Helgi Hrafn: Lýsir virðingarleysi fyrir þrískiptingu valds að útiloka myndun minnihlutastjórnar Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2016 20:52 Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati. Vísir/Anton Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati segir að þeir flokkar sem hafni setu í minnihlutastjórn af þeirri einu ástæðu að þeir geti þá ekki valtað yfir þingið, opinberi einvörðungu virðingarleysi þess flokks fyrir Alþingi og þrískiptingu valdsins sem grunnskipulagi lýðræðis á Íslandi. Þetta segir Helgi Hrafn í færslu á Facebook-síðu sinni. Hann segir það ekki vera vandamál að finna út úr myndun ríkisstjórnar við þær annars mjög svo áhugaverðu aðstæður sem hafi myndast eftir kosningar. „Það sem þvælist fyrir þeirri einföldu spurningu er eingöngu sú hjátrú Íslendinga að stjórnir séu ekki mögulegar nema þær hafi meirihluta þings, eða með öðrum orðum, að ríkisstjórnin þurfi að vera yfirmaður þingsins því annars gangi ekki neitt og allt fari strax í hnút. Þetta er einungis satt ef fyrirfram er útilokað að stjórnmálamenn geti gert málamiðlanir, fundið sameiginlega fleti á málum fyrirfram, síað út það sem verður óhjákvæmilega einungis til trafala en hefur ekki raunhæfa möguleika á að ná í gegn og verið í samskiptum við hvora aðra áður en allt er komið í bál og brand vegna samskiptaleysis og derrings. Minnihlutastjórnir eru neyddar til að haga sér betur, einmitt vegna þess að þær eru í minnihluta. Alþingi er löggjafarvaldið samkvæmt stjórnarskrá, samkvæmt þrískiptingu valdsins og samkvæmt almennri orðræðu í stjórnmálum. Það er því vandamál, sem fólk ætti að taka alvarlega, að hefðirnar fyrirskipi að einungis með því að framselja í reynd löggjafarvaldið til framkvæmdavaldsins sé hægt að hafa framkvæmdavald sem treysti sér til starfsins. Sú staðreynd að menn telji minnihlutastjórnir ómögulegar er sjálf áfellisdómur yfir stjórnmálamenningunni. Það er sjálfsagt að flokkar treysti sér ekki í minnihlutasamstarf með flokkum sem þeir einfaldlega ná ekki saman við, en þeir flokkar sem hafna setu í minnihlutastjórn af þeirri einu ástæðu að þeir geti þá ekki valtað yfir þingið, opinberar einvörðungu virðingarleysi þess flokks fyrir Alþingi og þrískiptingu valdsins sem grunnskipulagi lýðræðis á Íslandi,“ segir Helgi. Kosningar 2016 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati segir að þeir flokkar sem hafni setu í minnihlutastjórn af þeirri einu ástæðu að þeir geti þá ekki valtað yfir þingið, opinberi einvörðungu virðingarleysi þess flokks fyrir Alþingi og þrískiptingu valdsins sem grunnskipulagi lýðræðis á Íslandi. Þetta segir Helgi Hrafn í færslu á Facebook-síðu sinni. Hann segir það ekki vera vandamál að finna út úr myndun ríkisstjórnar við þær annars mjög svo áhugaverðu aðstæður sem hafi myndast eftir kosningar. „Það sem þvælist fyrir þeirri einföldu spurningu er eingöngu sú hjátrú Íslendinga að stjórnir séu ekki mögulegar nema þær hafi meirihluta þings, eða með öðrum orðum, að ríkisstjórnin þurfi að vera yfirmaður þingsins því annars gangi ekki neitt og allt fari strax í hnút. Þetta er einungis satt ef fyrirfram er útilokað að stjórnmálamenn geti gert málamiðlanir, fundið sameiginlega fleti á málum fyrirfram, síað út það sem verður óhjákvæmilega einungis til trafala en hefur ekki raunhæfa möguleika á að ná í gegn og verið í samskiptum við hvora aðra áður en allt er komið í bál og brand vegna samskiptaleysis og derrings. Minnihlutastjórnir eru neyddar til að haga sér betur, einmitt vegna þess að þær eru í minnihluta. Alþingi er löggjafarvaldið samkvæmt stjórnarskrá, samkvæmt þrískiptingu valdsins og samkvæmt almennri orðræðu í stjórnmálum. Það er því vandamál, sem fólk ætti að taka alvarlega, að hefðirnar fyrirskipi að einungis með því að framselja í reynd löggjafarvaldið til framkvæmdavaldsins sé hægt að hafa framkvæmdavald sem treysti sér til starfsins. Sú staðreynd að menn telji minnihlutastjórnir ómögulegar er sjálf áfellisdómur yfir stjórnmálamenningunni. Það er sjálfsagt að flokkar treysti sér ekki í minnihlutasamstarf með flokkum sem þeir einfaldlega ná ekki saman við, en þeir flokkar sem hafna setu í minnihlutastjórn af þeirri einu ástæðu að þeir geti þá ekki valtað yfir þingið, opinberar einvörðungu virðingarleysi þess flokks fyrir Alþingi og þrískiptingu valdsins sem grunnskipulagi lýðræðis á Íslandi,“ segir Helgi.
Kosningar 2016 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira