Tekist á um lífeyrisfrumvarpið á síðustu mínútum Alþingis Heimir Már Pétursson skrifar 23. desember 2016 12:00 Úr þingsal Vísir/Anton Brink Frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda var samþykkt á Alþingi í gær með atkvæðum fráfarandi stjórnarflokka, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar en þingmenn annarra flokka sátu ýmist hjá eða greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Þingfundum hefur verið frestað til 24. janúar. Fundum Alþingis var frestað upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi en þingið kom miklu í verk á þeim rúmu tveimur vikum sem það hefur setið eftir kosningar. Fjárlög voru samþykkt ásamt ýmsum ráðstöfunum í kring um það, fjáraukalög fyrir yfirstandandi ár og lög um kjararáð. Þá samþykkti Alþingi breytingar á útlendingalögum sem þýðir að tilteknir hælisumsækjendur verða að yfirgefa landið þrátt fyrir kæru á úrskurði Útlendingastofnunar þegar Útlendingastofnun hefur metið umsóknir þeirra bersýnilega tilhæfulausar og þeir koma frá ríki sem er á lista stofnunarinnar yfir örugg ríki. Þetta á sérstaklega við hælisleitendur frá Makedóníu og Albaníu en hælisumsóknum fólks þaðan hefur fjölgað mikið á þessu ári. Umdeildasta frumvarpið sem varð að lögum er um jöfnun lífeyrisréttinda, en Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Björt framtíð mynduðu meirihluta um afgreiðslu þess í efnhags- og viðskiptanefnd. Forysta stéttarfélaga opinberra starfsmanna lagðist gegn samþykkt frumvarpsins og taldi það ganga gegn samkomulagi við stjórnvöld frá því í september. Þrjátíu og átta þingmenn samþykktu frumvarpið, fjórtán greiddu atkvæði gegn því og átta þingmenn sátu hjá.Þingmenn segja málið unnið of hratt Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði mikilvægt að jafna lífeyriskjör og staða ríkissjóðs væri þannig að það væri að mörgum hætti einstakt tækifæri til að gera það núna. “Þess vegna hafa vinnubrögðin v erið vonbrigði. Menn hafa ekki unnið nógu þétt með samningsaðilum og reynt að finna lausnir sem eru ásættanlegar. Það dugir ekki að slökkva elda á einum stað ef þeir eru jafnharðan kveiktir einhvers staðar annars staðar,” sagði Logi. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði frumvarpið fela í sér grundvallar kerfisbreytingar sem byggðu á samkomulagi sem túlkað væri með mjög ólíkum hætti. Það væri slæmt að gera slíkar breytingar á þeim hraða sem gert hafi verið. „Það er umhugsunarefni hversu miklar deilur eru um þessar breytingar og þótt það sé rétt að sjálfsagt verða aldrei allir sáttir við slíkar breytingar, tel ég að þingið geti gert miklu betur. Innan Vinstri grænna eru margir andstæðingar þessarra breytinga. En það eru líka þeir sem eru sammála því markmiði að jafna lífeyrisréttindi en telja að miklu betur hefði mátt standa að þessum málum,“ sagði Katrín. Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata segir að ekki hafi verið orðið við því þegar málið var fyrst lagt fram undir lok síðasta kjörtímabils að stofnuð yrði nefnd sem ynni með málið milli kjörtímabila. „Það hefur ekki verið búin til sú nauðsynlega sátt sem til þarf til að fara í svona stórar breytingar. Eins og hefur komið fram hefur heldur ekki verið farið nægjanlega vel yfir þau efnahagslegu áhrif sem þetta getur haft. Því get ég hvorki setið hjá né greitt þessu leið. Málið er ekki tilbúið og ég mun greiða atkvæði gegn þessu,“ sagði Birgitta. Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar sagði mikilvægt að jafna bæði lífeyriskjör og launakjör opinberra starfsmanna og fólks á almennum markaði. „Ef við gerum ekki neitt í því að jafna þessar lífeyrisskuldbindingar og greiðum inn á þetta núna hækka iðgjöld. Og hver tekur það á sig? Þáhækka iðgjöld í lífeyrissjóði og verða sem nemur 20% af launum mánaðarlega. Það er tekjuskerfðing fyrir fólkið í landinu. Er það betra? Þetta hefur ekkert verið rætt,“ sagði Björt Ólafsdóttir. Alþingi Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Sjá meira
Frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda var samþykkt á Alþingi í gær með atkvæðum fráfarandi stjórnarflokka, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar en þingmenn annarra flokka sátu ýmist hjá eða greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Þingfundum hefur verið frestað til 24. janúar. Fundum Alþingis var frestað upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi en þingið kom miklu í verk á þeim rúmu tveimur vikum sem það hefur setið eftir kosningar. Fjárlög voru samþykkt ásamt ýmsum ráðstöfunum í kring um það, fjáraukalög fyrir yfirstandandi ár og lög um kjararáð. Þá samþykkti Alþingi breytingar á útlendingalögum sem þýðir að tilteknir hælisumsækjendur verða að yfirgefa landið þrátt fyrir kæru á úrskurði Útlendingastofnunar þegar Útlendingastofnun hefur metið umsóknir þeirra bersýnilega tilhæfulausar og þeir koma frá ríki sem er á lista stofnunarinnar yfir örugg ríki. Þetta á sérstaklega við hælisleitendur frá Makedóníu og Albaníu en hælisumsóknum fólks þaðan hefur fjölgað mikið á þessu ári. Umdeildasta frumvarpið sem varð að lögum er um jöfnun lífeyrisréttinda, en Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Björt framtíð mynduðu meirihluta um afgreiðslu þess í efnhags- og viðskiptanefnd. Forysta stéttarfélaga opinberra starfsmanna lagðist gegn samþykkt frumvarpsins og taldi það ganga gegn samkomulagi við stjórnvöld frá því í september. Þrjátíu og átta þingmenn samþykktu frumvarpið, fjórtán greiddu atkvæði gegn því og átta þingmenn sátu hjá.Þingmenn segja málið unnið of hratt Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði mikilvægt að jafna lífeyriskjör og staða ríkissjóðs væri þannig að það væri að mörgum hætti einstakt tækifæri til að gera það núna. “Þess vegna hafa vinnubrögðin v erið vonbrigði. Menn hafa ekki unnið nógu þétt með samningsaðilum og reynt að finna lausnir sem eru ásættanlegar. Það dugir ekki að slökkva elda á einum stað ef þeir eru jafnharðan kveiktir einhvers staðar annars staðar,” sagði Logi. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði frumvarpið fela í sér grundvallar kerfisbreytingar sem byggðu á samkomulagi sem túlkað væri með mjög ólíkum hætti. Það væri slæmt að gera slíkar breytingar á þeim hraða sem gert hafi verið. „Það er umhugsunarefni hversu miklar deilur eru um þessar breytingar og þótt það sé rétt að sjálfsagt verða aldrei allir sáttir við slíkar breytingar, tel ég að þingið geti gert miklu betur. Innan Vinstri grænna eru margir andstæðingar þessarra breytinga. En það eru líka þeir sem eru sammála því markmiði að jafna lífeyrisréttindi en telja að miklu betur hefði mátt standa að þessum málum,“ sagði Katrín. Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata segir að ekki hafi verið orðið við því þegar málið var fyrst lagt fram undir lok síðasta kjörtímabils að stofnuð yrði nefnd sem ynni með málið milli kjörtímabila. „Það hefur ekki verið búin til sú nauðsynlega sátt sem til þarf til að fara í svona stórar breytingar. Eins og hefur komið fram hefur heldur ekki verið farið nægjanlega vel yfir þau efnahagslegu áhrif sem þetta getur haft. Því get ég hvorki setið hjá né greitt þessu leið. Málið er ekki tilbúið og ég mun greiða atkvæði gegn þessu,“ sagði Birgitta. Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar sagði mikilvægt að jafna bæði lífeyriskjör og launakjör opinberra starfsmanna og fólks á almennum markaði. „Ef við gerum ekki neitt í því að jafna þessar lífeyrisskuldbindingar og greiðum inn á þetta núna hækka iðgjöld. Og hver tekur það á sig? Þáhækka iðgjöld í lífeyrissjóði og verða sem nemur 20% af launum mánaðarlega. Það er tekjuskerfðing fyrir fólkið í landinu. Er það betra? Þetta hefur ekkert verið rætt,“ sagði Björt Ólafsdóttir.
Alþingi Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Sjá meira