Hvar eru Skútustaðagígar? Kári Jónasson skrifar 21. október 2016 07:00 Já, hvar eru Skútustaðagígar spurði japanski svokallaði „leiðsögumaðurinn“ í anddyrinu á Sel hóteli við Mývatn á dögunum þegar ég var þar. Hann var þá nýbúinn að lóðsa hóp samlanda sinna, um 30 manns, inn í veitingasalinn að hádegishlaðborðinu. Hann var nú svolítið flóttalegur verð ég að segja þegar hann var þarna að spyrja til vegar, en fyrir þá sem ekki vita, þá eru Skútustaðagígar handan vegarins við hótelið. Svo spurði hann um hitt og þetta í Mývatnssveit, og ég heyrði ekki betur en hann ætlaði að ganga yfir í Dimmuborgir og þaðan upp í Námaskarð og að Hverarönd.Algjörlega skipulagslaust Þetta er svolítið lýsandi dæmi um hvernig ferðamennskan gengur fyrir sig á okkar ástkæra ylhýra landi í dag. Hingað velta inn hundruð þúsunda ferðamanna í hópum og fara um landið algjörlega skipulagslaust. Það getur hver sem er komið hingað með hóp og þóst vera leiðsögumaður, og enginn segir eitt eða neitt. Það getur verið mjög fróðlegt að heyra frásagnir rútubílstjóra sem fara með erlenda ferðamenn um landið án íslenskra leiðsögumanna. Þá eru gjarnan svokallaðir leiðsögumenn með, sem hafa kannski farið á hraðnámskeið erlendis um það hvað sé að sjá á hringferð um landið.Oft vitni að misjöfnu Rútubílstjórarnir eru þá oft vitni að ýmsu misjöfnu hjá þessum svokölluðu leiðsögumönnum og segja frá því að þeir taki t.d. feil á Skeiðarárjökli og Breiðamerkurjökli, en svo fer nú að kárna gamanið þegar ferðalöngum er tjáð þegar komið er inn fyrir Tíðaskarð í Kjós að þar blasi við Snæfellsjökull, eða að Líffræðihús Háskóla Íslands sé sagt Norræna húsið. Ásmundur Friðriksson alþingismaður og nokkrir samþingsmenn hans hafa gert veikburða tilraun til að koma skikki á þessi mál, en enn sem komið er hefur ekkert raunhæft gerst. Vilja menn þetta ástand áfram. Ég segi Nei með stórum staf.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Kári Jónasson Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Já, hvar eru Skútustaðagígar spurði japanski svokallaði „leiðsögumaðurinn“ í anddyrinu á Sel hóteli við Mývatn á dögunum þegar ég var þar. Hann var þá nýbúinn að lóðsa hóp samlanda sinna, um 30 manns, inn í veitingasalinn að hádegishlaðborðinu. Hann var nú svolítið flóttalegur verð ég að segja þegar hann var þarna að spyrja til vegar, en fyrir þá sem ekki vita, þá eru Skútustaðagígar handan vegarins við hótelið. Svo spurði hann um hitt og þetta í Mývatnssveit, og ég heyrði ekki betur en hann ætlaði að ganga yfir í Dimmuborgir og þaðan upp í Námaskarð og að Hverarönd.Algjörlega skipulagslaust Þetta er svolítið lýsandi dæmi um hvernig ferðamennskan gengur fyrir sig á okkar ástkæra ylhýra landi í dag. Hingað velta inn hundruð þúsunda ferðamanna í hópum og fara um landið algjörlega skipulagslaust. Það getur hver sem er komið hingað með hóp og þóst vera leiðsögumaður, og enginn segir eitt eða neitt. Það getur verið mjög fróðlegt að heyra frásagnir rútubílstjóra sem fara með erlenda ferðamenn um landið án íslenskra leiðsögumanna. Þá eru gjarnan svokallaðir leiðsögumenn með, sem hafa kannski farið á hraðnámskeið erlendis um það hvað sé að sjá á hringferð um landið.Oft vitni að misjöfnu Rútubílstjórarnir eru þá oft vitni að ýmsu misjöfnu hjá þessum svokölluðu leiðsögumönnum og segja frá því að þeir taki t.d. feil á Skeiðarárjökli og Breiðamerkurjökli, en svo fer nú að kárna gamanið þegar ferðalöngum er tjáð þegar komið er inn fyrir Tíðaskarð í Kjós að þar blasi við Snæfellsjökull, eða að Líffræðihús Háskóla Íslands sé sagt Norræna húsið. Ásmundur Friðriksson alþingismaður og nokkrir samþingsmenn hans hafa gert veikburða tilraun til að koma skikki á þessi mál, en enn sem komið er hefur ekkert raunhæft gerst. Vilja menn þetta ástand áfram. Ég segi Nei með stórum staf.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar