Benedikt um boð Bjarna um BCD stjórn: „Það freistaði ekki“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. nóvember 2016 08:45 Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar Vísir/Ernir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar, segir það ekki hafa freistað sín að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Bjarni hafði samband við Benedikt í hádeginu síðastliðinn mánudag og bar tilboðið undir hann. Hann segir það hafa legið í orðum Bjarna að hann væri einungis að bjóða Viðreisn að ganga í samstarf, en ekki Bjartri framtíð sem Viðreisn hefur verið í bandalagi með í stjórnarmyndunarviðræðum. Mbl.is greindi fyrst frá. „Við vorum í annars konar spjalli við Sjálfstæðisflokkinn á þeim tíma og náttúrulega vel þekkt að við höfum verið í bandalagi við Bjarta framtíð,“ segir Benedikt í samtali við Vísi. Daginn áður höfðu Benedikt og Bjarni fundað ásamt Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar, um mögulegt samstarf flokkanna þriggja. Benedikt segir það ekki hafa freistað að ganga úr bandalaginu við Bjarta framtíð til að taka þátt í ríkisstjórn með sitjandi ríkisstjórnarflokkum. „Það freistaði ekki, enda væri það mjög úr karakter að vera í einum viðræðum og fara svo að samþykkja þátttöku í allt öðru mynstri.“ Hann segist enn standa við það að Viðreisn fari ekki í samstarf með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum.Sjá einnig: Katrín: Könnum málefnanlegan grundvöll samstarfs við SjálfstæðisflokkinnBenedikt segir jafnframt að flokkurinn muni halda í bandalag sitt við Bjarta framtíð. Hann slær þó ekki út af borðinu að Viðreisn og Björt framtíð ræði við Sjálfstæðisflokk og Vinstri græn, en Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Bjarni Benediktsson funduðu í gær um mögulegt samstarf flokkanna tveggja. „Við höfum sagt það að við munum halda þessu bandalagi við Bjarta framtíð. Svo þarf náttúrulega alltaf að fara yfir á hvaða forsendum það er. En við værum alveg til í að spjalla við þau.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Líkur á samstarfi aukast Formenn flokkanna ræddust við í gær og þykir ekki ólíklegt að þeir hefji aftur formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 27. nóvember 2016 14:43 Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur hefja stjórnarmyndunarviðræður Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, munu funda í dag um mögulegt samstarf flokkanna. 29. nóvember 2016 11:16 Katrín: Könnum málefnanlegan grundvöll samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn Katrín Jakobsdóttir er ekki stressuð yfir því að ekki hafi verið mynduð ríkisstjórn, rúmum mánuði eftir kosningar. 29. nóvember 2016 13:18 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Sjá meira
Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar, segir það ekki hafa freistað sín að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Bjarni hafði samband við Benedikt í hádeginu síðastliðinn mánudag og bar tilboðið undir hann. Hann segir það hafa legið í orðum Bjarna að hann væri einungis að bjóða Viðreisn að ganga í samstarf, en ekki Bjartri framtíð sem Viðreisn hefur verið í bandalagi með í stjórnarmyndunarviðræðum. Mbl.is greindi fyrst frá. „Við vorum í annars konar spjalli við Sjálfstæðisflokkinn á þeim tíma og náttúrulega vel þekkt að við höfum verið í bandalagi við Bjarta framtíð,“ segir Benedikt í samtali við Vísi. Daginn áður höfðu Benedikt og Bjarni fundað ásamt Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar, um mögulegt samstarf flokkanna þriggja. Benedikt segir það ekki hafa freistað að ganga úr bandalaginu við Bjarta framtíð til að taka þátt í ríkisstjórn með sitjandi ríkisstjórnarflokkum. „Það freistaði ekki, enda væri það mjög úr karakter að vera í einum viðræðum og fara svo að samþykkja þátttöku í allt öðru mynstri.“ Hann segist enn standa við það að Viðreisn fari ekki í samstarf með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum.Sjá einnig: Katrín: Könnum málefnanlegan grundvöll samstarfs við SjálfstæðisflokkinnBenedikt segir jafnframt að flokkurinn muni halda í bandalag sitt við Bjarta framtíð. Hann slær þó ekki út af borðinu að Viðreisn og Björt framtíð ræði við Sjálfstæðisflokk og Vinstri græn, en Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Bjarni Benediktsson funduðu í gær um mögulegt samstarf flokkanna tveggja. „Við höfum sagt það að við munum halda þessu bandalagi við Bjarta framtíð. Svo þarf náttúrulega alltaf að fara yfir á hvaða forsendum það er. En við værum alveg til í að spjalla við þau.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Líkur á samstarfi aukast Formenn flokkanna ræddust við í gær og þykir ekki ólíklegt að þeir hefji aftur formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 27. nóvember 2016 14:43 Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur hefja stjórnarmyndunarviðræður Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, munu funda í dag um mögulegt samstarf flokkanna. 29. nóvember 2016 11:16 Katrín: Könnum málefnanlegan grundvöll samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn Katrín Jakobsdóttir er ekki stressuð yfir því að ekki hafi verið mynduð ríkisstjórn, rúmum mánuði eftir kosningar. 29. nóvember 2016 13:18 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Sjá meira
Líkur á samstarfi aukast Formenn flokkanna ræddust við í gær og þykir ekki ólíklegt að þeir hefji aftur formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 27. nóvember 2016 14:43
Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur hefja stjórnarmyndunarviðræður Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, munu funda í dag um mögulegt samstarf flokkanna. 29. nóvember 2016 11:16
Katrín: Könnum málefnanlegan grundvöll samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn Katrín Jakobsdóttir er ekki stressuð yfir því að ekki hafi verið mynduð ríkisstjórn, rúmum mánuði eftir kosningar. 29. nóvember 2016 13:18