Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Tindastóll 68-82 | Stólarnir í stuði Kristinn Geir Friðriksson í Hertz-hellinum í Breiðholti skrifar 20. október 2016 22:15 Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls. vísir/anton Tindastóll vann sterkan sigur á ÍR er liðin mættust í Breiðholtinu í kvöld. Það verður seint sagt að um gæðaleik hafi verið að ræða en ÍR mætti til leiks án þriggja lykilmanna og því snemma ljóst að um mjög erfiðan leik yrði að ræða fyrir heimamenn. Tindastóll sýndi mátt sinn og megin í upphafi og náði undirtökunum strax. ÍR gafst þó aldrei upp og var aldrei mjög langt undan í fyrri hálfleik, sem endaði þó 34-44 eftir góða varnarrispu gestanna. Við upphaf seinni náðu heimamenn svo sínum besta kafla og náðu að minnka muninn í fimm stig en þá náðu Stólar rispu sem batt enda á vonir heimamanna um að halda sér í seilingarfjarlægð. Fjórði hluti var svo aðeins formsatriði og Tindastóll fagnaði auðveldum sigri 68-82. Chris Caird og Pétur Birgisson voru mjög góðir og Mamadou Samb átti spretti en liðsvörn Tindastóls var beinið á bak við sigurinn. Hjá ÍR áttu Sveinbjörn Claessen, Vilhjálmur Theodór Jónsson, Matthew Hunter Trausti Eiríksson og Hjalti Friðriksson en liðsheildin sérlega döpur á að horfa og ljóst að ÍR án Matthías Orra Sigurðarssonar, Stefáns Karels Torfasonar og Kristins Marínóssonar er ekki burðugt lið til að berjast við þá bestu. Hjá ÍR áttu Sveinbjörn Claessen, Vilhjálmur Theodór Jónsson, Trausti Eiríksson og Hjalti Friðriksson en liðsheildin sérlega döpur á að horfa og ljóst að ÍR án Matthías Orra Sigurðarssonar, Stefáns Karels Torfasonar og Kristins Marínóssonar er ekki burðugt lið til að berjast við þá bestu.Borce: Þurftum að breyta öllu á síðustu stundu Aðspurður um nálgun hans á leiknum í kvöld í ljósi þess að þrír lykilmenn þess voru veikir og meiddir sagði þjálfari ÍR, Borce Ilievski. „Við þurftum að breyta öllu á síðustu metrunum því ég frétti bara í morgun að Matthías Sigurðarsson væri veikur. Þetta var mjög slæmt fyrir okkur, sérstaklega í vörninni gegn Pétri [Birgissyni] sem núna er orðinn leiðtogi liðsins og hefur sýnt gríðarlega framfarir. Við vissum að við myndum eiga í vandræðum með hann.“ Pétur Birgisson stjórnaði leik Tindastóls prýðilega á köflum og skoraði sjálfur mikið ásamt því að gefa fimm stoðsendingar. Borce var langt frá því að vera sáttur við varnarleik sinna manna og einnig fannst honum leikmenn ekki ná að fylgja leikplaninu í grunninn og að þetta hafi verið banabiti liðsins. „Við reyndum einnig að fókusa á Chris Caird og Mamadou Samb. Þetta virkaði svo ekki neitt því við fylgdum ekki leikplaninu, sem fór í raun í vaskinn. Chris var of oft opinn í fyrri hálfleik, sem voru okkar mistök, og ég sagði við leikmenn í hálfleik að við þyrftum að vera mun einbeittari þrátt fyrir að við værum án lykilmanna. Við gerðum of mörg mistök í vörninni og við þurfum að bæta það verulega fyrir næsta leik,“ sagði Borce.Costa: Vildum spila á háu tempói Tindastóll hélt heimamönnum í 34 stigum í báðum hálfleikjum og Diego Costa, þjálfari Stólanna, setti Pape Seck í byrjunarliðið í stað Mamadou Samb til þess að auka hraðann í leik sinna manna. „Á móti þessu liði þurftum við að setja pressu á boltann og hlaupa hraðaupphlaupin því ÍR eru með vel skipulagt lið sem leitar vel að opna manninum og við vildum vera mjög aggressívir og spila á háu tempói. Seck er hreyfanlegri en Samb og því betri kosturinn í þetta sinn,“ sagði Costa. Costa vildi ekki alveg viðurkenna að hann væri mjög ánægður með leik sinna manna þrátt fyrir sigurinn. „Við erum með ungt lið og ég hef alltaf sagt að við verðum betri með hverjum deginum og þannig verður það áfram held ég.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Skýrsla Kidda Gun: Tindastóll með öll tromp gegn ÍR Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik ÍR og Tindastóls í Dominos-deild karla í körfubolta. 20. október 2016 23:36 Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira
Tindastóll vann sterkan sigur á ÍR er liðin mættust í Breiðholtinu í kvöld. Það verður seint sagt að um gæðaleik hafi verið að ræða en ÍR mætti til leiks án þriggja lykilmanna og því snemma ljóst að um mjög erfiðan leik yrði að ræða fyrir heimamenn. Tindastóll sýndi mátt sinn og megin í upphafi og náði undirtökunum strax. ÍR gafst þó aldrei upp og var aldrei mjög langt undan í fyrri hálfleik, sem endaði þó 34-44 eftir góða varnarrispu gestanna. Við upphaf seinni náðu heimamenn svo sínum besta kafla og náðu að minnka muninn í fimm stig en þá náðu Stólar rispu sem batt enda á vonir heimamanna um að halda sér í seilingarfjarlægð. Fjórði hluti var svo aðeins formsatriði og Tindastóll fagnaði auðveldum sigri 68-82. Chris Caird og Pétur Birgisson voru mjög góðir og Mamadou Samb átti spretti en liðsvörn Tindastóls var beinið á bak við sigurinn. Hjá ÍR áttu Sveinbjörn Claessen, Vilhjálmur Theodór Jónsson, Matthew Hunter Trausti Eiríksson og Hjalti Friðriksson en liðsheildin sérlega döpur á að horfa og ljóst að ÍR án Matthías Orra Sigurðarssonar, Stefáns Karels Torfasonar og Kristins Marínóssonar er ekki burðugt lið til að berjast við þá bestu. Hjá ÍR áttu Sveinbjörn Claessen, Vilhjálmur Theodór Jónsson, Trausti Eiríksson og Hjalti Friðriksson en liðsheildin sérlega döpur á að horfa og ljóst að ÍR án Matthías Orra Sigurðarssonar, Stefáns Karels Torfasonar og Kristins Marínóssonar er ekki burðugt lið til að berjast við þá bestu.Borce: Þurftum að breyta öllu á síðustu stundu Aðspurður um nálgun hans á leiknum í kvöld í ljósi þess að þrír lykilmenn þess voru veikir og meiddir sagði þjálfari ÍR, Borce Ilievski. „Við þurftum að breyta öllu á síðustu metrunum því ég frétti bara í morgun að Matthías Sigurðarsson væri veikur. Þetta var mjög slæmt fyrir okkur, sérstaklega í vörninni gegn Pétri [Birgissyni] sem núna er orðinn leiðtogi liðsins og hefur sýnt gríðarlega framfarir. Við vissum að við myndum eiga í vandræðum með hann.“ Pétur Birgisson stjórnaði leik Tindastóls prýðilega á köflum og skoraði sjálfur mikið ásamt því að gefa fimm stoðsendingar. Borce var langt frá því að vera sáttur við varnarleik sinna manna og einnig fannst honum leikmenn ekki ná að fylgja leikplaninu í grunninn og að þetta hafi verið banabiti liðsins. „Við reyndum einnig að fókusa á Chris Caird og Mamadou Samb. Þetta virkaði svo ekki neitt því við fylgdum ekki leikplaninu, sem fór í raun í vaskinn. Chris var of oft opinn í fyrri hálfleik, sem voru okkar mistök, og ég sagði við leikmenn í hálfleik að við þyrftum að vera mun einbeittari þrátt fyrir að við værum án lykilmanna. Við gerðum of mörg mistök í vörninni og við þurfum að bæta það verulega fyrir næsta leik,“ sagði Borce.Costa: Vildum spila á háu tempói Tindastóll hélt heimamönnum í 34 stigum í báðum hálfleikjum og Diego Costa, þjálfari Stólanna, setti Pape Seck í byrjunarliðið í stað Mamadou Samb til þess að auka hraðann í leik sinna manna. „Á móti þessu liði þurftum við að setja pressu á boltann og hlaupa hraðaupphlaupin því ÍR eru með vel skipulagt lið sem leitar vel að opna manninum og við vildum vera mjög aggressívir og spila á háu tempói. Seck er hreyfanlegri en Samb og því betri kosturinn í þetta sinn,“ sagði Costa. Costa vildi ekki alveg viðurkenna að hann væri mjög ánægður með leik sinna manna þrátt fyrir sigurinn. „Við erum með ungt lið og ég hef alltaf sagt að við verðum betri með hverjum deginum og þannig verður það áfram held ég.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Skýrsla Kidda Gun: Tindastóll með öll tromp gegn ÍR Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik ÍR og Tindastóls í Dominos-deild karla í körfubolta. 20. október 2016 23:36 Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira
Skýrsla Kidda Gun: Tindastóll með öll tromp gegn ÍR Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik ÍR og Tindastóls í Dominos-deild karla í körfubolta. 20. október 2016 23:36