Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Þór Þ. 74-72 | Lífsnauðsynlegur sigur Breiðhyltinga Kristinn Páll Teitsson í Hertz-hellinum skrifar 1. desember 2016 22:30 Sveinbjörn Claessen setti niður gríðarlega mikilvægan þrist undir lokin. vísir/ernir Taugar ÍR-inga reyndust sterkari á lokakaflanum í spennandi 74-72 sigri Breiðhyltinga á Þór Þorlákshöfn í Hertz-hellinum í kvöld. Eftir að hafa haft undirtökin framan af var það Sveinbjörn Claessen sem innsiglaði sigurinn fyrir ÍR á lokamínútunum. Var þetta fyrsti sigur liðsins í rúmlega mánuð en með sigrinum kemst ÍR upp að hlið Keflavíkur sem leikur gegn KR á morgun. Að sama skapi hafa Þórsarar nú leikið fimm leiki í röð í deildinni án sigurs. Breiðhyltingar voru einfaldlega grimmari í fyrri hálfleik og voru skrefinu á undan allt frá fyrstu mínútu. Voru þeir mættir fyrr til að hirða fráköstin og börðust um hvern bolta sem leiddi til tíu stiga forskots í hálfleik 43-33. Í þriðja leikhluta mættu gestirnir úr Þorlákshöfn ákafari til leiks og byrjuðu að saxa á forskot ÍR-inga. Var varnarleikur Þórsara mun betri og héldu þeir ÍR í tólf stigum, þar af sex mínútum án þess að setja niður stig og fór munurinn niður í eitt stig fyrir lokaleikhlutann. Liðin skiptust á stigum allan fjórða leikhluta og um leið forystunni en á lokamínútum leiksins voru það Breiðhyltingar með Sveinbjörn í fremstan flokki sem voru sterkari og náðu að landa sigrinum.ÍR-Þór Þ. 74-72 (20-16, 23-17, 12-21, 19-18)ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 20/4 fráköst, Quincy Hankins-Cole 14/13 fráköst, Sveinbjörn Claessen 13/5 fráköst, Trausti Eiríksson 8, Matthew Hunter 6/11 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 4, Sæþór Elmar Kristjánsson 4, Kristinn Marinósson 3, Hjalti Friðriksson 2/7 fráköst.Þór Þ.: Maciej Stanislav Baginski 22/6 fráköst, Emil Karel Einarsson 18, Tobin Carberry 18/9 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 6, Ólafur Helgi Jónsson 4/3 varin skot, Davíð Arnar Ágústsson 2/5 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 2.Af hverju vann ÍR? Þórsarar komust í raun aldrei á flug í kvöld fyrir utan þriðja leikhluta en sóknarleikur liðsins varð flatur á lokamínútum leiksins og hefði einfaldlega verið ósanngjarnt ef þriggja stiga karfa Maciej Baginski hefði ratað ofaní þegar lokaflautið gall. ÍR sýndi meiri ákafa sem sést bersýnilega í frákastatölunum þar sem ÍR hafði betur 48-32 en trekk í trekk fengu Breiðhyltingar annað, jafnvel þriðja skotfærið í sömu sókninni. Svo þegar leikurinn var undir þá steig reynsluboltinn upp og setti niður stórar körfur sem reyndust að lokum ráða úrslitunum en það verður að hrósa framlagi Matthew Hunter á lokamínútunum þrátt fyrir að eiga erfitt uppdráttar fram að því.Bestu menn vallarins. Quincy Hankins-Cole var sprækur fyrstu þrjá leikhlutana í liði ÍR en hann fór af velli í upphafi fjórða leikhluta með fimm villur. Var hann með fjórtán stig og þrettán fráköst en hann verður að gæta sín betur þegar kemur að villunum. Matthías Orri Sigurðarson var atkvæðamestur í liði ÍR með 20 stig en hann fór á kostum í fyrri hálfleik með sautján stig. Þá kom Hjalti Friðriksson öflugur inn af bekknum með sjö fráköst. Í liði Þórsara var Maciej stigahæstur með tuttugu stig og fékk tækifæri til að vinna leikinn en Emil Karel Einarson kom af krafti inn af bekknum með átján stig.Tölfræði sem vakti athygli Borce Ilievski, þjálfari ÍR, talaði um það fyrir leik í viðtölum að Þórsarar væru með lágvaxið lið og var dagskipulagið skýrt. Breiðhyltingar voru ákafir að eltast við fráköst, sérstaklega í sóknarleiknum sem skilaði sér í sautján sóknarfráköstum. Matthew Hunter sem kom inn af bekknum fékk aðeins fimmtán mínútur í leiknum í kvöld og hitti illa en náði þrátt fyrir það að taka ellefu fráköst á stuttum tíma.Hvað gekk illa ? Varnarleikurinn og hugarfar Þórsara var ekki nægilega gott lengst af í leiknum en á meðan ÍR-ingar virtust vera fullkomlega einbeittir á verkefnið var vottur af kæruleysi í spilamennsku gestanna. Að sama skapi fengu þeir ef litið er framhjá framlagi Emils lítið sem ekkert frá varamönnunum sem léku í kvöld, aðeins fjögur stig sem hjálpaði ekki liðinu við að eltast við ÍR. Borce: Geymum Sveinbjörn fyrir stóru körfurnar„Það er ótrúlegur léttir að hafa náð þessum sigri og ég vill hrósa strákunum fyrir að halda áfram og stíga upp undir lokin,“ sagði Borce Ilievski, þjálfari ÍR, léttur í lund að leikslokum. „Ég sagði strákunum að einblína ekki á taktíkina fyrir leikinn, ég sagði þeim að einblína á að spila með hjartanu og gefa sitt allra besta inn á vellinum. Vonandi verður þetta vindur í seglin okkar og við getum byggt á þessu til framtíðarinnar.“ ÍR missti Quincy af velli í upphafi fjórða leikhluta með fimm villur en Matthew Hunter var drjúgur á lokamínútunum. „Mér fannst ótrúlegt hversu mikið var brotið á Quincy án þess að neitt væri dæmt en ég vill ekki blanda dómurum inn í þetta. Við lentum í áfalli þegar Quincy fór af velli en Matthew sem var ekki búinn að spila vel var mikilvægur á lokamínútunum.“ Borce tók Sveinbjörn af velli með fjórar villur í þriðja leikhluta en hann hrósaði fyrirliðanum fyrir framlag hans á lokasprettinum. „Við geymdum hann fyrir stóru körfurnar,“ sagði Borce með bros á vör og hélt áfram: „Ég heyrði í honum fyrr í dag og hann róaði mig niður og sagðist mér ekki að hafa áhyggjur.“ Einar Árni: Nálgunin okkar í fyrri hálfleik einfaldlega viðbjóður„Það er einn stór hluti af vandanum, við vorum mjög veikir fyrir í fyrri hálfleik og verðskuldum í raun ekkert úr þessum leik,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, aðspurður út í andleysi leikmanna hans í fyrri hálfleik í leiknum í kvöld. „Það er alltaf gömul klisja að þetta sé 40. mínútna leikur en það var fáránlegt hvernig við mættum hungruðum ÍR-ingum í fyrri hálfleik, baráttan og viljinn var þeirra megin.“ Þrátt fyrir allt saman fengu Þórsarar skot til að sigra leikinn sem hefði ekki verið verðskuldað að mati Einars. „Við náum að rífa okkur upp í þriðja en föllum aftur niður strax í næsta leikhluta sem var í takt við það sem við buðum upp á í fyrri hálfleik. Hefði skotið dottið þegar við fengum möguleikann á að stela þessu undir lokin hefði ég staðið hérna og sagt þetta verið ósanngjarn sigur,“ sagði Einar og hélt áfram: „Nálgunin okkar í fyrri hálfleik er einfaldlega viðbjóður og til skammar. Það var ótrúlega mikill kæruleysisbragur á okkur og kjarkleysi og þú vinnur ekki marga leiki þannig. Við náðum að klóra okkur aftur inn í leikinn en þegar ég lít til baka fengum við falleinkunn á prófinu.“ Sveinbjörn: Þarf að gæta mín betur því ég hata að vera á bekknum„Það er mikill léttir að ná þessum sigri, sérstaklega þegar það er langt síðan við unnum síðasta leik. Stigin voru fín en það eina sem skipti máli var að vinna,“ sagði Sveinbjörn Claessen, aðspurður út í framlag sitt á lokamínútunum í kvöld. „Við vorum vel undirbúnir, við breyttum aðeins undirbúningnum fyrir leikinn og það skilaði sér í kvöld. Það komu allir einbeittir til leiks. Við hleypum andstæðingnum aftur inn í leikinn í þriðja leikhluta en við getum vonandi lært af þessu og komið í veg fyrir þetta næst.“ Sveinbjörn var tekinn af velli í þriðja leikhluta með fjórar villur en honum leið ekki vel á bekknum. „Algjör vitleysa, ég hata að vera á bekknum hvort sem um ræðir fyrsta, annan, þriðja, fjórða leikhluta eða í framlengingunni. Ég verð að gera betur og að safna ekki þessum villum,“ sagði Sveinbjörn sem var lítið að velta sér upp úr eigin framlagi. „Sigur er sigur og það er það sem skiptir máli, ég horfi ekki á einstaklingsframmistöður heldur það að við unnum leikinn eftir smá eyðumerkurgöngu. Næsti leikur er gegn Njarðvík hérna heima og við spilum vonandi bara betri körfubolta þar.“ Dominos-deild karla Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira
Taugar ÍR-inga reyndust sterkari á lokakaflanum í spennandi 74-72 sigri Breiðhyltinga á Þór Þorlákshöfn í Hertz-hellinum í kvöld. Eftir að hafa haft undirtökin framan af var það Sveinbjörn Claessen sem innsiglaði sigurinn fyrir ÍR á lokamínútunum. Var þetta fyrsti sigur liðsins í rúmlega mánuð en með sigrinum kemst ÍR upp að hlið Keflavíkur sem leikur gegn KR á morgun. Að sama skapi hafa Þórsarar nú leikið fimm leiki í röð í deildinni án sigurs. Breiðhyltingar voru einfaldlega grimmari í fyrri hálfleik og voru skrefinu á undan allt frá fyrstu mínútu. Voru þeir mættir fyrr til að hirða fráköstin og börðust um hvern bolta sem leiddi til tíu stiga forskots í hálfleik 43-33. Í þriðja leikhluta mættu gestirnir úr Þorlákshöfn ákafari til leiks og byrjuðu að saxa á forskot ÍR-inga. Var varnarleikur Þórsara mun betri og héldu þeir ÍR í tólf stigum, þar af sex mínútum án þess að setja niður stig og fór munurinn niður í eitt stig fyrir lokaleikhlutann. Liðin skiptust á stigum allan fjórða leikhluta og um leið forystunni en á lokamínútum leiksins voru það Breiðhyltingar með Sveinbjörn í fremstan flokki sem voru sterkari og náðu að landa sigrinum.ÍR-Þór Þ. 74-72 (20-16, 23-17, 12-21, 19-18)ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 20/4 fráköst, Quincy Hankins-Cole 14/13 fráköst, Sveinbjörn Claessen 13/5 fráköst, Trausti Eiríksson 8, Matthew Hunter 6/11 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 4, Sæþór Elmar Kristjánsson 4, Kristinn Marinósson 3, Hjalti Friðriksson 2/7 fráköst.Þór Þ.: Maciej Stanislav Baginski 22/6 fráköst, Emil Karel Einarsson 18, Tobin Carberry 18/9 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 6, Ólafur Helgi Jónsson 4/3 varin skot, Davíð Arnar Ágústsson 2/5 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 2.Af hverju vann ÍR? Þórsarar komust í raun aldrei á flug í kvöld fyrir utan þriðja leikhluta en sóknarleikur liðsins varð flatur á lokamínútum leiksins og hefði einfaldlega verið ósanngjarnt ef þriggja stiga karfa Maciej Baginski hefði ratað ofaní þegar lokaflautið gall. ÍR sýndi meiri ákafa sem sést bersýnilega í frákastatölunum þar sem ÍR hafði betur 48-32 en trekk í trekk fengu Breiðhyltingar annað, jafnvel þriðja skotfærið í sömu sókninni. Svo þegar leikurinn var undir þá steig reynsluboltinn upp og setti niður stórar körfur sem reyndust að lokum ráða úrslitunum en það verður að hrósa framlagi Matthew Hunter á lokamínútunum þrátt fyrir að eiga erfitt uppdráttar fram að því.Bestu menn vallarins. Quincy Hankins-Cole var sprækur fyrstu þrjá leikhlutana í liði ÍR en hann fór af velli í upphafi fjórða leikhluta með fimm villur. Var hann með fjórtán stig og þrettán fráköst en hann verður að gæta sín betur þegar kemur að villunum. Matthías Orri Sigurðarson var atkvæðamestur í liði ÍR með 20 stig en hann fór á kostum í fyrri hálfleik með sautján stig. Þá kom Hjalti Friðriksson öflugur inn af bekknum með sjö fráköst. Í liði Þórsara var Maciej stigahæstur með tuttugu stig og fékk tækifæri til að vinna leikinn en Emil Karel Einarson kom af krafti inn af bekknum með átján stig.Tölfræði sem vakti athygli Borce Ilievski, þjálfari ÍR, talaði um það fyrir leik í viðtölum að Þórsarar væru með lágvaxið lið og var dagskipulagið skýrt. Breiðhyltingar voru ákafir að eltast við fráköst, sérstaklega í sóknarleiknum sem skilaði sér í sautján sóknarfráköstum. Matthew Hunter sem kom inn af bekknum fékk aðeins fimmtán mínútur í leiknum í kvöld og hitti illa en náði þrátt fyrir það að taka ellefu fráköst á stuttum tíma.Hvað gekk illa ? Varnarleikurinn og hugarfar Þórsara var ekki nægilega gott lengst af í leiknum en á meðan ÍR-ingar virtust vera fullkomlega einbeittir á verkefnið var vottur af kæruleysi í spilamennsku gestanna. Að sama skapi fengu þeir ef litið er framhjá framlagi Emils lítið sem ekkert frá varamönnunum sem léku í kvöld, aðeins fjögur stig sem hjálpaði ekki liðinu við að eltast við ÍR. Borce: Geymum Sveinbjörn fyrir stóru körfurnar„Það er ótrúlegur léttir að hafa náð þessum sigri og ég vill hrósa strákunum fyrir að halda áfram og stíga upp undir lokin,“ sagði Borce Ilievski, þjálfari ÍR, léttur í lund að leikslokum. „Ég sagði strákunum að einblína ekki á taktíkina fyrir leikinn, ég sagði þeim að einblína á að spila með hjartanu og gefa sitt allra besta inn á vellinum. Vonandi verður þetta vindur í seglin okkar og við getum byggt á þessu til framtíðarinnar.“ ÍR missti Quincy af velli í upphafi fjórða leikhluta með fimm villur en Matthew Hunter var drjúgur á lokamínútunum. „Mér fannst ótrúlegt hversu mikið var brotið á Quincy án þess að neitt væri dæmt en ég vill ekki blanda dómurum inn í þetta. Við lentum í áfalli þegar Quincy fór af velli en Matthew sem var ekki búinn að spila vel var mikilvægur á lokamínútunum.“ Borce tók Sveinbjörn af velli með fjórar villur í þriðja leikhluta en hann hrósaði fyrirliðanum fyrir framlag hans á lokasprettinum. „Við geymdum hann fyrir stóru körfurnar,“ sagði Borce með bros á vör og hélt áfram: „Ég heyrði í honum fyrr í dag og hann róaði mig niður og sagðist mér ekki að hafa áhyggjur.“ Einar Árni: Nálgunin okkar í fyrri hálfleik einfaldlega viðbjóður„Það er einn stór hluti af vandanum, við vorum mjög veikir fyrir í fyrri hálfleik og verðskuldum í raun ekkert úr þessum leik,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, aðspurður út í andleysi leikmanna hans í fyrri hálfleik í leiknum í kvöld. „Það er alltaf gömul klisja að þetta sé 40. mínútna leikur en það var fáránlegt hvernig við mættum hungruðum ÍR-ingum í fyrri hálfleik, baráttan og viljinn var þeirra megin.“ Þrátt fyrir allt saman fengu Þórsarar skot til að sigra leikinn sem hefði ekki verið verðskuldað að mati Einars. „Við náum að rífa okkur upp í þriðja en föllum aftur niður strax í næsta leikhluta sem var í takt við það sem við buðum upp á í fyrri hálfleik. Hefði skotið dottið þegar við fengum möguleikann á að stela þessu undir lokin hefði ég staðið hérna og sagt þetta verið ósanngjarn sigur,“ sagði Einar og hélt áfram: „Nálgunin okkar í fyrri hálfleik er einfaldlega viðbjóður og til skammar. Það var ótrúlega mikill kæruleysisbragur á okkur og kjarkleysi og þú vinnur ekki marga leiki þannig. Við náðum að klóra okkur aftur inn í leikinn en þegar ég lít til baka fengum við falleinkunn á prófinu.“ Sveinbjörn: Þarf að gæta mín betur því ég hata að vera á bekknum„Það er mikill léttir að ná þessum sigri, sérstaklega þegar það er langt síðan við unnum síðasta leik. Stigin voru fín en það eina sem skipti máli var að vinna,“ sagði Sveinbjörn Claessen, aðspurður út í framlag sitt á lokamínútunum í kvöld. „Við vorum vel undirbúnir, við breyttum aðeins undirbúningnum fyrir leikinn og það skilaði sér í kvöld. Það komu allir einbeittir til leiks. Við hleypum andstæðingnum aftur inn í leikinn í þriðja leikhluta en við getum vonandi lært af þessu og komið í veg fyrir þetta næst.“ Sveinbjörn var tekinn af velli í þriðja leikhluta með fjórar villur en honum leið ekki vel á bekknum. „Algjör vitleysa, ég hata að vera á bekknum hvort sem um ræðir fyrsta, annan, þriðja, fjórða leikhluta eða í framlengingunni. Ég verð að gera betur og að safna ekki þessum villum,“ sagði Sveinbjörn sem var lítið að velta sér upp úr eigin framlagi. „Sigur er sigur og það er það sem skiptir máli, ég horfi ekki á einstaklingsframmistöður heldur það að við unnum leikinn eftir smá eyðumerkurgöngu. Næsti leikur er gegn Njarðvík hérna heima og við spilum vonandi bara betri körfubolta þar.“
Dominos-deild karla Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira