Staðan gæti breyst í vor Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. desember 2016 07:00 Niðurstöður könnunar á fylgi flokka benda til lítilla breytinga frá kosningum. Niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis bendir ekki til þess að miklar breytingar yrðu á Alþingi ef kosið væri í dag, einum og hálfum mánuði eftir að kosningar fóru fram. Niðurstöðurnar benda til þess að sjö flokkar myndu aftur fá kjörna fulltrúa á þing. Sjálfstæðisflokkurinn yrði stærsti flokkurinn, VG næststærsti og Píratar yrðu þriðji stærsti flokkurinn. Björt framtíð, Viðreisn og Framsóknarflokkurinn yrðu allir svipaðir að stærð. Þá benda niðurstöðurnar til þess að formannsskipti í Samfylkingunni hafi ekki haft mikil áhrif á fylgi flokksins. Hann er enn minnsti flokkurinn. Rúmlega einn og hálfur mánuður er liðinn frá kosningum, án þess að nokkuð útlit sé fyrir að ný stjórn líti dagsins ljós á næstunni. Forystumenn nokkurra stjórnmálaflokka eru því farnir að ræða möguleikann á því að kjósa aftur. En spyrja má, miðað við niðurstöður könnunarinnar, hvort nýjar kosningar myndu breyta stöðunni á Alþingi á þann veg að auðveldara væri að mynda ríkisstjórn.Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.VÍSIR/SKJÁSKOTEiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, telur að staðan gæti breyst ef boðað yrði til nýrra kosninga í vor. „Þótt fylgið hafi ekki farið mikið á hreyfingu á þessum dögum sem liðnir eru frá kosningum þá myndi ég gera ráð fyrir að kosningar næsta vor gætu skilað niðurstöðu sem væri töluvert frábrugðin því sem mælist í dag. Og þá færi það töluvert eftir því hvernig þessir flokkar spila úr þeirri stöðu sem uppi er núna,“ segir hann. Enn sé ekki komin nægjanleg reynsla á það. Eiríkur Bergmann segir stöðu Sjálfstæðisflokksins í þessari könnun vera mjög sterka. „Ég myndi halda að langvarandi stjórnarkreppa sem myndi leiða til kosninga næsta vor myndi einkum gagnast hefðbundnu flokkunum. Þeir gætu styrkst í sessi og nýrri flokkarnir átt erfiðara uppdráttar,“ segir hann og bendir á að Píratar mælist örlítið lægri. Í undirfyrirsögn í frétt um könnunina í gær var fullyrt að hún benti til þess að ekki væri möguleiki á myndun tveggja flokka stjórnar. Það er rangt, Sjálfstæðisflokkurinn og VG, fengju samanlagt 34 þingmenn og gætu myndað meirihluta.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
Niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis bendir ekki til þess að miklar breytingar yrðu á Alþingi ef kosið væri í dag, einum og hálfum mánuði eftir að kosningar fóru fram. Niðurstöðurnar benda til þess að sjö flokkar myndu aftur fá kjörna fulltrúa á þing. Sjálfstæðisflokkurinn yrði stærsti flokkurinn, VG næststærsti og Píratar yrðu þriðji stærsti flokkurinn. Björt framtíð, Viðreisn og Framsóknarflokkurinn yrðu allir svipaðir að stærð. Þá benda niðurstöðurnar til þess að formannsskipti í Samfylkingunni hafi ekki haft mikil áhrif á fylgi flokksins. Hann er enn minnsti flokkurinn. Rúmlega einn og hálfur mánuður er liðinn frá kosningum, án þess að nokkuð útlit sé fyrir að ný stjórn líti dagsins ljós á næstunni. Forystumenn nokkurra stjórnmálaflokka eru því farnir að ræða möguleikann á því að kjósa aftur. En spyrja má, miðað við niðurstöður könnunarinnar, hvort nýjar kosningar myndu breyta stöðunni á Alþingi á þann veg að auðveldara væri að mynda ríkisstjórn.Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.VÍSIR/SKJÁSKOTEiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, telur að staðan gæti breyst ef boðað yrði til nýrra kosninga í vor. „Þótt fylgið hafi ekki farið mikið á hreyfingu á þessum dögum sem liðnir eru frá kosningum þá myndi ég gera ráð fyrir að kosningar næsta vor gætu skilað niðurstöðu sem væri töluvert frábrugðin því sem mælist í dag. Og þá færi það töluvert eftir því hvernig þessir flokkar spila úr þeirri stöðu sem uppi er núna,“ segir hann. Enn sé ekki komin nægjanleg reynsla á það. Eiríkur Bergmann segir stöðu Sjálfstæðisflokksins í þessari könnun vera mjög sterka. „Ég myndi halda að langvarandi stjórnarkreppa sem myndi leiða til kosninga næsta vor myndi einkum gagnast hefðbundnu flokkunum. Þeir gætu styrkst í sessi og nýrri flokkarnir átt erfiðara uppdráttar,“ segir hann og bendir á að Píratar mælist örlítið lægri. Í undirfyrirsögn í frétt um könnunina í gær var fullyrt að hún benti til þess að ekki væri möguleiki á myndun tveggja flokka stjórnar. Það er rangt, Sjálfstæðisflokkurinn og VG, fengju samanlagt 34 þingmenn og gætu myndað meirihluta.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira