Völlurinn sem hristist eitt af vandamálum Rússa fyrir HM 2018 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2016 09:30 Verkamenn á fullu að laga til Krestovsky leikvanginn. Vísir/Getty Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur áhyggjur af einum leikvellinum sem verður notaður á HM í Rússlandi 2018. Rússar byggðu Krestovsky leikvanginn í Sankti Pétursborg sérstaklega fyrir HM 2018 en völlurinn mun taka yfir 68 þúsund manns í sæti. Rannsókn fulltrúa FIFA leiddi í ljós að leikvöllurinn sjálfur sé óstöðugur. Byggingin sé í fínu lagi en að sjálft undirlagið þarfnist lagfæringar. Verkfræðingar leita nú lausna. Hér fylgir sögunni að það er hægt að renna grasinu útaf leikvanginum til að hlífa því fyrir ágangi á tónleiknum eða hjálpa umsjónarmönnum að rækta það upp við betri skilyrði. Krestovsky leikvangurinn, mun heita Sankti Pétursborg leikvangurinn á meðan keppninni stendur en hann verður síðan framtíðarheimavöllur Zenit Sankti Pétursborg. Vitaly Mutko, varaforsætisráðherra Rússa, gerir lítið úr vandamálinu og segir að menn þar á bæ fari nú í að leysa þetta og að þeir muni verða með allt klárt þegar frestur þeirra rennur út í næsta mánuði. „Þetta er ekkert óeðlilegt. Við þurfum bara að treysta undirstöður leikvallarins og það verður gert,“ sagði Vitaly Mutko. Fréttirnar hafa kallað á gagnrýni í heimalandinu enda kostaði 550 milljón pund, 76 milljarða íslenskra króna, að byggja leikvanginn. Hann hefur verið í byggingu í tíu ár og því þykir mörgum ótrúlegt að svona vandamál geti komið upp á þessum tímapunkti. Andspyrnubloggarinn Rustem Adagamov hitti kannski naglann á höfuðið. „Einmitt það sem við þurfum. Eyðum tíu árum í að byggja leikvang, hendum í hann hálfum milljarði dollara og stöndum síðan uppi með völl sem er ekki hægt að spila á,“ skrifaði Rustem Adagamov á Twitter. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur áhyggjur af einum leikvellinum sem verður notaður á HM í Rússlandi 2018. Rússar byggðu Krestovsky leikvanginn í Sankti Pétursborg sérstaklega fyrir HM 2018 en völlurinn mun taka yfir 68 þúsund manns í sæti. Rannsókn fulltrúa FIFA leiddi í ljós að leikvöllurinn sjálfur sé óstöðugur. Byggingin sé í fínu lagi en að sjálft undirlagið þarfnist lagfæringar. Verkfræðingar leita nú lausna. Hér fylgir sögunni að það er hægt að renna grasinu útaf leikvanginum til að hlífa því fyrir ágangi á tónleiknum eða hjálpa umsjónarmönnum að rækta það upp við betri skilyrði. Krestovsky leikvangurinn, mun heita Sankti Pétursborg leikvangurinn á meðan keppninni stendur en hann verður síðan framtíðarheimavöllur Zenit Sankti Pétursborg. Vitaly Mutko, varaforsætisráðherra Rússa, gerir lítið úr vandamálinu og segir að menn þar á bæ fari nú í að leysa þetta og að þeir muni verða með allt klárt þegar frestur þeirra rennur út í næsta mánuði. „Þetta er ekkert óeðlilegt. Við þurfum bara að treysta undirstöður leikvallarins og það verður gert,“ sagði Vitaly Mutko. Fréttirnar hafa kallað á gagnrýni í heimalandinu enda kostaði 550 milljón pund, 76 milljarða íslenskra króna, að byggja leikvanginn. Hann hefur verið í byggingu í tíu ár og því þykir mörgum ótrúlegt að svona vandamál geti komið upp á þessum tímapunkti. Andspyrnubloggarinn Rustem Adagamov hitti kannski naglann á höfuðið. „Einmitt það sem við þurfum. Eyðum tíu árum í að byggja leikvang, hendum í hann hálfum milljarði dollara og stöndum síðan uppi með völl sem er ekki hægt að spila á,“ skrifaði Rustem Adagamov á Twitter.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira