Enn er lag Þorvaldur Gylfason skrifar 17. nóvember 2016 07:00 Stjórnarmyndunarviðræður á Íslandi hafa alla tíð verið hálfgert happdrætti. Yfirleitt veit enginn hvað kemur upp úr kössunum jafnvel þótt kosningaúrslit liggi fyrir. Stundum hafa flokkar og frambjóðendur sem fylgið hrundi af í kosningum eigi að síður verið leiddir til forustu fyrir ríkisstjórn eftir kosningar.TímamótayfirlýsingÞað hefur sjaldan gerzt að framboð lýsi því fyrir kosningar með hvaða flokkum öðrum þau eigi lengsta samleið og kjósi helzt að vinna. Það gerðist þó fyrir alþingiskosningarnar um daginn þegar fráfarandi stjórnarandstöðuflokkar á þingi tóku höndum saman undir merkjum nýrrar stjórnarskrár. Þessir fjórir flokkar sem hafa í sameiningu og friði stýrt Reykjavíkurborg frá 2014 sendu fyrir kosningar frá sér sameiginlega yfirlýsingu: „Við skuldbindum okkur hér með til þess að gera stjórnarskrárumbætur, sem grundvallast á drögum stjórnlagaráðs, að forgangsmáli á nýju þingi.“ Þessi yfirlýsing var réttmæt og tímabær af tveim höfuðástæðum. Í fyrsta lagi endurspeglar yfirlýsingin sameiginlegan skiling þessara flokka á því að Alþingi getur ekki með nokkru móti verið þekkt fyrir að humma fram af sér þjóðaratkvæðagreiðsluna um nýja stjórnarskrá 2012 enda hefur slíkt aldrei gerzt eða talizt boðlegt í nokkru lýðræðisríki. Í annan stað endurspeglar nýja stjórnarskráin í aðalatriðum vilja tveggja þriðju hluta kjósenda eins og hann birtist í þjóðaratkvæðagreiðslunni og speglar þá um leið mörg mikilvæg atriði í stefnuskrám þessara fjögurra flokka og einnig Viðreisnar, nýs flokks á þingi (og einnig Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar). Hér skulum við staldra við þau tvö mál sem urðu til þess að fyrsta tilraun formanns Sjálfstæðisflokksins til að mynda nýja stjórn með Viðreisn og Bjartri framtíð fór út um þúfur fyrr í vikunni, ESB-málið og sjávarútvegsmálin.ESB-málið Ágreiningur stjórnmálaflokkanna um ESB-málið er léttvægur eins og er þar eð hann snýst nú aðallega um hvort halda skuli þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald samningaviðræðna um aðild að ESB, viðræðna sem Alþingi ákvað að hefja 2009. Ljóst ætti að vera að þjóðaratkvæðagreiðslur á vegum Alþingis eru marklausar svo lengi sem þingið fæst ekki til að virða úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem þingið sjálft boðaði til 2012. Hitt vegur þyngra að nýja stjórnarskráin tryggir að Ísland getur því aðeins gengið inn í ESB að kjósendur samþykki inngönguna í þjóðaratkvæði. Gildandi stjórnarskrá frá 1944 veitir enga slíka tryggingu heldur gæti meiri hluti þingmanna upp á sitt eindæmi leitt Ísland inn í ESB eða haldið Íslandi utan ESB án samráðs við kjósendur. Stjórnmálaflokkarnir ættu að réttu lagi að fagna því að þjóðin geti í krafti nýrrar stjórnarskrár leyst til sín viðkvæm mál eins og ESB-málið og önnur slík efni sem sundra öllum flokkum og spilla þannig getu þeirra til að fást við þau mál sem þjóðin lætur þinginu eftir að leiða til lykta.SjávarútvegsmálinÁgreiningur stjórnmálaflokkanna um sjávarútvegsmálin er þyngri á metunum. Alþingi hefur lengi fylgt annarri fiskveiðistjórnarstefnu en þeirri sem fólkið í landinu vill helzt að fylgt sé. Þetta hefur áratugum saman verið ljóst af skoðanakönnunum og kom berlega í ljós á þjóðfundinum 2010 sem lýsti því yfir að „Náttúra og auðlindir landsins eru óframseljanleg þjóðareign“ og aftur í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 þar sem 83% kjósenda sögðust styðja ákvæði um auðlindir í þjóðareigu. Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna gafst stjórnmálaflokkunum gullið tækifæri til að segja við útvegsmenn: Þjóðin hefur talað, við þurfum nú að hlýða kalli hennar, þið líka. Þetta tækifæri stendur stjórnmálaflokkunum enn til boða. Fráfarandi stjórnarandstöðuflokkar virðast átta sig á þessu, einnig Viðreisn ásamt álitlegum minni hluta flokksmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Óbreytt fiskveiðistjórn ásamt meðfylgjandi misskiptingu sjávarrentunnar nýtur stuðnings sáralítils hluta fólksins í landinu. Fiskveiðistjórninni bjóðast fráfarandi stjórnarandstöðuflokkar nú til að breyta. Greiðfær leið að því marki er að staðfesta nýju stjórnarskrána í samræmi við úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012. Þessi leið er tryggari en ákvæði stjórnarmyndunarsamnings um ný fiskveiðistjórnarlög myndu vera þar eð slíkum ákvæðum getur Alþingi breytt aftur í fyrra horf eða enn verra horf eins og ekkert sé. Stjórnarskránni nýju er líkt og öðrum stjórnarskrám ætlað að binda hendur löggjafans til hagsbóta fyrir fólkið í landinu sem er yfirboðari þingsins, ekki öfugt. Enn er lag.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Þorvaldur Gylfason Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun
Stjórnarmyndunarviðræður á Íslandi hafa alla tíð verið hálfgert happdrætti. Yfirleitt veit enginn hvað kemur upp úr kössunum jafnvel þótt kosningaúrslit liggi fyrir. Stundum hafa flokkar og frambjóðendur sem fylgið hrundi af í kosningum eigi að síður verið leiddir til forustu fyrir ríkisstjórn eftir kosningar.TímamótayfirlýsingÞað hefur sjaldan gerzt að framboð lýsi því fyrir kosningar með hvaða flokkum öðrum þau eigi lengsta samleið og kjósi helzt að vinna. Það gerðist þó fyrir alþingiskosningarnar um daginn þegar fráfarandi stjórnarandstöðuflokkar á þingi tóku höndum saman undir merkjum nýrrar stjórnarskrár. Þessir fjórir flokkar sem hafa í sameiningu og friði stýrt Reykjavíkurborg frá 2014 sendu fyrir kosningar frá sér sameiginlega yfirlýsingu: „Við skuldbindum okkur hér með til þess að gera stjórnarskrárumbætur, sem grundvallast á drögum stjórnlagaráðs, að forgangsmáli á nýju þingi.“ Þessi yfirlýsing var réttmæt og tímabær af tveim höfuðástæðum. Í fyrsta lagi endurspeglar yfirlýsingin sameiginlegan skiling þessara flokka á því að Alþingi getur ekki með nokkru móti verið þekkt fyrir að humma fram af sér þjóðaratkvæðagreiðsluna um nýja stjórnarskrá 2012 enda hefur slíkt aldrei gerzt eða talizt boðlegt í nokkru lýðræðisríki. Í annan stað endurspeglar nýja stjórnarskráin í aðalatriðum vilja tveggja þriðju hluta kjósenda eins og hann birtist í þjóðaratkvæðagreiðslunni og speglar þá um leið mörg mikilvæg atriði í stefnuskrám þessara fjögurra flokka og einnig Viðreisnar, nýs flokks á þingi (og einnig Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar). Hér skulum við staldra við þau tvö mál sem urðu til þess að fyrsta tilraun formanns Sjálfstæðisflokksins til að mynda nýja stjórn með Viðreisn og Bjartri framtíð fór út um þúfur fyrr í vikunni, ESB-málið og sjávarútvegsmálin.ESB-málið Ágreiningur stjórnmálaflokkanna um ESB-málið er léttvægur eins og er þar eð hann snýst nú aðallega um hvort halda skuli þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald samningaviðræðna um aðild að ESB, viðræðna sem Alþingi ákvað að hefja 2009. Ljóst ætti að vera að þjóðaratkvæðagreiðslur á vegum Alþingis eru marklausar svo lengi sem þingið fæst ekki til að virða úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem þingið sjálft boðaði til 2012. Hitt vegur þyngra að nýja stjórnarskráin tryggir að Ísland getur því aðeins gengið inn í ESB að kjósendur samþykki inngönguna í þjóðaratkvæði. Gildandi stjórnarskrá frá 1944 veitir enga slíka tryggingu heldur gæti meiri hluti þingmanna upp á sitt eindæmi leitt Ísland inn í ESB eða haldið Íslandi utan ESB án samráðs við kjósendur. Stjórnmálaflokkarnir ættu að réttu lagi að fagna því að þjóðin geti í krafti nýrrar stjórnarskrár leyst til sín viðkvæm mál eins og ESB-málið og önnur slík efni sem sundra öllum flokkum og spilla þannig getu þeirra til að fást við þau mál sem þjóðin lætur þinginu eftir að leiða til lykta.SjávarútvegsmálinÁgreiningur stjórnmálaflokkanna um sjávarútvegsmálin er þyngri á metunum. Alþingi hefur lengi fylgt annarri fiskveiðistjórnarstefnu en þeirri sem fólkið í landinu vill helzt að fylgt sé. Þetta hefur áratugum saman verið ljóst af skoðanakönnunum og kom berlega í ljós á þjóðfundinum 2010 sem lýsti því yfir að „Náttúra og auðlindir landsins eru óframseljanleg þjóðareign“ og aftur í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 þar sem 83% kjósenda sögðust styðja ákvæði um auðlindir í þjóðareigu. Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna gafst stjórnmálaflokkunum gullið tækifæri til að segja við útvegsmenn: Þjóðin hefur talað, við þurfum nú að hlýða kalli hennar, þið líka. Þetta tækifæri stendur stjórnmálaflokkunum enn til boða. Fráfarandi stjórnarandstöðuflokkar virðast átta sig á þessu, einnig Viðreisn ásamt álitlegum minni hluta flokksmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Óbreytt fiskveiðistjórn ásamt meðfylgjandi misskiptingu sjávarrentunnar nýtur stuðnings sáralítils hluta fólksins í landinu. Fiskveiðistjórninni bjóðast fráfarandi stjórnarandstöðuflokkar nú til að breyta. Greiðfær leið að því marki er að staðfesta nýju stjórnarskrána í samræmi við úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012. Þessi leið er tryggari en ákvæði stjórnarmyndunarsamnings um ný fiskveiðistjórnarlög myndu vera þar eð slíkum ákvæðum getur Alþingi breytt aftur í fyrra horf eða enn verra horf eins og ekkert sé. Stjórnarskránni nýju er líkt og öðrum stjórnarskrám ætlað að binda hendur löggjafans til hagsbóta fyrir fólkið í landinu sem er yfirboðari þingsins, ekki öfugt. Enn er lag.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun