Völvan 2017: Leyndarmál Emmsjé Gauta, alíslenskur gagnaleki og Valdís stelur senunni 31. desember 2016 11:00 Árið 2016 var ekki ár Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins. Þá skiptir engu hvort mönnum finnst Ríkisútvarpið hafi níðst á góðum manni eða að Sigmundur Davíð hafi grafið eigin gröf. Eitt er ljóst. Ef ein jákvæð frétt verður skrifuð um Sigmund Davíð í miðlum landsins árið 2017 verður það stórfelld breyting frá því sem áður var.Sigmundur Davíð er sameiningartákn Völvan telur að Wintris-mál Sigmundar hafi verið ákveðin blessun eftir allt saman. Wintris-málið færði okkur enda ýmislegt. Guðna Th. Jóhannessyni skaut upp á stjörnuhimininn eftir að hafa setið í sjónvarpssetti um Wintris-vikna-skeið. Við getum þannig óbeint þakkað Sigmundi fyrir óumdeilda þjóðhöfðingjann með buffið á Bessastöðum. Þingheimi virðist líka ágætlega við dýralækninn með hálsklútinn og þumalputtahringinn, forsætisráðherrann Sigurð Inga Jóhannsson. Samstarf flokka virðist ganga betur en áður. Kosningum var flýtt vegna Sigmundar Davíðs og völvan fékk á tilfinninguna að íslensk pólitík væri hætt að líkjast trúarbrögðum. Vinir og vandamenn völvunnar kusu nýja flokka og gamla flokka en ekki sömu flokka og alltaf. Úrvalið varð meira. Fólk hætti að trúa í blindni. Úr urðu reyndar alls engin pólskipti á pólitískum vettvangi, en kannski er þessi þróun skref í rétta átt.Stjórnarkreppa er engin kreppa Síðast en ekki síst má þakka Sigmundi Davíð stjórnarkreppuna sem er engin kreppa. Því Alþingi án ríkisstjórnar er þingheimur málamiðlana og samvinnu, betri vinnubragða og ólíklegustu skoðanabræðra. Þingið er betra án meirihluta sem veður yfir minnihluta á skítugum skónum.Húh! Og þá að ferðamannastraumnum, máli málanna í íslensku samfélagi. Vertinn á Hótel Adam á Skólavörðustíg sannfærði hótelgesti um að hið íslenska kranavatn væri ódrekkandi, en seldi hótelgestum sínum sama vatn átappað fyrir fúlgur fjár. Ónefndur maður í ónefndri sveit ætlar að rukka ferðamenn fyrir að gefa hestunum hans brauð. Völvunni finnst spennandi að hugsa til þess við hverju ferðamenn verði varaðir á nýju ári. Íslenskum ungbörnum? En það er ekki hægt að gera upp árið nema nefna það þegar við sameinuðumst öll – Sigmundur Davíð líka – í víkingaklappi til heiðurs strákunum okkar. Íslenska landsliðið í knattspyrnu fór fram úr öllum væntingum; afgreiddi EM í Frakklandi með slíkum glæsibrag að Völvan sá ekki einu sinni úrslitin fyrir. Húh!Lögreglan fær alveg nóg á árinu og leggur niður störf.Ár stelpnanna okkar Árið sem nú er að líða var ár strákanna okkar í fótboltanum en næsta ár verður ár stelpnanna okkar í fótboltanum. Sara Björk Gunnarsdóttir mun eiga sitt besta ár á ferlinum. Hún vinnur tvo stóra titla með liði sínu Wolfsburg en það verður á EM í Hollandi þar sem stjarna hennar mun skína skærast. Sara verður umtöluð sem ein af bestu leikmönnum mótsins er íslenska liðið kemst óvænt í undanúrslit. Undir lok næsta árs verður hún svo réttilega kjörin Íþróttamaður ársins. Strákarnir okkar í körfuboltanum gera mun betur en á síðasta Evrópumóti og vinna tvo leiki í riðlinum í Finnlandi. Martin Hermannsson heldur áfram að heilla alla með snilli sinni á vellinum. Hann verður besti leikmaður liðsins á EM og bíður með að semja við nýtt lið fram yfir mótið. Eftir Evrópumótið kemur svo frétt þess efnis að Martin sé búinn að semja við eitt af tíu bestu liðum Evrópu. Golfstelpurnar okkar verða í sviðsljósinu á nýju ári. Það verður þó Valdís Þóra Jónsdóttir sem stelur senunni á Evrópumótaröðinni. Það mun taka Ólafíu Þórunni svolítinn tíma að fóta sig á mótaröð þeirra bestu en Valdís verður tvívegis á meðal efstu fimm í Evróputúrnum. Rígur þeirra mun ná nýjum hæðum þegar þær koma báðar heim og keppa á Íslandsmótinu í höggleik í sumar, og Valdís vinnur. Strákarnir okkar í landsliðinu í knattspyrnu komast því miður ekki á HM í Rússlandi 2018. Með mikilli dramatík í lokaleiknum í riðlinum komast þeir í umspilið en falla aftur á þeirri hindrun þar sem þeir mæta einu af fjórum sterkustu liðum álfunnar. Gylfi Þór Sigurðsson verður áfram skærasta stjarna íslenska boltans og Everton klárar dæmið sem því tókst ekki síðasta sumar og kaupir okkar mann á 30 milljónir punda. Handboltalandsliðið okkar veldur gífurlegum vonbrigðum á HM í Frakklandi í byrjun árs. Aron Pálmarsson nær aðeins að spila einn leik vegna meiðsla sem verður banabiti liðsins. Strákarnir vinna aðeins einn leik og fara í fyrsta sinn í Forsetabikarinn sem þeir vinna en enginn verður glaður yfir því, ekki einu sinni forsetinn okkar. Aron fær draum sinn uppfylltan næsta sumar þegar hann gengur til liðs við Barcelona. Gunnar Nelson snýr aftur í búrið eftir langa fjarveru og verður aftur óskabarn þjóðarinnar. Hann berst þrisvar sinnum á árinu, alltaf við sterkari og sterkari mótherja og vinnur alla bardagana. Sigur hans á manni sem verður á meðal sjö efstu á styrkleikalistanum undir lok þessa árs fer langt með að fleyta honum í titilbardagann sem hann hefur svo lengi ætlað sér í.Leyndarmál og ósætti Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, dagskrárgerðarkona á Stöð 2, fær Edduna fyrir sjónvarpsþátt sinn, Leitina að upprunanum. Eitt það besta sem völvan hefur séð í íslensku sjónvarpi. Hin ástföngnu Saga Garðarsdóttir leikkona og Snorri Helgason tónlistarmaður láta pússa sig saman. Stofnmeðlimur Baggalúts yfirgefur hljómsveitina í skugga ósættis. Emmsjé Gauti opinberar leyndarmál fyrir vinum og vandamönnum á vormánuðum sem ratar alla leið í slúðurdálka blaðanna. Íslensk þáttagerð vekur athygli í útlöndum. Ófærð slær í gegn á Norðurlöndunum og endurgerð Réttar í Bandaríkjunum vekur athygli. Höfundarnir eru þeir sömu og skrifuðu síðustu seríu; Þorleifur Örn Arnarson og Andri Óttarsson. Rapparinn Gísli Pálmi gefur óvænt út plötu á nýju ári. Sú ratar ekki einungis á topplista hér á landi heldur á vinsældalista um alla Evrópu. Hann fylgir henni eftir með tónleikaferðalagi um álfuna sem hann reyndar klárar ekki af óviðráðanlegum ástæðum. Elma Stefanía Ágústsdóttir leikkona mun stela senunni í ár. Hún kemur til með að landa stóru hlutverki í erlendri kvikmynd á árinu. Baltasar Kormákur kemur fram í viðtali og segir frá því að hann stefni á samstarf með heimsfrægri Hollywood-stjörnu. Sú hefur fengið Óskarsverðlaun. Björk Guðmundsdóttir flytur til Íslands og heldur litla myndlistarsýningu í Reykjavík á eigin verkum á árinu. Verkin seljast upp samdægurs. Kunnur rithöfundur gefur út aðra bók um líf sitt um næstu jól. Uppljóstranir úr bókinni munu hafa mikil áhrif á íslenskt samfélag. Skúli Mogensen kynnir nýja unnustu fyrir þjóðinni á forsíðu Séð og heyrt um mitt ár. Sú er innanbúðarmanneskja í WOW. Samhent ákveða þau að færa út kvíarnar og WOW hefur flug til Asíu, mun fyrr en áætlað var. Þessi fljótfærni mun síðar draga dilk á eftir sér í rekstri félagsins. Miklar væntingar verða til framlags Íslands til Eurovision í ár. Við komumst hvorki lönd né strönd í keppninni en söngvarinn vinnur hug og hjörtu landsmanna og er fagnað líkt og þjóðhetju við heimkomuna. Gísli Marteinn Baldursson íhugar að breyta til. Pólitíkin er farin að kitla hann á nýjan leik. Hann daðrar við þá hugmynd að ganga til liðs við Viðreisn. Hann getur það ekki fyrr en hann fer frá RÚV. Viðreisn býður fram í næstu sveitarstjórnarkosningum í borginni sem eru ekki fyrr en 2018 og völvan skarpskyggna sér Gísla í einu af efstu sætunum.Minni ólga í stjórnmálum Völvan spáir minni ólgu í stjórnmálunum á næsta ári en því síðasta. Þrátt fyrir tæpan meirihluta mun ríkisstjórn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks vanda til verka. Andrúmsloftið í þinginu verður bærilegt. Sigurður Ingi Jóhannsson víkur úr forsætisráðherrastól og Bjarni Benediktsson tekur við. Eitthvað verður um innanflokksátök innan Sjálfstæðisflokks. Mönnum finnst Bjarni ekki sýna nægilegan styrk í umgengni sinni við hina stjórnarflokkana tvo. Bjarni finnur sig óvænt í nýjum, bættari vinnubrögðum sem óhjákvæmilega felast í svo tæpum meirihluta. Innanríkisráðuneytinu verður skipt upp í tvö ráðuneyti í nýrri þriggja flokka stjórn. Lilju Alfreðsdóttur verður úthlutað formannssætinu í fjárlaganefnd gegn því að Framsóknarflokkurinn standi með tæpum meirihluta í stórum málum. Benedikt Jóhannesson mætir nokkurri gagnrýni fyrir vikið, að hann gangi á bak orða sinna eftir yfirlýsingar hans um að vilja ekki starfa með Framsóknarflokki. Birgitta Jónsdóttir hættir á kjörtímabilinu af persónulegum ástæðum og inn kemur varamaður í hennar stað. Helgi Hrafn kemur sterkur inn í starf Pírata að nýju þegar Birgitta fer, enda er og hefur verið stirt þeirra á milli. Fylgi flokksins í könnunum rýkur upp, reyndar aðeins tímabundið, með auknum sýnileika Helga. Píratar verða öflugir í stjórnarandstöðu. Gunnar Hrafn Jónsson Pírati snýr aftur á þing tvíefldur eftir erfiða baráttu við þunglyndi. Hann verður öflugur málsvari geðheilbrigðiskerfisins á þinginu ásamt Björt Ólafsdóttur, fyrrverandi formanni Geðhjálpar. Saman munu þau knýja á um nokkrar breytingar í þessu efni. Óttarr Proppé og Björt Ólafsdóttir munu gegna veigamiklu hlutverki diplómata í nýrri ríkisstjórn því það örlar á tortryggni milli frændanna Benedikts og Bjarna. Pólitísk spillingarmál verða áfram í deiglunni, stjórnmálamönnum til mikils vansa. Þar leikur Steingrímur J. Sigfússon lykilhlutverk. Hann neyðist til að íhuga stöðu sína alvarlega. Völvan sér fram á enn frekari deilur innan VG. Eldri flokksmenn utan af landi eru ekki sáttir við framgöngu Katrínar Jakobsdóttur í stjórnarmyndunarviðræðum. Hún hafi látið gullið tækifæri renna sér úr greipum með því að vera ekki jákvæðari í garð Bjarna Benediktssonar í stjórnarmyndunarviðræðum. Katrínu leiðist þegar eldri karlmenn segja henni fyrir verkum. Henni er boðið nýtt og spennandi starf í útlöndum á árinu sem hún þó afþakkar. Upp kemst um umdeilt mál sem tengist Engeyjarætt þeirra Benedikts Jóhannessonar og Bjarna Benediktssonar, en þeir standa ágjöfina báðir af sér. Einum ráðherra verður skipt út á árinu. Von er á að minnsta kosti einu þingmannsbarni í lok árs. Glímu Sigmundar Davíðs og Ríkisútvarpsins er hvergi nærri lokið. Hinn fyrrverandi forsætisráðherra mun ekki linna látum fyrr en óvinir hans í Efstaleiti biðjast afsökunar. Sigmundur Davíð mun þrábiðja um slíka afsökunarbeiðni. Honum hefur þegar verið neitað einu sinni.Stofnanir og samfélagið Neytendamálin voru fyrirferðarmikil á árinu. Völvunni blöskraði fregnir af Mjólkursamsölunni og framferði fyrirtækisins gagnvart keppinautunum, Örnu og KÚ. Þá vöktu blekkingar eigenda Brúneggja mikla athygli. Íslenskir viðskiptamenn eiga stundum erfitt með að segja satt og neytendur keppast við að gleyma ofbeldinu á smásölumarkaði. Völvan spáir því að fleiri hneykslismál komi upp og að neytendur gleymi þeim jafnharðan. Eitt umfangsmesta fíkniefnamál Íslands kemur upp. Lögreglan, í samstarfi við erlend lögregluyfirvöld, leggur hald á mikið magn fíkniefna. Málið teygir anga sína til Suður-Ameríku þar sem íslenskir góðkunningjar lögreglunnar halda til. Miklar væringar verða á fjölmiðlamarkaði og eitthvað um samruna. Fréttatíminn skiptir um eigendur og Össur Skarphéðinsson sækist eftir ritstjórastöðunni af hvekktum Gunnari Smára Egilssyni. Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi DV og Vefpressunnar, fer út í enn frekari áhættusöm viðskipti til að bæta við fjölmiðlaveldi sitt. Það gengur ekki upp. Upp koma sögusagnir um að hann eigi ekki fyrir reikningum og launum. Þær eru á rökum reistar en Björn Ingi bjargar sér fyrir horn og heldur eftir DV. Pétur Gunnlaugsson á Útvarpi Sögu verður sýknaður af ákæru um meint hatursummæli og að útvarpa hatursfullum ummælum hlustenda. Lögregluþjónar rísa upp og hóta að leggja niður störf í sumar þegar metfjöldi ferðamanna sækir landið heim án þess að nokkrar ráðstafanir séu gerðar um aukafjárveitingar til löggæslu. Alíslenskur gagnaleki verður á árinu og ráðuneytisstjórar og aðrir háttsettir embættismenn koma illa út. Málið mun draga dilk á eftir sér. Einhverjir þeirra þurfa að víkja og axla ábyrgð. Sveitarfélögin Garður og Sandgerðisbær sameinast. Sameiningin hefst á síðari hluta ársins. Fleiri sveitarfélög íhuga það sama og mun sameining þessara tveggja sveitarfélaga verða spark í rass fámennra sveitarfélaga hvers rekstur gengur erfiðlega. Pólitíkin í ráðhúsinu verður öllu hófstilltari nú þegar stjórnarandstaðan getur ekki bent á hörmulega rekstrarafkomu í borginni. Svo virðist sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sé loksins að blómstra. Ef hann hins vegar lagar ekki göturnar í borginni í sumar þá hefur völvan sjálf undirskriftasöfnun gegn honum.Eldgos og náttúran Veturinn verður harður og snjóþungur, einkum fyrir norðan og vestan. Björgunarsveitir munu hafa í nægu að snúast. Seint í janúar gerir mikinn storm fyrir vestan. Talsverð eyðilegging verður í nokkrum bæjum sem verður erfiður biti fyrir sveitarfélög að kyngja. Sumarið verður mjög gott og allir landshlutar munu fá sinn skerf af sól. Hitamet fellur fyrir norðan í ágúst. Rigningarkaflarnir sem við þekkjum hvert sumar munu þó enn taka á taugar landsmanna, sérstaklega á suðvesturhorninu. Eitthvað verður um eldsumbrot undir jökli en óvíst um umfangið. Á sumarmánuðum mun jörðin opnast undan þrýstingnum. Umferðarslys verða nokkru fleiri en á árinu sem er að líða. Ölvunarakstur eykst enn. Fjölgun slysa er ekki eingöngu hægt að skýra með fjölgun ferðamanna, heldur virðist landinn verða öllu kærulausari í umferðinni með batnandi efnahagsástandi. Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Völva 2013: Frægir í fjölmiðlum Í heimi fjölmiðlanna á Íslandi verða miklar breytingar og hrókeringar. Árvakur heldur sínu og þar verður allt við það sama, Davíð Oddsson og félagar í sínum stólum. Birtingur stendur svo höllum fæti að þar þarf að fá einhvern stóra bróður til hjálpar. 21. desember 2012 17:00 Völvan 2016: Ráðherra tekur pokann sinn og Hlín og Malín gera upp málin í beinni útsendingu Völva Fréttablaðsins spáir í spilin. 2. janúar 2016 09:00 Völvan spáir stjórnarslitum, óeirðum og byltingu Upplausn verður við stjórn landsins, ríkisstjórnin springur og einnig sú sem tekur við og bylting verður í þjóðfélaginu, af slíku tagi að búsáhaldabyltingin verður barnaleikur einn í samanburðinum. Þetta segir Völva vikunnar um árið sem senn gengur í garð. 28. desember 2010 12:21 Völvuspá Lífsins 2014 - Eftir höfðinu dansa limirnir Völva Lífsins lítur yfir komandi ár og spáir nýjum tækifærum, heiftarlegum náttúruhamförum, ferðamannastraumi til Íslands sem aldrei fyrr, mannskaða, ráðaleysi í stjórnmálum, íþróttaafrekum, veikindum, kærleik og nýjum erfingjum fræga fólksins. 3. janúar 2014 12:30 Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira
Árið 2016 var ekki ár Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins. Þá skiptir engu hvort mönnum finnst Ríkisútvarpið hafi níðst á góðum manni eða að Sigmundur Davíð hafi grafið eigin gröf. Eitt er ljóst. Ef ein jákvæð frétt verður skrifuð um Sigmund Davíð í miðlum landsins árið 2017 verður það stórfelld breyting frá því sem áður var.Sigmundur Davíð er sameiningartákn Völvan telur að Wintris-mál Sigmundar hafi verið ákveðin blessun eftir allt saman. Wintris-málið færði okkur enda ýmislegt. Guðna Th. Jóhannessyni skaut upp á stjörnuhimininn eftir að hafa setið í sjónvarpssetti um Wintris-vikna-skeið. Við getum þannig óbeint þakkað Sigmundi fyrir óumdeilda þjóðhöfðingjann með buffið á Bessastöðum. Þingheimi virðist líka ágætlega við dýralækninn með hálsklútinn og þumalputtahringinn, forsætisráðherrann Sigurð Inga Jóhannsson. Samstarf flokka virðist ganga betur en áður. Kosningum var flýtt vegna Sigmundar Davíðs og völvan fékk á tilfinninguna að íslensk pólitík væri hætt að líkjast trúarbrögðum. Vinir og vandamenn völvunnar kusu nýja flokka og gamla flokka en ekki sömu flokka og alltaf. Úrvalið varð meira. Fólk hætti að trúa í blindni. Úr urðu reyndar alls engin pólskipti á pólitískum vettvangi, en kannski er þessi þróun skref í rétta átt.Stjórnarkreppa er engin kreppa Síðast en ekki síst má þakka Sigmundi Davíð stjórnarkreppuna sem er engin kreppa. Því Alþingi án ríkisstjórnar er þingheimur málamiðlana og samvinnu, betri vinnubragða og ólíklegustu skoðanabræðra. Þingið er betra án meirihluta sem veður yfir minnihluta á skítugum skónum.Húh! Og þá að ferðamannastraumnum, máli málanna í íslensku samfélagi. Vertinn á Hótel Adam á Skólavörðustíg sannfærði hótelgesti um að hið íslenska kranavatn væri ódrekkandi, en seldi hótelgestum sínum sama vatn átappað fyrir fúlgur fjár. Ónefndur maður í ónefndri sveit ætlar að rukka ferðamenn fyrir að gefa hestunum hans brauð. Völvunni finnst spennandi að hugsa til þess við hverju ferðamenn verði varaðir á nýju ári. Íslenskum ungbörnum? En það er ekki hægt að gera upp árið nema nefna það þegar við sameinuðumst öll – Sigmundur Davíð líka – í víkingaklappi til heiðurs strákunum okkar. Íslenska landsliðið í knattspyrnu fór fram úr öllum væntingum; afgreiddi EM í Frakklandi með slíkum glæsibrag að Völvan sá ekki einu sinni úrslitin fyrir. Húh!Lögreglan fær alveg nóg á árinu og leggur niður störf.Ár stelpnanna okkar Árið sem nú er að líða var ár strákanna okkar í fótboltanum en næsta ár verður ár stelpnanna okkar í fótboltanum. Sara Björk Gunnarsdóttir mun eiga sitt besta ár á ferlinum. Hún vinnur tvo stóra titla með liði sínu Wolfsburg en það verður á EM í Hollandi þar sem stjarna hennar mun skína skærast. Sara verður umtöluð sem ein af bestu leikmönnum mótsins er íslenska liðið kemst óvænt í undanúrslit. Undir lok næsta árs verður hún svo réttilega kjörin Íþróttamaður ársins. Strákarnir okkar í körfuboltanum gera mun betur en á síðasta Evrópumóti og vinna tvo leiki í riðlinum í Finnlandi. Martin Hermannsson heldur áfram að heilla alla með snilli sinni á vellinum. Hann verður besti leikmaður liðsins á EM og bíður með að semja við nýtt lið fram yfir mótið. Eftir Evrópumótið kemur svo frétt þess efnis að Martin sé búinn að semja við eitt af tíu bestu liðum Evrópu. Golfstelpurnar okkar verða í sviðsljósinu á nýju ári. Það verður þó Valdís Þóra Jónsdóttir sem stelur senunni á Evrópumótaröðinni. Það mun taka Ólafíu Þórunni svolítinn tíma að fóta sig á mótaröð þeirra bestu en Valdís verður tvívegis á meðal efstu fimm í Evróputúrnum. Rígur þeirra mun ná nýjum hæðum þegar þær koma báðar heim og keppa á Íslandsmótinu í höggleik í sumar, og Valdís vinnur. Strákarnir okkar í landsliðinu í knattspyrnu komast því miður ekki á HM í Rússlandi 2018. Með mikilli dramatík í lokaleiknum í riðlinum komast þeir í umspilið en falla aftur á þeirri hindrun þar sem þeir mæta einu af fjórum sterkustu liðum álfunnar. Gylfi Þór Sigurðsson verður áfram skærasta stjarna íslenska boltans og Everton klárar dæmið sem því tókst ekki síðasta sumar og kaupir okkar mann á 30 milljónir punda. Handboltalandsliðið okkar veldur gífurlegum vonbrigðum á HM í Frakklandi í byrjun árs. Aron Pálmarsson nær aðeins að spila einn leik vegna meiðsla sem verður banabiti liðsins. Strákarnir vinna aðeins einn leik og fara í fyrsta sinn í Forsetabikarinn sem þeir vinna en enginn verður glaður yfir því, ekki einu sinni forsetinn okkar. Aron fær draum sinn uppfylltan næsta sumar þegar hann gengur til liðs við Barcelona. Gunnar Nelson snýr aftur í búrið eftir langa fjarveru og verður aftur óskabarn þjóðarinnar. Hann berst þrisvar sinnum á árinu, alltaf við sterkari og sterkari mótherja og vinnur alla bardagana. Sigur hans á manni sem verður á meðal sjö efstu á styrkleikalistanum undir lok þessa árs fer langt með að fleyta honum í titilbardagann sem hann hefur svo lengi ætlað sér í.Leyndarmál og ósætti Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, dagskrárgerðarkona á Stöð 2, fær Edduna fyrir sjónvarpsþátt sinn, Leitina að upprunanum. Eitt það besta sem völvan hefur séð í íslensku sjónvarpi. Hin ástföngnu Saga Garðarsdóttir leikkona og Snorri Helgason tónlistarmaður láta pússa sig saman. Stofnmeðlimur Baggalúts yfirgefur hljómsveitina í skugga ósættis. Emmsjé Gauti opinberar leyndarmál fyrir vinum og vandamönnum á vormánuðum sem ratar alla leið í slúðurdálka blaðanna. Íslensk þáttagerð vekur athygli í útlöndum. Ófærð slær í gegn á Norðurlöndunum og endurgerð Réttar í Bandaríkjunum vekur athygli. Höfundarnir eru þeir sömu og skrifuðu síðustu seríu; Þorleifur Örn Arnarson og Andri Óttarsson. Rapparinn Gísli Pálmi gefur óvænt út plötu á nýju ári. Sú ratar ekki einungis á topplista hér á landi heldur á vinsældalista um alla Evrópu. Hann fylgir henni eftir með tónleikaferðalagi um álfuna sem hann reyndar klárar ekki af óviðráðanlegum ástæðum. Elma Stefanía Ágústsdóttir leikkona mun stela senunni í ár. Hún kemur til með að landa stóru hlutverki í erlendri kvikmynd á árinu. Baltasar Kormákur kemur fram í viðtali og segir frá því að hann stefni á samstarf með heimsfrægri Hollywood-stjörnu. Sú hefur fengið Óskarsverðlaun. Björk Guðmundsdóttir flytur til Íslands og heldur litla myndlistarsýningu í Reykjavík á eigin verkum á árinu. Verkin seljast upp samdægurs. Kunnur rithöfundur gefur út aðra bók um líf sitt um næstu jól. Uppljóstranir úr bókinni munu hafa mikil áhrif á íslenskt samfélag. Skúli Mogensen kynnir nýja unnustu fyrir þjóðinni á forsíðu Séð og heyrt um mitt ár. Sú er innanbúðarmanneskja í WOW. Samhent ákveða þau að færa út kvíarnar og WOW hefur flug til Asíu, mun fyrr en áætlað var. Þessi fljótfærni mun síðar draga dilk á eftir sér í rekstri félagsins. Miklar væntingar verða til framlags Íslands til Eurovision í ár. Við komumst hvorki lönd né strönd í keppninni en söngvarinn vinnur hug og hjörtu landsmanna og er fagnað líkt og þjóðhetju við heimkomuna. Gísli Marteinn Baldursson íhugar að breyta til. Pólitíkin er farin að kitla hann á nýjan leik. Hann daðrar við þá hugmynd að ganga til liðs við Viðreisn. Hann getur það ekki fyrr en hann fer frá RÚV. Viðreisn býður fram í næstu sveitarstjórnarkosningum í borginni sem eru ekki fyrr en 2018 og völvan skarpskyggna sér Gísla í einu af efstu sætunum.Minni ólga í stjórnmálum Völvan spáir minni ólgu í stjórnmálunum á næsta ári en því síðasta. Þrátt fyrir tæpan meirihluta mun ríkisstjórn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks vanda til verka. Andrúmsloftið í þinginu verður bærilegt. Sigurður Ingi Jóhannsson víkur úr forsætisráðherrastól og Bjarni Benediktsson tekur við. Eitthvað verður um innanflokksátök innan Sjálfstæðisflokks. Mönnum finnst Bjarni ekki sýna nægilegan styrk í umgengni sinni við hina stjórnarflokkana tvo. Bjarni finnur sig óvænt í nýjum, bættari vinnubrögðum sem óhjákvæmilega felast í svo tæpum meirihluta. Innanríkisráðuneytinu verður skipt upp í tvö ráðuneyti í nýrri þriggja flokka stjórn. Lilju Alfreðsdóttur verður úthlutað formannssætinu í fjárlaganefnd gegn því að Framsóknarflokkurinn standi með tæpum meirihluta í stórum málum. Benedikt Jóhannesson mætir nokkurri gagnrýni fyrir vikið, að hann gangi á bak orða sinna eftir yfirlýsingar hans um að vilja ekki starfa með Framsóknarflokki. Birgitta Jónsdóttir hættir á kjörtímabilinu af persónulegum ástæðum og inn kemur varamaður í hennar stað. Helgi Hrafn kemur sterkur inn í starf Pírata að nýju þegar Birgitta fer, enda er og hefur verið stirt þeirra á milli. Fylgi flokksins í könnunum rýkur upp, reyndar aðeins tímabundið, með auknum sýnileika Helga. Píratar verða öflugir í stjórnarandstöðu. Gunnar Hrafn Jónsson Pírati snýr aftur á þing tvíefldur eftir erfiða baráttu við þunglyndi. Hann verður öflugur málsvari geðheilbrigðiskerfisins á þinginu ásamt Björt Ólafsdóttur, fyrrverandi formanni Geðhjálpar. Saman munu þau knýja á um nokkrar breytingar í þessu efni. Óttarr Proppé og Björt Ólafsdóttir munu gegna veigamiklu hlutverki diplómata í nýrri ríkisstjórn því það örlar á tortryggni milli frændanna Benedikts og Bjarna. Pólitísk spillingarmál verða áfram í deiglunni, stjórnmálamönnum til mikils vansa. Þar leikur Steingrímur J. Sigfússon lykilhlutverk. Hann neyðist til að íhuga stöðu sína alvarlega. Völvan sér fram á enn frekari deilur innan VG. Eldri flokksmenn utan af landi eru ekki sáttir við framgöngu Katrínar Jakobsdóttur í stjórnarmyndunarviðræðum. Hún hafi látið gullið tækifæri renna sér úr greipum með því að vera ekki jákvæðari í garð Bjarna Benediktssonar í stjórnarmyndunarviðræðum. Katrínu leiðist þegar eldri karlmenn segja henni fyrir verkum. Henni er boðið nýtt og spennandi starf í útlöndum á árinu sem hún þó afþakkar. Upp kemst um umdeilt mál sem tengist Engeyjarætt þeirra Benedikts Jóhannessonar og Bjarna Benediktssonar, en þeir standa ágjöfina báðir af sér. Einum ráðherra verður skipt út á árinu. Von er á að minnsta kosti einu þingmannsbarni í lok árs. Glímu Sigmundar Davíðs og Ríkisútvarpsins er hvergi nærri lokið. Hinn fyrrverandi forsætisráðherra mun ekki linna látum fyrr en óvinir hans í Efstaleiti biðjast afsökunar. Sigmundur Davíð mun þrábiðja um slíka afsökunarbeiðni. Honum hefur þegar verið neitað einu sinni.Stofnanir og samfélagið Neytendamálin voru fyrirferðarmikil á árinu. Völvunni blöskraði fregnir af Mjólkursamsölunni og framferði fyrirtækisins gagnvart keppinautunum, Örnu og KÚ. Þá vöktu blekkingar eigenda Brúneggja mikla athygli. Íslenskir viðskiptamenn eiga stundum erfitt með að segja satt og neytendur keppast við að gleyma ofbeldinu á smásölumarkaði. Völvan spáir því að fleiri hneykslismál komi upp og að neytendur gleymi þeim jafnharðan. Eitt umfangsmesta fíkniefnamál Íslands kemur upp. Lögreglan, í samstarfi við erlend lögregluyfirvöld, leggur hald á mikið magn fíkniefna. Málið teygir anga sína til Suður-Ameríku þar sem íslenskir góðkunningjar lögreglunnar halda til. Miklar væringar verða á fjölmiðlamarkaði og eitthvað um samruna. Fréttatíminn skiptir um eigendur og Össur Skarphéðinsson sækist eftir ritstjórastöðunni af hvekktum Gunnari Smára Egilssyni. Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi DV og Vefpressunnar, fer út í enn frekari áhættusöm viðskipti til að bæta við fjölmiðlaveldi sitt. Það gengur ekki upp. Upp koma sögusagnir um að hann eigi ekki fyrir reikningum og launum. Þær eru á rökum reistar en Björn Ingi bjargar sér fyrir horn og heldur eftir DV. Pétur Gunnlaugsson á Útvarpi Sögu verður sýknaður af ákæru um meint hatursummæli og að útvarpa hatursfullum ummælum hlustenda. Lögregluþjónar rísa upp og hóta að leggja niður störf í sumar þegar metfjöldi ferðamanna sækir landið heim án þess að nokkrar ráðstafanir séu gerðar um aukafjárveitingar til löggæslu. Alíslenskur gagnaleki verður á árinu og ráðuneytisstjórar og aðrir háttsettir embættismenn koma illa út. Málið mun draga dilk á eftir sér. Einhverjir þeirra þurfa að víkja og axla ábyrgð. Sveitarfélögin Garður og Sandgerðisbær sameinast. Sameiningin hefst á síðari hluta ársins. Fleiri sveitarfélög íhuga það sama og mun sameining þessara tveggja sveitarfélaga verða spark í rass fámennra sveitarfélaga hvers rekstur gengur erfiðlega. Pólitíkin í ráðhúsinu verður öllu hófstilltari nú þegar stjórnarandstaðan getur ekki bent á hörmulega rekstrarafkomu í borginni. Svo virðist sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sé loksins að blómstra. Ef hann hins vegar lagar ekki göturnar í borginni í sumar þá hefur völvan sjálf undirskriftasöfnun gegn honum.Eldgos og náttúran Veturinn verður harður og snjóþungur, einkum fyrir norðan og vestan. Björgunarsveitir munu hafa í nægu að snúast. Seint í janúar gerir mikinn storm fyrir vestan. Talsverð eyðilegging verður í nokkrum bæjum sem verður erfiður biti fyrir sveitarfélög að kyngja. Sumarið verður mjög gott og allir landshlutar munu fá sinn skerf af sól. Hitamet fellur fyrir norðan í ágúst. Rigningarkaflarnir sem við þekkjum hvert sumar munu þó enn taka á taugar landsmanna, sérstaklega á suðvesturhorninu. Eitthvað verður um eldsumbrot undir jökli en óvíst um umfangið. Á sumarmánuðum mun jörðin opnast undan þrýstingnum. Umferðarslys verða nokkru fleiri en á árinu sem er að líða. Ölvunarakstur eykst enn. Fjölgun slysa er ekki eingöngu hægt að skýra með fjölgun ferðamanna, heldur virðist landinn verða öllu kærulausari í umferðinni með batnandi efnahagsástandi.
Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Völva 2013: Frægir í fjölmiðlum Í heimi fjölmiðlanna á Íslandi verða miklar breytingar og hrókeringar. Árvakur heldur sínu og þar verður allt við það sama, Davíð Oddsson og félagar í sínum stólum. Birtingur stendur svo höllum fæti að þar þarf að fá einhvern stóra bróður til hjálpar. 21. desember 2012 17:00 Völvan 2016: Ráðherra tekur pokann sinn og Hlín og Malín gera upp málin í beinni útsendingu Völva Fréttablaðsins spáir í spilin. 2. janúar 2016 09:00 Völvan spáir stjórnarslitum, óeirðum og byltingu Upplausn verður við stjórn landsins, ríkisstjórnin springur og einnig sú sem tekur við og bylting verður í þjóðfélaginu, af slíku tagi að búsáhaldabyltingin verður barnaleikur einn í samanburðinum. Þetta segir Völva vikunnar um árið sem senn gengur í garð. 28. desember 2010 12:21 Völvuspá Lífsins 2014 - Eftir höfðinu dansa limirnir Völva Lífsins lítur yfir komandi ár og spáir nýjum tækifærum, heiftarlegum náttúruhamförum, ferðamannastraumi til Íslands sem aldrei fyrr, mannskaða, ráðaleysi í stjórnmálum, íþróttaafrekum, veikindum, kærleik og nýjum erfingjum fræga fólksins. 3. janúar 2014 12:30 Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira
Völva 2013: Frægir í fjölmiðlum Í heimi fjölmiðlanna á Íslandi verða miklar breytingar og hrókeringar. Árvakur heldur sínu og þar verður allt við það sama, Davíð Oddsson og félagar í sínum stólum. Birtingur stendur svo höllum fæti að þar þarf að fá einhvern stóra bróður til hjálpar. 21. desember 2012 17:00
Völvan 2016: Ráðherra tekur pokann sinn og Hlín og Malín gera upp málin í beinni útsendingu Völva Fréttablaðsins spáir í spilin. 2. janúar 2016 09:00
Völvan spáir stjórnarslitum, óeirðum og byltingu Upplausn verður við stjórn landsins, ríkisstjórnin springur og einnig sú sem tekur við og bylting verður í þjóðfélaginu, af slíku tagi að búsáhaldabyltingin verður barnaleikur einn í samanburðinum. Þetta segir Völva vikunnar um árið sem senn gengur í garð. 28. desember 2010 12:21
Völvuspá Lífsins 2014 - Eftir höfðinu dansa limirnir Völva Lífsins lítur yfir komandi ár og spáir nýjum tækifærum, heiftarlegum náttúruhamförum, ferðamannastraumi til Íslands sem aldrei fyrr, mannskaða, ráðaleysi í stjórnmálum, íþróttaafrekum, veikindum, kærleik og nýjum erfingjum fræga fólksins. 3. janúar 2014 12:30