Buffer gekk úr búrinu og tilkynnti svo röng úrslit Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. nóvember 2016 13:00 Það var mikill ruglingur eftir magnaðan bardagan þeirra Tyron Woodley og Stephen Thompson um veltivigtartitilinn í UFC á laugardagskvöld. Eftir fimm lotu hörkubardaga þurfti dómaraúrskurð til að fá niðurstöðu í bardagann. Og það gekk ekki vandræðalaust fyrir sig eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Í þann mund sem að Bruce Buffer, kynnir kvöldsins, ætlaði að tilkynna niðurstöðu dómaranna hætti hann skyndilega við og gekk út úr búrinu. Hann sneri svo aftur stuttu síðar og tilkynnti að Woodley hafi unnið. Það reyndist hins vegar rangt þar sem að meirihluti dómara úrskurðaði að niðurstaðan hefði verið jafntefli. Sjá einnig: Conor McGregor tvöfaldur meistari Stigaskor tveggja dómara var eins, 47-47, en þriðji dómarinn dæmdi Woodley sigur, 48-47. En meirihluti dómaranna ræður og því var rétt niðurstaða jafntefli. Það var svo leiðrétt í miðju viðtali Joe Rogan við Woodley sem hélt þó titlinum sínum þrátt fyrir jafnteflið. En Woodley gat engan veginn leynt vonbrigðum sínum með niðurstöðuna. Dana White, forseti UFC, reyndi að útskýra misskilninginn eftir bardagann en það er íþróttanefnd New York-fylkis sem skipar dómaranna og sér um þeirra störf. „Nefndin var bara að reyna að gera þetta rétt. Þeir voru að fara aftur yfir niðurstöðuna,“ sagði White spurður um af hverju Buffer hafi farið úr hringnum. „Ég veit ekki hvað gekk á. Það átti sér stað klúður og þeir vildu vera vissir um að þetta væri allt saman rétt. Þess vegna þurftum við að tilkynna þetta aftur.“ White segir þó skárra að misskliningurinn hafi verið á þennan vegu fremur en að rangur maður hafi fengið beltið. MMA Tengdar fréttir Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York. 13. nóvember 2016 13:15 UFC 205: Getur Woodley stöðvað karate strákinn? UFC 205 fer fram í kvöld í Madison Square Garden í New York. Um er að ræða risabardagakvöld þar sem þrír titilbardagar fara fram og er m.a. barist um veltivigtartitilinn. 12. nóvember 2016 13:30 Conor McGregor tvöfaldur meistari UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC. 13. nóvember 2016 07:27 Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Sjá meira
Það var mikill ruglingur eftir magnaðan bardagan þeirra Tyron Woodley og Stephen Thompson um veltivigtartitilinn í UFC á laugardagskvöld. Eftir fimm lotu hörkubardaga þurfti dómaraúrskurð til að fá niðurstöðu í bardagann. Og það gekk ekki vandræðalaust fyrir sig eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Í þann mund sem að Bruce Buffer, kynnir kvöldsins, ætlaði að tilkynna niðurstöðu dómaranna hætti hann skyndilega við og gekk út úr búrinu. Hann sneri svo aftur stuttu síðar og tilkynnti að Woodley hafi unnið. Það reyndist hins vegar rangt þar sem að meirihluti dómara úrskurðaði að niðurstaðan hefði verið jafntefli. Sjá einnig: Conor McGregor tvöfaldur meistari Stigaskor tveggja dómara var eins, 47-47, en þriðji dómarinn dæmdi Woodley sigur, 48-47. En meirihluti dómaranna ræður og því var rétt niðurstaða jafntefli. Það var svo leiðrétt í miðju viðtali Joe Rogan við Woodley sem hélt þó titlinum sínum þrátt fyrir jafnteflið. En Woodley gat engan veginn leynt vonbrigðum sínum með niðurstöðuna. Dana White, forseti UFC, reyndi að útskýra misskilninginn eftir bardagann en það er íþróttanefnd New York-fylkis sem skipar dómaranna og sér um þeirra störf. „Nefndin var bara að reyna að gera þetta rétt. Þeir voru að fara aftur yfir niðurstöðuna,“ sagði White spurður um af hverju Buffer hafi farið úr hringnum. „Ég veit ekki hvað gekk á. Það átti sér stað klúður og þeir vildu vera vissir um að þetta væri allt saman rétt. Þess vegna þurftum við að tilkynna þetta aftur.“ White segir þó skárra að misskliningurinn hafi verið á þennan vegu fremur en að rangur maður hafi fengið beltið.
MMA Tengdar fréttir Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York. 13. nóvember 2016 13:15 UFC 205: Getur Woodley stöðvað karate strákinn? UFC 205 fer fram í kvöld í Madison Square Garden í New York. Um er að ræða risabardagakvöld þar sem þrír titilbardagar fara fram og er m.a. barist um veltivigtartitilinn. 12. nóvember 2016 13:30 Conor McGregor tvöfaldur meistari UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC. 13. nóvember 2016 07:27 Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Sjá meira
Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York. 13. nóvember 2016 13:15
UFC 205: Getur Woodley stöðvað karate strákinn? UFC 205 fer fram í kvöld í Madison Square Garden í New York. Um er að ræða risabardagakvöld þar sem þrír titilbardagar fara fram og er m.a. barist um veltivigtartitilinn. 12. nóvember 2016 13:30
Conor McGregor tvöfaldur meistari UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC. 13. nóvember 2016 07:27