Þurfti að skilja Bjarna og Katrínu að í ESB-umræðunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2016 21:00 Það var hart tekist á í umræðuþætti leiðtoga stjórnmálaflokkanna á Stöð í kvöld. Skilja þurfti Katrínu Jakobsdóttur, formann VG, og Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins þegar kom að umræðum um Evrópusambandið. Hófst það með því að Bjarni sagði það vera „ótrúleg öfugmæli“ af stjórnarandstöðuflokkunum að boða mikilvægi þess að skapa frið og ró í samfélaginu á sama tíma og lagt væri upp með að fara í leiðangur um aðild að Evrópusambandinu og innleiða nýja stjórnarskrá. Þetta væru stór málefni sem þyrfti að gera í sátt og samlyndi.Sjá má umræðurnar sem mynduðust um ESB í spilaranum hér að ofan „Hver er að leggja af stað í leiðangur með ESB-aðild?“ spurði þá Katrín en Bjarni svaraði því að VG stæði meðal annars fyrir því. Katrín var ekki sátt með það og bað Bjarna um að hlusta á það sem hún væri að segja. „Þú ert hér að alhæfa um það sem við erum að segja. Við höfum talað fyrir því að ef það verði farið í slíkan leiðangur verði það ekki gert nema með aðkomu þings og þjóðar,“ sagði Katrín. Minnti þá Bjarni Katrínu á hvernig það hafi verið fyrir flokk hennar að sitja í ríkisstjórn sem væri að semja um aðild að ESB jafnvel þótt að flokkur hennar væri á móti slíkri aðild. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, tók þá til máls og sagði að sér þætti það mjög merkilegt að kosningabaráttan hér á landi væri farin að snúast um aðild að Evrópusambandinu á sama tíma og stjórþjóðir á borð við Bretland væri að segja sig úr ESB. Þetta greip Katrín á lofti og sagði að það væri ótrúlegt að hlusta á fulltrúa stjórnarflokkanna taka undir það á hverjum fundi á fætur öðrum að eðlilegt sé að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. „Um inngöngu í ESB,“ sagði Bjarni og spurði Katrínu hvort að hún, yrði hún forsætisráðherra, gæti leitt þjóðina inn í ESB. „Ég verð að segja Katrín, ætlar þú að leiða þjóðina sem nýr forsætisráðherra inn í ESB eða ekki? Ef að þjóðin vill það, ætlar þú að fara, ná samningi, koma með hann heim og berjast fyrir honum? Ætlar þú að gera það? Þú verður að svara þessari grundvallarspurningu,“ sagði Bjarni. „Hvað er ég búinn að vera að gera hér ítrekað og ég skal bara segja þér það aftur. Við höfum talað fyrir því að leita leiðsagnar þjóðarinnar,“ svaraði Katrín. „Það liggur alveg fyrir að viljum ekki að Ísland gangi í ESB.“ Bjarni spurði þá hvernig Katrín ætlaði sér að fara að því að leiða viðræður við ESB sagði Katrín að hún og hann væru einfaldlega ekki sammála um hvað væri pólítískur ómöguleiki og hvað ekki og vitnaði þar til orða Bjarna frá árinu 2014 þegar fyrir lá að stjórnarflokkarnir myndu ekki efna til þjóðaratkvæðagreislu um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB. Fékk þáttastjórnandi þá nóg og stoppaði umræðurnar af og sagði: „Katrín og Bjarni, nú er þetta alveg eins og á leikskólanum.“ Sjá má umræðurnar sem mynduðust um ESB í spilaranum hér að ofan Kosningar 2016 Tengdar fréttir Mikið flakk á kjósendum á síðustu metrunum Hvorki stjórnarflokkarnir né núverandi stjórnarandstöðuflokkar gætu myndað meirihluta á Alþingi samkvæmt nýrri könnun. 27. október 2016 19:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Það var hart tekist á í umræðuþætti leiðtoga stjórnmálaflokkanna á Stöð í kvöld. Skilja þurfti Katrínu Jakobsdóttur, formann VG, og Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins þegar kom að umræðum um Evrópusambandið. Hófst það með því að Bjarni sagði það vera „ótrúleg öfugmæli“ af stjórnarandstöðuflokkunum að boða mikilvægi þess að skapa frið og ró í samfélaginu á sama tíma og lagt væri upp með að fara í leiðangur um aðild að Evrópusambandinu og innleiða nýja stjórnarskrá. Þetta væru stór málefni sem þyrfti að gera í sátt og samlyndi.Sjá má umræðurnar sem mynduðust um ESB í spilaranum hér að ofan „Hver er að leggja af stað í leiðangur með ESB-aðild?“ spurði þá Katrín en Bjarni svaraði því að VG stæði meðal annars fyrir því. Katrín var ekki sátt með það og bað Bjarna um að hlusta á það sem hún væri að segja. „Þú ert hér að alhæfa um það sem við erum að segja. Við höfum talað fyrir því að ef það verði farið í slíkan leiðangur verði það ekki gert nema með aðkomu þings og þjóðar,“ sagði Katrín. Minnti þá Bjarni Katrínu á hvernig það hafi verið fyrir flokk hennar að sitja í ríkisstjórn sem væri að semja um aðild að ESB jafnvel þótt að flokkur hennar væri á móti slíkri aðild. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, tók þá til máls og sagði að sér þætti það mjög merkilegt að kosningabaráttan hér á landi væri farin að snúast um aðild að Evrópusambandinu á sama tíma og stjórþjóðir á borð við Bretland væri að segja sig úr ESB. Þetta greip Katrín á lofti og sagði að það væri ótrúlegt að hlusta á fulltrúa stjórnarflokkanna taka undir það á hverjum fundi á fætur öðrum að eðlilegt sé að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. „Um inngöngu í ESB,“ sagði Bjarni og spurði Katrínu hvort að hún, yrði hún forsætisráðherra, gæti leitt þjóðina inn í ESB. „Ég verð að segja Katrín, ætlar þú að leiða þjóðina sem nýr forsætisráðherra inn í ESB eða ekki? Ef að þjóðin vill það, ætlar þú að fara, ná samningi, koma með hann heim og berjast fyrir honum? Ætlar þú að gera það? Þú verður að svara þessari grundvallarspurningu,“ sagði Bjarni. „Hvað er ég búinn að vera að gera hér ítrekað og ég skal bara segja þér það aftur. Við höfum talað fyrir því að leita leiðsagnar þjóðarinnar,“ svaraði Katrín. „Það liggur alveg fyrir að viljum ekki að Ísland gangi í ESB.“ Bjarni spurði þá hvernig Katrín ætlaði sér að fara að því að leiða viðræður við ESB sagði Katrín að hún og hann væru einfaldlega ekki sammála um hvað væri pólítískur ómöguleiki og hvað ekki og vitnaði þar til orða Bjarna frá árinu 2014 þegar fyrir lá að stjórnarflokkarnir myndu ekki efna til þjóðaratkvæðagreislu um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB. Fékk þáttastjórnandi þá nóg og stoppaði umræðurnar af og sagði: „Katrín og Bjarni, nú er þetta alveg eins og á leikskólanum.“ Sjá má umræðurnar sem mynduðust um ESB í spilaranum hér að ofan
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Mikið flakk á kjósendum á síðustu metrunum Hvorki stjórnarflokkarnir né núverandi stjórnarandstöðuflokkar gætu myndað meirihluta á Alþingi samkvæmt nýrri könnun. 27. október 2016 19:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Mikið flakk á kjósendum á síðustu metrunum Hvorki stjórnarflokkarnir né núverandi stjórnarandstöðuflokkar gætu myndað meirihluta á Alþingi samkvæmt nýrri könnun. 27. október 2016 19:30