Mikil harka í baráttunni um Hvíta húsið Heimir Már Pétursson skrifar 4. nóvember 2016 20:59 Mikil harka er í baráttunni um forsetastólinn í Hvíta húsinu á síðustu dögum kosningabaráttunnar, en Bandaríkjamenn kjósa sér nýjan forseta á þriðjudag. Donald Trump heldur áfram að kalla Hillary Clinton glæpamann, en hann hefur sótt verulega á í fylgi þessa vikuna í sumum könnunum. Hillary Clinton nýtur enn allt að sex prósentustiga meira fylgi en Donald Trump í skoðanakönnunum í Bandaríkjunum, en í sumum könnunum eru þau jöfn eða Hillary einu til tveimur prósentustigum yfir. Það er því ljóst að framundan eru gífurlega spennandi forsetakosningar á þriðjudag. Trump og margir fjölmiðlar sem styðja hann hamra á meintum glæpum Clinton og vísa til endurtekinna dylgja frá aðstoðarforseta alríkislögreglunnar FBI í hennar garð. „Hillary kom netþjóninum upp til að dylja glæpastarfsemi sína og spillta mútuþægni sína þar sem hún seldi gefendum og sérhagsmunum embætti utanríkisráðherra. Og FBI hefur þetta allt. Þeir hafa þetta allt. Þeir mega ekki gera neitt við það af því að verndari hennar er dómsmálaráðuneytið. Við verðum að breyta nafninu á dómsmálaráðuneytinu,“ sagði Donald Trump meðal annars á framboðsfundi nýverið. Þrátt fyrir þetta verður að teljast líklegra að Hillary hafi sigur í kosningunum eftir fjóra daga og yrði þar með fyrsta konan til að gegna þessu æðsta embætti Bandaríkjanna. En það verður þá væntanlega vegna stuðnings kvenna og ýmisra minnihlutahópa, eins og svartra, samkynhneigðra og fólks af suður-amerísku bergi brotið. Þannig blandaði poppstjarnan Pharrell Williiams sér í kosningabaráttuna í gærkvöldi. „Þessar kosningar eru of mikilvægar.Ég get ekki bara setiðá hliðarlínunni og þagað. Þetta ríki hefur ekki alltaf verið réttlátt við alla, sérstaklega ekki við fólk úr mínum menningarheimi. Það hefur ekki alltaf verið sanngjarnt við okkur. En ég held að Hillary muni hjálpa til við að leiðrétta þetta ranglæti. Ég vil sjá konu brjóta glerþakið yfir forsetaembættinu 8. nóvember,“ sagði Williams Þá skiptir Hillary miklu máli að fyrrum mótherji hennar, Bernie Sanders, hefur tekið þátt í baráttu hennar af fullum krafti, en hann höfðar meira til unga fólksins en hún. „Við höfum náð of langt, of margir hafa lent í fangelsi og of margir hafa dáið í baráttunni fyrir jafnrétti. Við tökum ekki aftur upp fordómafullt samfélag,“ sagði Sanders í gærkvöldi. Clinton ávarpaði einnig viðstadda eftir að Williams og Sanders höfðu tekið til máls. „Eftir að hafa heyrt í þessum tveim stórkostlegu mönnum er ég spennt og tilbúin að halda áfram næstu fimm daga,“ sagði Clinton. Donald Trump Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
Mikil harka er í baráttunni um forsetastólinn í Hvíta húsinu á síðustu dögum kosningabaráttunnar, en Bandaríkjamenn kjósa sér nýjan forseta á þriðjudag. Donald Trump heldur áfram að kalla Hillary Clinton glæpamann, en hann hefur sótt verulega á í fylgi þessa vikuna í sumum könnunum. Hillary Clinton nýtur enn allt að sex prósentustiga meira fylgi en Donald Trump í skoðanakönnunum í Bandaríkjunum, en í sumum könnunum eru þau jöfn eða Hillary einu til tveimur prósentustigum yfir. Það er því ljóst að framundan eru gífurlega spennandi forsetakosningar á þriðjudag. Trump og margir fjölmiðlar sem styðja hann hamra á meintum glæpum Clinton og vísa til endurtekinna dylgja frá aðstoðarforseta alríkislögreglunnar FBI í hennar garð. „Hillary kom netþjóninum upp til að dylja glæpastarfsemi sína og spillta mútuþægni sína þar sem hún seldi gefendum og sérhagsmunum embætti utanríkisráðherra. Og FBI hefur þetta allt. Þeir hafa þetta allt. Þeir mega ekki gera neitt við það af því að verndari hennar er dómsmálaráðuneytið. Við verðum að breyta nafninu á dómsmálaráðuneytinu,“ sagði Donald Trump meðal annars á framboðsfundi nýverið. Þrátt fyrir þetta verður að teljast líklegra að Hillary hafi sigur í kosningunum eftir fjóra daga og yrði þar með fyrsta konan til að gegna þessu æðsta embætti Bandaríkjanna. En það verður þá væntanlega vegna stuðnings kvenna og ýmisra minnihlutahópa, eins og svartra, samkynhneigðra og fólks af suður-amerísku bergi brotið. Þannig blandaði poppstjarnan Pharrell Williiams sér í kosningabaráttuna í gærkvöldi. „Þessar kosningar eru of mikilvægar.Ég get ekki bara setiðá hliðarlínunni og þagað. Þetta ríki hefur ekki alltaf verið réttlátt við alla, sérstaklega ekki við fólk úr mínum menningarheimi. Það hefur ekki alltaf verið sanngjarnt við okkur. En ég held að Hillary muni hjálpa til við að leiðrétta þetta ranglæti. Ég vil sjá konu brjóta glerþakið yfir forsetaembættinu 8. nóvember,“ sagði Williams Þá skiptir Hillary miklu máli að fyrrum mótherji hennar, Bernie Sanders, hefur tekið þátt í baráttu hennar af fullum krafti, en hann höfðar meira til unga fólksins en hún. „Við höfum náð of langt, of margir hafa lent í fangelsi og of margir hafa dáið í baráttunni fyrir jafnrétti. Við tökum ekki aftur upp fordómafullt samfélag,“ sagði Sanders í gærkvöldi. Clinton ávarpaði einnig viðstadda eftir að Williams og Sanders höfðu tekið til máls. „Eftir að hafa heyrt í þessum tveim stórkostlegu mönnum er ég spennt og tilbúin að halda áfram næstu fimm daga,“ sagði Clinton.
Donald Trump Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira