Vinstristjórnin virðist ekki í kortunum Snærós Sindradóttir skrifar 28. október 2016 07:00 Leiðtogar stærstu flokka mættust í umræðuþætti Stöðvar 2 í gær. Vísir/Ernir Ekki verður hægt að mynda þriggja flokka stjórn eftir alþingiskosningar án aðkomu Sjálfstæðisflokksins samkvæmt könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var 25. og 26. október. Sjálfstæðisflokkurinn eykur enn fylgi sitt og mælist nú með 27,3 prósent miðað við könnun fréttastofu 365 frá 24. og 25. október. Þar áður mældist fylgið 23,7 prósent.Niðurstöður skoðanakönnunar fréttastofu 365.Píratar, Vinstri græn, Samfylking og Björt framtíð lýstu í gær yfir vilja til að starfa saman að loknum kosningum. Yfirlýsingin er afrakstur tveggja funda þessara flokka sem Píratar boðuðu til fyrir tæpum tveimur vikum. Flokkarnir fjórir ná þó ekki meirihluta á þingi samkvæmt könnuninni og eru samtals með þrjátíu þingmenn og 46,8 prósent fylgi. Ríkisstjórnarflokkarnir gætu sameinast um að mynda þriggja flokka stjórn með Viðreisn en slík stjórn hefði mjög nauman meirihluta, 33 þingmenn og aðeins 47,7 prósenta fylgi á bak við sig. Ýmislegt bendir til þess að Píratar fái minna fylgi en mælingar hafa sagt til um. Þeir sögðust í tilkynningu í gær vera tilbúnir að víkja frá kröfu sinni um styttra kjörtímabil.Mögulegir þingmeirihlutarPíratar mælast með 33 prósenta fylgi í aldurshópnum 18-24 ára í nýju skoðanakönnuninni. Fylgið fer dalandi upp úr þeim aldri og fer lægst í 7 prósent í elsta aldurshópnum. Sterkar vísbendingar eru um að ungt fólk mæti síður á kjörstað sem væri þannig verulegt áfall fyrir Pírata. Í kosningabaráttunni hefur hins vegar lítið borið á því að Píratar hvetji ungt fólk sérstaklega til að mæta á kjörstað. „Það er heilmikil óvissa um það hvort stjórnarandstöðuflokkarnir, sem nú hafa lýst yfir vilja til að mynda ríkisstjórn, nái meirihluta. Það er athyglisvert að Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera að styrkja stöðu sína,“ segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Baldur segir óljóst hvort það sé útspil Pírata um stjórnarmyndunarviðræður fyrir kosningar sem sé að styrkja stöðu Sjálfstæðisflokksins. Guðni Th. Jóhannesson forseti lýðveldisins.vísir/anton brink„Það gæti verið ástæðan. Ástæðan gæti líka verið að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið nokkuð áberandi í umræðunni og Bjarni Benediktsson verið áberandi í fjölmiðlum undanfarna daga. Svo notar Sjálfstæðisflokkurinn að hann sé mótvægi við vinstristjórn. Útspil Pírata dregur fram þessar tvær andstæður í íslenskum stjórnmálum með mjög skýrum hætti. Það gæti verið að styrkja stöðu Sjálfstæðisflokksins án þess að við vitum það,“ segir Baldur. Guðni Th. Jóhannesson, nýr forseti lýðveldisins, sagði við Fréttablaðið daginn eftir kjör sitt að snúið gæti reynst að mynda ríkisstjórn. „Forseti ákveður hver skuli fyrst spreyta sig við myndun ríkisstjórnar. Það þarf ég að gera á grundvelli þess sem stjórnmálaleiðtogar segja mér eftir kosningar og á grundvelli þess hvern ég tel líklegastan til að geta myndað ríkisstjórn. Það þarf ekki að vera leiðtogi stærsta flokksins, það þarf ekki að vera leiðtogi þess sem mest hefur unnið á. Það þarf einfaldlega að vera byggt á mati forsetans,“ sagði Guðni þá.Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessorvísir/hannaSjálfstæðisflokkurinn er nokkuð einangraður fyrir kosningarnar. Formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, hefur sagt að flokkur hennar eigi ekki samleið með núverandi stjórnarflokkum. Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingar, sagði í viðtali við Kjarnann að hún myndi aldrei starfa með Sjálfstæðisflokknum og Birgitta Jónsdóttir hefur verið skýr í afstöðu sinni gegn flokknum. Þá hefur Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, útilokað að flokkurinn verði þriðja hjólið í samstarfi núverandi stjórnarflokka.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Tveir utanþingsráðherrar í framboði Þingmenn Reykjavíkurkjördæmanna eru samtals 22, ellefu í hvoru kjördæmi. Í megindráttum liggja mörk Reykjavíkurkjördæmanna um miðlínu Hringbrautar, Miklubrautar, Ártúnsbrekku og Vesturlandsvegar. 27. október 2016 07:00 Þurfti að skilja Bjarna og Katrínu að í ESB-umræðunum Það var hart tekist á í umræðuþætti leiðtoga stjórnmálaflokkanna á Stöð í kvöld. 27. október 2016 21:00 Píratar falla frá kröfunni um stutt kjörtímabil Telja Píratar að „þær víðtæku kerfisbreytingar sem gerð er krafa um“ geri styttra kjörtímabil óraunhæft. 27. október 2016 18:03 Stjórnarandstaðan mun kanna möguleikann á stjórnarmyndun nái hún til þess meirihluta Fundi stjórnarandstöðuflokkanna sem hófst klukkan 10.30 í morgun lauk núna rúmlega hálftólf. Í 27. október 2016 11:49 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ekki verður hægt að mynda þriggja flokka stjórn eftir alþingiskosningar án aðkomu Sjálfstæðisflokksins samkvæmt könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var 25. og 26. október. Sjálfstæðisflokkurinn eykur enn fylgi sitt og mælist nú með 27,3 prósent miðað við könnun fréttastofu 365 frá 24. og 25. október. Þar áður mældist fylgið 23,7 prósent.Niðurstöður skoðanakönnunar fréttastofu 365.Píratar, Vinstri græn, Samfylking og Björt framtíð lýstu í gær yfir vilja til að starfa saman að loknum kosningum. Yfirlýsingin er afrakstur tveggja funda þessara flokka sem Píratar boðuðu til fyrir tæpum tveimur vikum. Flokkarnir fjórir ná þó ekki meirihluta á þingi samkvæmt könnuninni og eru samtals með þrjátíu þingmenn og 46,8 prósent fylgi. Ríkisstjórnarflokkarnir gætu sameinast um að mynda þriggja flokka stjórn með Viðreisn en slík stjórn hefði mjög nauman meirihluta, 33 þingmenn og aðeins 47,7 prósenta fylgi á bak við sig. Ýmislegt bendir til þess að Píratar fái minna fylgi en mælingar hafa sagt til um. Þeir sögðust í tilkynningu í gær vera tilbúnir að víkja frá kröfu sinni um styttra kjörtímabil.Mögulegir þingmeirihlutarPíratar mælast með 33 prósenta fylgi í aldurshópnum 18-24 ára í nýju skoðanakönnuninni. Fylgið fer dalandi upp úr þeim aldri og fer lægst í 7 prósent í elsta aldurshópnum. Sterkar vísbendingar eru um að ungt fólk mæti síður á kjörstað sem væri þannig verulegt áfall fyrir Pírata. Í kosningabaráttunni hefur hins vegar lítið borið á því að Píratar hvetji ungt fólk sérstaklega til að mæta á kjörstað. „Það er heilmikil óvissa um það hvort stjórnarandstöðuflokkarnir, sem nú hafa lýst yfir vilja til að mynda ríkisstjórn, nái meirihluta. Það er athyglisvert að Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera að styrkja stöðu sína,“ segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Baldur segir óljóst hvort það sé útspil Pírata um stjórnarmyndunarviðræður fyrir kosningar sem sé að styrkja stöðu Sjálfstæðisflokksins. Guðni Th. Jóhannesson forseti lýðveldisins.vísir/anton brink„Það gæti verið ástæðan. Ástæðan gæti líka verið að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið nokkuð áberandi í umræðunni og Bjarni Benediktsson verið áberandi í fjölmiðlum undanfarna daga. Svo notar Sjálfstæðisflokkurinn að hann sé mótvægi við vinstristjórn. Útspil Pírata dregur fram þessar tvær andstæður í íslenskum stjórnmálum með mjög skýrum hætti. Það gæti verið að styrkja stöðu Sjálfstæðisflokksins án þess að við vitum það,“ segir Baldur. Guðni Th. Jóhannesson, nýr forseti lýðveldisins, sagði við Fréttablaðið daginn eftir kjör sitt að snúið gæti reynst að mynda ríkisstjórn. „Forseti ákveður hver skuli fyrst spreyta sig við myndun ríkisstjórnar. Það þarf ég að gera á grundvelli þess sem stjórnmálaleiðtogar segja mér eftir kosningar og á grundvelli þess hvern ég tel líklegastan til að geta myndað ríkisstjórn. Það þarf ekki að vera leiðtogi stærsta flokksins, það þarf ekki að vera leiðtogi þess sem mest hefur unnið á. Það þarf einfaldlega að vera byggt á mati forsetans,“ sagði Guðni þá.Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessorvísir/hannaSjálfstæðisflokkurinn er nokkuð einangraður fyrir kosningarnar. Formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, hefur sagt að flokkur hennar eigi ekki samleið með núverandi stjórnarflokkum. Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingar, sagði í viðtali við Kjarnann að hún myndi aldrei starfa með Sjálfstæðisflokknum og Birgitta Jónsdóttir hefur verið skýr í afstöðu sinni gegn flokknum. Þá hefur Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, útilokað að flokkurinn verði þriðja hjólið í samstarfi núverandi stjórnarflokka.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Tveir utanþingsráðherrar í framboði Þingmenn Reykjavíkurkjördæmanna eru samtals 22, ellefu í hvoru kjördæmi. Í megindráttum liggja mörk Reykjavíkurkjördæmanna um miðlínu Hringbrautar, Miklubrautar, Ártúnsbrekku og Vesturlandsvegar. 27. október 2016 07:00 Þurfti að skilja Bjarna og Katrínu að í ESB-umræðunum Það var hart tekist á í umræðuþætti leiðtoga stjórnmálaflokkanna á Stöð í kvöld. 27. október 2016 21:00 Píratar falla frá kröfunni um stutt kjörtímabil Telja Píratar að „þær víðtæku kerfisbreytingar sem gerð er krafa um“ geri styttra kjörtímabil óraunhæft. 27. október 2016 18:03 Stjórnarandstaðan mun kanna möguleikann á stjórnarmyndun nái hún til þess meirihluta Fundi stjórnarandstöðuflokkanna sem hófst klukkan 10.30 í morgun lauk núna rúmlega hálftólf. Í 27. október 2016 11:49 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Tveir utanþingsráðherrar í framboði Þingmenn Reykjavíkurkjördæmanna eru samtals 22, ellefu í hvoru kjördæmi. Í megindráttum liggja mörk Reykjavíkurkjördæmanna um miðlínu Hringbrautar, Miklubrautar, Ártúnsbrekku og Vesturlandsvegar. 27. október 2016 07:00
Þurfti að skilja Bjarna og Katrínu að í ESB-umræðunum Það var hart tekist á í umræðuþætti leiðtoga stjórnmálaflokkanna á Stöð í kvöld. 27. október 2016 21:00
Píratar falla frá kröfunni um stutt kjörtímabil Telja Píratar að „þær víðtæku kerfisbreytingar sem gerð er krafa um“ geri styttra kjörtímabil óraunhæft. 27. október 2016 18:03
Stjórnarandstaðan mun kanna möguleikann á stjórnarmyndun nái hún til þess meirihluta Fundi stjórnarandstöðuflokkanna sem hófst klukkan 10.30 í morgun lauk núna rúmlega hálftólf. Í 27. október 2016 11:49