Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Þór Ak. 92-102 | Þórsarar töku stigin í Fjárhúsinu Arnór Óskarsson í Fjárhúsinu skrifar 15. desember 2016 22:45 Tryggvi Snær Hlinason, miðherji Þórs Ak. vísir/ernir Snæfell er enn án stiga eftir tap á heimavelli í kvöld gegn Þór frá Akureyri kom í heimsókn í Fjárhúsið. Þórsarar byrjuðu leikinn betur og virkuðu strax frá upphafi leiks töluvert yfirvegaðri en heimamenn. Snæfell átti góðan kafla í lok fyrsta fjórðungs þegar Jón Páli Gunnarssyni var skipt inn á. Hafði sú skipting góð áhrif á sóknarleik heimamanna en dugði hún þó ekki til að koma Þórsurum úr jafnvægi. Þórsarar héldu sínu striki og unnu leikhlutann sannfærandi. Í öðrum leikhluta færðist meiri hraði í sóknarleik liðanna. Á meðan Sefton Barrett virtist vera eina vopnið í sóknarleik Snæfells létu Þórsarar boltann ganga sín á milli og sköpuðu sér góð færi. Þriðji leikhluti reyndist heimamönnum erfiður. Þór byrjaði seinni hálfleik mjög vel og var hinn ungi og efnilegi Tryggvi Snær Hlinason áberandi í bæði varnar- og sóknarleik Þórsara. Þrátt fyrir þrjá glæsilega þrista frá Sveini Davíðssyni réðu Snæfellingar ekkert við Þórsarana sem juku muninn jafnt og þétt. Miðað við frammistöðu Þórs í þriðja leikhluta stefndi í að einungis um formsatriði væri að ræða að klára þennan leik. En annað kom í ljós. Þór mætti allt öðru liði í byrjun fjórða leikhluta. Spilamennska Snæfells einkenndist nú af mikilli baráttugleði og jafnframt fóru skotin að rata réttu leið. Þegar fór að líða á leikhlutann var æ meiri hiti í mönnum. Benedikt Guðmundsson, þjáfari Þórs, tók þá til sinna ráða og stillti strengi með þeim hætti að Akureyringar kláruðu leikinn með sóma.Af hverju vann Þór Akureyri? Á heildina litið voru Þórsarar betri aðilinn í þessum leik og með yfirhöndina á öllum sviðum leiksins. Heimamenn áttu staka spretti en Þórsarar svöruðu öllum tilraunum Snæfells á sannfærandi máta og greinilegt að liðið átti svar við öllu því sem Snæfell hafði upp á að bjóða í kvöld.Hvað gekk vel? Þór stjórnaði leiknum framan af og gaf Snæfell einungis fá tækifæri til að komast inn í leikinn.Hvað gekk illa? Fjórði leikhlutinn var andstæða þess sem Þórsarar voru búnir að sýna framan af. Akureyringar gáfu heimamönnum tækifæri til að minnka muninn verulega og var Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, í fullum rétti með að vera ósáttur við leik sinna manna. Góður lokasprettur Hólmara dugði þó engan veginn til að sigra sterka Þórsara.Bestu menn vallarins? George Beamon var stigahæstur í liði Þórs en hann var með 32 stig. Darrel Lewis átti einnig góðan leik og skoraði 17 stig og var með 10 fráköst. Tryggvi Snær Hlinason sýndi getu sína og skoraði alls 14 stig og tók 6 fráköst á þeim 15 mínútum sem hann var inni á vellinum. Í liði Snæfells var Sefton Barrett langstigahæstur með 40 stig en kappinn var einnig með 16 fráköst. Eftir leik tilkynnti Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, að þetta hafi verið síðasti leikur Barretts.Tölfræði sem vakti athygli? Í liði Þórsara voru þrír leikmenn með 100% tveggja stiga nýtingu. Ingvi Rafn Ingvarsson skoraði þrjá af þremur, Ragnar Helgi Friðriksson tók eitt tveggja stiga skot sem hann setti og Danero Thomas skoraði úr fjórum tilraunum sínum. Nýting vítaskota var jöfn hjá liðunum og einnig tóku liðin tvö sambærilega mörg fráköst í leiknum. Þór var þó með fleiri varnarfráköst en Snæfell. Þór Akureyri var einnig með áberandi fleiri stoðsendingar en Snæfell og ber það vott um hversu vel gekk að hreyfa boltann í sóknarleiknum.Snæfell-Þór Ak. 92-102 (23-33, 17-21, 25-31, 27-17)Snæfell: Sefton Barrett 29/16 fráköst, Andrée Fares Michelsson 19, Sveinn Arnar Davíðsson 9, Árni Elmar Hrafnsson 9/4 fráköst, Þorbergur Helgi Sæþórsson 9, Snjólfur Björnsson 7/4 fráköst, Viktor Marínó Alexandersson 4, Jón Páll Gunnarsson 4, Maciej Klimaszewski 2, Geir Elías Úlfur Helgason 0, Rúnar Þór Ragnarsson 0, Aron Ingi Hinriksson 0.Þór Ak.: George Beamon 32/5 fráköst, Darrel Keith Lewis 17/10 fráköst/6 stoðsendingar, Danero Thomas 14, Tryggvi Snær Hlinason 13/6 fráköst/3 varin skot, Ragnar Helgi Friðriksson 10, Ingvi Rafn Ingvarsson 9, Þröstur Leó Jóhannsson 7, Einar Ómar Eyjólfsson 0, Arnór Jónsson 0, Jón Ágúst Eyjólfsson 0, Svavar Sigurður Sigurðarson 0, Sindri Davíðsson 0.Benedikt: Ánægður að fá stigin en óánægður með værukærðina Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, var að vonum sáttur við að enda síðasta deildarleikinn á þessu ári með sigri. Hann var þó hugsi yfir viðsnúningnum er átti sér stað í lok leiks og fannst óþarfi að hleypa heimamönnum aftur inn í leikinn. „Ég er ánægður að fá stigin. Við vorum mest 28 stigum yfir og maður hélt að þetta væri nánast komið en svo var heldur betur ekki. Þeir gáfust ekki upp heimamenn og náðu að þjarma aðeins að okkur þó svo að það var ekki nóg til þess að gera einhverja svaka spennu. Ég er óánægður með værukærðina hjá okkur eftir að við vorum komnir tæpum 30 stigum yfir,“ sagði Benedikt. Aðspurður hvað hefði breyst í fjórða leikhluta sagðist Benedikt þurfa að komast að því núna í framhaldinu en hann taldi hugarfar sinna manna vera líklega ástæðu fyrir verri frammistöðu í sóknar- og varnaleik liðsins undir lok leiksins „Það er það sem ég er að reyna að finna út og er ekki með svar á reiðu. Menn hætta greinilega að gera það sem búið er að gera fram að því. Við vorum bara full værukærir hérna. Farnir að taka sénsa í sókninni og slaka á í vörninni. Maður gerir það ekki í þessari deild.“ „Ég var mjög ánægður hvernig við komum inn í þennan leik. Ef lið mæta ekki hingað með hausinn í lagi þá komu þau til að tapa. Þannig að ég er mjög ánægður með að klára þetta með sigri.“Ingi Þór: Bíðum spenntir eftir árinu 2017 Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var svekktur eftir tapið í kvöld. Hann var meðvitaður um getu Þórsara og tók skýrt fram að hér væri um gott körfuboltalið að ræða sem refsar auðvitað fyrir öll þau mistök sem gerð eru á vellinum. „Mér finnst Þórsliðið gott á sinn hátt. Þeir eru með fullt af hlutum sem við erum ekki með en við erum líka með fullt af hlutum sem þeir eru ekki með. Okkur var refsað í dag fyrir mistökin sem við vorum að gera,“ sagði Ingi Þór og bætti síðan við: „Beamon átti óaðfinnanlegan leik í fyrri hálfleik. Eins asnalegur og leikstílinn hans er, þá þrælvirkar hann.“ Ingi Þór fór ekkert nánar út í að ræða leikstíl leikmanna en hafði orð á því hversu ánægður hann væri með baráttu liðsins í fjórða leikhluta. „Við vorum að elta allan leikinn en við erum þannig að við náum þessu í hörkuleik eftir að hafa verið þrjátíu stigum undir. Ég er mjög stoltur af því hvernig við komum til baka og það voru mjög flottir kaflar í þessu hjá okkur. Mér fannst vanta aðeins meiri trú.“ Ingi Þór virtist hafa ýmislegt út á dómgæsluna að setja og aðspurður kom stutt og dularfullt svar frá þjálfara Snæfells: „Hún var mjög léleg og það var vitað fyrirfram.“ Umræðum um dómgæslu kvöldsins var ekki haldið áfram því ljóst var að Ingi Þór hafði önnur tíðindi úr herbúðum Snæfells. „Sefton fer heim eftir þennan leik. Hann er að fara í önnur verkefni og ætlar sér ekki að koma aftur eftir áramót. Þannig að við þurfum að fara að leita að nýjum Kana.“ Því er ljóst að Hólmarar koma til með að tefla fram breyttu liði eftir áramót og spurning hvort það komi til með að hafa jákvæð áhrif á stöðu Hólmara í Dominosdeildinni. „Við ætlum okkur að vinna leiki eftir áramót og bíðum spenntir eftir árinu 2017,“ sagði Ingi Þór að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira
Snæfell er enn án stiga eftir tap á heimavelli í kvöld gegn Þór frá Akureyri kom í heimsókn í Fjárhúsið. Þórsarar byrjuðu leikinn betur og virkuðu strax frá upphafi leiks töluvert yfirvegaðri en heimamenn. Snæfell átti góðan kafla í lok fyrsta fjórðungs þegar Jón Páli Gunnarssyni var skipt inn á. Hafði sú skipting góð áhrif á sóknarleik heimamanna en dugði hún þó ekki til að koma Þórsurum úr jafnvægi. Þórsarar héldu sínu striki og unnu leikhlutann sannfærandi. Í öðrum leikhluta færðist meiri hraði í sóknarleik liðanna. Á meðan Sefton Barrett virtist vera eina vopnið í sóknarleik Snæfells létu Þórsarar boltann ganga sín á milli og sköpuðu sér góð færi. Þriðji leikhluti reyndist heimamönnum erfiður. Þór byrjaði seinni hálfleik mjög vel og var hinn ungi og efnilegi Tryggvi Snær Hlinason áberandi í bæði varnar- og sóknarleik Þórsara. Þrátt fyrir þrjá glæsilega þrista frá Sveini Davíðssyni réðu Snæfellingar ekkert við Þórsarana sem juku muninn jafnt og þétt. Miðað við frammistöðu Þórs í þriðja leikhluta stefndi í að einungis um formsatriði væri að ræða að klára þennan leik. En annað kom í ljós. Þór mætti allt öðru liði í byrjun fjórða leikhluta. Spilamennska Snæfells einkenndist nú af mikilli baráttugleði og jafnframt fóru skotin að rata réttu leið. Þegar fór að líða á leikhlutann var æ meiri hiti í mönnum. Benedikt Guðmundsson, þjáfari Þórs, tók þá til sinna ráða og stillti strengi með þeim hætti að Akureyringar kláruðu leikinn með sóma.Af hverju vann Þór Akureyri? Á heildina litið voru Þórsarar betri aðilinn í þessum leik og með yfirhöndina á öllum sviðum leiksins. Heimamenn áttu staka spretti en Þórsarar svöruðu öllum tilraunum Snæfells á sannfærandi máta og greinilegt að liðið átti svar við öllu því sem Snæfell hafði upp á að bjóða í kvöld.Hvað gekk vel? Þór stjórnaði leiknum framan af og gaf Snæfell einungis fá tækifæri til að komast inn í leikinn.Hvað gekk illa? Fjórði leikhlutinn var andstæða þess sem Þórsarar voru búnir að sýna framan af. Akureyringar gáfu heimamönnum tækifæri til að minnka muninn verulega og var Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, í fullum rétti með að vera ósáttur við leik sinna manna. Góður lokasprettur Hólmara dugði þó engan veginn til að sigra sterka Þórsara.Bestu menn vallarins? George Beamon var stigahæstur í liði Þórs en hann var með 32 stig. Darrel Lewis átti einnig góðan leik og skoraði 17 stig og var með 10 fráköst. Tryggvi Snær Hlinason sýndi getu sína og skoraði alls 14 stig og tók 6 fráköst á þeim 15 mínútum sem hann var inni á vellinum. Í liði Snæfells var Sefton Barrett langstigahæstur með 40 stig en kappinn var einnig með 16 fráköst. Eftir leik tilkynnti Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, að þetta hafi verið síðasti leikur Barretts.Tölfræði sem vakti athygli? Í liði Þórsara voru þrír leikmenn með 100% tveggja stiga nýtingu. Ingvi Rafn Ingvarsson skoraði þrjá af þremur, Ragnar Helgi Friðriksson tók eitt tveggja stiga skot sem hann setti og Danero Thomas skoraði úr fjórum tilraunum sínum. Nýting vítaskota var jöfn hjá liðunum og einnig tóku liðin tvö sambærilega mörg fráköst í leiknum. Þór var þó með fleiri varnarfráköst en Snæfell. Þór Akureyri var einnig með áberandi fleiri stoðsendingar en Snæfell og ber það vott um hversu vel gekk að hreyfa boltann í sóknarleiknum.Snæfell-Þór Ak. 92-102 (23-33, 17-21, 25-31, 27-17)Snæfell: Sefton Barrett 29/16 fráköst, Andrée Fares Michelsson 19, Sveinn Arnar Davíðsson 9, Árni Elmar Hrafnsson 9/4 fráköst, Þorbergur Helgi Sæþórsson 9, Snjólfur Björnsson 7/4 fráköst, Viktor Marínó Alexandersson 4, Jón Páll Gunnarsson 4, Maciej Klimaszewski 2, Geir Elías Úlfur Helgason 0, Rúnar Þór Ragnarsson 0, Aron Ingi Hinriksson 0.Þór Ak.: George Beamon 32/5 fráköst, Darrel Keith Lewis 17/10 fráköst/6 stoðsendingar, Danero Thomas 14, Tryggvi Snær Hlinason 13/6 fráköst/3 varin skot, Ragnar Helgi Friðriksson 10, Ingvi Rafn Ingvarsson 9, Þröstur Leó Jóhannsson 7, Einar Ómar Eyjólfsson 0, Arnór Jónsson 0, Jón Ágúst Eyjólfsson 0, Svavar Sigurður Sigurðarson 0, Sindri Davíðsson 0.Benedikt: Ánægður að fá stigin en óánægður með værukærðina Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, var að vonum sáttur við að enda síðasta deildarleikinn á þessu ári með sigri. Hann var þó hugsi yfir viðsnúningnum er átti sér stað í lok leiks og fannst óþarfi að hleypa heimamönnum aftur inn í leikinn. „Ég er ánægður að fá stigin. Við vorum mest 28 stigum yfir og maður hélt að þetta væri nánast komið en svo var heldur betur ekki. Þeir gáfust ekki upp heimamenn og náðu að þjarma aðeins að okkur þó svo að það var ekki nóg til þess að gera einhverja svaka spennu. Ég er óánægður með værukærðina hjá okkur eftir að við vorum komnir tæpum 30 stigum yfir,“ sagði Benedikt. Aðspurður hvað hefði breyst í fjórða leikhluta sagðist Benedikt þurfa að komast að því núna í framhaldinu en hann taldi hugarfar sinna manna vera líklega ástæðu fyrir verri frammistöðu í sóknar- og varnaleik liðsins undir lok leiksins „Það er það sem ég er að reyna að finna út og er ekki með svar á reiðu. Menn hætta greinilega að gera það sem búið er að gera fram að því. Við vorum bara full værukærir hérna. Farnir að taka sénsa í sókninni og slaka á í vörninni. Maður gerir það ekki í þessari deild.“ „Ég var mjög ánægður hvernig við komum inn í þennan leik. Ef lið mæta ekki hingað með hausinn í lagi þá komu þau til að tapa. Þannig að ég er mjög ánægður með að klára þetta með sigri.“Ingi Þór: Bíðum spenntir eftir árinu 2017 Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var svekktur eftir tapið í kvöld. Hann var meðvitaður um getu Þórsara og tók skýrt fram að hér væri um gott körfuboltalið að ræða sem refsar auðvitað fyrir öll þau mistök sem gerð eru á vellinum. „Mér finnst Þórsliðið gott á sinn hátt. Þeir eru með fullt af hlutum sem við erum ekki með en við erum líka með fullt af hlutum sem þeir eru ekki með. Okkur var refsað í dag fyrir mistökin sem við vorum að gera,“ sagði Ingi Þór og bætti síðan við: „Beamon átti óaðfinnanlegan leik í fyrri hálfleik. Eins asnalegur og leikstílinn hans er, þá þrælvirkar hann.“ Ingi Þór fór ekkert nánar út í að ræða leikstíl leikmanna en hafði orð á því hversu ánægður hann væri með baráttu liðsins í fjórða leikhluta. „Við vorum að elta allan leikinn en við erum þannig að við náum þessu í hörkuleik eftir að hafa verið þrjátíu stigum undir. Ég er mjög stoltur af því hvernig við komum til baka og það voru mjög flottir kaflar í þessu hjá okkur. Mér fannst vanta aðeins meiri trú.“ Ingi Þór virtist hafa ýmislegt út á dómgæsluna að setja og aðspurður kom stutt og dularfullt svar frá þjálfara Snæfells: „Hún var mjög léleg og það var vitað fyrirfram.“ Umræðum um dómgæslu kvöldsins var ekki haldið áfram því ljóst var að Ingi Þór hafði önnur tíðindi úr herbúðum Snæfells. „Sefton fer heim eftir þennan leik. Hann er að fara í önnur verkefni og ætlar sér ekki að koma aftur eftir áramót. Þannig að við þurfum að fara að leita að nýjum Kana.“ Því er ljóst að Hólmarar koma til með að tefla fram breyttu liði eftir áramót og spurning hvort það komi til með að hafa jákvæð áhrif á stöðu Hólmara í Dominosdeildinni. „Við ætlum okkur að vinna leiki eftir áramót og bíðum spenntir eftir árinu 2017,“ sagði Ingi Þór að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira