Hótaði að eyðileggja starfsferil blaðamanns Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. desember 2016 14:31 Hinn litríki Sherman ræðir hér við dómara. Vísir/Getty Richard Sherman er einn besti varnarmaður NFL-deildarinnar og lykilmaður í sterku liði Seattle Seahawks. Það er þó óhætt að fullyrða að hann sé með muninn fyrir neðan nefið og sé óhræddur að svara fyrir sig. Hann gekk þó líklega of langt á blaðamannafundi í gær. Seattle vann öruggan 24-3 sigur á LA Rams á fimmtudagskvöldið en þrátt fyrir yfirburði sjóhaukanna náðust myndir af því þegar Sherman var að hnakkrífast við sóknarþjálfara liðsins, Darrell Bevell. Sherman var ekki ánægður með að Bevell hafi kallað eftir kastkerfi þegar sókn Seattle var við endamarkið í stað þess að láta hlaupa með boltann, sem er öllu algengara og mun hættuminna. Jim Moore, blaðamaður í Seattle, spurði Sherman út í málið á blaðamannafundi í gær. Sherman reiddist spurninginn. „Leyfðu mér að giska. Þú hefur betri hugmynd um hvernig á að spila leikinn?“ svaraði hann. Moore svaraði neitandi og Sherman svaraði um hæl að honum væri þá líklegast hollast að hætta að tala. Sherman lét ekki þar við sitja og eftir blaðamannafundinn vatt hann sér upp að Moore. „Þú ættir ekki að koma hingað inn,“ sagði hann og átti við búningsklefa Seattle, þar sem blaðamenn fá oft að ræða við leikmenn. „Þú vilt það ekki. Ég mun eyðileggja ferilinn þinn,“ sagði Sherman. „Nú? Hvernig?“ „Ég læt fjarlægja blaðamannapassann þinn.“ „Já, er það?“ „Já. Já, það er rétt.“ Sherman hefur greinilega séð eftir öllu saman miðað við skrif hans á Twitter-síðu sína í gærkvöldi, eins og sjá má hér fyrir neðan.I appreciate the role the media plays and they have a tough job. I let it get personal today and I regret that. Next one should be fun— Richard Sherman (@RSherman_25) December 21, 2016 NFL Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Richard Sherman er einn besti varnarmaður NFL-deildarinnar og lykilmaður í sterku liði Seattle Seahawks. Það er þó óhætt að fullyrða að hann sé með muninn fyrir neðan nefið og sé óhræddur að svara fyrir sig. Hann gekk þó líklega of langt á blaðamannafundi í gær. Seattle vann öruggan 24-3 sigur á LA Rams á fimmtudagskvöldið en þrátt fyrir yfirburði sjóhaukanna náðust myndir af því þegar Sherman var að hnakkrífast við sóknarþjálfara liðsins, Darrell Bevell. Sherman var ekki ánægður með að Bevell hafi kallað eftir kastkerfi þegar sókn Seattle var við endamarkið í stað þess að láta hlaupa með boltann, sem er öllu algengara og mun hættuminna. Jim Moore, blaðamaður í Seattle, spurði Sherman út í málið á blaðamannafundi í gær. Sherman reiddist spurninginn. „Leyfðu mér að giska. Þú hefur betri hugmynd um hvernig á að spila leikinn?“ svaraði hann. Moore svaraði neitandi og Sherman svaraði um hæl að honum væri þá líklegast hollast að hætta að tala. Sherman lét ekki þar við sitja og eftir blaðamannafundinn vatt hann sér upp að Moore. „Þú ættir ekki að koma hingað inn,“ sagði hann og átti við búningsklefa Seattle, þar sem blaðamenn fá oft að ræða við leikmenn. „Þú vilt það ekki. Ég mun eyðileggja ferilinn þinn,“ sagði Sherman. „Nú? Hvernig?“ „Ég læt fjarlægja blaðamannapassann þinn.“ „Já, er það?“ „Já. Já, það er rétt.“ Sherman hefur greinilega séð eftir öllu saman miðað við skrif hans á Twitter-síðu sína í gærkvöldi, eins og sjá má hér fyrir neðan.I appreciate the role the media plays and they have a tough job. I let it get personal today and I regret that. Next one should be fun— Richard Sherman (@RSherman_25) December 21, 2016
NFL Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira