Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - ÍBV 24-24 | Fjórir leikir í röð án taps hjá Akureyri Ólafur Haukur Tómasson skrifar 20. nóvember 2016 17:15 Theodór Sigurbjörnsson, leikmaður ÍBV. vísir/vilhelm Akureyri og ÍBV skildu jöfn í miklum baráttuleik í KA heimilinu í dag í 12. umferð Olísdeildar karla í handbolta. Liðin skiptust á að stjórna leiknum og fengu bæði tækifæri á að taka bæði stigin en jafntefli líklega mjög sanngjörn úrslit fyrir báða aðila. Eyjamenn hefðu getað hrist sig aðeins úr botnbaráttunni með sigri og Akureyri hefði getað komið sér upp að hlið þriggja annara liða sem eru með níu stig og mögulega komið sér úr botnsætinu. Það var því mikið í húfi fyrir bæði lið. Gestirnir í ÍBV byrjuðu leikinn betur og voru með yfirhöndina mest allan fyrri hálfleikinn og náðu að halda Akureyringum tveimur til þremur mörkum frá sér megnið af fyrri hálfleiknum. Heimamönnum tókst þó að jafna rétt fyrir hálfleikinn og eftir það var mikið jafnræði með liðunum. Akureyri var liðið sem stýrði ferðinni í seinni hálfleiknum en náðu aldrei að hrista Eyjamenn af sér og var jafnt í miklum baráttu leik. Í lok leiksins, þegar innan við mínúta var eftir, sótti Akureyri og hefðu getað farið langt með að klára leikinn en skot Karolis Stropus geigaði. Eyjamenn sóttu þegar átta sekúndur voru eftir en Tomas Olason varði frá Grétari Þór Eyþórssyni. Liðin skildu því jöfn í leik þar sem bæði lið hefðu alveg mátt við þessum stigum en líklega voru þetta sanngjörnustu úrslitin sem í boði voru í dag. Tomas Olason var enn og aftur frábær í marki Akureyrar og Kolbeinn Aron Ingibjarnarson stóð sig með miklum sóma í marki Eyjamanna. Þeir sem stálu senunni voru hins vegar hægri hornamennirnir Kristján Orri Jóhannsson sem skoraði þrettán mörk fyrir Akureyri og Theodór Sigurbjörnsson sem skoraði tólf fyrir ÍBV. Sverre: Stoltur af liðinu og af strákunum„Við hefðum getað misst leikinn í lokinn því þeir áttu síðasta sénsinn en ég er ánægður,” sagði Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar eftir leik. „Ég er ánægður með vinnuframlagið, það var enginn sem fór út af sporinu og gaf ekki allt sem þeir áttu í þetta. Ég er stoltur af liðinu og stoltur af strákunum, þeir sýndu ótrúlegan karakter og frábær liðsheild. Skotið frá Stropus þarna í lokinn var bylmingsfast og hefði alveg getað endað í netinu, þetta voru bara millímetrar,” Það er ekki langt síðan staðan hjá Akureyri þótti mjög slæm og liðið langneðst á töflunni og í miklu basli en í síðustu leikjum hefur liðið komist á fínt skrið og er komið í alvöru baráttu aftur. Sigur í kvöld hefði getað hugsanlega komið liðinu úr botnsætinu en það tókst ekki. Sverre er þó mjög ánægður með viðbrögð og hugarfar sinna manna á þessum erfiðu tímum. „Við þurftum að hafa mikið fyrir því að hafa fyrir því að koma okkur í jákvæðnina aftur. Ég hef sagt það áður að ég var ekki óánægður með liðið þannig séð og allir hafa reynt, gefið allt sitt og barist en stundum bara datt þetta ekki hjá okkur. Strákarnir eru tilbúnir að gefa þetta aukalega sem vantar í sínum leik og ég er afskaplega stoltur í dag. Við þurfum að núllstilla okkur, við horfum ekki á töfluna heldur bara á næsta leik,” „Ég hef sagt fallegt um hann áður og get ekki sagt of mikið fallegt um hann,” sagði Sverre og glottir við tönn þegar hann var spurður út í Kristján Orra, hornamann Akureyrar sem átti stórleik í kvöld og fylgdi eftir ellefu marka leik gegn Gróttu með þrettán mörkum í dag. „Nei, nei hann er tilbúinn að taka af skarið og á að taka af skarið, hann er orðinn það þroskaður leikmaður og mikilvægur okkar liði í varnar- og sóknarleik. Ég sagði það að hann er draumaleikmaður að þjálfa og hann er að taka stór skref í þroska og taka framförum í það sem vantaði upp á,” Stór hluti af framförum Akureyrar síðustu vikur hefur verið markvarslan og hefur hann Tomas Olason spilað mjög vel í síðustu leikjum og verið Akureyringum mjög mikilvægur. Hann hefur lagt mikið að sér að sögn Sverres og vill hann meina að það séu tveir aðrir mikilvægir þættir sem hafa áhrif á framfarir Tomasar. „Markvarslan er komin núna. Það var erfitt til að byrja með. Mér fannst hann eiga mikið inni í upphafi móts og hann tók sig á, sem og Arnar Fylkis. Það má ekki gleyma honum. Þeir vinna vel og mikið saman og án Arnars væri Tomas ekki að gera þetta. Það er ótrúlega gaman að fylgjast með þeim báðum. Þeir vinna gífurlega vel og gamla kempan Bjössi Slanga [Björn Björnsson] hefur verið að vinna með þeim í tvo mánuð og það er að skila miklu, svo hann á smá í þessu líka,” Sverre segist ánægður með stigið þó svo liðinu hafi kannski á einhvern hátt mistekist að knýja fram sigur og hrósar leikmönnum sínum í hástert. „Ég fagna liðsheildinni minni og strákunum. Ber mikla virðingu fyrir því sem þeir eru að leggja í púkk hérna og eiga mikið hrós skilið fyrir það sem þeir hafa gert hér í dag. Ég fagna stiginu og viljanum í þeim,” sagði Sverre. Arnar: Misstum hausinn um tíma en náðum að núllstilla okkur“Ég hefði viljað stela þessu í lokinn en Tomas var góður í markinu hjá þeim og hélt þessu stigi. Þetta var hörkuleikur eins og aftur þegar við mætum Akureyri, það er ótrúlegt þegar þessi tvö landsbyggðarlið mætast þá verða þetta alltaf hörkuleikir,” sagði Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV eftir jafnteflið við Akureyri í dag. Liðin skiptust á því að leiða í leiknum og Eyjamenn byrjuðu betur og höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleiknum en náðu ekki að spila Akureyri úr leiknum. Arnar var sáttur með sitt lið en fannst hans menn klikka á einum stórum hlut í leiknum en var sáttur með viðbrögðin. „Við stóðum okkur heilt yfir vel og vorum á tímabili að tapa okkur á spennustiginu og láta hluti fara í taugarnar á okkur og á meðan svo er þá erum við í vandræðum en þegar við náðum að núllstilla okkur og koma okkur á rétt spennustig þá var ég sáttur með ykkur,” Deildin er mjög jöfn og þett og ekki langt bil á milli ÍBV sem er með tólf stig eftir leikinn og Akureyrar sem er með átta stig á botninum, tvö stig hefðu því verið kærkomin fyrir Eyjamenn en Arnar ætlar ekki að gráta tapað stig heldur fagna einu. „Það er mikilvægt, einnig bara upp á hugarfarið fyrir þetta frí sem við erum að fara í. Það hefst svo bara annað mót eftir áramót og þessir punktar fyrir áramót skipta miklu máli fyrir hausinn á manni og eru mikilvægir. Það er gríðarlega mikilvægt að ná punkti, við fögnum því á leiðinni heim þó við höfum verið svekktir með þetta núna. Akureyri er með alveg hörkulið, þeir spila mjög góða vörn og Tomas er að koma sterkur í markið hjá þeim. Það er erfitt að mæta þeim,” sagði Arnar Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar nefndi þá Kristján Orra Jóhannsson og Theodór Sigurbjörnsson sem tvo verðandi landsliðsmenn en hægri hornamennirnir voru báðir frábærir í dag og báru uppi sóknarleik beggja liðanna. Arnar segist mjög sammála því sem Sverre sagði um þessa leikmenn. „Já, þeir geta báðir náð langt og geta vel barist um þessa stöðu og þó það væri í skyttunni líka. Þetta eru tveir frábærir handboltamenn og sýndu okkur það vel í dag af hverju Sverre sagði þetta og var bara hárrétt hjá honum. Þeir geta vel barist um þessa stöðu og eflaust einhverjir fleiri líka,” sagði Arnar. Olís-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Akureyri og ÍBV skildu jöfn í miklum baráttuleik í KA heimilinu í dag í 12. umferð Olísdeildar karla í handbolta. Liðin skiptust á að stjórna leiknum og fengu bæði tækifæri á að taka bæði stigin en jafntefli líklega mjög sanngjörn úrslit fyrir báða aðila. Eyjamenn hefðu getað hrist sig aðeins úr botnbaráttunni með sigri og Akureyri hefði getað komið sér upp að hlið þriggja annara liða sem eru með níu stig og mögulega komið sér úr botnsætinu. Það var því mikið í húfi fyrir bæði lið. Gestirnir í ÍBV byrjuðu leikinn betur og voru með yfirhöndina mest allan fyrri hálfleikinn og náðu að halda Akureyringum tveimur til þremur mörkum frá sér megnið af fyrri hálfleiknum. Heimamönnum tókst þó að jafna rétt fyrir hálfleikinn og eftir það var mikið jafnræði með liðunum. Akureyri var liðið sem stýrði ferðinni í seinni hálfleiknum en náðu aldrei að hrista Eyjamenn af sér og var jafnt í miklum baráttu leik. Í lok leiksins, þegar innan við mínúta var eftir, sótti Akureyri og hefðu getað farið langt með að klára leikinn en skot Karolis Stropus geigaði. Eyjamenn sóttu þegar átta sekúndur voru eftir en Tomas Olason varði frá Grétari Þór Eyþórssyni. Liðin skildu því jöfn í leik þar sem bæði lið hefðu alveg mátt við þessum stigum en líklega voru þetta sanngjörnustu úrslitin sem í boði voru í dag. Tomas Olason var enn og aftur frábær í marki Akureyrar og Kolbeinn Aron Ingibjarnarson stóð sig með miklum sóma í marki Eyjamanna. Þeir sem stálu senunni voru hins vegar hægri hornamennirnir Kristján Orri Jóhannsson sem skoraði þrettán mörk fyrir Akureyri og Theodór Sigurbjörnsson sem skoraði tólf fyrir ÍBV. Sverre: Stoltur af liðinu og af strákunum„Við hefðum getað misst leikinn í lokinn því þeir áttu síðasta sénsinn en ég er ánægður,” sagði Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar eftir leik. „Ég er ánægður með vinnuframlagið, það var enginn sem fór út af sporinu og gaf ekki allt sem þeir áttu í þetta. Ég er stoltur af liðinu og stoltur af strákunum, þeir sýndu ótrúlegan karakter og frábær liðsheild. Skotið frá Stropus þarna í lokinn var bylmingsfast og hefði alveg getað endað í netinu, þetta voru bara millímetrar,” Það er ekki langt síðan staðan hjá Akureyri þótti mjög slæm og liðið langneðst á töflunni og í miklu basli en í síðustu leikjum hefur liðið komist á fínt skrið og er komið í alvöru baráttu aftur. Sigur í kvöld hefði getað hugsanlega komið liðinu úr botnsætinu en það tókst ekki. Sverre er þó mjög ánægður með viðbrögð og hugarfar sinna manna á þessum erfiðu tímum. „Við þurftum að hafa mikið fyrir því að hafa fyrir því að koma okkur í jákvæðnina aftur. Ég hef sagt það áður að ég var ekki óánægður með liðið þannig séð og allir hafa reynt, gefið allt sitt og barist en stundum bara datt þetta ekki hjá okkur. Strákarnir eru tilbúnir að gefa þetta aukalega sem vantar í sínum leik og ég er afskaplega stoltur í dag. Við þurfum að núllstilla okkur, við horfum ekki á töfluna heldur bara á næsta leik,” „Ég hef sagt fallegt um hann áður og get ekki sagt of mikið fallegt um hann,” sagði Sverre og glottir við tönn þegar hann var spurður út í Kristján Orra, hornamann Akureyrar sem átti stórleik í kvöld og fylgdi eftir ellefu marka leik gegn Gróttu með þrettán mörkum í dag. „Nei, nei hann er tilbúinn að taka af skarið og á að taka af skarið, hann er orðinn það þroskaður leikmaður og mikilvægur okkar liði í varnar- og sóknarleik. Ég sagði það að hann er draumaleikmaður að þjálfa og hann er að taka stór skref í þroska og taka framförum í það sem vantaði upp á,” Stór hluti af framförum Akureyrar síðustu vikur hefur verið markvarslan og hefur hann Tomas Olason spilað mjög vel í síðustu leikjum og verið Akureyringum mjög mikilvægur. Hann hefur lagt mikið að sér að sögn Sverres og vill hann meina að það séu tveir aðrir mikilvægir þættir sem hafa áhrif á framfarir Tomasar. „Markvarslan er komin núna. Það var erfitt til að byrja með. Mér fannst hann eiga mikið inni í upphafi móts og hann tók sig á, sem og Arnar Fylkis. Það má ekki gleyma honum. Þeir vinna vel og mikið saman og án Arnars væri Tomas ekki að gera þetta. Það er ótrúlega gaman að fylgjast með þeim báðum. Þeir vinna gífurlega vel og gamla kempan Bjössi Slanga [Björn Björnsson] hefur verið að vinna með þeim í tvo mánuð og það er að skila miklu, svo hann á smá í þessu líka,” Sverre segist ánægður með stigið þó svo liðinu hafi kannski á einhvern hátt mistekist að knýja fram sigur og hrósar leikmönnum sínum í hástert. „Ég fagna liðsheildinni minni og strákunum. Ber mikla virðingu fyrir því sem þeir eru að leggja í púkk hérna og eiga mikið hrós skilið fyrir það sem þeir hafa gert hér í dag. Ég fagna stiginu og viljanum í þeim,” sagði Sverre. Arnar: Misstum hausinn um tíma en náðum að núllstilla okkur“Ég hefði viljað stela þessu í lokinn en Tomas var góður í markinu hjá þeim og hélt þessu stigi. Þetta var hörkuleikur eins og aftur þegar við mætum Akureyri, það er ótrúlegt þegar þessi tvö landsbyggðarlið mætast þá verða þetta alltaf hörkuleikir,” sagði Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV eftir jafnteflið við Akureyri í dag. Liðin skiptust á því að leiða í leiknum og Eyjamenn byrjuðu betur og höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleiknum en náðu ekki að spila Akureyri úr leiknum. Arnar var sáttur með sitt lið en fannst hans menn klikka á einum stórum hlut í leiknum en var sáttur með viðbrögðin. „Við stóðum okkur heilt yfir vel og vorum á tímabili að tapa okkur á spennustiginu og láta hluti fara í taugarnar á okkur og á meðan svo er þá erum við í vandræðum en þegar við náðum að núllstilla okkur og koma okkur á rétt spennustig þá var ég sáttur með ykkur,” Deildin er mjög jöfn og þett og ekki langt bil á milli ÍBV sem er með tólf stig eftir leikinn og Akureyrar sem er með átta stig á botninum, tvö stig hefðu því verið kærkomin fyrir Eyjamenn en Arnar ætlar ekki að gráta tapað stig heldur fagna einu. „Það er mikilvægt, einnig bara upp á hugarfarið fyrir þetta frí sem við erum að fara í. Það hefst svo bara annað mót eftir áramót og þessir punktar fyrir áramót skipta miklu máli fyrir hausinn á manni og eru mikilvægir. Það er gríðarlega mikilvægt að ná punkti, við fögnum því á leiðinni heim þó við höfum verið svekktir með þetta núna. Akureyri er með alveg hörkulið, þeir spila mjög góða vörn og Tomas er að koma sterkur í markið hjá þeim. Það er erfitt að mæta þeim,” sagði Arnar Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar nefndi þá Kristján Orra Jóhannsson og Theodór Sigurbjörnsson sem tvo verðandi landsliðsmenn en hægri hornamennirnir voru báðir frábærir í dag og báru uppi sóknarleik beggja liðanna. Arnar segist mjög sammála því sem Sverre sagði um þessa leikmenn. „Já, þeir geta báðir náð langt og geta vel barist um þessa stöðu og þó það væri í skyttunni líka. Þetta eru tveir frábærir handboltamenn og sýndu okkur það vel í dag af hverju Sverre sagði þetta og var bara hárrétt hjá honum. Þeir geta vel barist um þessa stöðu og eflaust einhverjir fleiri líka,” sagði Arnar.
Olís-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira