Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Stjarnan 20-21 | Stjörnusigur í hörkuleik á Nesinu Smári Jökull Jónsson skrifar 19. nóvember 2016 16:00 Rakel Dögg Bragadóttir skoraði eitt mark fyrir Stjörnuna í sigrinum á Gróttu. vísir/stefán Stjarnan vann góðan útisigur á Gróttu í Olís-deild kvenna í handknattleik í dag og halda því í við Fram sem situr á toppi deildarinnar. Grótta situr í 6.sæti með sex stig. Heimastúlkur byrjuðu leikinn af krafti á Nesinu í dag. Þær spiluðu grimma vörn og komust fljótlega í 6-2 forystu. Þá tók Stjarnan leikhlé og í kjölfarið náðu þær að loka sinni vörn og minnka muninn jafnt og þétt. Sóknarleikur liðanna var ekki til útflutnings og mikið af töpuðum boltum á báðum endum vallarins. Stjarnan var þó ívið sterkari það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og fór inn i leikhléið með tveggja marka forystu, staðan 12-10 Garðbæingum í vil. Síðari hálfleikur var afar spennandi. Áfram voru það varnir liðanna sem voru í aðalhlutverki og þá áttu markmenn beggja liða fínan leik, sérstaklega Selma Þóra Jóhannsdóttir í marki Gróttu en hún lauk leik með 21 skot varið eða 50% þeirra skot sem hún fékk á sig. Stjarnan hélt forystunni í seinni hálfleiknum. Hann varð þó aldrei meiri en tvö mörk og heimastúlkur jöfnuðu í nokkur skipti. Þær náðu þó aldrei að stiga skrefið og taka forystuna en fengu þó nokkur færi til þess sem þær fóru illa með. Þegar um fjórar mínútur voru eftir gat Grótta komist í 19-18. Þær misstu hins vegar boltann klaufalega í sókninni og Sólveig Lára Kjærnested skoraði fyrir Stjörnuna úr hraðaupphlaupi auk þess sem Grótta missti mann af velli í tvær mínútur. Þetta var dýrkeypt fyrir heimastúlkur og þegar Helena Rut Örvarsdóttir kom Stjörnunni í 20-18 þegar um mínúta var eftir var ljóst að sigurinn myndi falla í hlut gestanna. Lokatölur urðu 21-20 og góður sigur Stjörnunnar staðreynd sem minnkar þar með forystu Fram á toppnum niður í fjögur stig nú þegar hlé er gert á deildinn fram í janúar. Grótta er í 6.sætinu en aðeins fjögur efstu lið deildarinnar fara í úrslitakeppnina í vor. Helena Rut var markahæst hjá gestunum með 9 mörk og Sólveig Lára skoraði 4. Þá varði Heiða Ingólfsdóttir 14 skot í markinu eða 41% þeirra skot sem hún fékk á sig. Hjá Gróttu skoruðu þær Laufey Ásta Guðmundsdóttir og Þórey Anna Ásgeirsdóttir 4 mörk hvor en best hjá heimastúlkum var eins og áður segir Selma Þóra í markinu. Kári: Dómgæslan eins og hún var fyrir 15-20 árumKári Garðarsson þjálfari Gróttu var svekktur eftir að hans stúlkur biðu lægri hlut gegn Stjörnunni í Olís-deild kvenna í handknattleik. Grótta situr í 6.sæti deildarinnar eftir tapið. „Að sjálfsögðu er þetta sárt. Þetta var leikur þar sem við gátum tekið punkt eða jafnvel tvo punkta. Því miður féll þetta ekki fyrir okkur á lokakaflanum og þær náðu þessum eins marks sigri,“ sagði Kári þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum. „Við förum með rosa mörg færi, klikkum á vítakasti. Ég hefði viljað séð okkur nýta færin mun betur.“ Grótta byrjaði leikinn afar vel og komst í 6-2 forystu. Stjarnan kom hins vegar til baka og heimastúlkur áttu í erfiðleikum í sókninni. „Mér fannst ýmislegt ganga á á þeim tíma sem var mjög athyglisvert. Dómgæslan á þeim tímapunkti var eiginlega hlægileg. Ég á eiginlega ekki orð yfir því að það séu settir dómarar af þessu kaliberi á leik í efstu deild.“ „Þessi lið mættust í leikjum um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra sem dæmi má nefna og mér fannst ýmislegt á þessum tíma í leiknum sem hallaði á okkur í dómgæslunni,“ sagði Kári, afar ósáttur með þá Sigurgeir Sigurgeirsson og Ægi Örn Sigurgeirsson sem dæmdu leikinn í dag. „Þetta jafnast kannski út en þetta fer út í tóma steypu. Dómgæslan hérna í dag er eins og hún var fyrir 15-20 árum. Það eru brot sem eiga ekki að sjást, aukaköst dæmd þegar ekkert á að dæma og svo skrefaruglið. Ég hef bara ekki séð annað eins.“ Íslandsmeistaralið Gróttu hefur byrjaði mótið illa og er einungis með þrjá sigra úr níu leikjum. Aðeins fjögur efstu lið deildarinnar fara í úrslitakeppnina og ljóst að Grótta þarf að taka sig á þegar deildin hefst á ný eftir áramót ætli þær sér að reyna að verja titilinn sem þær hafa unnið síðustu tvö árin. „Við verðum að bíða og sjá. Það hefur verið stígandi í þessu hjá okkur undanfarið og við náð tveimur sigrum í deild og einum í bikar. Nú tekur við leikjafrí fram í janúar og við þurfum að byggja okkur upp og koma enn grimmari til baka því það er stutt í að við förum að berjast þarna uppi.“ „Við erum enn að hugsa um að forða okkur frá þessu fallsæti, það er markmið númer eitt,“ sagði Kári Garðarsson þjálfari Gróttu að lokum og bætti við að hann ætti ekki von á að styrkja liðið fyrir átökin eftir áramótin. Halldór Harri: Kíkjum ekki mikið á töfluna núnaHalldór Harri Kristjánsson þjálfari Stjörnunnar var ánægður með sigurinn gegn Gróttu í dag sem hann sagði hafa getað fallið báðum megin. „Þetta var sigur sem skipti máli og gott að fá stigin tvö. Ég var ekki sáttur með spilamennskuna heilt yfir en að ná í þessi tvö stig er það sem skiptir máli,“ sagði Halldór Harri í samtali við Vísi eftir leik. Halldór Harri tók ekki undir gagnrýni Kára Garðarssonar þjálfara Gróttu um dómgæsluna en Kári lét hörð orð falla í samtali við blaðamann eftir leik. „Hann verður að standa á bakvið þau orð. Auðvitað koma einhver dæmi í hverjum einasta leik sem ég er óánægður með og hann sömuleiðis. Það er ósköp eðlilegt. Það þarf að leyfa þeim að vinna í friði og auðvitað skiptir máli að ég sjái til þess að mínar stelpur klári leikinn. Þá pælir maður lítið í hinu,“ sagði Halldór Harri. Þorgerður Anna Atladóttir hefur verið að koma smátt og smátt inn í lið Stjörnunnar eftir mjög langa fjarveru vegna meiðsla en þessi fyrrum landsliðsmaður skoraði eitt mark í leiknum í dag.. Halldór Harri sagði að það tæki hana tíma að komast í handboltaform á ný. „Hún er að koma úr löngum og erfiðum meiðslum. Hún þarf sinn tíma til að koma sér inn í spilið og í handboltaform. Það kemur og ég hef trú á því að við getum nýtt hana vel eftir áramót sem og alla aðra leikmenn hjá okkur.“ Nú fer í hönd hlé í deildinni þar til í janúar og því mikilvægt fyrir Garðbæinga að missa Fram ekki of langt fram úr sér á toppi deildarinnar. „Ef við hefðum tapað í dag þá værum við sex stigum frá þeim sem er auðvitað mikið. En mótið er varla hálfnað svo við erum ekki að kíkja of mikið á töfluna akkúrat núna. Við reynum bara að bæta okkar leik og vinna þá leiki sem eru í boði.“ „Þetta er harka ennþá. Grótta er í þriðja neðsta sæti og við í öðru sætinu og það varð svona jafn leikur. Þetta verður svona allt árið og við getum ekkert rýnt í þessa töflu eins og staðan er núna. Allir eiga séns,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson þjálfari Stjörnunnar að lokum. Rakel Dögg: Rosalega mikilvægur sigurvísir/stefánRakel Dögg Bragadóttir leikmaður Stjörnunnar var afar sátt eftir sigurinn gegn Gróttu á Seltjarnarnesi í dag og sagði hann gríðarlega mikilvægan. „Þetta var rosalega mikilvægur sigur. Það er erfitt að koma hingað út á Nes og það var mikil barátta. Leikurinn bar þess keim að þessi lið hafa verið að berjast um titlana síðustu ár. Ég er hrikalega ánægð að fara inn í þetta langa jólafrí með sigur og halda pressunni á Fram á toppnum,“ sagði Rakel við Vísi að leik loknum. Grótta tók yfirhöndina í byrjun leiks og sóknarleikur Stjörnunnar gekk afar illa á þeim kafla. „Byrjunin var ótrúlega léleg sem hefur gerst of oft í vetur. Við erum lengi í gang og þurfum að fara að skoða þetta. Sem betur fer náðum við að þétta varnarleikinn og fengum nokkur seinni bylgju mörk og komum okkur í góða stöðu eftir fyrri hálfleikinn.“ Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og bæði lið voru mistæk í sóknarleiknum nær allan leikinn. Rakel sagði að það væri lítið sem skildi á milli hjá liðunum. „Þetta er ótrúlega klisjukennt, stöngin inn og stöngin út. Boltarnir duttu inn hjá Helenu í lokin en þetta gat dottið hvoru megin sem var. Við sýndum góðan karakter í dag,“ sagði Rakel Dögg að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Stjarnan vann góðan útisigur á Gróttu í Olís-deild kvenna í handknattleik í dag og halda því í við Fram sem situr á toppi deildarinnar. Grótta situr í 6.sæti með sex stig. Heimastúlkur byrjuðu leikinn af krafti á Nesinu í dag. Þær spiluðu grimma vörn og komust fljótlega í 6-2 forystu. Þá tók Stjarnan leikhlé og í kjölfarið náðu þær að loka sinni vörn og minnka muninn jafnt og þétt. Sóknarleikur liðanna var ekki til útflutnings og mikið af töpuðum boltum á báðum endum vallarins. Stjarnan var þó ívið sterkari það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og fór inn i leikhléið með tveggja marka forystu, staðan 12-10 Garðbæingum í vil. Síðari hálfleikur var afar spennandi. Áfram voru það varnir liðanna sem voru í aðalhlutverki og þá áttu markmenn beggja liða fínan leik, sérstaklega Selma Þóra Jóhannsdóttir í marki Gróttu en hún lauk leik með 21 skot varið eða 50% þeirra skot sem hún fékk á sig. Stjarnan hélt forystunni í seinni hálfleiknum. Hann varð þó aldrei meiri en tvö mörk og heimastúlkur jöfnuðu í nokkur skipti. Þær náðu þó aldrei að stiga skrefið og taka forystuna en fengu þó nokkur færi til þess sem þær fóru illa með. Þegar um fjórar mínútur voru eftir gat Grótta komist í 19-18. Þær misstu hins vegar boltann klaufalega í sókninni og Sólveig Lára Kjærnested skoraði fyrir Stjörnuna úr hraðaupphlaupi auk þess sem Grótta missti mann af velli í tvær mínútur. Þetta var dýrkeypt fyrir heimastúlkur og þegar Helena Rut Örvarsdóttir kom Stjörnunni í 20-18 þegar um mínúta var eftir var ljóst að sigurinn myndi falla í hlut gestanna. Lokatölur urðu 21-20 og góður sigur Stjörnunnar staðreynd sem minnkar þar með forystu Fram á toppnum niður í fjögur stig nú þegar hlé er gert á deildinn fram í janúar. Grótta er í 6.sætinu en aðeins fjögur efstu lið deildarinnar fara í úrslitakeppnina í vor. Helena Rut var markahæst hjá gestunum með 9 mörk og Sólveig Lára skoraði 4. Þá varði Heiða Ingólfsdóttir 14 skot í markinu eða 41% þeirra skot sem hún fékk á sig. Hjá Gróttu skoruðu þær Laufey Ásta Guðmundsdóttir og Þórey Anna Ásgeirsdóttir 4 mörk hvor en best hjá heimastúlkum var eins og áður segir Selma Þóra í markinu. Kári: Dómgæslan eins og hún var fyrir 15-20 árumKári Garðarsson þjálfari Gróttu var svekktur eftir að hans stúlkur biðu lægri hlut gegn Stjörnunni í Olís-deild kvenna í handknattleik. Grótta situr í 6.sæti deildarinnar eftir tapið. „Að sjálfsögðu er þetta sárt. Þetta var leikur þar sem við gátum tekið punkt eða jafnvel tvo punkta. Því miður féll þetta ekki fyrir okkur á lokakaflanum og þær náðu þessum eins marks sigri,“ sagði Kári þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum. „Við förum með rosa mörg færi, klikkum á vítakasti. Ég hefði viljað séð okkur nýta færin mun betur.“ Grótta byrjaði leikinn afar vel og komst í 6-2 forystu. Stjarnan kom hins vegar til baka og heimastúlkur áttu í erfiðleikum í sókninni. „Mér fannst ýmislegt ganga á á þeim tíma sem var mjög athyglisvert. Dómgæslan á þeim tímapunkti var eiginlega hlægileg. Ég á eiginlega ekki orð yfir því að það séu settir dómarar af þessu kaliberi á leik í efstu deild.“ „Þessi lið mættust í leikjum um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra sem dæmi má nefna og mér fannst ýmislegt á þessum tíma í leiknum sem hallaði á okkur í dómgæslunni,“ sagði Kári, afar ósáttur með þá Sigurgeir Sigurgeirsson og Ægi Örn Sigurgeirsson sem dæmdu leikinn í dag. „Þetta jafnast kannski út en þetta fer út í tóma steypu. Dómgæslan hérna í dag er eins og hún var fyrir 15-20 árum. Það eru brot sem eiga ekki að sjást, aukaköst dæmd þegar ekkert á að dæma og svo skrefaruglið. Ég hef bara ekki séð annað eins.“ Íslandsmeistaralið Gróttu hefur byrjaði mótið illa og er einungis með þrjá sigra úr níu leikjum. Aðeins fjögur efstu lið deildarinnar fara í úrslitakeppnina og ljóst að Grótta þarf að taka sig á þegar deildin hefst á ný eftir áramót ætli þær sér að reyna að verja titilinn sem þær hafa unnið síðustu tvö árin. „Við verðum að bíða og sjá. Það hefur verið stígandi í þessu hjá okkur undanfarið og við náð tveimur sigrum í deild og einum í bikar. Nú tekur við leikjafrí fram í janúar og við þurfum að byggja okkur upp og koma enn grimmari til baka því það er stutt í að við förum að berjast þarna uppi.“ „Við erum enn að hugsa um að forða okkur frá þessu fallsæti, það er markmið númer eitt,“ sagði Kári Garðarsson þjálfari Gróttu að lokum og bætti við að hann ætti ekki von á að styrkja liðið fyrir átökin eftir áramótin. Halldór Harri: Kíkjum ekki mikið á töfluna núnaHalldór Harri Kristjánsson þjálfari Stjörnunnar var ánægður með sigurinn gegn Gróttu í dag sem hann sagði hafa getað fallið báðum megin. „Þetta var sigur sem skipti máli og gott að fá stigin tvö. Ég var ekki sáttur með spilamennskuna heilt yfir en að ná í þessi tvö stig er það sem skiptir máli,“ sagði Halldór Harri í samtali við Vísi eftir leik. Halldór Harri tók ekki undir gagnrýni Kára Garðarssonar þjálfara Gróttu um dómgæsluna en Kári lét hörð orð falla í samtali við blaðamann eftir leik. „Hann verður að standa á bakvið þau orð. Auðvitað koma einhver dæmi í hverjum einasta leik sem ég er óánægður með og hann sömuleiðis. Það er ósköp eðlilegt. Það þarf að leyfa þeim að vinna í friði og auðvitað skiptir máli að ég sjái til þess að mínar stelpur klári leikinn. Þá pælir maður lítið í hinu,“ sagði Halldór Harri. Þorgerður Anna Atladóttir hefur verið að koma smátt og smátt inn í lið Stjörnunnar eftir mjög langa fjarveru vegna meiðsla en þessi fyrrum landsliðsmaður skoraði eitt mark í leiknum í dag.. Halldór Harri sagði að það tæki hana tíma að komast í handboltaform á ný. „Hún er að koma úr löngum og erfiðum meiðslum. Hún þarf sinn tíma til að koma sér inn í spilið og í handboltaform. Það kemur og ég hef trú á því að við getum nýtt hana vel eftir áramót sem og alla aðra leikmenn hjá okkur.“ Nú fer í hönd hlé í deildinni þar til í janúar og því mikilvægt fyrir Garðbæinga að missa Fram ekki of langt fram úr sér á toppi deildarinnar. „Ef við hefðum tapað í dag þá værum við sex stigum frá þeim sem er auðvitað mikið. En mótið er varla hálfnað svo við erum ekki að kíkja of mikið á töfluna akkúrat núna. Við reynum bara að bæta okkar leik og vinna þá leiki sem eru í boði.“ „Þetta er harka ennþá. Grótta er í þriðja neðsta sæti og við í öðru sætinu og það varð svona jafn leikur. Þetta verður svona allt árið og við getum ekkert rýnt í þessa töflu eins og staðan er núna. Allir eiga séns,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson þjálfari Stjörnunnar að lokum. Rakel Dögg: Rosalega mikilvægur sigurvísir/stefánRakel Dögg Bragadóttir leikmaður Stjörnunnar var afar sátt eftir sigurinn gegn Gróttu á Seltjarnarnesi í dag og sagði hann gríðarlega mikilvægan. „Þetta var rosalega mikilvægur sigur. Það er erfitt að koma hingað út á Nes og það var mikil barátta. Leikurinn bar þess keim að þessi lið hafa verið að berjast um titlana síðustu ár. Ég er hrikalega ánægð að fara inn í þetta langa jólafrí með sigur og halda pressunni á Fram á toppnum,“ sagði Rakel við Vísi að leik loknum. Grótta tók yfirhöndina í byrjun leiks og sóknarleikur Stjörnunnar gekk afar illa á þeim kafla. „Byrjunin var ótrúlega léleg sem hefur gerst of oft í vetur. Við erum lengi í gang og þurfum að fara að skoða þetta. Sem betur fer náðum við að þétta varnarleikinn og fengum nokkur seinni bylgju mörk og komum okkur í góða stöðu eftir fyrri hálfleikinn.“ Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og bæði lið voru mistæk í sóknarleiknum nær allan leikinn. Rakel sagði að það væri lítið sem skildi á milli hjá liðunum. „Þetta er ótrúlega klisjukennt, stöngin inn og stöngin út. Boltarnir duttu inn hjá Helenu í lokin en þetta gat dottið hvoru megin sem var. Við sýndum góðan karakter í dag,“ sagði Rakel Dögg að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira