Stofnanir flokkanna þriggja koma saman annað kvöld Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 8. janúar 2017 19:11 Formenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar munu samþykkja stjórnarsáttmála flokkanna þriggja í kvöld eða í síðasta lagi í fyrramálið. Stofnanir flokkanna munu koma saman annað kvöld til að samþykkja þátttöku flokkanna í ríkisstjórn en gert er ráð fyrir að hún verði kynnt á þriðjudag. Í gær voru 10 vikur frá því að Íslendingar gengu til Alþingiskosninga. Síðan þá hafa þrír formenn stjórnmálaflokka fengið umboð til stjórnarmyndunar og daglega hefur í fjölmiðlum verið rætt um að hinir og þessar hafi átt í formlegum eða óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum. En nú sér fyrir endan á þessari stjórnarkreppu eins og sumir stjórnmálafræðingar hafa orðað það. Þingflokkur Viðreisnar kom saman til fundar eftir hádegi í dag til að ræða þær athugasemdir sem þingflokkur Sjálfstæðisflokks gerði við drög að stjórnarsáttmála flokkanna í gær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er gert ráð fyrir að forystufólk flokkanna samþykki stjórnarsáttmálann í endanlegri mynd í kvöld, en það gæti þó gerst í fyrramálið. Í þeim kafla stjórnarsáttmálans er snýr að landbúnaðarmálum kemur fram að búvörusamningar verði endurskoðaður árið 2019 en það er í samræmi við þær breytingar sem Alþingi samþykkti á samningunum í fyrra. Þá liggur fyrir að ráðist verður í endurskoðun á peningastefnunni og átak gert í uppbyggingu innviða. Þingmenn flokkanna þriggja hafa í samtölum við fréttastofu sagt að ekki verði að finna neinar meiriháttar kerfisbreytingar í sáttmálanum. Agi í ríkisfjármálum, stöðugleiki og uppbygging innviða séu ákveðið grunnstef í sáttmálanum. Áður en ný ríkisstjórn verður kynnt þurfa stofnanir flokkanna þriggja að samþykkja þátttöku flokkanna í ríkisstjórn. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins hefur verið boðað til fundar annað kvöld í Valhöll og þá mun ráðgjafaráð Viðreisnar og stjórn Bjartrar framtíðar koma saman á sama tíma. Líkt og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær verður ný ríkisstjórn flokkanna kynnt á þriðjudag eða miðvikudag, en líklegra er talið að það verði á þriðjudag. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þjóðaratkvæði um ESB í stjórnarsáttmálanum Stóru deilumálin í viðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafa verið útkljáð. Stjórnarsáttmáli verður skrifaður í vikunni. MS verður sett undir samkeppnislög, tollar lækkaðir á hvítt kjöt og kosið um ESB 2. janúar 2017 02:00 Óttarr brattur eftir níu vikur í stjórnarmyndunarviðræðum: „Það ættu allir að prófa þetta“ Óttarr Proppé hefur staðið í stjórnarmyndunarviðræðum í rúma tvo mánuði, eða samtals níu vikur. 6. janúar 2017 09:00 Ljóst að þriggja flokka ríkisstjórn verður að veruleika Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Viðreisn og Bjarta framtíð verði að veruleika 7. janúar 2017 18:49 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Sjá meira
Formenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar munu samþykkja stjórnarsáttmála flokkanna þriggja í kvöld eða í síðasta lagi í fyrramálið. Stofnanir flokkanna munu koma saman annað kvöld til að samþykkja þátttöku flokkanna í ríkisstjórn en gert er ráð fyrir að hún verði kynnt á þriðjudag. Í gær voru 10 vikur frá því að Íslendingar gengu til Alþingiskosninga. Síðan þá hafa þrír formenn stjórnmálaflokka fengið umboð til stjórnarmyndunar og daglega hefur í fjölmiðlum verið rætt um að hinir og þessar hafi átt í formlegum eða óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum. En nú sér fyrir endan á þessari stjórnarkreppu eins og sumir stjórnmálafræðingar hafa orðað það. Þingflokkur Viðreisnar kom saman til fundar eftir hádegi í dag til að ræða þær athugasemdir sem þingflokkur Sjálfstæðisflokks gerði við drög að stjórnarsáttmála flokkanna í gær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er gert ráð fyrir að forystufólk flokkanna samþykki stjórnarsáttmálann í endanlegri mynd í kvöld, en það gæti þó gerst í fyrramálið. Í þeim kafla stjórnarsáttmálans er snýr að landbúnaðarmálum kemur fram að búvörusamningar verði endurskoðaður árið 2019 en það er í samræmi við þær breytingar sem Alþingi samþykkti á samningunum í fyrra. Þá liggur fyrir að ráðist verður í endurskoðun á peningastefnunni og átak gert í uppbyggingu innviða. Þingmenn flokkanna þriggja hafa í samtölum við fréttastofu sagt að ekki verði að finna neinar meiriháttar kerfisbreytingar í sáttmálanum. Agi í ríkisfjármálum, stöðugleiki og uppbygging innviða séu ákveðið grunnstef í sáttmálanum. Áður en ný ríkisstjórn verður kynnt þurfa stofnanir flokkanna þriggja að samþykkja þátttöku flokkanna í ríkisstjórn. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins hefur verið boðað til fundar annað kvöld í Valhöll og þá mun ráðgjafaráð Viðreisnar og stjórn Bjartrar framtíðar koma saman á sama tíma. Líkt og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær verður ný ríkisstjórn flokkanna kynnt á þriðjudag eða miðvikudag, en líklegra er talið að það verði á þriðjudag.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þjóðaratkvæði um ESB í stjórnarsáttmálanum Stóru deilumálin í viðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafa verið útkljáð. Stjórnarsáttmáli verður skrifaður í vikunni. MS verður sett undir samkeppnislög, tollar lækkaðir á hvítt kjöt og kosið um ESB 2. janúar 2017 02:00 Óttarr brattur eftir níu vikur í stjórnarmyndunarviðræðum: „Það ættu allir að prófa þetta“ Óttarr Proppé hefur staðið í stjórnarmyndunarviðræðum í rúma tvo mánuði, eða samtals níu vikur. 6. janúar 2017 09:00 Ljóst að þriggja flokka ríkisstjórn verður að veruleika Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Viðreisn og Bjarta framtíð verði að veruleika 7. janúar 2017 18:49 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Sjá meira
Þjóðaratkvæði um ESB í stjórnarsáttmálanum Stóru deilumálin í viðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafa verið útkljáð. Stjórnarsáttmáli verður skrifaður í vikunni. MS verður sett undir samkeppnislög, tollar lækkaðir á hvítt kjöt og kosið um ESB 2. janúar 2017 02:00
Óttarr brattur eftir níu vikur í stjórnarmyndunarviðræðum: „Það ættu allir að prófa þetta“ Óttarr Proppé hefur staðið í stjórnarmyndunarviðræðum í rúma tvo mánuði, eða samtals níu vikur. 6. janúar 2017 09:00
Ljóst að þriggja flokka ríkisstjórn verður að veruleika Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Viðreisn og Bjarta framtíð verði að veruleika 7. janúar 2017 18:49