Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Njarðvík 95-83 | Þægilegur sigur Grindvíkinga Guðmundur Steinarsson í Mustad-höllinni í Grindavík skrifar 10. nóvember 2016 20:45 Lewis Clinch, leikmaður Grindavíkur. Vísir/Eyþór Hann fer seint í sögubækurnar leikurinn sem fór fram í Röstinni heimvelli Grindvíkinga í kvöld. Heimamenn tóku á móti grönnum sínum úr Njarðvík og hefði fyrirfram mátt búast við spennandi og skemmtilegum leik. Leikurinn byrjaði að vísu fjörlega, bæði lið settu niður fyrstu skotin sín og leikurinn hraður. Grindavík komst svo fljótlega yfir og hélt forystunni ef frá er talinn smá kafli í lok þriðja leikhluta og í upphafi þess fjórða. Grindvíkingar voru alltaf skrefi á undan i kvöld, munurinn var ekki mikill þetta fimm til sjö stig og um leið og Njarðvík gerðu sig líklega til að minnka muninn þá keyrðu heimamenn í sókn og skoruðu. Heimamenn leiddu í hálfleik 47-40 og litu út fyrir að hafa engar áhyggjur af leiknum, hann væri þeirra. Njarðvíkingar voru eins og stíflaðar pípulagnir sem þurfti bara að hreinsa örlítið að þá kæmi þetta hjá þeim. Stíflan brast aðeins í þriðja leikhluta. Njarðvíkingar mættu ákveðnir til leiks, Jóhann Árni og Bonneau fóru fyrir sínum mönnum. Þarna kom í raun fyrsta og eina áhlaupið í leiknum. Gestirnir úr Njarðvík unnu þá upp forskot heimamanna, komust yfir og leiddu í lok þriðja leikhluta 68-70. Það hefur greinilega farið of mikil orka í þetta hjá Njarðvík, því Grindvíkingar skiptu um gír, jöfnuðu og komust yfir. Eftir það varð leikurinn aldrei spennandi og heimamenn öruggir sigurvegarar í kvöld. Af hverju vann Grindavík? Heimamenn voru skrefi á undan í kvöld. Grindavík náði forystunni snemma leiks og eftir það varð þetta eltingarleikur hjá Njarðvík. Áhlaupið sem Njarðvík tók í þriðja leikhluta tók einfaldlega of mikla orku af þeim á meðan Grindavík átti meira eftir á tanknum. Grindvíkingar voru líka duglegir að nýta sér hæðarmuninn, en það er of auðvelt fyrir lið að sækja inn í teiginn hjá Njarðvík meðan þeir hafa ekki stóran leikmann.Bestu menn vallarins Clinch og Ólafur hjá Grindavík voru mennirnir á bakvið sigurinn í kvöld. Báðir með tvöfalda tvennu eins og reyndar Ómar Örn liðsfélagi þeirra. Clinch er leikmaður sem að Grindavík getur leitað til ef þeim vantar að koma sér í færi. Hann bæði býr til færi fyrir samherja sína og getur skorað allstaðar af vellinum. Clinch vantaði ekki nema tvær stoðsendingar til að ná þrennunni eftirsóknarverðu en hún bíður betri tíma.Tölfræði sem vakti athygli Heilt yfir var tölfræði liðanna svipuð og engin þáttur sem sker sig úr. Leikurinn var jafn mest allan leikinn og ekki fyrr en í lok leiksins sem að Grindavík fer yfir tíu stiga forskot. Þrátt fyrir að vera ekki með stóran leikmann þá tapar Njarðvík frákastabaráttunni bara með 8 fráköstum sem ekki ýkja mikið. Það er kannski helst vítanýtingin sem svíður hvað mest. Grindavík er með 80% nýtingu á móti 65% hjá Njarðvík.Hvað gekk illa ? Liðunum gekk illa að slíta sig frá hvort öðru. Það var tækifæri í kvöld til að taka þennan leik og ná í þau tvö stig sem í boði voru. Vissulega vann Grindavík og fengu stigin sem í boði voru. Bæði lið eiga að spila mun betur en þau sýndu í þessum leik og hefðu líklegast flest liðin í deildinni viljað mæta liðunum í þeim gír sem þau voru í kvöld.Jóhann Þór Ólafsson: Vorum skrefi á undan í kvöld Jóhann ÞórÓlafsson, þjálfari Grindavíkurliðsins, var ánægður í leikslok eftir sigur sinni manna í kvöld en fannst liðið sitt ekki ná takti í kvöld. „Það var kannski ekki fyrr en síðustu 5 mínúturnar sem við komumst í takt við leikinn en samt vorum við alltaf skrefi á undan í kvöld“ sagði Jóhann Þór í samtali við Vísi eftir leikinn. Grindavík lenti aldrei í neinum teljandi vandræðum í kvöld og var sigurinn nokkuð þægilegur þegar horft er heilt yfir leikinn. „Já kannski, en þetta voru nú samt aldrei nema 4 – 6 stig sem við vorum með í forskot og það er ekki mikið í körfubolta“ sagði Jóhann Þór sem var ánægður með kraftinn sem var í liðinu í lok leiksins. Jóhann Þór var sammála að leikurinn hafi nú ekki verið sá skemmtilegasti og aðspurður hvort bikarleikir sem liðin voru að spila í upphafi vikunnar hafi setið í liðunum taldi hann svo ekki vera. „ Bikarleikurinn sat ekki í okkur allavega, veit ekki með þá, við náðum þessu áhlaupi hérna í lokin og það dugði í kvöld, hefði viljað sjá okkur aðeins skarpari en er ánægður með sigurinn“ sagði Jóhann að lokum.Logi Gunnarsson: Þýðir ekkert að vorkenna sér Logi Gunnarsson, fyrirliðið Njarðvíkurliðsins, var eðlilega svekktur eftir tap liðins í kvöld gegn grönnum sínum úr Grindavík. Njarðvík var að elta Grindavík í fyrri hálfleik en nær í þriðja leikhluta að snúa leiknum sér í vil. „Já það fór kannski aðeins of mikil orka í það að vinna upp forskot Grindvíkinga, en við hefðum átt að nýta fyrri hálfleikinn betur þá voru Grindvíkingar værukærir að mér fannst en við vorum það einhvern vegin líka“ sagði Logi í samtali eftir leikinn. Loga fannst fyrri hálfleikurinn fljóta bara í gegn og allt í einu Njarðvík 7 stigum undir í hálfleik. Hefði vilja sjá liðið nýta sér það betur að Grindavík var ekki að spila eins og þeir geta best. Logi var sammála að hvorugt liðið hefði gert almennilegt áhlaup á hvort annað í leiknum og vill meina að þeir hafi misst sénsinn í fyrri hálfleik að snúa leiknum sér í hag. „Við erum að elta í seinni hálfleik, en náum að jafna og komast yfir og líklega fór meira orka í það en maður gerði sér grein fyrir“ sagði Logi við Vísi eftir leik. Það hefur ekki gegnið eins vel hjá Njarðvík eins og vonir stóðu til og munar þá kannski mest um að liðinu vantar tilfinnanlega mann undir körfuna. Jeremy Atkinson verðu kominn fyrir næsta leik og verður fróðlegt að sjá hvernig leikur liðsins verður með hann innanborðs. „Við erum með tveimur fleiri töp en sigra eins og er, en það þýðir ekkert að vorkenna sér. Nú reynir á hópinn og úr hverju hann er gerður. Það getur verið erfitt að tapa mörgum leikjum í röð, við erum núna með tvo tapleiki í röð og í næsta leik reynir virkilega á liðið“ sagði Logi í lokin. Dominos-deild karla Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Keflavík | Stórleikur í Ólafssal „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Sjá meira
Hann fer seint í sögubækurnar leikurinn sem fór fram í Röstinni heimvelli Grindvíkinga í kvöld. Heimamenn tóku á móti grönnum sínum úr Njarðvík og hefði fyrirfram mátt búast við spennandi og skemmtilegum leik. Leikurinn byrjaði að vísu fjörlega, bæði lið settu niður fyrstu skotin sín og leikurinn hraður. Grindavík komst svo fljótlega yfir og hélt forystunni ef frá er talinn smá kafli í lok þriðja leikhluta og í upphafi þess fjórða. Grindvíkingar voru alltaf skrefi á undan i kvöld, munurinn var ekki mikill þetta fimm til sjö stig og um leið og Njarðvík gerðu sig líklega til að minnka muninn þá keyrðu heimamenn í sókn og skoruðu. Heimamenn leiddu í hálfleik 47-40 og litu út fyrir að hafa engar áhyggjur af leiknum, hann væri þeirra. Njarðvíkingar voru eins og stíflaðar pípulagnir sem þurfti bara að hreinsa örlítið að þá kæmi þetta hjá þeim. Stíflan brast aðeins í þriðja leikhluta. Njarðvíkingar mættu ákveðnir til leiks, Jóhann Árni og Bonneau fóru fyrir sínum mönnum. Þarna kom í raun fyrsta og eina áhlaupið í leiknum. Gestirnir úr Njarðvík unnu þá upp forskot heimamanna, komust yfir og leiddu í lok þriðja leikhluta 68-70. Það hefur greinilega farið of mikil orka í þetta hjá Njarðvík, því Grindvíkingar skiptu um gír, jöfnuðu og komust yfir. Eftir það varð leikurinn aldrei spennandi og heimamenn öruggir sigurvegarar í kvöld. Af hverju vann Grindavík? Heimamenn voru skrefi á undan í kvöld. Grindavík náði forystunni snemma leiks og eftir það varð þetta eltingarleikur hjá Njarðvík. Áhlaupið sem Njarðvík tók í þriðja leikhluta tók einfaldlega of mikla orku af þeim á meðan Grindavík átti meira eftir á tanknum. Grindvíkingar voru líka duglegir að nýta sér hæðarmuninn, en það er of auðvelt fyrir lið að sækja inn í teiginn hjá Njarðvík meðan þeir hafa ekki stóran leikmann.Bestu menn vallarins Clinch og Ólafur hjá Grindavík voru mennirnir á bakvið sigurinn í kvöld. Báðir með tvöfalda tvennu eins og reyndar Ómar Örn liðsfélagi þeirra. Clinch er leikmaður sem að Grindavík getur leitað til ef þeim vantar að koma sér í færi. Hann bæði býr til færi fyrir samherja sína og getur skorað allstaðar af vellinum. Clinch vantaði ekki nema tvær stoðsendingar til að ná þrennunni eftirsóknarverðu en hún bíður betri tíma.Tölfræði sem vakti athygli Heilt yfir var tölfræði liðanna svipuð og engin þáttur sem sker sig úr. Leikurinn var jafn mest allan leikinn og ekki fyrr en í lok leiksins sem að Grindavík fer yfir tíu stiga forskot. Þrátt fyrir að vera ekki með stóran leikmann þá tapar Njarðvík frákastabaráttunni bara með 8 fráköstum sem ekki ýkja mikið. Það er kannski helst vítanýtingin sem svíður hvað mest. Grindavík er með 80% nýtingu á móti 65% hjá Njarðvík.Hvað gekk illa ? Liðunum gekk illa að slíta sig frá hvort öðru. Það var tækifæri í kvöld til að taka þennan leik og ná í þau tvö stig sem í boði voru. Vissulega vann Grindavík og fengu stigin sem í boði voru. Bæði lið eiga að spila mun betur en þau sýndu í þessum leik og hefðu líklegast flest liðin í deildinni viljað mæta liðunum í þeim gír sem þau voru í kvöld.Jóhann Þór Ólafsson: Vorum skrefi á undan í kvöld Jóhann ÞórÓlafsson, þjálfari Grindavíkurliðsins, var ánægður í leikslok eftir sigur sinni manna í kvöld en fannst liðið sitt ekki ná takti í kvöld. „Það var kannski ekki fyrr en síðustu 5 mínúturnar sem við komumst í takt við leikinn en samt vorum við alltaf skrefi á undan í kvöld“ sagði Jóhann Þór í samtali við Vísi eftir leikinn. Grindavík lenti aldrei í neinum teljandi vandræðum í kvöld og var sigurinn nokkuð þægilegur þegar horft er heilt yfir leikinn. „Já kannski, en þetta voru nú samt aldrei nema 4 – 6 stig sem við vorum með í forskot og það er ekki mikið í körfubolta“ sagði Jóhann Þór sem var ánægður með kraftinn sem var í liðinu í lok leiksins. Jóhann Þór var sammála að leikurinn hafi nú ekki verið sá skemmtilegasti og aðspurður hvort bikarleikir sem liðin voru að spila í upphafi vikunnar hafi setið í liðunum taldi hann svo ekki vera. „ Bikarleikurinn sat ekki í okkur allavega, veit ekki með þá, við náðum þessu áhlaupi hérna í lokin og það dugði í kvöld, hefði viljað sjá okkur aðeins skarpari en er ánægður með sigurinn“ sagði Jóhann að lokum.Logi Gunnarsson: Þýðir ekkert að vorkenna sér Logi Gunnarsson, fyrirliðið Njarðvíkurliðsins, var eðlilega svekktur eftir tap liðins í kvöld gegn grönnum sínum úr Grindavík. Njarðvík var að elta Grindavík í fyrri hálfleik en nær í þriðja leikhluta að snúa leiknum sér í vil. „Já það fór kannski aðeins of mikil orka í það að vinna upp forskot Grindvíkinga, en við hefðum átt að nýta fyrri hálfleikinn betur þá voru Grindvíkingar værukærir að mér fannst en við vorum það einhvern vegin líka“ sagði Logi í samtali eftir leikinn. Loga fannst fyrri hálfleikurinn fljóta bara í gegn og allt í einu Njarðvík 7 stigum undir í hálfleik. Hefði vilja sjá liðið nýta sér það betur að Grindavík var ekki að spila eins og þeir geta best. Logi var sammála að hvorugt liðið hefði gert almennilegt áhlaup á hvort annað í leiknum og vill meina að þeir hafi misst sénsinn í fyrri hálfleik að snúa leiknum sér í hag. „Við erum að elta í seinni hálfleik, en náum að jafna og komast yfir og líklega fór meira orka í það en maður gerði sér grein fyrir“ sagði Logi við Vísi eftir leik. Það hefur ekki gegnið eins vel hjá Njarðvík eins og vonir stóðu til og munar þá kannski mest um að liðinu vantar tilfinnanlega mann undir körfuna. Jeremy Atkinson verðu kominn fyrir næsta leik og verður fróðlegt að sjá hvernig leikur liðsins verður með hann innanborðs. „Við erum með tveimur fleiri töp en sigra eins og er, en það þýðir ekkert að vorkenna sér. Nú reynir á hópinn og úr hverju hann er gerður. Það getur verið erfitt að tapa mörgum leikjum í röð, við erum núna með tvo tapleiki í röð og í næsta leik reynir virkilega á liðið“ sagði Logi í lokin.
Dominos-deild karla Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Keflavík | Stórleikur í Ólafssal „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Sjá meira