Innlent

Eigendur peninganna komnir í leitirnar: „Hvað er betra en þetta á jólunum?“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Óhætt er að segja að hinn fundvísi og heiðarlegi einstaklingur sé með hinn sanna jólaanda að vopni.
Óhætt er að segja að hinn fundvísi og heiðarlegi einstaklingur sé með hinn sanna jólaanda að vopni. VÍSIR/ANTON Brink
Eigendur fleiri hundrað þúsund íslenskra króna sem fundust í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær eru komnir í leitirnar. Sonur hjóna sem flugu til Íslands frá Orlando í Flórída glötuðu peningunum í umslagi. Gat hann nefnt nákvæmlega þá upphæð sem umræddi svo enginn vafi væri á að hjónin væru eigendur peninganna.

Hjónin eru að öllum líkindum búsett í Bandaríkjunum en komu til Íslands í jólafrí. Þau ætla að sækja peningana til lögreglunnar á morgun. Hinn fundvísi og strangheiðarlegi maður sem fann umslagið og kom því til starfsmanna við öryggisgæslu í flugstöðinni í gær er hins vegar ófundinn. Óhætt er að segja að sá sé með hinn sanna jólaanda að vopni.

„Sá strangheiðarlegi borgari sem fann seðlana og kom þeim hingað er svo sannarlega maður dagsins í dag,“ segir í Facebook-færslu Lögreglunnar á Suðurnesjum.

Hafi einhver upplýsingar um hver hinn fundvísi og heiðarlegi maður vill ritstjórn Vísis endilega ná af honum tali. Senda má ábendingar á [email protected]

 


Tengdar fréttir

Leita að eiganda umslags sem er fullt af peningum

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum leitar nú að eiganda umslags sem fannst í umdæmi lögreglunnar í morgun en í umslaginu er talsvert magn af reiðufé að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu lögreglustjórans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×