Forgangsmál – staða eldri borgara Lilja Alfreðsdóttir skrifar 27. október 2016 07:00 Málefni aldraðra standa upp úr í þessari kosningabaráttu. Ég hef farið víða í kosningabaráttunni, gengið í hús í Breiðholtinu og fundað út um allan bæ. Málefni eldri borgara koma upp í nánast öllum samtölum. Hvort sem það tengist lífeyrismálum, húsnæðismálum eða heilbrigðisþjónustu. Frásagnir fjölda fólks hafa komið við mig. Það hefur opnað augu mín enn frekar fyrir því að stærsta mál þessara kosninga eru þeir málaflokkar sem snúa að öldruðum. Eitt fyrsta verk ríkisstjórnarinnar var að leiðrétta þá skerðingu sem eldri borgarar höfðu orðið fyrir. Lífeyrisréttindi hafa einnig verið aukin og margt hefur áunnist á kjörtímabilinu. Þessar breytingar sem kynntar voru nýverið leiða til mikillar hækkunar á bótum almannatrygginga á næstu tveimur árum. Til dæmis munu bætur eldri borgara sem býr einn og hefur engar aðrar tekjur hækka um 22% á næstu tveimur árum. Hins vegar er það svo að fjöldi fólks býr við bág kjör og kvíðir framtíðinni. Þetta er sorglegt og sér í lagi þar sem þetta er fólkið sem hefur byggt landið okkar upp og veitt okkur þeim sem yngri eru tækifæri sem þau gátu ekki látið sig dreyma um. Á þessu kjörtímabili voru stóru málin leiðrétting húsnæðislána og losun fjármagnshafta. Í báðum tilfellum var lagt upp með vel skilgreind markmið og áætlun teiknuð upp um hvernig væri hægt að ná þeim. Ég legg til að sama aðferðafræði verði viðhöfð til að ná mun betur utan um stöðu eldri borgara. Ég legg til að okkar helstu sérfræðingar í þessum málaflokki verði kallaðir til verks með það að markmiði að bæta stöðu eldri borgara. Í fyrsta lagi þarf að auka kaupmátt þeirra sem verst standa, í öðru lagi þarf að fara með skipulegri hætti í húsnæðismál aldraðra, og í þriðja lagi þarf að halda áfram að auka fé í hjúkrunarrými. Allt þetta er gerlegt ef viljinn er fyrir hendi. Ég hef viljann og mun beita mér fyrir því á næsta kjörtímabili, að þessi mál fái þá athygli sem nauðsynleg er.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Sjá meira
Málefni aldraðra standa upp úr í þessari kosningabaráttu. Ég hef farið víða í kosningabaráttunni, gengið í hús í Breiðholtinu og fundað út um allan bæ. Málefni eldri borgara koma upp í nánast öllum samtölum. Hvort sem það tengist lífeyrismálum, húsnæðismálum eða heilbrigðisþjónustu. Frásagnir fjölda fólks hafa komið við mig. Það hefur opnað augu mín enn frekar fyrir því að stærsta mál þessara kosninga eru þeir málaflokkar sem snúa að öldruðum. Eitt fyrsta verk ríkisstjórnarinnar var að leiðrétta þá skerðingu sem eldri borgarar höfðu orðið fyrir. Lífeyrisréttindi hafa einnig verið aukin og margt hefur áunnist á kjörtímabilinu. Þessar breytingar sem kynntar voru nýverið leiða til mikillar hækkunar á bótum almannatrygginga á næstu tveimur árum. Til dæmis munu bætur eldri borgara sem býr einn og hefur engar aðrar tekjur hækka um 22% á næstu tveimur árum. Hins vegar er það svo að fjöldi fólks býr við bág kjör og kvíðir framtíðinni. Þetta er sorglegt og sér í lagi þar sem þetta er fólkið sem hefur byggt landið okkar upp og veitt okkur þeim sem yngri eru tækifæri sem þau gátu ekki látið sig dreyma um. Á þessu kjörtímabili voru stóru málin leiðrétting húsnæðislána og losun fjármagnshafta. Í báðum tilfellum var lagt upp með vel skilgreind markmið og áætlun teiknuð upp um hvernig væri hægt að ná þeim. Ég legg til að sama aðferðafræði verði viðhöfð til að ná mun betur utan um stöðu eldri borgara. Ég legg til að okkar helstu sérfræðingar í þessum málaflokki verði kallaðir til verks með það að markmiði að bæta stöðu eldri borgara. Í fyrsta lagi þarf að auka kaupmátt þeirra sem verst standa, í öðru lagi þarf að fara með skipulegri hætti í húsnæðismál aldraðra, og í þriðja lagi þarf að halda áfram að auka fé í hjúkrunarrými. Allt þetta er gerlegt ef viljinn er fyrir hendi. Ég hef viljann og mun beita mér fyrir því á næsta kjörtímabili, að þessi mál fái þá athygli sem nauðsynleg er.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun