Framkvæmdastjóri Bónus um Brúnegg: „Í hálfgerðu sjokki“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. nóvember 2016 19:05 Stærstu verslanir landsins hafa tekið Brúnegg úr sölu. „Í ljósi þessara frétta var tekin sú ákvörðun að láta neytendur njóta vafans,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus. Hann gerir ekki ráð fyrir að taka eggin aftur til sölu. „Allar forsendur eru brostnar fyrir þessum viðskiptum. Við keyptum vöruna á ákveðnum forsendum, verðlögðum hana á ákveðnum forsendum og ég verð að segja að sem innkaupamaður er ég í hálfgerðu sjokki yfir þessu máli.“ Hvað með aðrar vörur sem hafa vistvæna merkingu? „Í framhaldi af þessum fréttum höfum við sent póst á alla framleiðendur sem merkja vörur sínar vistvænar. Í ljósi staðreynda er ekkert hægt að treysta á þetta,“ segir Guðmundur og bendir á að undarlegt sé að eftirlitsaðilar hafi ekki upplýst kaupmenn fyrr um stöðuna hjá Brúneggjum. „Þetta er neytendamál og dapurt að maður sé að sjá þetta í fyrsta skipti í fréttum í gær.“ Kristinn á hænsnabúinu á Teigum í Mosfellsbævísir/anton Kristinn Gylfi Jónsson, annar eiganda Brúneggja, segir stöðuna hörmulega. „Flestir stærstu viðskiptavinir okkar hafa lokað á viðskipti. En við viljum að fjölmiðlar og viðskiptamenn komi og sjái að aðstaðan er nú til sóma. Svo sjáum við hvort við getum komið á viðskiptum á ný,“ segir Kristinn og bætir við að ef þeir nái ekki að koma eggjum í búðir þá sé rekstrinum sjálfhætt. Hann skilji aftur á móti viðbrögð neytenda og kaupmanna. „Okkur þykir þetta mjög leiðinlegt og viljum biðjast afsökunar á þessum frávikum í okkar rekstri frá því í fyrra, sem við skömmumst okkar fyrir, og Matvælastofnun þurfti að beita úrræðum til að ljúka og klára. Okkur þykir þetta mjög leitt en þetta lýsir ekki stöðunni hjá okkur í dag.“ Brúneggjamálið Verslun Neytendur Tengdar fréttir Krónan og Melabúðin hættar að kaupa frá Brúneggjum Krónan mun taka þau egg sem þegar er búið að kaupa úr hillum í fyrramálið. 28. nóvember 2016 23:15 Viðskiptavinir geta skilað Brúneggjum Verslanir Bónuss, Hagkaupa, Krónunnar og Melabúðin taka á móti Brúneggjum óánægðra viðskiptavina. 29. nóvember 2016 10:30 Eigandi Brúneggja: „Ætlum að reyna að byggja upp trúverðugleika okkar“ Kristinn Gylfi Jónsson segir rekstrargrundvöll fyrirtækisins enn fyrir hendi. 29. nóvember 2016 14:49 Facebook sprakk eftir brúneggjahræru Kastljóss Fólk á vart orð til að lýsa reiði sinni vegna umfjöllunar um aðbúnað hænsna. 28. nóvember 2016 21:28 Formaður Neytendasamtakanna: Vistvæn framleiðsla einungis blekking Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir það grafalvarlegt að fyrirtækið Brúnegg hafi ítrekað komist upp með að brjóta lög um velferð dýra þrátt fyrir athugasemdir frá Matvælastofnun. 29. nóvember 2016 08:56 Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Komið hefur í ljós að fyrirtækið hefur ítrekað brotið lög um velferð dýra auk þess að merkja vörur sínar með villandi hætti. 28. nóvember 2016 22:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Stærstu verslanir landsins hafa tekið Brúnegg úr sölu. „Í ljósi þessara frétta var tekin sú ákvörðun að láta neytendur njóta vafans,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus. Hann gerir ekki ráð fyrir að taka eggin aftur til sölu. „Allar forsendur eru brostnar fyrir þessum viðskiptum. Við keyptum vöruna á ákveðnum forsendum, verðlögðum hana á ákveðnum forsendum og ég verð að segja að sem innkaupamaður er ég í hálfgerðu sjokki yfir þessu máli.“ Hvað með aðrar vörur sem hafa vistvæna merkingu? „Í framhaldi af þessum fréttum höfum við sent póst á alla framleiðendur sem merkja vörur sínar vistvænar. Í ljósi staðreynda er ekkert hægt að treysta á þetta,“ segir Guðmundur og bendir á að undarlegt sé að eftirlitsaðilar hafi ekki upplýst kaupmenn fyrr um stöðuna hjá Brúneggjum. „Þetta er neytendamál og dapurt að maður sé að sjá þetta í fyrsta skipti í fréttum í gær.“ Kristinn á hænsnabúinu á Teigum í Mosfellsbævísir/anton Kristinn Gylfi Jónsson, annar eiganda Brúneggja, segir stöðuna hörmulega. „Flestir stærstu viðskiptavinir okkar hafa lokað á viðskipti. En við viljum að fjölmiðlar og viðskiptamenn komi og sjái að aðstaðan er nú til sóma. Svo sjáum við hvort við getum komið á viðskiptum á ný,“ segir Kristinn og bætir við að ef þeir nái ekki að koma eggjum í búðir þá sé rekstrinum sjálfhætt. Hann skilji aftur á móti viðbrögð neytenda og kaupmanna. „Okkur þykir þetta mjög leiðinlegt og viljum biðjast afsökunar á þessum frávikum í okkar rekstri frá því í fyrra, sem við skömmumst okkar fyrir, og Matvælastofnun þurfti að beita úrræðum til að ljúka og klára. Okkur þykir þetta mjög leitt en þetta lýsir ekki stöðunni hjá okkur í dag.“
Brúneggjamálið Verslun Neytendur Tengdar fréttir Krónan og Melabúðin hættar að kaupa frá Brúneggjum Krónan mun taka þau egg sem þegar er búið að kaupa úr hillum í fyrramálið. 28. nóvember 2016 23:15 Viðskiptavinir geta skilað Brúneggjum Verslanir Bónuss, Hagkaupa, Krónunnar og Melabúðin taka á móti Brúneggjum óánægðra viðskiptavina. 29. nóvember 2016 10:30 Eigandi Brúneggja: „Ætlum að reyna að byggja upp trúverðugleika okkar“ Kristinn Gylfi Jónsson segir rekstrargrundvöll fyrirtækisins enn fyrir hendi. 29. nóvember 2016 14:49 Facebook sprakk eftir brúneggjahræru Kastljóss Fólk á vart orð til að lýsa reiði sinni vegna umfjöllunar um aðbúnað hænsna. 28. nóvember 2016 21:28 Formaður Neytendasamtakanna: Vistvæn framleiðsla einungis blekking Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir það grafalvarlegt að fyrirtækið Brúnegg hafi ítrekað komist upp með að brjóta lög um velferð dýra þrátt fyrir athugasemdir frá Matvælastofnun. 29. nóvember 2016 08:56 Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Komið hefur í ljós að fyrirtækið hefur ítrekað brotið lög um velferð dýra auk þess að merkja vörur sínar með villandi hætti. 28. nóvember 2016 22:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Krónan og Melabúðin hættar að kaupa frá Brúneggjum Krónan mun taka þau egg sem þegar er búið að kaupa úr hillum í fyrramálið. 28. nóvember 2016 23:15
Viðskiptavinir geta skilað Brúneggjum Verslanir Bónuss, Hagkaupa, Krónunnar og Melabúðin taka á móti Brúneggjum óánægðra viðskiptavina. 29. nóvember 2016 10:30
Eigandi Brúneggja: „Ætlum að reyna að byggja upp trúverðugleika okkar“ Kristinn Gylfi Jónsson segir rekstrargrundvöll fyrirtækisins enn fyrir hendi. 29. nóvember 2016 14:49
Facebook sprakk eftir brúneggjahræru Kastljóss Fólk á vart orð til að lýsa reiði sinni vegna umfjöllunar um aðbúnað hænsna. 28. nóvember 2016 21:28
Formaður Neytendasamtakanna: Vistvæn framleiðsla einungis blekking Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir það grafalvarlegt að fyrirtækið Brúnegg hafi ítrekað komist upp með að brjóta lög um velferð dýra þrátt fyrir athugasemdir frá Matvælastofnun. 29. nóvember 2016 08:56
Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Komið hefur í ljós að fyrirtækið hefur ítrekað brotið lög um velferð dýra auk þess að merkja vörur sínar með villandi hætti. 28. nóvember 2016 22:09