Framsókn verði að taka til heima hjá sér vilji hún vera með Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. desember 2016 11:53 Logi Már segir Framsókn verða að finna lausn á Sigurðar-Sigmundar málinu. Vísir Framsókn getur engum öðrum um kennt nema sjálfum sér að hafa ekki verið boðið til stjórnarmyndunarviðræðna. Flokkurinn þurfi að líta inn á við og leysa deilurnar í eign röðum áður en að hann getur gert sér vonir um að verða kallaður að borðinu. Þetta segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, en hann var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í morgun. Tilraunir til stjórnarmyndunar hafa nú staðið yfir í rúman mánuð og var Logi spurður hvers vegna Framsóknarflokkurinn væri einn 7 flokka sem ekki hefði verið boðaður til formlegra viðræðna. Hann er ekki þeirrar skoðunar að einhvers konar almenn samstaða ríki um það að halda Framsókn frá, þvert á móti sé það Framsóknarflokkurinn sjálfur sem heldur sér frá viðræðunum.Framsókn verði að taka til heima hjá sér Það geri hann með því að taka ekki „þessa nauðsynlegu umræðu inn á við“ sem Framsókn verði að gera ætli hún sér að leysa úr deilunum og vandamálunum sem þrífast innan flokksins. Vísar hann þar til stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknar, sem tapaði í formannskjöri flokksins í haust fyrir núverandi formanni, forsætisráðherranum Sigurði Inga Jóhannssyni. „Um leið og þeir klára það þá held ég að teppið rúlli út fyrir þá,“ segir Logi. Hann hafi unnið með „vænum og góðum“ Framsóknarmönnum á Akureyri sem bæði getur hallað sér til vinstri og hægri eftir þörfum. „Framsóknarflokkurinn auðvitað bara góður, gegn og öflugur flokkur en hann þarf bara að taka aðeins til heima hjá sér,“ segir Logi. Framsókn þurfi að hugsa klínískt. Sigurður og Sigmundur séu stórir og litríkir einstaklingar - „og þegar svoleiðs fólk tekst á þá náttúrulega gengur mikið á.“ Því væri það best fyrir flokkinn að klára málið og „rífa plásturinn snöggt,“ að mati Loga. „Ég held að þeir ættu að íhuga það.“ Spjall þeirra Loga og Kristjáns Kristjánssonar má heyra með því að smella hér. Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir „Getum tapað landinu á örfáum árum“ Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Sjá meira
Framsókn getur engum öðrum um kennt nema sjálfum sér að hafa ekki verið boðið til stjórnarmyndunarviðræðna. Flokkurinn þurfi að líta inn á við og leysa deilurnar í eign röðum áður en að hann getur gert sér vonir um að verða kallaður að borðinu. Þetta segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, en hann var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í morgun. Tilraunir til stjórnarmyndunar hafa nú staðið yfir í rúman mánuð og var Logi spurður hvers vegna Framsóknarflokkurinn væri einn 7 flokka sem ekki hefði verið boðaður til formlegra viðræðna. Hann er ekki þeirrar skoðunar að einhvers konar almenn samstaða ríki um það að halda Framsókn frá, þvert á móti sé það Framsóknarflokkurinn sjálfur sem heldur sér frá viðræðunum.Framsókn verði að taka til heima hjá sér Það geri hann með því að taka ekki „þessa nauðsynlegu umræðu inn á við“ sem Framsókn verði að gera ætli hún sér að leysa úr deilunum og vandamálunum sem þrífast innan flokksins. Vísar hann þar til stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknar, sem tapaði í formannskjöri flokksins í haust fyrir núverandi formanni, forsætisráðherranum Sigurði Inga Jóhannssyni. „Um leið og þeir klára það þá held ég að teppið rúlli út fyrir þá,“ segir Logi. Hann hafi unnið með „vænum og góðum“ Framsóknarmönnum á Akureyri sem bæði getur hallað sér til vinstri og hægri eftir þörfum. „Framsóknarflokkurinn auðvitað bara góður, gegn og öflugur flokkur en hann þarf bara að taka aðeins til heima hjá sér,“ segir Logi. Framsókn þurfi að hugsa klínískt. Sigurður og Sigmundur séu stórir og litríkir einstaklingar - „og þegar svoleiðs fólk tekst á þá náttúrulega gengur mikið á.“ Því væri það best fyrir flokkinn að klára málið og „rífa plásturinn snöggt,“ að mati Loga. „Ég held að þeir ættu að íhuga það.“ Spjall þeirra Loga og Kristjáns Kristjánssonar má heyra með því að smella hér.
Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir „Getum tapað landinu á örfáum árum“ Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Sjá meira