Helsti vandi Íslands ósamkeppnishæf lífskjör Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2016 15:52 Frá blaðamannafundinum í morgun. Vísir/Stefán Helsta vandamál Íslands, samkvæmt Viðreisn, er að lífskjör hér á landi eru ekki samkeppnishæf við það sem býðst í nágrannalöndum okkar. Það sé ástæða þess að brottfluttir eru um sex þúsund fleiri en aðfluttir frá 2010. Flokkurinn vill snúa þessari þróun við. Viðreisn hélt blaðamannafund í dag þar sem farið var yfir helstu stefnumál flokksins. Samkvæmt tilkynningu fóru frambjóðendur Viðreisnar yfir tillögur um umbætur á komandi kjörtímabili. Þá ætlar flokkurinn að hækka útgjöld ríkissjóðs „til að mæta bráðum vanda í heilbrigðis-, skóla-, velferðar- og samgöngukerfum,“ segir í tilkynningunni. Frambjóðendurnir sýndu einni hvernig útgjaldaaukningunni verður mætt.Mynd/ViðreisnMeðal annars vill flokkurinn spara milljarða króna með hagræðingu í rekstri ríkissjóðs. Það verði gert með því að draga úr skattundskotum með einföldun skattkerfis og aukinni áherslu á skatteftirlit. Með aukinni áherslu á útboð opinberra innkaupa, betri nýtingu og stýringu á fasteignum ríkisins og með fjárfestingu í netvæðingu opinberrar stjórnsýslu. Viðreisn vill standa fyrir umbótum á heilbrigðiskerfinu með því auka útgjöld um 39 milljarða króna á ári og ljúka byggingu Þjóðarsjúkrahúss við Hringbraut árið 2022. Einnig eigi að auka útgjöld til háskóla um átta milljarða og ráðast í tæknivæðingu grunnskóla. Þá vill Viðreisn lækka vexti. Í tilkynningunni segir að miðað við að vextir lækki um þrjú prósent lækki vaxtakostnaður fjölskyldu með 20 milljóna króna húsnæðislán um 50 þúsund krónur á mánuði. „Kostnaðurinn af því að vera Íslendingur er of hár. Ein meginorsök þess eru háir vextir sem eru afleiðing af sveiflukenndu hagkerfi og óstöðugum gjaldmiðli. Íbúðakaupandi á Íslandi má væntast þess að greiða tvisvar - þrisvar sinnum fyrir eign sína í formi vaxta, á meðan íbúðakaupandi á Norðurlöndum greiðir einu sinni fyrir sína.“ Kosningar 2016 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Helsta vandamál Íslands, samkvæmt Viðreisn, er að lífskjör hér á landi eru ekki samkeppnishæf við það sem býðst í nágrannalöndum okkar. Það sé ástæða þess að brottfluttir eru um sex þúsund fleiri en aðfluttir frá 2010. Flokkurinn vill snúa þessari þróun við. Viðreisn hélt blaðamannafund í dag þar sem farið var yfir helstu stefnumál flokksins. Samkvæmt tilkynningu fóru frambjóðendur Viðreisnar yfir tillögur um umbætur á komandi kjörtímabili. Þá ætlar flokkurinn að hækka útgjöld ríkissjóðs „til að mæta bráðum vanda í heilbrigðis-, skóla-, velferðar- og samgöngukerfum,“ segir í tilkynningunni. Frambjóðendurnir sýndu einni hvernig útgjaldaaukningunni verður mætt.Mynd/ViðreisnMeðal annars vill flokkurinn spara milljarða króna með hagræðingu í rekstri ríkissjóðs. Það verði gert með því að draga úr skattundskotum með einföldun skattkerfis og aukinni áherslu á skatteftirlit. Með aukinni áherslu á útboð opinberra innkaupa, betri nýtingu og stýringu á fasteignum ríkisins og með fjárfestingu í netvæðingu opinberrar stjórnsýslu. Viðreisn vill standa fyrir umbótum á heilbrigðiskerfinu með því auka útgjöld um 39 milljarða króna á ári og ljúka byggingu Þjóðarsjúkrahúss við Hringbraut árið 2022. Einnig eigi að auka útgjöld til háskóla um átta milljarða og ráðast í tæknivæðingu grunnskóla. Þá vill Viðreisn lækka vexti. Í tilkynningunni segir að miðað við að vextir lækki um þrjú prósent lækki vaxtakostnaður fjölskyldu með 20 milljóna króna húsnæðislán um 50 þúsund krónur á mánuði. „Kostnaðurinn af því að vera Íslendingur er of hár. Ein meginorsök þess eru háir vextir sem eru afleiðing af sveiflukenndu hagkerfi og óstöðugum gjaldmiðli. Íbúðakaupandi á Íslandi má væntast þess að greiða tvisvar - þrisvar sinnum fyrir eign sína í formi vaxta, á meðan íbúðakaupandi á Norðurlöndum greiðir einu sinni fyrir sína.“
Kosningar 2016 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira