Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Snæfell 108-72 | Grindvíkingar jöfnuðu Stjörnuna og KR að stigum Aron Ingi Valtýsson í Röstinni skrifar 24. nóvember 2016 22:00 Lewis Clinch skoraði 25 stig í leiknum í kvöld. Vísir/Eyþór Grindvíkingar unnu sinn fjórða leik í röð í Domino's-deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir lögðu Snæfell sannfærandi, 108-72. Grindavík er nú með tólf stig eftir átta umferðir en Snæfell, sem er ekki búið að vinna leik á tímabilinu, situr í neðsta sæti deildarinnar með núll stig. Gestirnir frá Stykkishólmi mættu heldur betur tilbúnir til leiks eftir sárt tap í síðasta leik og um miðjan leikhluta voru þeir komnir með 10 stiga forskot. Spurning hvort það hafi verið ákveðið vanmat hjá heimamönnum í byrjun leiks. Grindavík náði að laga stöðuna fyrir lok leikhlutans og endaði hann 21-25. Snæfell byrjaði annan leikhluta líkt og þann fyrsta. Settu niður tvo stóra þrista. Um miðjan leikhlutann fóru gestirnir að tapa boltum og Grindvíkingar skoruðu auðveld stig. Grindavík endar leikhlutann með 8 stiga forustu. Staðan í hálfleik var 51-42. Heimamenn keyrðu yfir Snæfell í þriðja leikhluta. Snæfell var að taka mikið af erfiðum skotum sem heimamenn nýttu í hraðupphlaup og skilaði sér í 31 stigs forystu fyrir fjórða leikhluta. 87-58. Grindavík skipti út byrjunarliðinu í fjórða leikhluta og leyfði varamönnum sínum að spila. Lítið sem gerðist í leikhlutanum. Grindavík náði að sigla sigrinum auðveldlega í höfn á meðan Snæfell þarf að endurskoða hvað fór úrskeiðis í seinni hálfleik hjá sér. Lokatölur 108-72, Grindavík í vil.Af hverju vann Grindavík? Grindavík var of stór biti fyrir Snæfell í þessum leik. Í fyrri hálfleik mættu heimamenn ekki til leiks. En Grindavík komu mun ákveðnari inní seinni hálfleikinn og keyrðu yfir gestina í hraðupphlaupum. Lewis átti mestan þátt í góðu gengið Grindavíkur í þriðja leikhluta sem gerði útslagið í leiknum. Í þriðjaleikhluta lét Snæfell, Grindavík líta út eins og NBA-lið. Allt gekk upp. Varnaleikurinn skilaði sér í erfiðum skotum hjá gestunum og nýttu Grindjánar það í hraðupphlaup.Bestu menn vallarsins? Lewis Clinch var yfirburðarmaður í kvöld. Hann skilaði 25 stigum og 6 fráköstum. Í þriðja leikhluta tók Lewis yfir leikinn og spilaði eins og engill. Lewis stjórnaði sóknarleiknum vel. Bjó til góð færi fyrir liðsfélaga sína og tók góð skot þegar þeir þurftu á því að halda. Ólafur Ólafsson var að spila flotta vörn á Sefton Barrett. Ólafur gerði allt rétt og kom honum úr jafnvægi í öðrum leikhluta. Barrett var með 14 stig eftir fyrsta leikhluta en endaði leikinn með 16. Varnaleikur Ólafs var að skila sínu. Þar að auki skoraði hann 13 stig og tók 3 fráköst .Hvað gekk illa? Snæfell missti allan mátt í seinni hálfleik. Það gekk ekkert upp hjá þeim, hvorki í vörn né sókn. Grindvíkingar spiluðu vörn gestana oftar en ekki illa. Það virðist ekkert plan vera í sóknarleik Snæfels. Snýst allt um að Sefton Barrett eigi að gera allt. Barrett missti hausinn í fyrri hálfleik þegar dómarar leiksins aðvöruðu hann fyrir stæla og leiðindi. Þar með var ekkert plan í sóknarleiknum og Grindavík rúlluðu yfir þá.Tölfræði sem vakti athygli: Sefton Barrett var með 16 stig, 13 fráköst og 6 blokk þrátt fyrir að hafa spilað skelfilegan leik. Eins og komið hefur fram hér að ofan skoraði Barrett 14 stig í fyrsta leikhluta.Grindavík-Snæfell 108-72 (21-25, 30-18, 36-13, 21-16)Grindavík: Lewis Clinch Jr. 25/6 fráköst, Dagur Kár Jónsson 18, Ingvi Þór Guðmundsson 15/6 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 13, Hamid Dicko 13, Magnús Már Ellertsson 7/5 fráköst, Nökkvi Már Nökkvason 6, Þorsteinn Finnbogason 5/4 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 4/8 fráköst, Sverrir Týr Sigurðsson 2, Jens Valgeir Óskarsson 0/4 fráköst.Snæfell: Sefton Barrett 16/13 fráköst/6 varin skot, Snjólfur Björnsson 11/4 fráköst, Árni Elmar Hrafnsson 10/4 fráköst, Geir Elías Úlfur Helgason 8, Sveinn Arnar Davíðsson 7/5 fráköst, Andrée Fares Michelsson 6, Viktor Marínó Alexandersson 6, Aron Ingi Hinriksson 2, Rúnar Þór Ragnarsson 2, Maciej Klimaszewski 2, Jón Páll Gunnarsson 2.Jóhann: Veit ekki hvort það var vanmat Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, var ekki sáttur með hvernig sínir menn komu inn í leikinn en sáttur með að hafa snúið við stöðunni í þriðja leikhluta. „Ég veit ekki hvort það var vanmat eða eitthvað annnað. Miða við hvað við höfum lagt upp með fyrir leikinn ætti ekki að vera neitt vanmat í okkar liði. En svo er spurning hvort að fjölmiðlar og umfjöllunin hafi skilað sér inn í hausinn á mönnum. En við fórum að spila eins og menn í þriðja leikhluta,“ sagði Jóhann. Hann skipti út byrjunaliðinu í fjórða leikhluta nema Þorsteini [Finnbogasyni] og skiluðu strákarnir verki sínu vel. „Ég ákvað að leyfa öðrum að spila og gefa þeim sem hafa spilað mest smá pásu. Strákarnir sem komu inná skiluðu allir flottu framlagi í kvöld og engin ástæða til að taka þá útaf. Gefa þeim smá reynslu og séns til að sýna hvað þeir geta,“ sagði Jóhann að lokum.Ingi Þór: Við komum fullir sjálfstraust inn í leikinn Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var auðvitað ekki sáttur með sína menn í leiknum. Ingi segir að liðið hafi komið inn í leikinn með fullt sjálfstraust eftir síðasta leik „Við komum inn í leikinn með fullt sjálfstraust eftir síðasta leik. Við byrjum leikinn vel og sýndum að við ætluðum ekkert að gefa eftir. En síðan í seinni hálfleik förum við í einstaklingsframtakið sem þeir (Grindavík) nýttu sér og rúlluðu yfir okkur,“ sagði Ingi Þór. Aðspurður hvað þarf að gerast svo að Snæfell vinni leik í vetur segir Ingi Þór: „Við þurfum að spila svipaðan leik og á móti Skallagrím. Þar vorum við með sjálfstraust og spiluðum sem lið. Það þarf svo lítið að fara úrskeiðis til þess að við föllum,“ sagði Ingi að lokum.Ólafur Ólafsson: Ekki ánægður með fyrri hálfleikinn Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, viðurkennir að það hafi verið smá vanmat fyrir leik. „Ég get bara talað fyrir mig sjálfan. Ég var ekki tilbúinn í leikinn í upphafi. Ég mætti til leiks með höfuðið skrúfað upp í rassinn á mér,“ sagði Ólafur eftir góðan sigur í kvöld. Ólafur vill þakka Lewis [Clinch] fyrir sigurinn í kvöld. „Við vorum bara ekki tilbúnir í fyrri hálfleik. Við vorum ekki að gera það sem við lögðum upp með. En síðan tekur Lewis yfir leikinn í þriðja leikhluta sem skilar okkur þessum sigri,“ sagði Ólafur sáttur.Bein lýsing: Grindavík - Snæfell Dominos-deild karla Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira
Grindvíkingar unnu sinn fjórða leik í röð í Domino's-deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir lögðu Snæfell sannfærandi, 108-72. Grindavík er nú með tólf stig eftir átta umferðir en Snæfell, sem er ekki búið að vinna leik á tímabilinu, situr í neðsta sæti deildarinnar með núll stig. Gestirnir frá Stykkishólmi mættu heldur betur tilbúnir til leiks eftir sárt tap í síðasta leik og um miðjan leikhluta voru þeir komnir með 10 stiga forskot. Spurning hvort það hafi verið ákveðið vanmat hjá heimamönnum í byrjun leiks. Grindavík náði að laga stöðuna fyrir lok leikhlutans og endaði hann 21-25. Snæfell byrjaði annan leikhluta líkt og þann fyrsta. Settu niður tvo stóra þrista. Um miðjan leikhlutann fóru gestirnir að tapa boltum og Grindvíkingar skoruðu auðveld stig. Grindavík endar leikhlutann með 8 stiga forustu. Staðan í hálfleik var 51-42. Heimamenn keyrðu yfir Snæfell í þriðja leikhluta. Snæfell var að taka mikið af erfiðum skotum sem heimamenn nýttu í hraðupphlaup og skilaði sér í 31 stigs forystu fyrir fjórða leikhluta. 87-58. Grindavík skipti út byrjunarliðinu í fjórða leikhluta og leyfði varamönnum sínum að spila. Lítið sem gerðist í leikhlutanum. Grindavík náði að sigla sigrinum auðveldlega í höfn á meðan Snæfell þarf að endurskoða hvað fór úrskeiðis í seinni hálfleik hjá sér. Lokatölur 108-72, Grindavík í vil.Af hverju vann Grindavík? Grindavík var of stór biti fyrir Snæfell í þessum leik. Í fyrri hálfleik mættu heimamenn ekki til leiks. En Grindavík komu mun ákveðnari inní seinni hálfleikinn og keyrðu yfir gestina í hraðupphlaupum. Lewis átti mestan þátt í góðu gengið Grindavíkur í þriðja leikhluta sem gerði útslagið í leiknum. Í þriðjaleikhluta lét Snæfell, Grindavík líta út eins og NBA-lið. Allt gekk upp. Varnaleikurinn skilaði sér í erfiðum skotum hjá gestunum og nýttu Grindjánar það í hraðupphlaup.Bestu menn vallarsins? Lewis Clinch var yfirburðarmaður í kvöld. Hann skilaði 25 stigum og 6 fráköstum. Í þriðja leikhluta tók Lewis yfir leikinn og spilaði eins og engill. Lewis stjórnaði sóknarleiknum vel. Bjó til góð færi fyrir liðsfélaga sína og tók góð skot þegar þeir þurftu á því að halda. Ólafur Ólafsson var að spila flotta vörn á Sefton Barrett. Ólafur gerði allt rétt og kom honum úr jafnvægi í öðrum leikhluta. Barrett var með 14 stig eftir fyrsta leikhluta en endaði leikinn með 16. Varnaleikur Ólafs var að skila sínu. Þar að auki skoraði hann 13 stig og tók 3 fráköst .Hvað gekk illa? Snæfell missti allan mátt í seinni hálfleik. Það gekk ekkert upp hjá þeim, hvorki í vörn né sókn. Grindvíkingar spiluðu vörn gestana oftar en ekki illa. Það virðist ekkert plan vera í sóknarleik Snæfels. Snýst allt um að Sefton Barrett eigi að gera allt. Barrett missti hausinn í fyrri hálfleik þegar dómarar leiksins aðvöruðu hann fyrir stæla og leiðindi. Þar með var ekkert plan í sóknarleiknum og Grindavík rúlluðu yfir þá.Tölfræði sem vakti athygli: Sefton Barrett var með 16 stig, 13 fráköst og 6 blokk þrátt fyrir að hafa spilað skelfilegan leik. Eins og komið hefur fram hér að ofan skoraði Barrett 14 stig í fyrsta leikhluta.Grindavík-Snæfell 108-72 (21-25, 30-18, 36-13, 21-16)Grindavík: Lewis Clinch Jr. 25/6 fráköst, Dagur Kár Jónsson 18, Ingvi Þór Guðmundsson 15/6 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 13, Hamid Dicko 13, Magnús Már Ellertsson 7/5 fráköst, Nökkvi Már Nökkvason 6, Þorsteinn Finnbogason 5/4 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 4/8 fráköst, Sverrir Týr Sigurðsson 2, Jens Valgeir Óskarsson 0/4 fráköst.Snæfell: Sefton Barrett 16/13 fráköst/6 varin skot, Snjólfur Björnsson 11/4 fráköst, Árni Elmar Hrafnsson 10/4 fráköst, Geir Elías Úlfur Helgason 8, Sveinn Arnar Davíðsson 7/5 fráköst, Andrée Fares Michelsson 6, Viktor Marínó Alexandersson 6, Aron Ingi Hinriksson 2, Rúnar Þór Ragnarsson 2, Maciej Klimaszewski 2, Jón Páll Gunnarsson 2.Jóhann: Veit ekki hvort það var vanmat Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, var ekki sáttur með hvernig sínir menn komu inn í leikinn en sáttur með að hafa snúið við stöðunni í þriðja leikhluta. „Ég veit ekki hvort það var vanmat eða eitthvað annnað. Miða við hvað við höfum lagt upp með fyrir leikinn ætti ekki að vera neitt vanmat í okkar liði. En svo er spurning hvort að fjölmiðlar og umfjöllunin hafi skilað sér inn í hausinn á mönnum. En við fórum að spila eins og menn í þriðja leikhluta,“ sagði Jóhann. Hann skipti út byrjunaliðinu í fjórða leikhluta nema Þorsteini [Finnbogasyni] og skiluðu strákarnir verki sínu vel. „Ég ákvað að leyfa öðrum að spila og gefa þeim sem hafa spilað mest smá pásu. Strákarnir sem komu inná skiluðu allir flottu framlagi í kvöld og engin ástæða til að taka þá útaf. Gefa þeim smá reynslu og séns til að sýna hvað þeir geta,“ sagði Jóhann að lokum.Ingi Þór: Við komum fullir sjálfstraust inn í leikinn Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var auðvitað ekki sáttur með sína menn í leiknum. Ingi segir að liðið hafi komið inn í leikinn með fullt sjálfstraust eftir síðasta leik „Við komum inn í leikinn með fullt sjálfstraust eftir síðasta leik. Við byrjum leikinn vel og sýndum að við ætluðum ekkert að gefa eftir. En síðan í seinni hálfleik förum við í einstaklingsframtakið sem þeir (Grindavík) nýttu sér og rúlluðu yfir okkur,“ sagði Ingi Þór. Aðspurður hvað þarf að gerast svo að Snæfell vinni leik í vetur segir Ingi Þór: „Við þurfum að spila svipaðan leik og á móti Skallagrím. Þar vorum við með sjálfstraust og spiluðum sem lið. Það þarf svo lítið að fara úrskeiðis til þess að við föllum,“ sagði Ingi að lokum.Ólafur Ólafsson: Ekki ánægður með fyrri hálfleikinn Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, viðurkennir að það hafi verið smá vanmat fyrir leik. „Ég get bara talað fyrir mig sjálfan. Ég var ekki tilbúinn í leikinn í upphafi. Ég mætti til leiks með höfuðið skrúfað upp í rassinn á mér,“ sagði Ólafur eftir góðan sigur í kvöld. Ólafur vill þakka Lewis [Clinch] fyrir sigurinn í kvöld. „Við vorum bara ekki tilbúnir í fyrri hálfleik. Við vorum ekki að gera það sem við lögðum upp með. En síðan tekur Lewis yfir leikinn í þriðja leikhluta sem skilar okkur þessum sigri,“ sagði Ólafur sáttur.Bein lýsing: Grindavík - Snæfell
Dominos-deild karla Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira