Deila með sér hollustunni Elín Albertsdóttir skrifar 30. nóvember 2016 15:00 Það er ekki amalegt að setjast niður í miðjum jólaönnum og gæða sér á heimagerðu hollustunammi. Þarna eru þær Stefanía, Vera og Karítas hjá iglo+indi í kaffipásu. MYNDIR/ANTON BRINK Jólastemningin er ekki bara á heimilum. Hún teygir sig inn á vinnustaði þar sem starfsfólk skreytir og kemur með góðgæti að heiman. Á skrifstofu iglo+indi starfa sjö konur sem allar eru hrifnar af hollu sætmeti og kæta gjarnan vinnufélagana fyrir jólin með bakkelsi að heiman. Stefanía Sigurðardóttir segir að svo skemmtilega vilji til að allar konurnar á skrifstofunni aðhyllist hollt og gott mataræði. „Þetta er annasamur tími hjá okkur. Í miðjum önnum reynum við að setjast niður í kaffi og þá kemur ein með eitthvert gott meðlæti. Við erum með góða aðstöðu til að setjast niður og það er frábært að geta deilt uppskriftum. Við erum allar á heilsulínunni og það er ekkert auðvelt að finna uppskriftir með hollustunammi. Við reynum að finna upp eitthvað sem krökkum finnst gott þar sem við erum flestar með börn. Þetta er yndislegur tími og um að gera að njóta aðventunnar,“ segir Stefanía en auk hennar gefa uppskriftir Karítas Diðriksdóttir og Vera Víðisdóttir.Vegan jóla-bark með saltkaramellu, hnetusmjöri og súkkulaði.Vegan jóla-Bark með saltkaramellu, hnetusmjöri og súkkulaði Betra og hollara en Snickers og geggjað með kaffinu – krakkarnir elska þetta . Tekur um 40-50 mín.Karamellulag 1½ bolli steinhreinsaðar og klístraðar döðlur (nota döðlur í poka frá Himnesku) 2 msk. Whole earth hnetusmjör (bæði gott að vera crunchy og smooth), má líka vera eitthvað annað en reyna að velja lífrænt og hreint. ½ tsk. vanilluextrakt dropar (hreinir og lífrænir – gott líka að nota vanillukorn) ¼ tsk. fínmalað sjávarsalt (eða Himalajasalt)Hnetusmjörslag ¼ bolli Whole earth hnetusmjör 1½ msk. kókosolía (má líka nota íslenskt smjör en þá er nammið ekki lengur vegan) ½ msk. hreint hlynsíróp (maple syrup) 1/8 tsk. fínmalað sjávarsalt (eða Himalajasalt)Súkkulaðilag ¾ bollar lífrænt súkkulaði – 70%-80% - skorið í bita (fyrir krakkana er kannski betra að nota suðusúkkulaði eða 50-60% súkkulaði) 1 tsk. kókosolía (má líka vera íslenskt smjör en þá er nammið ekki lengur vegan) 1/3 bolli ristaðar og létt saltaðar hnetur, skornar í stóra bita. Best að nota salthnetur en til að gera uppskriftina hollari er sniðugt að léttrista pekanhnetur, pistasíuhnetur eða kasjúhnetur og dreifa góðu sjávarsalti létt yfir súkkulaðið. Svo er hægt að láta hugmyndaflugið ráða og skreyta með gojiberjum, trönuberjum, kókosflögum eða öðru ljúfmeti.Karamellulag – aðferð Nota ca 20x20 cm kassalaga kökuform eða kringlótt kökuform, 25 cm í þvermál, smjörpappír ofan í. Setjið döðlurnar í matvinnsluvél og maukið þar til áferðin er nokkuð mjúk. Döðlur eiga það til að safnast saman í kúlu svo best er að nota pulse stillinguna og stoppa inn á milli – markmiðið er að búa til mjúka döðlu-karamellu. Þetta maukast í um 5-6 mín. Bætið við hnetusmjöri, vanillu og sjávarsalti og maukið saman í um 30-60 sek. í viðbót eða þar til komin er mjúk karamelluáferð. Settu allt í kökuformið og notaðu hendurnar eða sleif til að ýta „karamellunni“ í jafnt lag út í allt formið. Það getur tekið smá tíma að dreifa þessu jafnt í allt formið en ekki gefast upp. Ef blandan festist við hendurnar er best að bleyta hendurnar. Setjið í frystinn í um 10 mín.Hnetusmjörslag – aðferð Á meðan blandarðu saman hnetusmjörinu, kókosolíunni og hreinu hlynsírópi yfir vatnsbaði þar til blandan er mjúk og glansandi. Svo hellirðu þessari blöndu yfir karamellulagið með því að velta kökuforminu fram og til baka til að jafna lagið yfir. Settu aftur í frystinn í um 15 mín. eða þar til hnetusmjörslagið er alveg frosið.Súkkulaðilag – aðferð Á meðan bræðirðu súkkulaðið og kókosolíuna yfir vatnsbaði á lágum hita þar til súkkulaðið er mjúkt og glansandi – hræra í reglulega. Helltu bræddu súkkulaðinu yfir hnetusmjörslagið og færðu kökuformið fram og til baka svo yfirborðið verði jafnt. Dreifðu hnetunum yfir og frystu aftur í um 15 mín. eða þar til súkkulaðið er alveg frosið. Hafa þarf hraðar hendur í þessu skrefi. Skerðu í hæfilega ferhyrninga eða þríhyrninga og geymdu í loftþéttu íláti í frystinum eða ísskápnum.Kryddbrauð Veru.Kryddbrauð – Vera 3 dl hveitikím 3 dl haframjöl 2 tsk. kanill 2 tsk. negull 1½ tsk. matarsódi 1½ tsk. engifer 2 tsk. kakó 1 dl agavesíróp 3 dl möndlumjólk (má notað aðra tegund af mjólk) Blandið öllu saman í skál (deigið er vel blautt) og bakað við 175°C í 40 mín. Einnig er gott að strá möndluflögum yfir brauðið áður en það fer inn í ofn.Kókoskúlur Karítasar.Kókoskúlur – Karítas 12 mjúkar döðlur 50 g pekanhnetur 1 tsk. kókosolía 1 msk. kakó 2 msk. kókosmjöl Smá sjávarsalt + kókosmjöl 1. Steinhreinsið mjúku döðlurnar. 2. Ristið pekanhnetur stutt upp úr kókosolíunni. 3. Setjið öll hráefni í matvinnsluvél og maukið. 4. Búið til litlar kúlur og veltið upp úr kókosmjöli. Gott er að geyma í kæli eða frysti. Jól Jólamatur Mest lesið Teymi styrkir Neistann Jól Kerti seldust vel Jól Jólaís Auðar Jólin Átjánda piparkökuhúsakeppni Kötlu Jól Stílhreint og ilmandi jólaborð Jól Smáréttir sem gleðja bragðlaukana Jól Svona gerirðu graflax Jól Hljómsveitin gafst upp Jólin Þá nýfæddur Jesús í jötunni lá Jól Uppruni jólasiðanna Jól
Jólastemningin er ekki bara á heimilum. Hún teygir sig inn á vinnustaði þar sem starfsfólk skreytir og kemur með góðgæti að heiman. Á skrifstofu iglo+indi starfa sjö konur sem allar eru hrifnar af hollu sætmeti og kæta gjarnan vinnufélagana fyrir jólin með bakkelsi að heiman. Stefanía Sigurðardóttir segir að svo skemmtilega vilji til að allar konurnar á skrifstofunni aðhyllist hollt og gott mataræði. „Þetta er annasamur tími hjá okkur. Í miðjum önnum reynum við að setjast niður í kaffi og þá kemur ein með eitthvert gott meðlæti. Við erum með góða aðstöðu til að setjast niður og það er frábært að geta deilt uppskriftum. Við erum allar á heilsulínunni og það er ekkert auðvelt að finna uppskriftir með hollustunammi. Við reynum að finna upp eitthvað sem krökkum finnst gott þar sem við erum flestar með börn. Þetta er yndislegur tími og um að gera að njóta aðventunnar,“ segir Stefanía en auk hennar gefa uppskriftir Karítas Diðriksdóttir og Vera Víðisdóttir.Vegan jóla-bark með saltkaramellu, hnetusmjöri og súkkulaði.Vegan jóla-Bark með saltkaramellu, hnetusmjöri og súkkulaði Betra og hollara en Snickers og geggjað með kaffinu – krakkarnir elska þetta . Tekur um 40-50 mín.Karamellulag 1½ bolli steinhreinsaðar og klístraðar döðlur (nota döðlur í poka frá Himnesku) 2 msk. Whole earth hnetusmjör (bæði gott að vera crunchy og smooth), má líka vera eitthvað annað en reyna að velja lífrænt og hreint. ½ tsk. vanilluextrakt dropar (hreinir og lífrænir – gott líka að nota vanillukorn) ¼ tsk. fínmalað sjávarsalt (eða Himalajasalt)Hnetusmjörslag ¼ bolli Whole earth hnetusmjör 1½ msk. kókosolía (má líka nota íslenskt smjör en þá er nammið ekki lengur vegan) ½ msk. hreint hlynsíróp (maple syrup) 1/8 tsk. fínmalað sjávarsalt (eða Himalajasalt)Súkkulaðilag ¾ bollar lífrænt súkkulaði – 70%-80% - skorið í bita (fyrir krakkana er kannski betra að nota suðusúkkulaði eða 50-60% súkkulaði) 1 tsk. kókosolía (má líka vera íslenskt smjör en þá er nammið ekki lengur vegan) 1/3 bolli ristaðar og létt saltaðar hnetur, skornar í stóra bita. Best að nota salthnetur en til að gera uppskriftina hollari er sniðugt að léttrista pekanhnetur, pistasíuhnetur eða kasjúhnetur og dreifa góðu sjávarsalti létt yfir súkkulaðið. Svo er hægt að láta hugmyndaflugið ráða og skreyta með gojiberjum, trönuberjum, kókosflögum eða öðru ljúfmeti.Karamellulag – aðferð Nota ca 20x20 cm kassalaga kökuform eða kringlótt kökuform, 25 cm í þvermál, smjörpappír ofan í. Setjið döðlurnar í matvinnsluvél og maukið þar til áferðin er nokkuð mjúk. Döðlur eiga það til að safnast saman í kúlu svo best er að nota pulse stillinguna og stoppa inn á milli – markmiðið er að búa til mjúka döðlu-karamellu. Þetta maukast í um 5-6 mín. Bætið við hnetusmjöri, vanillu og sjávarsalti og maukið saman í um 30-60 sek. í viðbót eða þar til komin er mjúk karamelluáferð. Settu allt í kökuformið og notaðu hendurnar eða sleif til að ýta „karamellunni“ í jafnt lag út í allt formið. Það getur tekið smá tíma að dreifa þessu jafnt í allt formið en ekki gefast upp. Ef blandan festist við hendurnar er best að bleyta hendurnar. Setjið í frystinn í um 10 mín.Hnetusmjörslag – aðferð Á meðan blandarðu saman hnetusmjörinu, kókosolíunni og hreinu hlynsírópi yfir vatnsbaði þar til blandan er mjúk og glansandi. Svo hellirðu þessari blöndu yfir karamellulagið með því að velta kökuforminu fram og til baka til að jafna lagið yfir. Settu aftur í frystinn í um 15 mín. eða þar til hnetusmjörslagið er alveg frosið.Súkkulaðilag – aðferð Á meðan bræðirðu súkkulaðið og kókosolíuna yfir vatnsbaði á lágum hita þar til súkkulaðið er mjúkt og glansandi – hræra í reglulega. Helltu bræddu súkkulaðinu yfir hnetusmjörslagið og færðu kökuformið fram og til baka svo yfirborðið verði jafnt. Dreifðu hnetunum yfir og frystu aftur í um 15 mín. eða þar til súkkulaðið er alveg frosið. Hafa þarf hraðar hendur í þessu skrefi. Skerðu í hæfilega ferhyrninga eða þríhyrninga og geymdu í loftþéttu íláti í frystinum eða ísskápnum.Kryddbrauð Veru.Kryddbrauð – Vera 3 dl hveitikím 3 dl haframjöl 2 tsk. kanill 2 tsk. negull 1½ tsk. matarsódi 1½ tsk. engifer 2 tsk. kakó 1 dl agavesíróp 3 dl möndlumjólk (má notað aðra tegund af mjólk) Blandið öllu saman í skál (deigið er vel blautt) og bakað við 175°C í 40 mín. Einnig er gott að strá möndluflögum yfir brauðið áður en það fer inn í ofn.Kókoskúlur Karítasar.Kókoskúlur – Karítas 12 mjúkar döðlur 50 g pekanhnetur 1 tsk. kókosolía 1 msk. kakó 2 msk. kókosmjöl Smá sjávarsalt + kókosmjöl 1. Steinhreinsið mjúku döðlurnar. 2. Ristið pekanhnetur stutt upp úr kókosolíunni. 3. Setjið öll hráefni í matvinnsluvél og maukið. 4. Búið til litlar kúlur og veltið upp úr kókosmjöli. Gott er að geyma í kæli eða frysti.
Jól Jólamatur Mest lesið Teymi styrkir Neistann Jól Kerti seldust vel Jól Jólaís Auðar Jólin Átjánda piparkökuhúsakeppni Kötlu Jól Stílhreint og ilmandi jólaborð Jól Smáréttir sem gleðja bragðlaukana Jól Svona gerirðu graflax Jól Hljómsveitin gafst upp Jólin Þá nýfæddur Jesús í jötunni lá Jól Uppruni jólasiðanna Jól