Formaður Tindastóls: „Leiðir okkar Costa lágu ekki saman“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. nóvember 2016 11:15 Jose Costa er hættur og Israel Martin tekur við Tindastóli á nýjan leik en Martin hóf tímabilið sem aðstoðarþjálfari Costa. vísir/anton brink „Staðreyndin er sú að stjórnin tók ákvörðun um að við vildum skipta út Senegölunum; bæði Pape Seck og Mamadou Samb. Í framhaldinu var gert samkomulag um að Costa myndi stíga til hliðar.“ Þetta segir Stefán Jónsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, við Vísi um fréttir gærkvöldsins. Eins og kom fram í gær var Jose Costa látinn fara sem þjálfari liðsins og senegölsku leikmennirnir Mamadou Samb og Pape Seck leystir undan samningi. Costa tók við Tindastóli snemma á síðustu leiktíð og kom liðinu í undanúrslit Dominos-deildarinnar en liðið er nú í þriðja sæti. Seck og Samb hafa ekki þótt standa undir væntingum. „Þetta var ekki gert í illu. Leiðir okkar Costa lágu bara ekki saman,“ segir Stefán, en hvað á hann við með því? „Það gefur augað leið að við vildum vera með Bandaríkjamann,“ segir formaðurinn sem samdi við bandaríska miðherjann Antonio Hester.Mamadou Samb er farinn heim og Antonio Hester mættur.vísir/anton brinkTók sinn tíma Hester var kominn til Stólanna fyrir tímabilið en þá bauðst Costa að fá Samb í Skagafjörðinn og var þjálfarinn mjög spenntur fyrir því. Samb er með flotta ferilskrá og var eitt sinn á mála hjá Barcelona. „Við þurftum að hafa helling fyrir því að ráða þessa stráka. Það var ekki bara pappírsvinnan heldur tók bara hellings tíma að koma Seck inn í deildina. Það fór langur tími í þetta og það er eins leiðinlegt að standa í því að láta þá fara og það var að koma þeim inn,“ segir Stefán. „Staðreyndin er bara sú að þetta er okkar skoðun. Þeir voru ekki að standa undir væntingum. Við erum samt í þriðja sæti í deildinni og ætlum okkur alla leið. Við erum ekkert hættir.“ Israel Martin var ráðinn á ný sem aðalþjálfari Tindastóls en hann stýrði liðinu fyrir tveimur árum með góðum árangri og er dýrkaður og dáður í Skagafirðinum. Hvernig svarar Stefán þeim gagnrýnisröddum að Costa hafi nánast alltaf verið á útleið eftir að hinn vinsæli Martin kom aftur og var gerður að yfirþjálfara Tindastóls?Jose Costa náði næstum sama árangri og Martin á síðustu leiktíð og er í þriðja sæti en Martin er tekinn aftur við.vísir/anton brinkSamb ekki lélegur „Það var aldrei nokkurn tíma í spilinu. Þeir eru báðir svo miklir fagmenn að þetta samstarf þeirra truflaði þá ekki í eina sekúndu. Báðir höfðu nóg að gera og voru sáttir. Costa er algjör eðaldrengur og toppmaður. Það var frábært að starfa með honum. Svo má ekki gleyma að Costa er ekkert búinn að misstíga sig. Að þessu sinni lágu leiðir okkar bara ekki saman,“ segir Stefán. Þegar Vísir ræddi við Stefán í morgun var hann á leiðinni heim á Sauðárkrók frá Keflavík þar sem hann var að skutla Mamadou Samb út á flugvöll. Um leið sótti hann Antonio Hester en þeir félagarnir voru að berjast í gegnum hríðina á Holtavörðuheiðinni. „Formaðurinn fer alltaf í svona mál,“ segir Stefán. „Samb er alls ekkert lélegur leikmaður og hann verður kominn með lið innan tíðar. Seck er nú þegar kominn með lið á Spáni. Þetta eru eðaldrengir báðir tveir og það var nú ekki brasið á þeim,“ segir Stefán Jónsson. Formaðurinn bætir við að Hester ætti að vera klár í slaginn þegar Tindastóll mætir Stjörnunni í Garðabænum á fimmtudagskvöldið en sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Costa og Senegalarnir látnir fara frá Stólunum Jose Maria Costa hefur verið látinn fara sem þjálfari Tindastóls og þá hafa Senegalarnir tveir hjá félaginu, Mamadou Samb og Pape Seck, verið sendir heim. 14. nóvember 2016 20:51 Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira
„Staðreyndin er sú að stjórnin tók ákvörðun um að við vildum skipta út Senegölunum; bæði Pape Seck og Mamadou Samb. Í framhaldinu var gert samkomulag um að Costa myndi stíga til hliðar.“ Þetta segir Stefán Jónsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, við Vísi um fréttir gærkvöldsins. Eins og kom fram í gær var Jose Costa látinn fara sem þjálfari liðsins og senegölsku leikmennirnir Mamadou Samb og Pape Seck leystir undan samningi. Costa tók við Tindastóli snemma á síðustu leiktíð og kom liðinu í undanúrslit Dominos-deildarinnar en liðið er nú í þriðja sæti. Seck og Samb hafa ekki þótt standa undir væntingum. „Þetta var ekki gert í illu. Leiðir okkar Costa lágu bara ekki saman,“ segir Stefán, en hvað á hann við með því? „Það gefur augað leið að við vildum vera með Bandaríkjamann,“ segir formaðurinn sem samdi við bandaríska miðherjann Antonio Hester.Mamadou Samb er farinn heim og Antonio Hester mættur.vísir/anton brinkTók sinn tíma Hester var kominn til Stólanna fyrir tímabilið en þá bauðst Costa að fá Samb í Skagafjörðinn og var þjálfarinn mjög spenntur fyrir því. Samb er með flotta ferilskrá og var eitt sinn á mála hjá Barcelona. „Við þurftum að hafa helling fyrir því að ráða þessa stráka. Það var ekki bara pappírsvinnan heldur tók bara hellings tíma að koma Seck inn í deildina. Það fór langur tími í þetta og það er eins leiðinlegt að standa í því að láta þá fara og það var að koma þeim inn,“ segir Stefán. „Staðreyndin er bara sú að þetta er okkar skoðun. Þeir voru ekki að standa undir væntingum. Við erum samt í þriðja sæti í deildinni og ætlum okkur alla leið. Við erum ekkert hættir.“ Israel Martin var ráðinn á ný sem aðalþjálfari Tindastóls en hann stýrði liðinu fyrir tveimur árum með góðum árangri og er dýrkaður og dáður í Skagafirðinum. Hvernig svarar Stefán þeim gagnrýnisröddum að Costa hafi nánast alltaf verið á útleið eftir að hinn vinsæli Martin kom aftur og var gerður að yfirþjálfara Tindastóls?Jose Costa náði næstum sama árangri og Martin á síðustu leiktíð og er í þriðja sæti en Martin er tekinn aftur við.vísir/anton brinkSamb ekki lélegur „Það var aldrei nokkurn tíma í spilinu. Þeir eru báðir svo miklir fagmenn að þetta samstarf þeirra truflaði þá ekki í eina sekúndu. Báðir höfðu nóg að gera og voru sáttir. Costa er algjör eðaldrengur og toppmaður. Það var frábært að starfa með honum. Svo má ekki gleyma að Costa er ekkert búinn að misstíga sig. Að þessu sinni lágu leiðir okkar bara ekki saman,“ segir Stefán. Þegar Vísir ræddi við Stefán í morgun var hann á leiðinni heim á Sauðárkrók frá Keflavík þar sem hann var að skutla Mamadou Samb út á flugvöll. Um leið sótti hann Antonio Hester en þeir félagarnir voru að berjast í gegnum hríðina á Holtavörðuheiðinni. „Formaðurinn fer alltaf í svona mál,“ segir Stefán. „Samb er alls ekkert lélegur leikmaður og hann verður kominn með lið innan tíðar. Seck er nú þegar kominn með lið á Spáni. Þetta eru eðaldrengir báðir tveir og það var nú ekki brasið á þeim,“ segir Stefán Jónsson. Formaðurinn bætir við að Hester ætti að vera klár í slaginn þegar Tindastóll mætir Stjörnunni í Garðabænum á fimmtudagskvöldið en sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Costa og Senegalarnir látnir fara frá Stólunum Jose Maria Costa hefur verið látinn fara sem þjálfari Tindastóls og þá hafa Senegalarnir tveir hjá félaginu, Mamadou Samb og Pape Seck, verið sendir heim. 14. nóvember 2016 20:51 Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira
Costa og Senegalarnir látnir fara frá Stólunum Jose Maria Costa hefur verið látinn fara sem þjálfari Tindastóls og þá hafa Senegalarnir tveir hjá félaginu, Mamadou Samb og Pape Seck, verið sendir heim. 14. nóvember 2016 20:51