Satt og logið: Nýjum lygum varpað fram Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2016 11:45 Donald Trump og Hillary Clinton. Vísir/EPA Þriðju og síðustu kappræðurnar á milli forsetaframbjóðendanna Donald Trump og Hillary Clinton fóru fram í Las Vegas í gær. Á einni og hálfri klukkustund lögðu frambjóðendurnir fram fjölmargar fullyrðingar og voru margar þeirra ekki sannleikanum samkvæmar. Sem áður hafa fjölmiðlar ytra farið yfir fullyrðingar frambjóðenda og dregið sannleikann í ljós. Þar á meðal eru Washington Post, AP, CNN, Politico og New York Times. Hér að neðan verða helstu atriðin tekin fram. Margar lygar og ýkjur í nótt höfðu komið fram áður í fyrri kappræðum frambjóðendanna. Eins og í hinum tveimur kappræðunum var Donald Trump gómaður oftar við lygar og ýkjur en Hillary Clinton. Trump var spurður út í ummæli sín um að verið væri að svindla á kosningunum. Hann sagði milljónir atkvæða berast frá fólki sem gæti ekki kosið og vitnaði í skýrslu Pew Center um kosningasvindl í Bandaríkjunum. Hann sagði að milljónir kjósenda væru skráðir hjá yfirvöldum sem hefðu ekki rétt til að kjósa. Í skýrslunni sem er frá 2012, kemur fram að um 24 milljónir skráðir kjósendur voru ógildir eða skráningin ónákvæm. Þá voru 1,8 milljón skráðra kjósenda látnir. Hins vegar var ekki tekið fram í skýrslunni að þessi skráðu kjósendur hefðu kosið. Einnig sagði ekkert um að kosningasvindl væru eins umfangsmikil og Trump heldur fram.Laug um „ljúgandi“ konurTrump var spurður út í þær níu konur sem hafa stigið fram og sakað hann um að kyssa sig eða káfa á sér yfir margra ára tímabil. Hann sagði þær allar ljúga. Hann hefði ekki gert neitt rangt og að búið væri að sanna það í mörgum tilfellum. Það er ekki rétt. Ekkert málanna hefur hvorki verið sannað né afsannað.Trump neitaði einnig fyrir það að hafa sagt að konurnar væru ekki nógu aðlaðandi til að hann myndi leita á þær. Þó hann hafi ef til vill ekki beinlínis sagt það hefur Donald Trump ýjað að því margsinnis á kosningafundum sínum og víðar að konur sem hafa sakað hann um að brjóta gegn sér kynferðislega séu ekki nægilega aðlaðandi.Hillary Clinton hélt því fram að efnahagsáætlun hennar myndi ekki auka skuldir ríkisins. Það er ekki rétt. Samkvæmt nefndinni Responsible Federal Budget, sem stjórnandi kappræðnanna vitnaði í, myndi áætlun Clinton auka skuldir ríkisins um 200 milljarða dala á tíu árum. Sama nefnd spáir því að áætlun Trump myndi auka skuldir ríkisins um 5.300 milljarða á sama tímabili. Donald Trump veittist að Clinton vegna tölvupósta og einkavefþjóna hennar. Hann sagði að Clinton hefði „verið sek um mjög, mjög alvarlegan glæp“. Það er ekki rétt. Eftir árslanga rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna var ákveðið að ákæra Clinton ekki. Komist var að þeirri niðurstöðu að notkun hennar á einkavefþjónum hefði verið „gífurlega kærulaus“ en engar vísbendingar fundust um að glæpur hefði verið framinn.Clinton var spurð út í ræðu sem hún hélt fyrir starfsmenn banka í Brasilíu árið 2013. Þar kallaði hún eftir opnum landamærum. Í svari sínu sagðist hún hafa verið að tala um flutning orku en ekki fólks. Ljóst er að hún var ekki eingöngu að tala um orku. Hins vegar var hún ekki heldur að tala um galopin landamæri þar sem fólk gæti farið yfir að vild, eins og Trump hélt fram. Donald Trump sagði hvorki Clinton né yfirvöld Bandaríkjanna „hafa hugmynd“ um hvort Rússar eða aðrir hefðu gert tölvuárásir á samtök og stofnanir í Bandaríkjunum, þar á meðal á höfuðstöðvar Demókrataflokksins og framboð Clinton, til að hafa áhrif á forsetakosningarnar. Forsvarsmenn leyniþjónustna Bandaríkjanna segjast fullvissir um að Rússar hafi gert árásirnar og lekið gögnum til Wikileaks sem hafa birt þau á netinu. Bandaríkjamenn eru sannfærðir um að slíkar skipanir hefðu einungis geta komið frá efstu hæðum stjórnmála í Rússlandi og hafa heitið hefndaraðgerðum. Rússar neita ásökunum.Daniel Dale er blaðamaður Toronto Sun. Sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum. Final fact-check totals for the three presidential debates: DONALD TRUMP: 104 false claimsHILLARY CLINTON: 13 false claims pic.twitter.com/FqFSPFoCx0— Daniel Dale (@ddale8) October 20, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Síðustu kappræðurnar: Stóryrði fengu að fjúka Þriðju og síðustu sjónvarpskappræðurnar fyrir forsetakjör í Bandaríkjunum fóru fram í nótt. 20. október 2016 08:04 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Þriðju og síðustu kappræðurnar á milli forsetaframbjóðendanna Donald Trump og Hillary Clinton fóru fram í Las Vegas í gær. Á einni og hálfri klukkustund lögðu frambjóðendurnir fram fjölmargar fullyrðingar og voru margar þeirra ekki sannleikanum samkvæmar. Sem áður hafa fjölmiðlar ytra farið yfir fullyrðingar frambjóðenda og dregið sannleikann í ljós. Þar á meðal eru Washington Post, AP, CNN, Politico og New York Times. Hér að neðan verða helstu atriðin tekin fram. Margar lygar og ýkjur í nótt höfðu komið fram áður í fyrri kappræðum frambjóðendanna. Eins og í hinum tveimur kappræðunum var Donald Trump gómaður oftar við lygar og ýkjur en Hillary Clinton. Trump var spurður út í ummæli sín um að verið væri að svindla á kosningunum. Hann sagði milljónir atkvæða berast frá fólki sem gæti ekki kosið og vitnaði í skýrslu Pew Center um kosningasvindl í Bandaríkjunum. Hann sagði að milljónir kjósenda væru skráðir hjá yfirvöldum sem hefðu ekki rétt til að kjósa. Í skýrslunni sem er frá 2012, kemur fram að um 24 milljónir skráðir kjósendur voru ógildir eða skráningin ónákvæm. Þá voru 1,8 milljón skráðra kjósenda látnir. Hins vegar var ekki tekið fram í skýrslunni að þessi skráðu kjósendur hefðu kosið. Einnig sagði ekkert um að kosningasvindl væru eins umfangsmikil og Trump heldur fram.Laug um „ljúgandi“ konurTrump var spurður út í þær níu konur sem hafa stigið fram og sakað hann um að kyssa sig eða káfa á sér yfir margra ára tímabil. Hann sagði þær allar ljúga. Hann hefði ekki gert neitt rangt og að búið væri að sanna það í mörgum tilfellum. Það er ekki rétt. Ekkert málanna hefur hvorki verið sannað né afsannað.Trump neitaði einnig fyrir það að hafa sagt að konurnar væru ekki nógu aðlaðandi til að hann myndi leita á þær. Þó hann hafi ef til vill ekki beinlínis sagt það hefur Donald Trump ýjað að því margsinnis á kosningafundum sínum og víðar að konur sem hafa sakað hann um að brjóta gegn sér kynferðislega séu ekki nægilega aðlaðandi.Hillary Clinton hélt því fram að efnahagsáætlun hennar myndi ekki auka skuldir ríkisins. Það er ekki rétt. Samkvæmt nefndinni Responsible Federal Budget, sem stjórnandi kappræðnanna vitnaði í, myndi áætlun Clinton auka skuldir ríkisins um 200 milljarða dala á tíu árum. Sama nefnd spáir því að áætlun Trump myndi auka skuldir ríkisins um 5.300 milljarða á sama tímabili. Donald Trump veittist að Clinton vegna tölvupósta og einkavefþjóna hennar. Hann sagði að Clinton hefði „verið sek um mjög, mjög alvarlegan glæp“. Það er ekki rétt. Eftir árslanga rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna var ákveðið að ákæra Clinton ekki. Komist var að þeirri niðurstöðu að notkun hennar á einkavefþjónum hefði verið „gífurlega kærulaus“ en engar vísbendingar fundust um að glæpur hefði verið framinn.Clinton var spurð út í ræðu sem hún hélt fyrir starfsmenn banka í Brasilíu árið 2013. Þar kallaði hún eftir opnum landamærum. Í svari sínu sagðist hún hafa verið að tala um flutning orku en ekki fólks. Ljóst er að hún var ekki eingöngu að tala um orku. Hins vegar var hún ekki heldur að tala um galopin landamæri þar sem fólk gæti farið yfir að vild, eins og Trump hélt fram. Donald Trump sagði hvorki Clinton né yfirvöld Bandaríkjanna „hafa hugmynd“ um hvort Rússar eða aðrir hefðu gert tölvuárásir á samtök og stofnanir í Bandaríkjunum, þar á meðal á höfuðstöðvar Demókrataflokksins og framboð Clinton, til að hafa áhrif á forsetakosningarnar. Forsvarsmenn leyniþjónustna Bandaríkjanna segjast fullvissir um að Rússar hafi gert árásirnar og lekið gögnum til Wikileaks sem hafa birt þau á netinu. Bandaríkjamenn eru sannfærðir um að slíkar skipanir hefðu einungis geta komið frá efstu hæðum stjórnmála í Rússlandi og hafa heitið hefndaraðgerðum. Rússar neita ásökunum.Daniel Dale er blaðamaður Toronto Sun. Sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum. Final fact-check totals for the three presidential debates: DONALD TRUMP: 104 false claimsHILLARY CLINTON: 13 false claims pic.twitter.com/FqFSPFoCx0— Daniel Dale (@ddale8) October 20, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Síðustu kappræðurnar: Stóryrði fengu að fjúka Þriðju og síðustu sjónvarpskappræðurnar fyrir forsetakjör í Bandaríkjunum fóru fram í nótt. 20. október 2016 08:04 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Síðustu kappræðurnar: Stóryrði fengu að fjúka Þriðju og síðustu sjónvarpskappræðurnar fyrir forsetakjör í Bandaríkjunum fóru fram í nótt. 20. október 2016 08:04