Eiríkur Bergmann: „Farið að glitta í stjórnarkreppu“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. nóvember 2016 19:04 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að glitta sé farið í stjórnarkreppu eftir að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sleit stjórnarmyndunarviðræðum fyrr í dag. Eftir nokkra daga viðræður á milli VG, Bjartrar framtíðar, Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar kom í ljós að of langt væri á milli í málefnum á borð við sjávarútvegs- og skattamálum og því var ákveðið að slíta viðræðunum. Áður hafði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, freistað þess að mynda ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn án árangurs. Ljóst er að nú þarf að minnsta kosti þriðju tilraunina til að mynda ríkisstjórn og segir Eiríkur Bergmann að staðan í stjórnmálunum sé því flókin. „Hún er orðin mjög snúin og þetta er orðið afar flókið. Tveir augljósustu kostirnir á borðinu eru núna fyrir bí. Núna tekur við meira skapandi vinna í stjórnmálunm heldur en að við höfum séð í langa tíð,“ segir Eiríkur Bergmann. Katrín sagði að hún myndi hugsa um næstu skref í kvöld og í nótt áður en hún tæki ákvörðun um hvort hún myndi skila umboðinu aftur. Eiríkur segir að hún hafi enn nokkra kosti í stöðunni. „Hún getur leitað til Sjálfstæðisflokksins og fengið þá með sér hugsanlega Bjarta framtíð sem er nokkuð sem sumir í Vinstri grænum gætu hugsað sér. Björt framtíð og Viðreisn eru auðvitað svolítið bundin saman, þá gæti Samfylkingin dugað inn í þetta,“ segir Eiríkur Bergmann. Skili hún umboðinu reyni á Guðni Th. Jóhanesson, forseta Íslands og ekki sé víst hver myndi fá umboðið næst. „Hann hefur veitt umboðið í stærðarröð og samkvæmt því ættu Píratar næst að fá umboðið. En síðan hefur Benedikt Jóhannesson beðið um umboðið. Hann gæti því leitað þangað,“ segir Eiríkur Bergmann sem útilokar ekki að VG leiti til Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir að Katrín hafi áður hafnað slíkum valkosti. „Nú reynir á manninn, það er engin spurning. Það er farið að glitta í stjórnarkreppu í landinu. Það er ekki komin stjórnarkreppa. Katrín fær nóttina til að hugsa sig um hvort hún reyni áfram. Skili hún umboðinu á morgun þarf Guðni að meta stöðuna alveg upp á nýtt,“ segir Eiríkur Bergmann. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hafa slitið stjórnarviðræðunum Katrín Jakobsdóttir ætlar að taka ákvörðun á morgun hvort hún skilar umboðinu til forsetans. 23. nóvember 2016 17:41 Benedikt og Birgitta hikandi þegar talið barst að stjórnarmyndunarumboði Staðan mjög snúin segir Benedikt en Birgitta segir að svo virðist sem flokkanir geti ekki unnið saman alla leið og þá þurfi mögulega að gera eitthvað öðruvísi. 23. nóvember 2016 18:47 Píratar um viðræðuslitin: „Mikil vonbrigði að ekki hafi orðið af þessu sögulega tækifæri“ Segja að engin stefnumál Pírata hafi staðið í vegi fyrir stjórnarmyndun. 23. nóvember 2016 18:00 Katrín og Benedikt funduðu undir fjögur augu Fundi formannanna fimm sem hefjast átti klukkan 16 frestað til klukkan 17. 23. nóvember 2016 16:05 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að glitta sé farið í stjórnarkreppu eftir að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sleit stjórnarmyndunarviðræðum fyrr í dag. Eftir nokkra daga viðræður á milli VG, Bjartrar framtíðar, Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar kom í ljós að of langt væri á milli í málefnum á borð við sjávarútvegs- og skattamálum og því var ákveðið að slíta viðræðunum. Áður hafði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, freistað þess að mynda ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn án árangurs. Ljóst er að nú þarf að minnsta kosti þriðju tilraunina til að mynda ríkisstjórn og segir Eiríkur Bergmann að staðan í stjórnmálunum sé því flókin. „Hún er orðin mjög snúin og þetta er orðið afar flókið. Tveir augljósustu kostirnir á borðinu eru núna fyrir bí. Núna tekur við meira skapandi vinna í stjórnmálunm heldur en að við höfum séð í langa tíð,“ segir Eiríkur Bergmann. Katrín sagði að hún myndi hugsa um næstu skref í kvöld og í nótt áður en hún tæki ákvörðun um hvort hún myndi skila umboðinu aftur. Eiríkur segir að hún hafi enn nokkra kosti í stöðunni. „Hún getur leitað til Sjálfstæðisflokksins og fengið þá með sér hugsanlega Bjarta framtíð sem er nokkuð sem sumir í Vinstri grænum gætu hugsað sér. Björt framtíð og Viðreisn eru auðvitað svolítið bundin saman, þá gæti Samfylkingin dugað inn í þetta,“ segir Eiríkur Bergmann. Skili hún umboðinu reyni á Guðni Th. Jóhanesson, forseta Íslands og ekki sé víst hver myndi fá umboðið næst. „Hann hefur veitt umboðið í stærðarröð og samkvæmt því ættu Píratar næst að fá umboðið. En síðan hefur Benedikt Jóhannesson beðið um umboðið. Hann gæti því leitað þangað,“ segir Eiríkur Bergmann sem útilokar ekki að VG leiti til Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir að Katrín hafi áður hafnað slíkum valkosti. „Nú reynir á manninn, það er engin spurning. Það er farið að glitta í stjórnarkreppu í landinu. Það er ekki komin stjórnarkreppa. Katrín fær nóttina til að hugsa sig um hvort hún reyni áfram. Skili hún umboðinu á morgun þarf Guðni að meta stöðuna alveg upp á nýtt,“ segir Eiríkur Bergmann.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hafa slitið stjórnarviðræðunum Katrín Jakobsdóttir ætlar að taka ákvörðun á morgun hvort hún skilar umboðinu til forsetans. 23. nóvember 2016 17:41 Benedikt og Birgitta hikandi þegar talið barst að stjórnarmyndunarumboði Staðan mjög snúin segir Benedikt en Birgitta segir að svo virðist sem flokkanir geti ekki unnið saman alla leið og þá þurfi mögulega að gera eitthvað öðruvísi. 23. nóvember 2016 18:47 Píratar um viðræðuslitin: „Mikil vonbrigði að ekki hafi orðið af þessu sögulega tækifæri“ Segja að engin stefnumál Pírata hafi staðið í vegi fyrir stjórnarmyndun. 23. nóvember 2016 18:00 Katrín og Benedikt funduðu undir fjögur augu Fundi formannanna fimm sem hefjast átti klukkan 16 frestað til klukkan 17. 23. nóvember 2016 16:05 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
Hafa slitið stjórnarviðræðunum Katrín Jakobsdóttir ætlar að taka ákvörðun á morgun hvort hún skilar umboðinu til forsetans. 23. nóvember 2016 17:41
Benedikt og Birgitta hikandi þegar talið barst að stjórnarmyndunarumboði Staðan mjög snúin segir Benedikt en Birgitta segir að svo virðist sem flokkanir geti ekki unnið saman alla leið og þá þurfi mögulega að gera eitthvað öðruvísi. 23. nóvember 2016 18:47
Píratar um viðræðuslitin: „Mikil vonbrigði að ekki hafi orðið af þessu sögulega tækifæri“ Segja að engin stefnumál Pírata hafi staðið í vegi fyrir stjórnarmyndun. 23. nóvember 2016 18:00
Katrín og Benedikt funduðu undir fjögur augu Fundi formannanna fimm sem hefjast átti klukkan 16 frestað til klukkan 17. 23. nóvember 2016 16:05