Katrín segir liggja fyrir eftir helgi hvenær Alþingi kemur saman Heimir Már Pétursson skrifar 17. nóvember 2016 12:04 Katrín Jakobsdóttir kom á fund forseta Íslands á Bessastöðum í gær og tók við stjórnarmyndunarkeflinu af Bjarna Benediktssyni. Katrín fundar með formönnum allra flokka í dag. vísir/eyþór Tilraun Katrínar Jakobsdóttur til að mynda meirihlutastjórn á Alþingi hófst í morgun þegar hún fundaði með foyrstufólki Samfylkingarinnar. Bæði Katrín og forseti Íslands telja að Alþingi þurfi bráðlega að koma saman, enda einungis sex vikur til áramóta. Katrín Jakobsdóttir ætar að taka allan þennan dag til að ræða einslega við forystufólk einstakra flokka um mögulegt samstarf um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Fyrsti fundur hennar var með Loga Einarssyni formanni Samfylkingarinnar og Oddnýu Harðardóttur fyrrverandi formanni flokksins í alþingishúsinu klukkan hálf tíu. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar og Óttar Proppé formaður Bjartrar framtíðar komu síðan til fundar við Katrínu kukkan hálf tólf og stendur sá fundur enn. Eftir hádegi fundar Katrín með fulltrúum Pírata, Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins og að síðustu með Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins klukkan fimm. En eftir þessa fundi fundar hún svo með þingflokki sínum.Sjá einnig:Katrín þreifar á flokkunumÁ Bessastöðum í gærVísir/EyþórBjarni Benediktsson hafði stjórnarmyndunarumboðið í hálfan mánuð áður en hann skilað því til Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands á þriðjudag. Eftir að forsetinn veitti Katrínu umboðið í gær sagði hann að hún þyrfti að hafa hraðar hendur þótt ekki mætti ana að neinu við myndun ríkisstjórnar. En Katrín gefur forsetanum skýrslu um stöðu mála strax upp úr helginni. Nýs Alþingis bíður að samþykkja ný fjárlög en lengsti tíminn við afgreiðslu fjárlagafrumvarps fer fram í fjárlaganefnd eftir fyrstu umræðu. Forsetinn sagði í gær að til greina kæmi að Alþingi kæmi saman þótt ekki væri búið að mynda stjórn. „Við verðum að kalla alþingi saman fyrr en síðar. Þess verður ekki langt að bíða skyldi ég ætla,“ sagði Guðni á Bessastöðum í gær. Katrín tók í svipaðan streng eftir fund sinn með forsetanum á Bessastöðum í gær. „Ég held að þegar við sjáum hvert stefnir í þessum málum þurfum við að horfa á það að það gæti verið ráðlagt að kalla saman Alþingi hvort sem að það verði mynduð ríkisstjórn eða ekki til þess að ráðast í fjárlagavinnu. Það er eitt af því sem hægt er að gera, að starfandi ríkisstjórn leggi fram fjárlög og það sé kosið til bráðabirgða í nefndir þingsins. Annars þarf að huga að því hægt verði að standa við útgreiðslur úr ríkissjóði. Við þurfum að meta þetta að lokinni helgi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á Bessastöðum í gærdag. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Velur á milli Viðreisnar og Framsóknarflokks Línur taka að skýrast í dag um hvort formenn flokkanna á Alþingi geti hugsað sér fimm flokka ríkisstjórn frá vinstri og til miðju. Ólíklegra verður að teljast að Framsókn geti komið inn í slíka stjórn. Þingmenn Viðreisnar eru bjart 17. nóvember 2016 07:00 Katrín þreifar á flokkunum Vísir fylgist með því sem fram fer við forsetaherbergi Alþingis þar sem formaður Vinstri grænna fundar með fulltrúum allra flokka. 17. nóvember 2016 09:48 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Tilraun Katrínar Jakobsdóttur til að mynda meirihlutastjórn á Alþingi hófst í morgun þegar hún fundaði með foyrstufólki Samfylkingarinnar. Bæði Katrín og forseti Íslands telja að Alþingi þurfi bráðlega að koma saman, enda einungis sex vikur til áramóta. Katrín Jakobsdóttir ætar að taka allan þennan dag til að ræða einslega við forystufólk einstakra flokka um mögulegt samstarf um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Fyrsti fundur hennar var með Loga Einarssyni formanni Samfylkingarinnar og Oddnýu Harðardóttur fyrrverandi formanni flokksins í alþingishúsinu klukkan hálf tíu. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar og Óttar Proppé formaður Bjartrar framtíðar komu síðan til fundar við Katrínu kukkan hálf tólf og stendur sá fundur enn. Eftir hádegi fundar Katrín með fulltrúum Pírata, Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins og að síðustu með Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins klukkan fimm. En eftir þessa fundi fundar hún svo með þingflokki sínum.Sjá einnig:Katrín þreifar á flokkunumÁ Bessastöðum í gærVísir/EyþórBjarni Benediktsson hafði stjórnarmyndunarumboðið í hálfan mánuð áður en hann skilað því til Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands á þriðjudag. Eftir að forsetinn veitti Katrínu umboðið í gær sagði hann að hún þyrfti að hafa hraðar hendur þótt ekki mætti ana að neinu við myndun ríkisstjórnar. En Katrín gefur forsetanum skýrslu um stöðu mála strax upp úr helginni. Nýs Alþingis bíður að samþykkja ný fjárlög en lengsti tíminn við afgreiðslu fjárlagafrumvarps fer fram í fjárlaganefnd eftir fyrstu umræðu. Forsetinn sagði í gær að til greina kæmi að Alþingi kæmi saman þótt ekki væri búið að mynda stjórn. „Við verðum að kalla alþingi saman fyrr en síðar. Þess verður ekki langt að bíða skyldi ég ætla,“ sagði Guðni á Bessastöðum í gær. Katrín tók í svipaðan streng eftir fund sinn með forsetanum á Bessastöðum í gær. „Ég held að þegar við sjáum hvert stefnir í þessum málum þurfum við að horfa á það að það gæti verið ráðlagt að kalla saman Alþingi hvort sem að það verði mynduð ríkisstjórn eða ekki til þess að ráðast í fjárlagavinnu. Það er eitt af því sem hægt er að gera, að starfandi ríkisstjórn leggi fram fjárlög og það sé kosið til bráðabirgða í nefndir þingsins. Annars þarf að huga að því hægt verði að standa við útgreiðslur úr ríkissjóði. Við þurfum að meta þetta að lokinni helgi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á Bessastöðum í gærdag.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Velur á milli Viðreisnar og Framsóknarflokks Línur taka að skýrast í dag um hvort formenn flokkanna á Alþingi geti hugsað sér fimm flokka ríkisstjórn frá vinstri og til miðju. Ólíklegra verður að teljast að Framsókn geti komið inn í slíka stjórn. Þingmenn Viðreisnar eru bjart 17. nóvember 2016 07:00 Katrín þreifar á flokkunum Vísir fylgist með því sem fram fer við forsetaherbergi Alþingis þar sem formaður Vinstri grænna fundar með fulltrúum allra flokka. 17. nóvember 2016 09:48 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Velur á milli Viðreisnar og Framsóknarflokks Línur taka að skýrast í dag um hvort formenn flokkanna á Alþingi geti hugsað sér fimm flokka ríkisstjórn frá vinstri og til miðju. Ólíklegra verður að teljast að Framsókn geti komið inn í slíka stjórn. Þingmenn Viðreisnar eru bjart 17. nóvember 2016 07:00
Katrín þreifar á flokkunum Vísir fylgist með því sem fram fer við forsetaherbergi Alþingis þar sem formaður Vinstri grænna fundar með fulltrúum allra flokka. 17. nóvember 2016 09:48