Pendúllinn að sveiflast frá Katrínu yfir á miðjuna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. nóvember 2016 19:01 Miðjuflokkarnir eru komnir í lykilstöðu. Vísir/Ernir „Pendúllinn er að snúast myndi ég segja frá Katrínu yfir á miðjuna til Framsóknarflokksins,“ segir Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur um þá stöðu sem upp er komin varðandi myndun ríkisstjórnar. Stefanía segir að ljóst sé að eftir upp úr slitnaði úr viðræðum á milli VG og annarra flokka hafi möguleikunum fækkað, miðjuflokkarnir séu í lykilstöðu. „Það er ljóst að í stjórnarmyndunarferlinu hafa miðjuflokkar nokkurn veginn í hendi sér hvernig fer, oftast nær. Það hefur bara gerst einu sinni að það sé mynduð ríkisstjórn af flokkunum sem liggja lengst til vinstri og lengst til hægri,“ segir Stefanía. Þar horfir Stefanía helst til Framsóknarflokksins sem beðið hefur á hliðarlínunni á meðan miðjuflokkarnir Björt framtíð og Viðreisn hafa tekið þátt í viðræðum.Stefanía Óskarsdóttir dósent í stjórnmálafræði.vísir„Það virtist blasa við að Viðreisn væri í lykilstöðu eftir kosningarnar til að hafa um að segja hvers konar stjórn yrði,“ segir Stefanía en það að viðræður þeirra við tvo mismunandi kosti hafi fækkað möguleikunum. „Þá finnst mér að það hljóti að blasa við að Framsóknarflokkurinn sem er hinn hefðbundni flokkur í miðju flokkakerfisins sé aftur orðinn líklegur til að koma að ríkisstjórn en af var látið í upphafi,“ segir Stefanía. Óvíst er hvað Katrín gerir nú en Stefanía segir að hún hafi þann möguleika að koma Framsóknarflokkinum inn í viðræður, annaðhvort í vinstri stjórn í stað Viðreisnar eða í samstarfi með Sjálfstæðisflokknum þrátt fyrir að síðari kosturinn hugnist flokksmönnum VG ekki. Ljóst sé þó að leiðtogar flokkanna þurfi nú að fara að slá af sínum ýtrustu kröfum eftir tvær misheppnaðar tilraunir til myndunar ríkisstjórnar. Þetta viti reyndari stjórnmálamenn. „Það held ég að þessi reyndari stjórnmálamenn átti sig á og þeir finni þá að það verði auðveldara að selja sínum stuðningsmönnum að koma á praktískri stjórn til að koma framfaramálum í framkvæmd.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Meirihlutastjórn ekki mynduð án svika Nokkuð ljóst er orðið að ekki verði mynduð meirihlutastjórn án þess að einhver flokkur gangi þvert á orð sín um að útiloka samstarf við tiltekna flokka. 24. nóvember 2016 10:46 Katrín enn með nokkur spil á hendi til myndunar stjórnar Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna leggur mat á það í dag hvort hún heldur áfram þreifingum um myndun ríkisstjórnar eða skilar umboðinu til forseta Íslands. 24. nóvember 2016 12:09 Lilja um stjórnarmyndunarviðræður: Teljum þriggja flokka stjórn betri "Það sem er að gerast akkúrat núna er að allir flokkar eru að tala saman.“ 24. nóvember 2016 18:40 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
„Pendúllinn er að snúast myndi ég segja frá Katrínu yfir á miðjuna til Framsóknarflokksins,“ segir Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur um þá stöðu sem upp er komin varðandi myndun ríkisstjórnar. Stefanía segir að ljóst sé að eftir upp úr slitnaði úr viðræðum á milli VG og annarra flokka hafi möguleikunum fækkað, miðjuflokkarnir séu í lykilstöðu. „Það er ljóst að í stjórnarmyndunarferlinu hafa miðjuflokkar nokkurn veginn í hendi sér hvernig fer, oftast nær. Það hefur bara gerst einu sinni að það sé mynduð ríkisstjórn af flokkunum sem liggja lengst til vinstri og lengst til hægri,“ segir Stefanía. Þar horfir Stefanía helst til Framsóknarflokksins sem beðið hefur á hliðarlínunni á meðan miðjuflokkarnir Björt framtíð og Viðreisn hafa tekið þátt í viðræðum.Stefanía Óskarsdóttir dósent í stjórnmálafræði.vísir„Það virtist blasa við að Viðreisn væri í lykilstöðu eftir kosningarnar til að hafa um að segja hvers konar stjórn yrði,“ segir Stefanía en það að viðræður þeirra við tvo mismunandi kosti hafi fækkað möguleikunum. „Þá finnst mér að það hljóti að blasa við að Framsóknarflokkurinn sem er hinn hefðbundni flokkur í miðju flokkakerfisins sé aftur orðinn líklegur til að koma að ríkisstjórn en af var látið í upphafi,“ segir Stefanía. Óvíst er hvað Katrín gerir nú en Stefanía segir að hún hafi þann möguleika að koma Framsóknarflokkinum inn í viðræður, annaðhvort í vinstri stjórn í stað Viðreisnar eða í samstarfi með Sjálfstæðisflokknum þrátt fyrir að síðari kosturinn hugnist flokksmönnum VG ekki. Ljóst sé þó að leiðtogar flokkanna þurfi nú að fara að slá af sínum ýtrustu kröfum eftir tvær misheppnaðar tilraunir til myndunar ríkisstjórnar. Þetta viti reyndari stjórnmálamenn. „Það held ég að þessi reyndari stjórnmálamenn átti sig á og þeir finni þá að það verði auðveldara að selja sínum stuðningsmönnum að koma á praktískri stjórn til að koma framfaramálum í framkvæmd.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Meirihlutastjórn ekki mynduð án svika Nokkuð ljóst er orðið að ekki verði mynduð meirihlutastjórn án þess að einhver flokkur gangi þvert á orð sín um að útiloka samstarf við tiltekna flokka. 24. nóvember 2016 10:46 Katrín enn með nokkur spil á hendi til myndunar stjórnar Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna leggur mat á það í dag hvort hún heldur áfram þreifingum um myndun ríkisstjórnar eða skilar umboðinu til forseta Íslands. 24. nóvember 2016 12:09 Lilja um stjórnarmyndunarviðræður: Teljum þriggja flokka stjórn betri "Það sem er að gerast akkúrat núna er að allir flokkar eru að tala saman.“ 24. nóvember 2016 18:40 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
Meirihlutastjórn ekki mynduð án svika Nokkuð ljóst er orðið að ekki verði mynduð meirihlutastjórn án þess að einhver flokkur gangi þvert á orð sín um að útiloka samstarf við tiltekna flokka. 24. nóvember 2016 10:46
Katrín enn með nokkur spil á hendi til myndunar stjórnar Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna leggur mat á það í dag hvort hún heldur áfram þreifingum um myndun ríkisstjórnar eða skilar umboðinu til forseta Íslands. 24. nóvember 2016 12:09
Lilja um stjórnarmyndunarviðræður: Teljum þriggja flokka stjórn betri "Það sem er að gerast akkúrat núna er að allir flokkar eru að tala saman.“ 24. nóvember 2016 18:40