Svona lítur langtímaspáin út fyrir gamlárskvöld Birgir Olgeirsson skrifar 22. desember 2016 23:28 Margir vonast örugglega eftir góðu flugeldaveðri á gamlárskvöldi. Vísir/Vilhelm Langtímaspáin á norska veðurvefnum Yr.no nær nú til gamlárskvölds og því ekki úr vegi að líta á hana. Vert er að hafa í huga að skjótt skipast veður í lofti og því ágætt að muna að langtímaspár geta verið forvitnilegar en alls ekki áreiðanlegar.Spáin fyrir Reykjavík gerir ráð fyrir 2 - 3 stiga hita á gamlársdag, rigningu eða slyddu. Búast má við sunnan átt, 5 til 7 metrum á sekúndu, en á gamlárskvöldi á að haldast þurrt og er gert ráð fyrir norðan átt og hita við frostmark.Á Ísafirði er búist við vægu frosti á gamlársdag og austanátt. Á gamlárskvöldi er gert ráð fyrir að vindur blási úr norðri en þurru veðri.Á Akureyri er spáð 5 gráðu frosti á gamlársdag og hægri sunnan átt. Á gamlárskvöldi verður ögn kaldara, búast má við einhverjum éljum og hægri breytilegri átt.Á Egilsstöðum er búist við heiðskíru veðri fram á hádegi á gamlársdag og hægri sunnanátt. Frost verður á bilinu 2 til 5 gráður en á gamlárskvöldi má búast við allt að 8 stiga frosti og mögulega einhverjum éljum.Á Selfossi verður tveggja til þriggja stiga hiti yfir gamlársdag og búast má jafnvel við einhverri snjókomu. Gert er ráð fyrir sunnanátt yfir daginn en á gamlárskvöldi verður norðanátt, heiðskírt og frost.Annars eru veðurhorfur á landinu næstu daga svona samkvæmt Veðurstofa Íslands:Á morgun:Vaxandi norðanátt og tekur að snjóa, hvassviðri Austanlands en stormur eða rok suðaustan til. Talsvert hægari vindur og él á vestanverðu landinu. Hlánar við suðaustur- og austurströndina.Á laugardag (aðfangadagur jóla):Norðan og norðvestan 13-18 m/s. Snjókoma eða él, einkum N-til á landinu. Lægir smám saman og dregur úr úrkomu. Hiti um eða undir frostmarki.Á sunnudag (jóladagur):Hvöss norðanátt. Úrkomulítið S-lands, annars snjókoma en rigning eða slydda við A-ströndina. Hiti breytist lítið.Á mánudag (annar í jólum):Suðlæg átt og víða él, en snjókoma fram eftir degi NA-lands. Frost 0 til 8 stig. Slydda eða snjókoma á S- og V-landi um kvöldið.Á þriðjudag:Sunnanátt og rigning, talsverð eða mikil úrkoma S- og V-lands. Hlýtt í veðri.Á miðvikudag:Suðvestanátt og él, en léttir til á NA- og A-landi. Kólnandi veður.Á fimmtudag:Útlit fyrir sunnanátt með slyddu eða snjókomu. Veður Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fleiri fréttir Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sjá meira
Langtímaspáin á norska veðurvefnum Yr.no nær nú til gamlárskvölds og því ekki úr vegi að líta á hana. Vert er að hafa í huga að skjótt skipast veður í lofti og því ágætt að muna að langtímaspár geta verið forvitnilegar en alls ekki áreiðanlegar.Spáin fyrir Reykjavík gerir ráð fyrir 2 - 3 stiga hita á gamlársdag, rigningu eða slyddu. Búast má við sunnan átt, 5 til 7 metrum á sekúndu, en á gamlárskvöldi á að haldast þurrt og er gert ráð fyrir norðan átt og hita við frostmark.Á Ísafirði er búist við vægu frosti á gamlársdag og austanátt. Á gamlárskvöldi er gert ráð fyrir að vindur blási úr norðri en þurru veðri.Á Akureyri er spáð 5 gráðu frosti á gamlársdag og hægri sunnan átt. Á gamlárskvöldi verður ögn kaldara, búast má við einhverjum éljum og hægri breytilegri átt.Á Egilsstöðum er búist við heiðskíru veðri fram á hádegi á gamlársdag og hægri sunnanátt. Frost verður á bilinu 2 til 5 gráður en á gamlárskvöldi má búast við allt að 8 stiga frosti og mögulega einhverjum éljum.Á Selfossi verður tveggja til þriggja stiga hiti yfir gamlársdag og búast má jafnvel við einhverri snjókomu. Gert er ráð fyrir sunnanátt yfir daginn en á gamlárskvöldi verður norðanátt, heiðskírt og frost.Annars eru veðurhorfur á landinu næstu daga svona samkvæmt Veðurstofa Íslands:Á morgun:Vaxandi norðanátt og tekur að snjóa, hvassviðri Austanlands en stormur eða rok suðaustan til. Talsvert hægari vindur og él á vestanverðu landinu. Hlánar við suðaustur- og austurströndina.Á laugardag (aðfangadagur jóla):Norðan og norðvestan 13-18 m/s. Snjókoma eða él, einkum N-til á landinu. Lægir smám saman og dregur úr úrkomu. Hiti um eða undir frostmarki.Á sunnudag (jóladagur):Hvöss norðanátt. Úrkomulítið S-lands, annars snjókoma en rigning eða slydda við A-ströndina. Hiti breytist lítið.Á mánudag (annar í jólum):Suðlæg átt og víða él, en snjókoma fram eftir degi NA-lands. Frost 0 til 8 stig. Slydda eða snjókoma á S- og V-landi um kvöldið.Á þriðjudag:Sunnanátt og rigning, talsverð eða mikil úrkoma S- og V-lands. Hlýtt í veðri.Á miðvikudag:Suðvestanátt og él, en léttir til á NA- og A-landi. Kólnandi veður.Á fimmtudag:Útlit fyrir sunnanátt með slyddu eða snjókomu.
Veður Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fleiri fréttir Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sjá meira