Viðreisn vill að tekjur af uppboðum renni til uppbyggingar í nærsveitum Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. október 2016 19:30 Viðreisn vill að tekjur ríkisins af uppboði aflaheimilda í sjávarútvegi renni í sérstakan innviðasjóð sem notaður verði til uppbyggingar á fjölbreyttri atvinnustarfsemi. Forystufólk Viðreisnar segir að uppboð aflaheimilda muni skila 20 milljörðum króna á ári í ríkissjóð. Viðreisn kynnti í dag helstu áherslur sínar í kosningabaráttunni. Viðreisn leggur ríka áherslu á það sé greitt sanngjarnt endurgjald fyrir nýtingu á fiskveiðiauðlindinni enda sé fiskurinn innan efnahagslögsögunnar þjóðarauðlind og eign íslenska ríkisins. Viðreisn vill tryggja sátt um sjávarútveginn til framtíðar en flokkurinn hefur talað fyrir svokallaðri markaðsleið í sjávarútvegi sem kæmi í staðinn fyrir veiðileyfagjaldið. Hún felst í uppboð á aflaheimildunum. Viðreisn vill að tekjurnar af uppboði aflaheimilda renni í sérstakan innviðasjóð sem verði síðan nýttur til atvinnuuppbyggingar, ekki síst á landsbyggðinni.Sveitarfélögin fá beina aðkomu að ráðstöfun fjármuna „Hugmyndin er í grunninn mjög einföld. Það er verið að láta afgjaldið af auðlindinni renna í sérstakan innviðasjóð sem færi til uppbyggingar á viðkomandi landsvæðum þar sem aflaheimildir eru uppurnar. Um leið fengju viðkomandi sveitarfélög og byggðir aðkomu að því hvernig þeim fjármunum yrði forgangsraðað í fjárfestingu í innviðum,“ segir Þorsteinn Víglundsson oddviti Viðreisnar í Reykjavík-norður. Forystufólk Viðreisnar áætlar að tekjur af uppboðum muni nema 15-20 milljörðum króna á ári hverju. Þorsteinn segir að með þessu fáist fjármagn til uppbyggingar í vegakerfinu, fjarskiptakerfum. Markmiðið sé að styrkja og stækka atvinnusvæðin á landsbyggðinni. Eitt af helstu stefnumálum Viðreisnar er ábyrg stefna í ríkisfjármálum og aðhald þar en þetta stefnumál er grunnforsenda þess að hægt sé að breyta um peningastefnu og innleiða svokallað myntráð eða fastgengisstefnu þar sem gengi íslensku krónunnar er fest við gengi evrunnar. Forystumenn Viðreisnar telja að vaxtalækkunin sem fylgi slíkri stefnu muni búa til miklar hagsbætur hjá ríkinu, sveitarfélögum og almenningi. Þorsteinn seir að miðað við 3 prósenta lækkun vaxta myndist 180 milljarða króna sparnaður.Þverbrutum allar reglur sem voru forsenda fastgengisstefnu Innleiðing fastgengisstefnu er kollvörpun á núverandi peningastefnu sem byggir á verðbólgumarkmiði. Núverandi peningastefna var innleidd af Seðlabanka Íslands í mars 2001. Fram að þeim tíma höfðu Íslendingar vísi að fastgengisstefnu. En hver er munurinn á þeirri stefnu og hugmynd Viðreisnar um myntráð með festingu gengis íslensku krónunnar við gengi evrunnar? „Vandi þeirra stefnu var að bæði á vettvangi stjórnmálanna og á vettvangi vinnumarkaðarins voru í raun og veru allar leikreglur slíkrar fastgengisstefnu margbrotnar. Það er forsenda fastgengisstefnu eins og við sjáum í nágrannalöndum eins og hjá Dönum sem hafa stuðst við slíka stefnu í þrjá áratugi. Ábyrg ríkisfjármálastefna, ábyrgur vinnumarkaður og samspil þessara tveggja þátta er lykilatriði við framkvæmd fastgengisstefnu,“ segir Þorsteinn. Í raun er hægt að ganga lengra en að segja þetta lykilatriði. Segja má að þetta sé grunnforsenda þess að hægt sé að framkvæma peningastefnu af þessu tagi. Önnur forsenda er mikill óskuldsettur gjaldeyrisforði hjá Seðlabanka Íslands. Óskuldsettur forði í dag er á bilinu 400-450 milljarðar króna hjá Seðlabankanum. Aðspurður segir Þorsteinn að forðinn þurfi ekki að vera mikið stærri en þetta svo stefnan sé framkvæmanleg. Kosningar 2016 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Viðreisn vill að tekjur ríkisins af uppboði aflaheimilda í sjávarútvegi renni í sérstakan innviðasjóð sem notaður verði til uppbyggingar á fjölbreyttri atvinnustarfsemi. Forystufólk Viðreisnar segir að uppboð aflaheimilda muni skila 20 milljörðum króna á ári í ríkissjóð. Viðreisn kynnti í dag helstu áherslur sínar í kosningabaráttunni. Viðreisn leggur ríka áherslu á það sé greitt sanngjarnt endurgjald fyrir nýtingu á fiskveiðiauðlindinni enda sé fiskurinn innan efnahagslögsögunnar þjóðarauðlind og eign íslenska ríkisins. Viðreisn vill tryggja sátt um sjávarútveginn til framtíðar en flokkurinn hefur talað fyrir svokallaðri markaðsleið í sjávarútvegi sem kæmi í staðinn fyrir veiðileyfagjaldið. Hún felst í uppboð á aflaheimildunum. Viðreisn vill að tekjurnar af uppboði aflaheimilda renni í sérstakan innviðasjóð sem verði síðan nýttur til atvinnuuppbyggingar, ekki síst á landsbyggðinni.Sveitarfélögin fá beina aðkomu að ráðstöfun fjármuna „Hugmyndin er í grunninn mjög einföld. Það er verið að láta afgjaldið af auðlindinni renna í sérstakan innviðasjóð sem færi til uppbyggingar á viðkomandi landsvæðum þar sem aflaheimildir eru uppurnar. Um leið fengju viðkomandi sveitarfélög og byggðir aðkomu að því hvernig þeim fjármunum yrði forgangsraðað í fjárfestingu í innviðum,“ segir Þorsteinn Víglundsson oddviti Viðreisnar í Reykjavík-norður. Forystufólk Viðreisnar áætlar að tekjur af uppboðum muni nema 15-20 milljörðum króna á ári hverju. Þorsteinn segir að með þessu fáist fjármagn til uppbyggingar í vegakerfinu, fjarskiptakerfum. Markmiðið sé að styrkja og stækka atvinnusvæðin á landsbyggðinni. Eitt af helstu stefnumálum Viðreisnar er ábyrg stefna í ríkisfjármálum og aðhald þar en þetta stefnumál er grunnforsenda þess að hægt sé að breyta um peningastefnu og innleiða svokallað myntráð eða fastgengisstefnu þar sem gengi íslensku krónunnar er fest við gengi evrunnar. Forystumenn Viðreisnar telja að vaxtalækkunin sem fylgi slíkri stefnu muni búa til miklar hagsbætur hjá ríkinu, sveitarfélögum og almenningi. Þorsteinn seir að miðað við 3 prósenta lækkun vaxta myndist 180 milljarða króna sparnaður.Þverbrutum allar reglur sem voru forsenda fastgengisstefnu Innleiðing fastgengisstefnu er kollvörpun á núverandi peningastefnu sem byggir á verðbólgumarkmiði. Núverandi peningastefna var innleidd af Seðlabanka Íslands í mars 2001. Fram að þeim tíma höfðu Íslendingar vísi að fastgengisstefnu. En hver er munurinn á þeirri stefnu og hugmynd Viðreisnar um myntráð með festingu gengis íslensku krónunnar við gengi evrunnar? „Vandi þeirra stefnu var að bæði á vettvangi stjórnmálanna og á vettvangi vinnumarkaðarins voru í raun og veru allar leikreglur slíkrar fastgengisstefnu margbrotnar. Það er forsenda fastgengisstefnu eins og við sjáum í nágrannalöndum eins og hjá Dönum sem hafa stuðst við slíka stefnu í þrjá áratugi. Ábyrg ríkisfjármálastefna, ábyrgur vinnumarkaður og samspil þessara tveggja þátta er lykilatriði við framkvæmd fastgengisstefnu,“ segir Þorsteinn. Í raun er hægt að ganga lengra en að segja þetta lykilatriði. Segja má að þetta sé grunnforsenda þess að hægt sé að framkvæma peningastefnu af þessu tagi. Önnur forsenda er mikill óskuldsettur gjaldeyrisforði hjá Seðlabanka Íslands. Óskuldsettur forði í dag er á bilinu 400-450 milljarðar króna hjá Seðlabankanum. Aðspurður segir Þorsteinn að forðinn þurfi ekki að vera mikið stærri en þetta svo stefnan sé framkvæmanleg.
Kosningar 2016 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira