Var hrunið stjórnarskránni að kenna? Hjörtur Hjartarson skrifar 28. október 2016 07:00 Nýja stjórnarskráin, sem lá fyrir Alþingi fullbúin undir lok síðasta kjörtímabils, er enn á ný í sviðsljósinu. Tilraunin til að þegja hana í hel mistókst. Því heyrist aftur á ný þrástefið – alltaf án rökstuðnings – um að hrunið hafi ekki verið stjórnarskránni að kenna. Sú fullyrðing er rétt, en aðeins að því leyti að ábyrgðinni á hruninu verður ekki komið yfir á stjórnarskrána. Við vitum nokkurn veginn hvar ábyrgðin liggur, a.m.k. þau okkar sem muna eitthvað úr Rannsóknarskýrslu Alþingis um bankahrunið. Nýlegar fréttir af framgöngu fyrrverandi seðlabankastjóra, Davíðs Oddssonar, skömmu fyrir hrun gefa líka vísbendingar. Örstutt upptalning varpar ljósi á málið: Formenn tveggja stjórnmálaflokka skiptu á milli sín bankakerfi þjóðarinnar og afhentu vildarvinum flokkanna. Tæpum sex árum síðar hrundi fjármálakerfið undan spillingunni með brauki og bramli. Líf tugþúsunda gekk úr skorðum. Tveir flokksformenn, áðurnefndir, lögðu nafn Íslands við ólöglegt árásarstríð á hendur öðru ríki, og þurftu hvorki að tala við kóng né prest. Landsmenn búa við óréttlátt kosningakerfi sem þeir hafa hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu, en því er ekki breytt vegna þess að stjórnmálaflokkarnir ætla sér viðhalda óréttlætinu. Þjóðin má una við óréttláta skiptingu arðs af sinni helstu auðlind í áratugi þótt milli 80 og 90% landsmanna séu því andvíg. Jarðvegur ofríkis Þetta fengist staðist nema í skjóli þess að við búum við úrelta og ólýðræðislega stjórnarskrá. Stjórnarskrá sem er jarðvegur ofríkis og sérhagsmunagæslu örfárra og tryggir um leið valdaleysi almennings. Stjórnmálastéttin hét þjóðinni því árið 1944 að hún myndi semja sér sína eigin stjórnarskrá um leið og sjálfstæðismálið væri afgreitt. Það var svikið í 70 ár. Í Kastljósi Sjónvarpsins þann 25. nóvember 2010 sagði Eiríkur Tómasson, þá prófessor í stjórnskipunarrétti og nú hæstaréttardómari, um tregðuna til að standa við fyrirheitið frá 1944: „Valdið hefur safnast á hendur ríkisstjórnarinnar eða ráðherranna, og fyrst og fremst oddvita stjórnarflokkanna ... Stjórnmálaflokkarnir byggja völd sín á þessum miklu völdum. ... Stjórnmálamenn hafa einhverra hluta vegna, ég held af ásettu ráði, ekki viljað breyta þessu.“ Það er eðlilegt að mesti fúinn í hinu gamalgróna valdakerfi landsins skuli standa gegn nýju stjórnarskránni. En það er of langt gengið að virða ekki vilja kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá. Afdráttarlaust. Slíkt gerist ekki í lýðræðisríki. Þær breytingar sem ný stjórnarskrá hefur í för með sér eru auk þess lífsnauðsynlegar íslensku samfélagi. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur Hjartarson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Nýja stjórnarskráin, sem lá fyrir Alþingi fullbúin undir lok síðasta kjörtímabils, er enn á ný í sviðsljósinu. Tilraunin til að þegja hana í hel mistókst. Því heyrist aftur á ný þrástefið – alltaf án rökstuðnings – um að hrunið hafi ekki verið stjórnarskránni að kenna. Sú fullyrðing er rétt, en aðeins að því leyti að ábyrgðinni á hruninu verður ekki komið yfir á stjórnarskrána. Við vitum nokkurn veginn hvar ábyrgðin liggur, a.m.k. þau okkar sem muna eitthvað úr Rannsóknarskýrslu Alþingis um bankahrunið. Nýlegar fréttir af framgöngu fyrrverandi seðlabankastjóra, Davíðs Oddssonar, skömmu fyrir hrun gefa líka vísbendingar. Örstutt upptalning varpar ljósi á málið: Formenn tveggja stjórnmálaflokka skiptu á milli sín bankakerfi þjóðarinnar og afhentu vildarvinum flokkanna. Tæpum sex árum síðar hrundi fjármálakerfið undan spillingunni með brauki og bramli. Líf tugþúsunda gekk úr skorðum. Tveir flokksformenn, áðurnefndir, lögðu nafn Íslands við ólöglegt árásarstríð á hendur öðru ríki, og þurftu hvorki að tala við kóng né prest. Landsmenn búa við óréttlátt kosningakerfi sem þeir hafa hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu, en því er ekki breytt vegna þess að stjórnmálaflokkarnir ætla sér viðhalda óréttlætinu. Þjóðin má una við óréttláta skiptingu arðs af sinni helstu auðlind í áratugi þótt milli 80 og 90% landsmanna séu því andvíg. Jarðvegur ofríkis Þetta fengist staðist nema í skjóli þess að við búum við úrelta og ólýðræðislega stjórnarskrá. Stjórnarskrá sem er jarðvegur ofríkis og sérhagsmunagæslu örfárra og tryggir um leið valdaleysi almennings. Stjórnmálastéttin hét þjóðinni því árið 1944 að hún myndi semja sér sína eigin stjórnarskrá um leið og sjálfstæðismálið væri afgreitt. Það var svikið í 70 ár. Í Kastljósi Sjónvarpsins þann 25. nóvember 2010 sagði Eiríkur Tómasson, þá prófessor í stjórnskipunarrétti og nú hæstaréttardómari, um tregðuna til að standa við fyrirheitið frá 1944: „Valdið hefur safnast á hendur ríkisstjórnarinnar eða ráðherranna, og fyrst og fremst oddvita stjórnarflokkanna ... Stjórnmálaflokkarnir byggja völd sín á þessum miklu völdum. ... Stjórnmálamenn hafa einhverra hluta vegna, ég held af ásettu ráði, ekki viljað breyta þessu.“ Það er eðlilegt að mesti fúinn í hinu gamalgróna valdakerfi landsins skuli standa gegn nýju stjórnarskránni. En það er of langt gengið að virða ekki vilja kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá. Afdráttarlaust. Slíkt gerist ekki í lýðræðisríki. Þær breytingar sem ný stjórnarskrá hefur í för með sér eru auk þess lífsnauðsynlegar íslensku samfélagi. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar