Hefur sinnt fimm kynslóðum í sumum fjölskyldum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. nóvember 2016 13:15 Katrín var að hugsa um að taka svæfingar sem sérgrein í læknisfræðinni en komst að því að það væri miklu eðlilegra að verja ævistarfinu í að sinna vakandi fólki. „Ég er nú af langlífisætt. Móðir mín, Jórunn Viðar, er að verða 98 ára, mamma hennar varð 93 og amma hennar líka. En við af kók- og prinspólókynslóðinni lifum kannski ekki eins lengi,“ segir Katrín Fjeldsted glaðlega þegar hún er spurð hvernig aldurinn fari með hana. Hún verður nefnilega sjötug á morgun, stelpan. Hvernig skyldi hún ætla að verja afmælisdeginum? „Ég ætla bara að bjóða fólkinu mínu í hádegismat, það verður grískt þema,“ upplýsir hún. Katrín er nýhætt að vinna í heilsugæslunni í Reykjavík eftir 36 ár. „Ég var alltaf á sömu stöð, hún var fyrst í Borgarspítalanum en í Efstaleiti 3 frá aldamótum. „Auðvitað er mér eftirsjá að starfinu. Ég sakna fólksins, í sumum fjölskyldum hef ég sinnt fimm kynslóðum. Það eru forréttindi.“ Hún kveðst fyrst hafa verið að hugsa um að taka svæfingar sem sérgrein en komist að því að það væri miklu eðlilegra að verja ævistarfinu í að sinna vakandi fólki.Ást í læknadeildinni Í læknadeildinni hitti Katrín verðandi eiginmann sinn, Valgarð Egilsson, þau voru búin að eignast tvö börn áður en hún útskrifaðist. Þar sem Valgarður var farinn til Bretlands í framhaldsnám tók hún kandídatsárið þar og vann á tímabili 120 tíma á viku fyrir lág laun. Þau hjón urðu fyrir þungri sorg þegar sonur þeirra varð fyrir bíl í London og lést. „Þetta gerðist árið sem við fluttum heim. Við fórum út með tvö börn og komum heim með eitt,“ segir hún og röddin lýsir trega. „En síðan eignuðumst við tvo syni og nú eru barnabörnin orðin fimm, á aldrinum sex ára til sextán ára.“Störf í þágu borgar, þjóðar og álfu Katrín sat í borgarstjórn í tólf ár og á Alþingi í fjögur og hálft, auk þess að vera varamaður kjörtímabilin á undan og eftir. „Það var áhugavert að vera fulltrúi Reykvíkinga á þingi,“ segir Katrín sem kveðst Reykvíkingur í 6. lið í gegnum ættir móður sinnar og alin upp í miðbænum. Um síðustu áramót lét Katrín af forsetaembætti í Evrópusamtökum lækna sem hún hafði gegnt frá 2013 þegar hún var kjörin fyrst kvenna. „Á undan mér höfðu verið 20 forsetar, allt karlar og þegar ég hætti tók karl við svo ég er sú eina sem hef komist upp úr glerþakinu,“ lýsir hún. Spurð að lokum hvað hún ætli að gera í ellinni, svarar Katrín: „Mér finnst svo langt þangað til að ég er ekki farin að spá í það. En tómstundaiðjan er að lesa skáldsögur!“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. nóvember 2016. Lífið Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Sjá meira
„Ég er nú af langlífisætt. Móðir mín, Jórunn Viðar, er að verða 98 ára, mamma hennar varð 93 og amma hennar líka. En við af kók- og prinspólókynslóðinni lifum kannski ekki eins lengi,“ segir Katrín Fjeldsted glaðlega þegar hún er spurð hvernig aldurinn fari með hana. Hún verður nefnilega sjötug á morgun, stelpan. Hvernig skyldi hún ætla að verja afmælisdeginum? „Ég ætla bara að bjóða fólkinu mínu í hádegismat, það verður grískt þema,“ upplýsir hún. Katrín er nýhætt að vinna í heilsugæslunni í Reykjavík eftir 36 ár. „Ég var alltaf á sömu stöð, hún var fyrst í Borgarspítalanum en í Efstaleiti 3 frá aldamótum. „Auðvitað er mér eftirsjá að starfinu. Ég sakna fólksins, í sumum fjölskyldum hef ég sinnt fimm kynslóðum. Það eru forréttindi.“ Hún kveðst fyrst hafa verið að hugsa um að taka svæfingar sem sérgrein en komist að því að það væri miklu eðlilegra að verja ævistarfinu í að sinna vakandi fólki.Ást í læknadeildinni Í læknadeildinni hitti Katrín verðandi eiginmann sinn, Valgarð Egilsson, þau voru búin að eignast tvö börn áður en hún útskrifaðist. Þar sem Valgarður var farinn til Bretlands í framhaldsnám tók hún kandídatsárið þar og vann á tímabili 120 tíma á viku fyrir lág laun. Þau hjón urðu fyrir þungri sorg þegar sonur þeirra varð fyrir bíl í London og lést. „Þetta gerðist árið sem við fluttum heim. Við fórum út með tvö börn og komum heim með eitt,“ segir hún og röddin lýsir trega. „En síðan eignuðumst við tvo syni og nú eru barnabörnin orðin fimm, á aldrinum sex ára til sextán ára.“Störf í þágu borgar, þjóðar og álfu Katrín sat í borgarstjórn í tólf ár og á Alþingi í fjögur og hálft, auk þess að vera varamaður kjörtímabilin á undan og eftir. „Það var áhugavert að vera fulltrúi Reykvíkinga á þingi,“ segir Katrín sem kveðst Reykvíkingur í 6. lið í gegnum ættir móður sinnar og alin upp í miðbænum. Um síðustu áramót lét Katrín af forsetaembætti í Evrópusamtökum lækna sem hún hafði gegnt frá 2013 þegar hún var kjörin fyrst kvenna. „Á undan mér höfðu verið 20 forsetar, allt karlar og þegar ég hætti tók karl við svo ég er sú eina sem hef komist upp úr glerþakinu,“ lýsir hún. Spurð að lokum hvað hún ætli að gera í ellinni, svarar Katrín: „Mér finnst svo langt þangað til að ég er ekki farin að spá í það. En tómstundaiðjan er að lesa skáldsögur!“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. nóvember 2016.
Lífið Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Sjá meira