Róbert Gunnarsson gaf ekki kost á sér á HM: „Sýnist þetta vera niðurstaðan til framtíðar“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. desember 2016 14:30 Róbert Gunnarsson gæti hafa skorað sitt síðasta skrautmark fyrir íslenska landsliðið. vísir/epa Róbert Gunnarsson, einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins í handbolta undanfarinn áratug, gaf ekki kost á sér í HM-hópinn, en Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari, valdi 28 manna hóp sem tilkynntur var í dag. Hann á eftir að skera niður. Landsliðsferli Róberts er að öllum líkindum lokið en Geir sagði í samtali við Vísi að hann vildi að línumaðurinn myndi gefa það formlega út sjálfur. Þjálfarinn býst þó ekki við að sjá hann aftur í bláu treyjunni. „Robbi mun sjálfur staðfesta hver sín persónulega staða er. Við áttum gott spjall áður en hópurinn var valinn þar sem hann tilkynnti mér að hann væri að draga sig til baka og yrði ekki með í þetta skiptið,“ segir Geir í samtali við Vísi. Aðspurður hvort hann líti svo á ákvörðun Róberts að hann sé hættur í landsliðinu segir Geir: „Já, ég held að hann sé að taka það skref eins og fleiri hafa verið að gera upp á síðkastið. Hann hefur kannski farið að hugsa þetta á síðustu vikum og mánuðum og mér sýnist þetta vera niðurstaðan til frambúðar.“ Ákvörðun Róberts kemur í framhaldi þess að línumaðurinn var ekki valinn í síðasta verkefni landsliðsins þegar það mætti Tékklandi og Úkraínu í undankeppni HM 2018 í síðasta mánuði. Þar hristi Geir upp í hlutunum og valdi hvorki Róbert né Vigni Svavarsson. Vignir er kominn aftur í hópinn. „Þetta er bara svona núna. Róbert er að draga sig til baka og það er allt í góðu. Ég virði ákvörðun hans enda hefur hann átt glæstan feril með landsliðinu,“ segir Geir Sveinsson. Besti vinur Róberts í landsliðinu og annar lykilmaður síðasta áratugar, Snorri Steinn Guðjónsson, lagði landsliðsskóna á hilluna fyrr í vetur. Róbert Gunnarsson var bæði í silfurliðinu í Peking 2008 og bronsliðinu á EM 2010. Hann spilar nú með Árósum í dönsku úrvalsdeildinni. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Geir hefur valið 28 manna hópinn fyrir HM Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina í íslenska hópinn á HM í Frakklandi sem hefst í næsta mánuði. 12. desember 2016 14:09 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Róbert Gunnarsson, einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins í handbolta undanfarinn áratug, gaf ekki kost á sér í HM-hópinn, en Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari, valdi 28 manna hóp sem tilkynntur var í dag. Hann á eftir að skera niður. Landsliðsferli Róberts er að öllum líkindum lokið en Geir sagði í samtali við Vísi að hann vildi að línumaðurinn myndi gefa það formlega út sjálfur. Þjálfarinn býst þó ekki við að sjá hann aftur í bláu treyjunni. „Robbi mun sjálfur staðfesta hver sín persónulega staða er. Við áttum gott spjall áður en hópurinn var valinn þar sem hann tilkynnti mér að hann væri að draga sig til baka og yrði ekki með í þetta skiptið,“ segir Geir í samtali við Vísi. Aðspurður hvort hann líti svo á ákvörðun Róberts að hann sé hættur í landsliðinu segir Geir: „Já, ég held að hann sé að taka það skref eins og fleiri hafa verið að gera upp á síðkastið. Hann hefur kannski farið að hugsa þetta á síðustu vikum og mánuðum og mér sýnist þetta vera niðurstaðan til frambúðar.“ Ákvörðun Róberts kemur í framhaldi þess að línumaðurinn var ekki valinn í síðasta verkefni landsliðsins þegar það mætti Tékklandi og Úkraínu í undankeppni HM 2018 í síðasta mánuði. Þar hristi Geir upp í hlutunum og valdi hvorki Róbert né Vigni Svavarsson. Vignir er kominn aftur í hópinn. „Þetta er bara svona núna. Róbert er að draga sig til baka og það er allt í góðu. Ég virði ákvörðun hans enda hefur hann átt glæstan feril með landsliðinu,“ segir Geir Sveinsson. Besti vinur Róberts í landsliðinu og annar lykilmaður síðasta áratugar, Snorri Steinn Guðjónsson, lagði landsliðsskóna á hilluna fyrr í vetur. Róbert Gunnarsson var bæði í silfurliðinu í Peking 2008 og bronsliðinu á EM 2010. Hann spilar nú með Árósum í dönsku úrvalsdeildinni.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Geir hefur valið 28 manna hópinn fyrir HM Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina í íslenska hópinn á HM í Frakklandi sem hefst í næsta mánuði. 12. desember 2016 14:09 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Geir hefur valið 28 manna hópinn fyrir HM Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina í íslenska hópinn á HM í Frakklandi sem hefst í næsta mánuði. 12. desember 2016 14:09