Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - ÍR 98-79 | Sannfærandi hjá Keflavík Árni Jóhannsson í TM-höllinni skrifar 15. desember 2016 22:00 Amin Stevens er bæði stiga- og frákastahæsti leikmaður deildarinnar. vísir/ernir Keflvíkingar báru sigurorð af ÍR í kvöld og var sigurinn mjög sannfærandi svo ekki sé meira sagt. Keflvíkingar byrjuðu af miklum krafti, spiluðu gríðarlega góða vörn, hittu mjög vel í sókninni og var forskot þeirra komið í tveggja stafa tölu mjög fljótt. Forskotið létu þeir ekki af hendi og sigldu tveimur stigum heim í jólafríið. ÍR-ingar reyndu hvað þeir gátu til að minnka muninn en áttu fá svör gegn grimmum heimamönnum sem stálu haug af boltum og þvinguðu gestina í erfiðar aðgerðir sem kostuðu ÍR 20 tapaða bolta. Keflvíkingar fara því á góðu skriði í jólafrí og eru til alls líklegir á meðan ÍR-ingar þurfa ða nýta pásuna í að skerpa á sínum leik.Afhverju vann Keflavík?Vörn, barátta og grimmd voru einkennisorð heimamanna í kvöld, þeir komu út á fullum krafti og byrjuðu strax að þjarma að gestunum í varnarleiknum. Heimamönnum óx ásmegin eftir því sem leið á og sjálfstraust þeirra jókst og út af því varð hittni þeirra mjög góð strax í fyrsta leikhluta sem gerði það að verkum forystan var orðin góð, mjög snemma og héldu heimamenn henni út leikinn. Grimmdin hélt áfram þrátt fyrir að vera komin með góða forystu og það var stutt til leiksloka sem gerði það að verkum að ÍR-ingar náðu ekki nógu góðum sprett til að vinna upp forskotið. ÍR-ingar reyndu hvað þeir gátu en alltaf voru heimamenn með svör við aðgerðum þeirra.Hvað gekk vel?Það gekk flest vel hjá heimamönnum en það byrjaði á því að varnarleikurinn gekk vel og þannig fylgdu fleiri góðir hlutir á eftir. Keflvíkingar til að mynda stálu 15 boltum af gestunum en töpuðu einungis 10 boltum sjálfir. Góði varnarleikurinn skilaði því að Keflvíkingar skoruðu 31 stig eftir að gestirnir töpuðu boltanum ásamt því að fá 17 stig eftir að hafa náð sóknarfrákasti, en barátta heimamanna var til fyrirmyndar í kvöld. Heimamenn fengu einnig framlag frá fleirum í kvöld en eftir seinasta leik voru það Amin Stevens og Hörður Axel sem drógu vagninn en skoruðu allir byrjunarliðsmennirnir 10 stigum eða meira.Hvað gekk illa?Aftur á móti gekk flest illa hjá ÍR-ingum, þeir leyfðu heimamönnum að berja sig niður í byrjun leiks og náðu ekki að vinna sig út úr holunni sem þeir lentu í. ÍR-ingar töpuðu 23 boltum sem er allt of mikið og því fór sem fór. Hittni þeirra var alls ekki slæm en þeir náðu því miður ekki að skjóta nógu mörgum skotum til að það telji. Eins voru lykilmenn þeirra ekki að finna taktinn og allt of lítið framlag þeirra gerði það að verkum að þeir fara úr Keflavík með tap á bakinu. Besti maður vallarins?Amin Khalil Stevens og Hörður Axel Vilhjálmsson voru atkvæðamestir heimamanna og deila þessu titli í kvöld. Stevens var með flotta tvennu, skilaði 29 stigum, 13 fráköstum ásamt því að stela fimm boltum. Hörðu Axel gældi við tvöfalda þrennu, skoraði 18 stig, náði 9 fráköstum og sendi sjö stoðsendingar. En eins og áður sagði þá var meira framlag frá fleiri leikmönnum en það er ekki á neinn hallað þegar það er sagt að þessir tveir eru bestu leikmenn liðsins og ef þeir halda áfram að finna sig þá eru Keflvíkingar í fínum málum.Keflavík-ÍR 98-79 (26-14, 22-19, 27-25, 23-21)Keflavík: Amin Khalil Stevens 29/13 fráköst/5 stolnir, Hörður Axel Vilhjálmsson 18/9 fráköst/7 stoðsendingar, Reggie Dupree 13/6 fráköst/7 stoðsendingar, Magnús Már Traustason 13, Guðmundur Jónsson 13, Davíð Páll Hermannsson 9, Ágúst Orrason 3, Daði Lár Jónsson 0, Kristján Örn Rúnarsson 0, Arnór Sveinsson 0, Hörður Kristleifsson 0.ÍR: Quincy Hankins-Cole 20/8 fráköst/3 varin skot, Sveinbjörn Claessen 18, Matthías Orri Sigurðarson 15/4 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 12, Sæþór Elmar Kristjánsson 4, Hjalti Friðriksson 3/6 fráköst, Kristinn Marinósson 3, Vilhjálmur Theodór Jónsson 2, Daði Berg Grétarsson 2, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 0, Trausti Eiríksson 0Sveinbjörn Claessen: Hugsanlega vanmátum við KeflvíkingaFyrirliði ÍR-inga var sammála blaðamanni að eiginlega ekkert hafi gengið upp hjá liðinu hans í kvöld. „Þetta var rosalega erfitt allt saman, við getum sjálfum okkur um kennt því við vorum allt of værukærir og létum varnarleik þeirra slá okkur út af laginu og það er náttúrulega ekki gott.“ „Hugsanlega vanmátum við Keflvíkinga, það er ekki hægt að svara þessu öðruvísi miðað við spilamennskuna okkar í byrjun. Við vorum allavega ekki í þeim gír að fara í slagsmál og hverju er um að kenna veit ég ekki. Undirbúningurinn var góður og stígandi í spilamennskunni okkar. Það að vinna tvo leiki í röð gefur okkur ekkert efni til að vanmeta einn eða neinn eða ofmeta okkur“, sagði Sveinbjörn um það hvort hugsanlegt vanmat hafi legið að baki frammistöðu hans liðs í kvöld og lauk máli sínu með því að segja „Mótið er hálfnað, 11 leikir eftir og úrslitakeppni. Þetta er enginn heimsendir og við ætlum að koma okkur á þægilegan stað í deildinni.“Hjörtur Harðarson: Vantaði baráttu í lægðinni hjá okkur„Vörn og barátta skiluðu þessu fyrir okkur í kvöld, við vorum að leggja okkur fram og fráköstuðum vel og börðumst um lausa bolta. Það var dálítið sem vantaði í þessari lægð sem við vorum í fyrir nokkru en í dag var það það sem skóp sigurinn“, sagði ánægður þjálfari Keflvíkinga um hvað hafi skilað stigunum í hús fyrir hans menn. Hjörtur var spurður að því hvort þetta væri það sem koma skyldi frá liði Keflavíkur.„Já við ætlum að reyna að byggja á þessu. Við reyndum að þétta raðirnar og standa betur saman. Við fórum yfir varnarleikinn og einmitt þetta að leggja sig meira fram í leikjum, við höfum verið að gefa of mikið af auðveldum skotum og það er mjög slæmt í þessari deild. Það er svo mikið af góðum skyttum í þessari deild að ef við gefum þeim opin skot þá setja þeir þau niður. Við vorum mikið að fá það í andlitið en í dag vorum við að trufla öll skot og í sókninni pössuðum við upp á boltann enda töpuðum við fáum boltum.“ Keflvíkingar fengu dreifðara framlag í kvöld frá leikmönnum sínum og var Hjörtur spurður að því hvort það hafi ekki verið ánægjulegt. „Mjög ánægður, Amin skorar sín 29 stig og svo eru 2 leikmenn með 13 stig og einn með 9 sem er mjög gott. Það voru margir að leggja hönd á plóg í dag á báðum endum vallarins. Við erum með mjög öfluga varnarmenn sem við þurftum að fínstilla til að koma okkur úr lægðinni.“ „Við þurftum í sjálfu sér ekki að endurskoða markmiðin. Það hafa verið svo miklar breytingar á þessu liði bæði á þjálfurum og leikmönnum. Núna erum við komnir á það að við erum allir að fara í sömu átt þannig að við þurftum ekkert að endurskoða markmiðin enda þau ekkert að trufla.“Hörður Axel Vilhjálmsson: ÍR hefur verið svona lið sem brotnar„Við mættum mjög aggressívir í þennan leik ásamt því að sýna góða vörn og baráttu í þessum leik, það skilaði okkur sigrinum. Það kveikti líka í okkur það sem Borce sagði eftir seinasta leik að þeir ætluðu að mæta í Keflavík og að við myndum leggjast niður fyrir þeim. Það er ekkert að fara að gerast“, sagði Hörðu Axel Vilhjálmsson þegar hann var spurður að því hvað hafi skilað Keflvíkingum sigrinum. „Uppleggið var að keyra strax á þá enda hefur ÍR verið svona lið sem brotnar, ég ætla ekkert að skafa utan af því, það gerðu þeir í dag. Þeir eiginlega hættu bara og þeir verða að skoða sín mál. Við vorum í hörku gír í dag, vorum hörku góðir. Þetta er eitthvað til að byggja á.“ Hörður var spurður að því hvað þeir þurftu að gera til að ná sér upp úr lægðinni sem þeir voru í og hvernig framhaldið hjá Keflvíkingum yrði. „Við ýttum þessum utanaðkomandi aðilum frá sem voru að tala um einhverja krísu hjá okkur, það voru miklar breytingar og það tók tíma að stilla þetta saman. Við ýttum öllu frá okkur og fórum að standa betur saman og get ég lofað þér því að það verður allt annað fyrir lið að koma í Keflavík núna heldur en fyrir nokkrum vikum. Það verða stífar æfingar á milli jóla á nýárs. Við þurfum að fara yfir ýmsa hluti því þó að við höfum unnið stórt í dag þá eru margir hlutir sem við þurfum að gera betur og þurfum að nýta jólafríið betur en önnur lið í það.“Bein lýsing: Keflavík - ÍR Dominos-deild karla Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira
Keflvíkingar báru sigurorð af ÍR í kvöld og var sigurinn mjög sannfærandi svo ekki sé meira sagt. Keflvíkingar byrjuðu af miklum krafti, spiluðu gríðarlega góða vörn, hittu mjög vel í sókninni og var forskot þeirra komið í tveggja stafa tölu mjög fljótt. Forskotið létu þeir ekki af hendi og sigldu tveimur stigum heim í jólafríið. ÍR-ingar reyndu hvað þeir gátu til að minnka muninn en áttu fá svör gegn grimmum heimamönnum sem stálu haug af boltum og þvinguðu gestina í erfiðar aðgerðir sem kostuðu ÍR 20 tapaða bolta. Keflvíkingar fara því á góðu skriði í jólafrí og eru til alls líklegir á meðan ÍR-ingar þurfa ða nýta pásuna í að skerpa á sínum leik.Afhverju vann Keflavík?Vörn, barátta og grimmd voru einkennisorð heimamanna í kvöld, þeir komu út á fullum krafti og byrjuðu strax að þjarma að gestunum í varnarleiknum. Heimamönnum óx ásmegin eftir því sem leið á og sjálfstraust þeirra jókst og út af því varð hittni þeirra mjög góð strax í fyrsta leikhluta sem gerði það að verkum forystan var orðin góð, mjög snemma og héldu heimamenn henni út leikinn. Grimmdin hélt áfram þrátt fyrir að vera komin með góða forystu og það var stutt til leiksloka sem gerði það að verkum að ÍR-ingar náðu ekki nógu góðum sprett til að vinna upp forskotið. ÍR-ingar reyndu hvað þeir gátu en alltaf voru heimamenn með svör við aðgerðum þeirra.Hvað gekk vel?Það gekk flest vel hjá heimamönnum en það byrjaði á því að varnarleikurinn gekk vel og þannig fylgdu fleiri góðir hlutir á eftir. Keflvíkingar til að mynda stálu 15 boltum af gestunum en töpuðu einungis 10 boltum sjálfir. Góði varnarleikurinn skilaði því að Keflvíkingar skoruðu 31 stig eftir að gestirnir töpuðu boltanum ásamt því að fá 17 stig eftir að hafa náð sóknarfrákasti, en barátta heimamanna var til fyrirmyndar í kvöld. Heimamenn fengu einnig framlag frá fleirum í kvöld en eftir seinasta leik voru það Amin Stevens og Hörður Axel sem drógu vagninn en skoruðu allir byrjunarliðsmennirnir 10 stigum eða meira.Hvað gekk illa?Aftur á móti gekk flest illa hjá ÍR-ingum, þeir leyfðu heimamönnum að berja sig niður í byrjun leiks og náðu ekki að vinna sig út úr holunni sem þeir lentu í. ÍR-ingar töpuðu 23 boltum sem er allt of mikið og því fór sem fór. Hittni þeirra var alls ekki slæm en þeir náðu því miður ekki að skjóta nógu mörgum skotum til að það telji. Eins voru lykilmenn þeirra ekki að finna taktinn og allt of lítið framlag þeirra gerði það að verkum að þeir fara úr Keflavík með tap á bakinu. Besti maður vallarins?Amin Khalil Stevens og Hörður Axel Vilhjálmsson voru atkvæðamestir heimamanna og deila þessu titli í kvöld. Stevens var með flotta tvennu, skilaði 29 stigum, 13 fráköstum ásamt því að stela fimm boltum. Hörðu Axel gældi við tvöfalda þrennu, skoraði 18 stig, náði 9 fráköstum og sendi sjö stoðsendingar. En eins og áður sagði þá var meira framlag frá fleiri leikmönnum en það er ekki á neinn hallað þegar það er sagt að þessir tveir eru bestu leikmenn liðsins og ef þeir halda áfram að finna sig þá eru Keflvíkingar í fínum málum.Keflavík-ÍR 98-79 (26-14, 22-19, 27-25, 23-21)Keflavík: Amin Khalil Stevens 29/13 fráköst/5 stolnir, Hörður Axel Vilhjálmsson 18/9 fráköst/7 stoðsendingar, Reggie Dupree 13/6 fráköst/7 stoðsendingar, Magnús Már Traustason 13, Guðmundur Jónsson 13, Davíð Páll Hermannsson 9, Ágúst Orrason 3, Daði Lár Jónsson 0, Kristján Örn Rúnarsson 0, Arnór Sveinsson 0, Hörður Kristleifsson 0.ÍR: Quincy Hankins-Cole 20/8 fráköst/3 varin skot, Sveinbjörn Claessen 18, Matthías Orri Sigurðarson 15/4 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 12, Sæþór Elmar Kristjánsson 4, Hjalti Friðriksson 3/6 fráköst, Kristinn Marinósson 3, Vilhjálmur Theodór Jónsson 2, Daði Berg Grétarsson 2, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 0, Trausti Eiríksson 0Sveinbjörn Claessen: Hugsanlega vanmátum við KeflvíkingaFyrirliði ÍR-inga var sammála blaðamanni að eiginlega ekkert hafi gengið upp hjá liðinu hans í kvöld. „Þetta var rosalega erfitt allt saman, við getum sjálfum okkur um kennt því við vorum allt of værukærir og létum varnarleik þeirra slá okkur út af laginu og það er náttúrulega ekki gott.“ „Hugsanlega vanmátum við Keflvíkinga, það er ekki hægt að svara þessu öðruvísi miðað við spilamennskuna okkar í byrjun. Við vorum allavega ekki í þeim gír að fara í slagsmál og hverju er um að kenna veit ég ekki. Undirbúningurinn var góður og stígandi í spilamennskunni okkar. Það að vinna tvo leiki í röð gefur okkur ekkert efni til að vanmeta einn eða neinn eða ofmeta okkur“, sagði Sveinbjörn um það hvort hugsanlegt vanmat hafi legið að baki frammistöðu hans liðs í kvöld og lauk máli sínu með því að segja „Mótið er hálfnað, 11 leikir eftir og úrslitakeppni. Þetta er enginn heimsendir og við ætlum að koma okkur á þægilegan stað í deildinni.“Hjörtur Harðarson: Vantaði baráttu í lægðinni hjá okkur„Vörn og barátta skiluðu þessu fyrir okkur í kvöld, við vorum að leggja okkur fram og fráköstuðum vel og börðumst um lausa bolta. Það var dálítið sem vantaði í þessari lægð sem við vorum í fyrir nokkru en í dag var það það sem skóp sigurinn“, sagði ánægður þjálfari Keflvíkinga um hvað hafi skilað stigunum í hús fyrir hans menn. Hjörtur var spurður að því hvort þetta væri það sem koma skyldi frá liði Keflavíkur.„Já við ætlum að reyna að byggja á þessu. Við reyndum að þétta raðirnar og standa betur saman. Við fórum yfir varnarleikinn og einmitt þetta að leggja sig meira fram í leikjum, við höfum verið að gefa of mikið af auðveldum skotum og það er mjög slæmt í þessari deild. Það er svo mikið af góðum skyttum í þessari deild að ef við gefum þeim opin skot þá setja þeir þau niður. Við vorum mikið að fá það í andlitið en í dag vorum við að trufla öll skot og í sókninni pössuðum við upp á boltann enda töpuðum við fáum boltum.“ Keflvíkingar fengu dreifðara framlag í kvöld frá leikmönnum sínum og var Hjörtur spurður að því hvort það hafi ekki verið ánægjulegt. „Mjög ánægður, Amin skorar sín 29 stig og svo eru 2 leikmenn með 13 stig og einn með 9 sem er mjög gott. Það voru margir að leggja hönd á plóg í dag á báðum endum vallarins. Við erum með mjög öfluga varnarmenn sem við þurftum að fínstilla til að koma okkur úr lægðinni.“ „Við þurftum í sjálfu sér ekki að endurskoða markmiðin. Það hafa verið svo miklar breytingar á þessu liði bæði á þjálfurum og leikmönnum. Núna erum við komnir á það að við erum allir að fara í sömu átt þannig að við þurftum ekkert að endurskoða markmiðin enda þau ekkert að trufla.“Hörður Axel Vilhjálmsson: ÍR hefur verið svona lið sem brotnar„Við mættum mjög aggressívir í þennan leik ásamt því að sýna góða vörn og baráttu í þessum leik, það skilaði okkur sigrinum. Það kveikti líka í okkur það sem Borce sagði eftir seinasta leik að þeir ætluðu að mæta í Keflavík og að við myndum leggjast niður fyrir þeim. Það er ekkert að fara að gerast“, sagði Hörðu Axel Vilhjálmsson þegar hann var spurður að því hvað hafi skilað Keflvíkingum sigrinum. „Uppleggið var að keyra strax á þá enda hefur ÍR verið svona lið sem brotnar, ég ætla ekkert að skafa utan af því, það gerðu þeir í dag. Þeir eiginlega hættu bara og þeir verða að skoða sín mál. Við vorum í hörku gír í dag, vorum hörku góðir. Þetta er eitthvað til að byggja á.“ Hörður var spurður að því hvað þeir þurftu að gera til að ná sér upp úr lægðinni sem þeir voru í og hvernig framhaldið hjá Keflvíkingum yrði. „Við ýttum þessum utanaðkomandi aðilum frá sem voru að tala um einhverja krísu hjá okkur, það voru miklar breytingar og það tók tíma að stilla þetta saman. Við ýttum öllu frá okkur og fórum að standa betur saman og get ég lofað þér því að það verður allt annað fyrir lið að koma í Keflavík núna heldur en fyrir nokkrum vikum. Það verða stífar æfingar á milli jóla á nýárs. Við þurfum að fara yfir ýmsa hluti því þó að við höfum unnið stórt í dag þá eru margir hlutir sem við þurfum að gera betur og þurfum að nýta jólafríið betur en önnur lið í það.“Bein lýsing: Keflavík - ÍR
Dominos-deild karla Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira