Þorleifur, Ólafur og Ómar gerðu margt vel en fengu litla aðstoð. Hamid Dicko átti flotta innkomu en það dugði skammt. Jóhann þjálfari liðsins sagði eftir leik að liðið hafi skort verulega orku og kraft í leiknum. Þar liggur stór partur að mínu viti því eftir að hafa tekið öll völd á vellinum hrundi leikur liðsins eins og spilaborg og Þórsarar áttu í engum vandræðum með að hrifsa völdin aftur af þeim. Loftið úr síðasta leik Grindavíkur virðist ekki hafa verið hreinsað nægilega vel; annað hvort var notað ódýrt þvottaduft eða menn ekki haldið að þeir væru skítugir eftir þá útreið! Hvort eður ei, liggur ljóst fyrir að liðið á eitthvað í land ef það ætlar að blanda sér í baráttu efstu liða. Bekkurinn er of grunnur og það sást vel í þessum leik; lykilmenn urðu áberandi þreyttir og nutu ekki nægilegrar aðstoðar af bekk. Þessi leikur var spegilmynd af því hvernig ég sé tímabilið spilast hjá óbreyttu Grindavíkurliði; einn eða tveir góðir sprettir sem endast stutt því breiddin leyfir ekki meira. Fyrsti spretturinn er búinn og nýjabrumið virðist skolað af liðinu og leikmenn þurfa líklega að finna jarðtenginguna aftur sem einkenndi leik liðsins í upphafi móts.Tryggvi Snær.Vísir/StefánÞór á „stjórnlausu“ skriði? Hungrið í nýliðum að vinna sinn fyrsta leik er vart hægt að ofmeta og klárt að Þórsarar voru orðnir langeygðir eftir honum. Liðið búið að spila hörkuleiki, spennandi og dramatíska, og tapað öllum þremur þeirra! Mikilvægi sigursins er ekki hægt að mæla og aðeins leikmenn og þjálfari liðsins sem geta metið það þegar á líður. Það mátti ekki miklu muna fyrir Þór því leikur þeirra var í raun ekki mjög öflugur ef rýnt er nánar í hann; sóknarleikur liðsins var meira einstaklingsframtak en liðsspilamennska, þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Þó liðsheildin hafi náð góðum kafla til að loka leiknum í seinni hálfleik þá voru uppi teikn sem bentu mér á hversu brotthætt liðið er. Lewis, Thomas og Riley báru sóknina uppi á löngum köflum í fyrri hálfleik en í þeim síðari snarbatnaði liðsholningin og leikmenn eins og Ingvi Rafn, Tryggvi Snær og Ragnar Helgi Friðriksson náðu að blómstra.Jalen Ross Riley, sem var áberandi í fyrri hálfleiknum, sást lítið í seinni. Þetta er ekki áhyggjuefni í mínum huga. Það sem ég myndi hafa áhyggjur af er liðsstjórnin á vellinum; sóknarleikur liðsins réðist oft á tilviljunum eða hvort vængmenn liðsins voru heitir eður ei. Sóknarkerfin voru ekki sannfærandi, þrátt fyrir að hafa skorað næstum 100 stig. Liðið vill spila hratt, eins og Benedikt Guðmundsson er þekktur fyrir, og slíkt er oftar en ekki tvíeggja sverð. Þegar vel gengur er tóm hamingja en stundum renna menn á sverðinu og fá slæman skurð. Þetta gerðist í leiknum og máttu Þórsarar þakka getuleysi andstæðingsins að ekki hafi illa farið. Það verður hinsvegar ekki tekið af gestunum að þeir vildu sigurinn meira og sóttu hann af áfergju og miklum myndarskap með liðsheildina að vopni. Varnarleikur liðsins var góður lengst af og munaði þar mest um Tryggva og Thomas í miðju varnarinnar sem breyttu vel flestum skotum heimamanna en maður leiksins var Danero Thomas sem átti frábæran leik á báðum endum vallarins. Dominos-deild karla Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira
Eftir þrjá tapleiki í röð náðu nýliðarnir úr Þór Akureyri loksins að knýja fram góðan sigur, og það á útivelli gegn Grindavík. Þetta var langt í frá auðveldur sigur, þrátt fyrir frábæra spilamennsku í upphafi leiks, því tólf stiga forskot liðsins þurrkaðist út á aðeins nokkrum mínútum í öðrum hluta og staðan í hálfleik 48-44. Þrátt fyrir að hafa næstum misst hausinn náðu liðsmenn Þórs að endurræsa sig með hvelli í seinni hálfleik og sigra örugglega, 85-97, og þungu fargi augljóslega létt af leikmönnum og þjálfara liðsins.Ótrúlegur viðsnúningur heimamanna Fyrri hálfleikur var sérlega kaflaskiptur; Þór hafði frumkvæðið á fyrstu þrettán mínútum leiksins og lét svo heimamönnum eftir stjórnartaumana um stundarsakir. Þessar fyrstu mínútur var sóknarleikur Þórs mjög beittur; Darrel Lewis, Danero Thomas og Jalen Ross Riley gátu alltof oft tekið sína menn á og skorað með lítilli fyrirhöfn. Varnarmenn Grindavíkur gáfu þeim of mikið pláss, sem þeir nýttu vel. Hjálparvörnin var léleg hjá heimamönnum og í fyrsta hluta skorar þetta þríeyki öll stig hlutans, eða 25 samtals. Þrátt fyrir að leiða aðeins með nokkrum stigum þá litu gestirnir einfaldlega mun betur út í sínum aðgerðum og ljóst að eitthvað þurfti að breytast í búðum heimamanna. Þegar svo hinum netta þórsara,Tryggva Snæ Hlynasyni, var skipt útaf eftir rúmar þrettán mínútur hófst skuldaleiðrétting heimamanna; vörnin þéttist verulega þannig að opnu skot Þórsara sáust sjaldnar. Sóknarleikur Grindvíkinga umbreyttist á sama tíma. Þegar Tryggvi sat á bekknum komust heimamenn mun aðveldar upp að körfunni og þetta nýttu þeir sér vel. Á aðeins nokkrum mínútum breytti Grindavík stöðunni úr 21-33 í 48-44, sem urðu hálfleikstölur.Kutar sem misstu bitið Grindvíkingar náðu ekki að fylgja frábærum kafla eftir. Í stað þess að nýta góðan meðbyr við upphaf seinni hálfleiks gerðu heimamenn aðeins nóg til að halda í við Þórsara og þriðji hluti því nokkuð jafn þar sem liðin skiptust á forystu. Leikmenn Grindavíkur virkuðu þreyttir undir lok þriðja og Jóhann Ólafsson þjálfari liðsins tók á það ráð að skipta Lewis Clinch, Ómari Sævarssyni og Ólafi Ólafssyni útaf þegar um þrjár mínútur lifðu af hlutanum en þessir menn voru lykilmenn í góðum kafla liðsins. Leikur Grindavíkur riðlaðist töluvert við þetta og þurftu heimamenn að sætta sig við að vera undir, 65-69, þegar lokafjórðungur hófst.Vísir/EyþórBlússandi hress sóknarleikur Á fyrstu fjórum mínútum lokafjórðungsins gerðu svo Þórsarar útum leikinn með frábærum varnarleik og hugrökkum sóknarleik. Staðan þegar sex mínútur lifðu leiks var skyndilega orðin 70-89 og Þórsarar léku á alls oddi. Danero Thomas, Tryggvi Hlynason, Ragnar Helgi Friðriksson og Ingvi Rafn Ingvarsson léku mjög vel og lögðu grunninn að sigrinum á þessum kafla. Grindvíkingar áttu engin svör við blússandi hressum sóknarleik Þórs og áttu í stökustu vandræðum með að komast í góð skotfæri, þá sérstaklega í teignum, þar sem Thomas og Tryggvi vörðu skot eins og þeim hafi verið sérstaklega borgað fyrir það. Áhlaupstilraunir heimamanna komu seint og voru aldrei nægilega beittar því vörnin var hriplek á meðan þeirri baráttu stóð. Lokamínúturnar voru því aldrei spennandi; Þórsliðið spilaði af yfirvegun og skynsemi þegar á þurfti að halda í sókn og gerðu heimamönnum erfitt fyrir að fá auðveldar körfur á sama tíma.Vísir/EyþórGrindavík loftlaust eftir góða byrjun? Tveir sigurleikir af fjórum hefði líklega ekki hljómað illa í eyru Grindvíkinga fyrir mót. Góð byrjun þeirra virtist endurspegla andlegt jafnvægi innan liðsins og leikgleði í upphafi en tveir síðustu leikir hafa verið nokkurs konar andhverfa þeirra og andlegt skipsbrot þeirra gegn KR í síðustu umferð vottorð þess. Ósigurinn í gær var ákveðið framhald af þeim leik; leikmenn náðu góðum spretti sem sprakk svo á endanum með þeim afleiðingum að þeir stóðu ráðalausir eftir og alveg undir oki andstæðingsins settir. Lykilmenn liðsins, Clinch, Þorleifur, Ólafur og Ómar gerðu margt vel en fengu litla aðstoð. Hamid Dicko átti flotta innkomu en það dugði skammt. Jóhann þjálfari liðsins sagði eftir leik að liðið hafi skort verulega orku og kraft í leiknum. Þar liggur stór partur að mínu viti því eftir að hafa tekið öll völd á vellinum hrundi leikur liðsins eins og spilaborg og Þórsarar áttu í engum vandræðum með að hrifsa völdin aftur af þeim. Loftið úr síðasta leik Grindavíkur virðist ekki hafa verið hreinsað nægilega vel; annað hvort var notað ódýrt þvottaduft eða menn ekki haldið að þeir væru skítugir eftir þá útreið! Hvort eður ei, liggur ljóst fyrir að liðið á eitthvað í land ef það ætlar að blanda sér í baráttu efstu liða. Bekkurinn er of grunnur og það sást vel í þessum leik; lykilmenn urðu áberandi þreyttir og nutu ekki nægilegrar aðstoðar af bekk. Þessi leikur var spegilmynd af því hvernig ég sé tímabilið spilast hjá óbreyttu Grindavíkurliði; einn eða tveir góðir sprettir sem endast stutt því breiddin leyfir ekki meira. Fyrsti spretturinn er búinn og nýjabrumið virðist skolað af liðinu og leikmenn þurfa líklega að finna jarðtenginguna aftur sem einkenndi leik liðsins í upphafi móts.Tryggvi Snær.Vísir/StefánÞór á „stjórnlausu“ skriði? Hungrið í nýliðum að vinna sinn fyrsta leik er vart hægt að ofmeta og klárt að Þórsarar voru orðnir langeygðir eftir honum. Liðið búið að spila hörkuleiki, spennandi og dramatíska, og tapað öllum þremur þeirra! Mikilvægi sigursins er ekki hægt að mæla og aðeins leikmenn og þjálfari liðsins sem geta metið það þegar á líður. Það mátti ekki miklu muna fyrir Þór því leikur þeirra var í raun ekki mjög öflugur ef rýnt er nánar í hann; sóknarleikur liðsins var meira einstaklingsframtak en liðsspilamennska, þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Þó liðsheildin hafi náð góðum kafla til að loka leiknum í seinni hálfleik þá voru uppi teikn sem bentu mér á hversu brotthætt liðið er. Lewis, Thomas og Riley báru sóknina uppi á löngum köflum í fyrri hálfleik en í þeim síðari snarbatnaði liðsholningin og leikmenn eins og Ingvi Rafn, Tryggvi Snær og Ragnar Helgi Friðriksson náðu að blómstra.Jalen Ross Riley, sem var áberandi í fyrri hálfleiknum, sást lítið í seinni. Þetta er ekki áhyggjuefni í mínum huga. Það sem ég myndi hafa áhyggjur af er liðsstjórnin á vellinum; sóknarleikur liðsins réðist oft á tilviljunum eða hvort vængmenn liðsins voru heitir eður ei. Sóknarkerfin voru ekki sannfærandi, þrátt fyrir að hafa skorað næstum 100 stig. Liðið vill spila hratt, eins og Benedikt Guðmundsson er þekktur fyrir, og slíkt er oftar en ekki tvíeggja sverð. Þegar vel gengur er tóm hamingja en stundum renna menn á sverðinu og fá slæman skurð. Þetta gerðist í leiknum og máttu Þórsarar þakka getuleysi andstæðingsins að ekki hafi illa farið. Það verður hinsvegar ekki tekið af gestunum að þeir vildu sigurinn meira og sóttu hann af áfergju og miklum myndarskap með liðsheildina að vopni. Varnarleikur liðsins var góður lengst af og munaði þar mest um Tryggva og Thomas í miðju varnarinnar sem breyttu vel flestum skotum heimamanna en maður leiksins var Danero Thomas sem átti frábæran leik á báðum endum vallarins.
Dominos-deild karla Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira