Klámleikkona segir Trump hafa boðið sér fé fyrir mök Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2016 23:32 Frá blaðamannafundi Jessica Drake fyrr í kvöld. Vísir/AFP Klámleikkonan Jessica Drake segir Donald Trump, forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, hafa kysst sig og boðið sér tíu þúsund dali og afnot af einkaþotu sinni árið 2006. Hún hélt blaðamannafund nú í kvöld með lögmanni sínum þar sem hún fór yfir sína sögu. Rúmlega tíu konur hafa nú stigið fram á undanförnum vikum og sakað Trump um að hafa brotið gegn sér. Hún segir Trump hafa kysst sig og boðið sér tíu þúsund dali fyrir mök árið 2006 þegar þau hittust á golfmóti í Kaliforníu.Drake lýsti þessu yfir með lögmanni sínum nú í kvöld.„Rangar og fáránlegar“ ásakanir Framboð Donald Trump segir ásakanirnar vera „rangar og fáránlegar“. Fyrr í dag sagðist Trump ætla að höfða mál gegn öllum konunum sem hafa sakað hann um kynferðisbrot eða óviðeigandi hegðun. Eins og áður segir hafa rúmlega tíu konur stigið fram með svipaðar ásakanir á undanförnum vikum og gerðu það allar eftir að myndband frá árinu 2005 var birt í fjölmiðlum. Þar stærði Trump sig af því að kyssa konur og að hann gæti „gripið í píkurnar“ á þeim í skjóli frægðar sinnar. Framboð Donald Trump segir ásakanirnar vera „rangar og fáránlegar“. Fyrr í dag sagðist Trump ætla að höfða mál gegn öllum konunum sem hafa sakað hann um kynferðisbrot eða óviðeigandi hegðun. Frá því að Drake segir að Trump hafi beðið hana um að koma í hótelsvítu sína eftir golfmótið. Henni fannst óþægilegt að fara ein og tók tvær vinkonur sínar með sér. Hún segir Trump hafa faðmað þér mjög þétt þegar þær komu og kysst sig án leyfis. Hún segir þær vinkonurnar hafa yfirgefið svítuna eftir um hálftíma. Skömmu seinna hafi hún fengið símtal frá manni sem hafi sagst vera að hringja fyrir Donald Trump og beðið hana um að koma aftur til hans. Því hafi hún neitað. „Þá hringdi Donald. Hann bað mig um að koma aftur í svítuna sína og borða með honum og hann bauð mér einnig í samkvæmi.“ Þegar hún neitaði því segir hún að Trump hafi sagt: „Hvað viltu? Hve mikið?“Segist hafa fengið boð um afnot af einkaþotu Því næst fékk hún annað símtal en hún er ekki viss hvort það var Trump eða maðurinn sem hringdi áður. Drake segir hann hafa boðið sér tíu þúsund dali fyrir mök. Hún segist hafa neitað því og að hún hafi þurft að fara til Los Angeles snemma morguninn eftir. Þá hafi maðurinn boðið henni afnot af einkaþotu Donald Trump. Til stuðnings máls síns var Drake með mynd af sér og Trump sem var tekin á golfmótinu árið 2006.Huffington Post segir Jessicu Drake vera tólftu konuna sem stígur fram með álíka ásakanir á undanförnum vikum. Guardian segir þær hins vegar vera ellefu. LA Times segir einnig ellefu. Eins og áður segir þvertekur Donald Trump fyrir að atvikið hafi átt sér stað og segir þessa ásökun, sem og allar hinar, vera verk Hillary Clinton og framboðs hennar til að varpa rýrð á Trump. Hann segist ekki muna eftir að hafa hitt Drake og að hann hefði aldrei haft áhuga á að kynnast henni. Í tilkynningu frá framboði hans segir að myndin sem Drake sýndi sanni ekki neitt. Í gegnum tíðina hafi hann orðið við þúsundum beiðna fólks um að fá að taka mynd með honum.Drake with #DonaldTrump at Tahoe event in 2006. Pic courtesy of Jessica Drake and @GloriaAllred pic.twitter.com/VKcmu1IuPW— NancyDillonNYDN (@NancyDillonNYDN) October 22, 2016 BRK: @realDonaldTrump campaign response to the latest allegation of sexual misconduct, from adult film star Jessica Drake. pic.twitter.com/SLLKeTN2Cc— Christina Wilkie (@christinawilkie) October 22, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Óljóst hverjum lekarnir eiga að þjóna Wikileaks er meiri ógn en Donald Trump við framboð Hillary Clinton það sem eftir er af kosningabaráttunni vestra en óljóst er hvort leki á tölvupóstum tengdum henni sé gerður með hagsmuni almennings í huga. 22. október 2016 19:30 Fátt kemur í veg fyrir sigur Clinton Donald Trump hefur ekki getað nýtt sér þrennar sjónvarpskappræður til að bæta stöðu sína. Bilið á milli hans og Hillary Clinton breikkar jafnt og þétt. Kappræðurnar milli forsetaefnanna hafa allar verið hatrammar. Kosið verður 8. nóvember. 22. október 2016 07:00 Ætlar að höfða mál gegn konunum Donald Trump sagði einnig í dag að ef hann yrði forseti myndi hann berjast gegn „völdum fjölmiðla“. 22. október 2016 20:45 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
Klámleikkonan Jessica Drake segir Donald Trump, forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, hafa kysst sig og boðið sér tíu þúsund dali og afnot af einkaþotu sinni árið 2006. Hún hélt blaðamannafund nú í kvöld með lögmanni sínum þar sem hún fór yfir sína sögu. Rúmlega tíu konur hafa nú stigið fram á undanförnum vikum og sakað Trump um að hafa brotið gegn sér. Hún segir Trump hafa kysst sig og boðið sér tíu þúsund dali fyrir mök árið 2006 þegar þau hittust á golfmóti í Kaliforníu.Drake lýsti þessu yfir með lögmanni sínum nú í kvöld.„Rangar og fáránlegar“ ásakanir Framboð Donald Trump segir ásakanirnar vera „rangar og fáránlegar“. Fyrr í dag sagðist Trump ætla að höfða mál gegn öllum konunum sem hafa sakað hann um kynferðisbrot eða óviðeigandi hegðun. Eins og áður segir hafa rúmlega tíu konur stigið fram með svipaðar ásakanir á undanförnum vikum og gerðu það allar eftir að myndband frá árinu 2005 var birt í fjölmiðlum. Þar stærði Trump sig af því að kyssa konur og að hann gæti „gripið í píkurnar“ á þeim í skjóli frægðar sinnar. Framboð Donald Trump segir ásakanirnar vera „rangar og fáránlegar“. Fyrr í dag sagðist Trump ætla að höfða mál gegn öllum konunum sem hafa sakað hann um kynferðisbrot eða óviðeigandi hegðun. Frá því að Drake segir að Trump hafi beðið hana um að koma í hótelsvítu sína eftir golfmótið. Henni fannst óþægilegt að fara ein og tók tvær vinkonur sínar með sér. Hún segir Trump hafa faðmað þér mjög þétt þegar þær komu og kysst sig án leyfis. Hún segir þær vinkonurnar hafa yfirgefið svítuna eftir um hálftíma. Skömmu seinna hafi hún fengið símtal frá manni sem hafi sagst vera að hringja fyrir Donald Trump og beðið hana um að koma aftur til hans. Því hafi hún neitað. „Þá hringdi Donald. Hann bað mig um að koma aftur í svítuna sína og borða með honum og hann bauð mér einnig í samkvæmi.“ Þegar hún neitaði því segir hún að Trump hafi sagt: „Hvað viltu? Hve mikið?“Segist hafa fengið boð um afnot af einkaþotu Því næst fékk hún annað símtal en hún er ekki viss hvort það var Trump eða maðurinn sem hringdi áður. Drake segir hann hafa boðið sér tíu þúsund dali fyrir mök. Hún segist hafa neitað því og að hún hafi þurft að fara til Los Angeles snemma morguninn eftir. Þá hafi maðurinn boðið henni afnot af einkaþotu Donald Trump. Til stuðnings máls síns var Drake með mynd af sér og Trump sem var tekin á golfmótinu árið 2006.Huffington Post segir Jessicu Drake vera tólftu konuna sem stígur fram með álíka ásakanir á undanförnum vikum. Guardian segir þær hins vegar vera ellefu. LA Times segir einnig ellefu. Eins og áður segir þvertekur Donald Trump fyrir að atvikið hafi átt sér stað og segir þessa ásökun, sem og allar hinar, vera verk Hillary Clinton og framboðs hennar til að varpa rýrð á Trump. Hann segist ekki muna eftir að hafa hitt Drake og að hann hefði aldrei haft áhuga á að kynnast henni. Í tilkynningu frá framboði hans segir að myndin sem Drake sýndi sanni ekki neitt. Í gegnum tíðina hafi hann orðið við þúsundum beiðna fólks um að fá að taka mynd með honum.Drake with #DonaldTrump at Tahoe event in 2006. Pic courtesy of Jessica Drake and @GloriaAllred pic.twitter.com/VKcmu1IuPW— NancyDillonNYDN (@NancyDillonNYDN) October 22, 2016 BRK: @realDonaldTrump campaign response to the latest allegation of sexual misconduct, from adult film star Jessica Drake. pic.twitter.com/SLLKeTN2Cc— Christina Wilkie (@christinawilkie) October 22, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Óljóst hverjum lekarnir eiga að þjóna Wikileaks er meiri ógn en Donald Trump við framboð Hillary Clinton það sem eftir er af kosningabaráttunni vestra en óljóst er hvort leki á tölvupóstum tengdum henni sé gerður með hagsmuni almennings í huga. 22. október 2016 19:30 Fátt kemur í veg fyrir sigur Clinton Donald Trump hefur ekki getað nýtt sér þrennar sjónvarpskappræður til að bæta stöðu sína. Bilið á milli hans og Hillary Clinton breikkar jafnt og þétt. Kappræðurnar milli forsetaefnanna hafa allar verið hatrammar. Kosið verður 8. nóvember. 22. október 2016 07:00 Ætlar að höfða mál gegn konunum Donald Trump sagði einnig í dag að ef hann yrði forseti myndi hann berjast gegn „völdum fjölmiðla“. 22. október 2016 20:45 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
Óljóst hverjum lekarnir eiga að þjóna Wikileaks er meiri ógn en Donald Trump við framboð Hillary Clinton það sem eftir er af kosningabaráttunni vestra en óljóst er hvort leki á tölvupóstum tengdum henni sé gerður með hagsmuni almennings í huga. 22. október 2016 19:30
Fátt kemur í veg fyrir sigur Clinton Donald Trump hefur ekki getað nýtt sér þrennar sjónvarpskappræður til að bæta stöðu sína. Bilið á milli hans og Hillary Clinton breikkar jafnt og þétt. Kappræðurnar milli forsetaefnanna hafa allar verið hatrammar. Kosið verður 8. nóvember. 22. október 2016 07:00
Ætlar að höfða mál gegn konunum Donald Trump sagði einnig í dag að ef hann yrði forseti myndi hann berjast gegn „völdum fjölmiðla“. 22. október 2016 20:45