Tekjutap vegna skattaskjóla hleypur á milljörðum króna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. janúar 2017 07:00 Töflur unnar úr skýrslunni. Mögulegt tap ríkisins vegna skattaundanskota gæti numið allt frá 2,8 til 6,5 milljarða króna samkvæmt útreikningum starfshóps sem vann að skýrslu um aflandseignir Íslendinga og tekjutap hins opinbera. Skýrslan var birt í gær. Miðgildi mögulegs tekjutaps var reiknað 4,6 milljarðar og var miðað við gildandi lög um fjármagnstekjuskatt. Hópurinn beitti einnig fimm öðrum aðferðum til þess að reikna tapið út og meta þær árlegt tap allt frá 4,9 til 15,5 milljarðar. „Um þrjár ólíkar gerðir mats er að ræða og því ekki við hæfi að gefa eina tölu sem líklegustu niðurstöðuna,“ segir í skýrslunni. Aðferðirnar sem um ræðir eru aðferðir kenndar við Zucman, Henry og Oxfam auk danskrar og sænskrar útfærslu á matsaðferð Zucmans. Aðferðirnar eru útskýrðar með þeim hætti að niðurstöður Henrys og Oxfam lúti að þeim fjármunum „sem stjórnvöld kynnu að geta tekið til sín á alþjóðavísu ef unnt reyndist með samstilltum alþjóðlegum aðgerðum að skattleggja allt aflandsfé í heiminum“, þó á mismunandi hátt. Tölur Zucmans „byggja á álíka forsendum innbyrðis og gera ráð fyrir því að einnig mætti takast að koma böndum á skattasniðgöngu alþjóðlegra stórfyrirtækja“. Þá er einnig tekið fram í skýrslunni að eignir metnar á um 350 til 810 milljarða króna hafi safnast saman á aflandssvæðum frá árinu 1990. Líklegasta talan á því bili er reiknuð 580 milljarðar króna. Þar af hafa 150 milljarðar safnast upp við milliverðlagningu, 230 með eignastýringu í Lúxemborg og 200 með óskráðum fjármagnstilfærslum. Sagt er frá því í skýrslunni að fjöldi aflandsfélaga í eigu Íslendinga hafi fertugfaldast frá 1999 og fram að hruni. Þá hafi eignir í stýringu íslensku bankanna í Lúxemborg 46-faldast á sama tímabili. Sá banki sem var milliliður við stofnun flestra aflandsfélaga var Landsbankinn í Lúxemborg. Þau félög voru 298 eða nærri 51 prósent af heildinni. Milliliður á vegum Kaupþings, KV Associates, sá um stofnun 176 félaga, eða þrjátíu prósenta. Novator og Arena Wealth Management sáu svo um rúm átta prósent til viðbótar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Mögulegt tap ríkisins vegna skattaundanskota gæti numið allt frá 2,8 til 6,5 milljarða króna samkvæmt útreikningum starfshóps sem vann að skýrslu um aflandseignir Íslendinga og tekjutap hins opinbera. Skýrslan var birt í gær. Miðgildi mögulegs tekjutaps var reiknað 4,6 milljarðar og var miðað við gildandi lög um fjármagnstekjuskatt. Hópurinn beitti einnig fimm öðrum aðferðum til þess að reikna tapið út og meta þær árlegt tap allt frá 4,9 til 15,5 milljarðar. „Um þrjár ólíkar gerðir mats er að ræða og því ekki við hæfi að gefa eina tölu sem líklegustu niðurstöðuna,“ segir í skýrslunni. Aðferðirnar sem um ræðir eru aðferðir kenndar við Zucman, Henry og Oxfam auk danskrar og sænskrar útfærslu á matsaðferð Zucmans. Aðferðirnar eru útskýrðar með þeim hætti að niðurstöður Henrys og Oxfam lúti að þeim fjármunum „sem stjórnvöld kynnu að geta tekið til sín á alþjóðavísu ef unnt reyndist með samstilltum alþjóðlegum aðgerðum að skattleggja allt aflandsfé í heiminum“, þó á mismunandi hátt. Tölur Zucmans „byggja á álíka forsendum innbyrðis og gera ráð fyrir því að einnig mætti takast að koma böndum á skattasniðgöngu alþjóðlegra stórfyrirtækja“. Þá er einnig tekið fram í skýrslunni að eignir metnar á um 350 til 810 milljarða króna hafi safnast saman á aflandssvæðum frá árinu 1990. Líklegasta talan á því bili er reiknuð 580 milljarðar króna. Þar af hafa 150 milljarðar safnast upp við milliverðlagningu, 230 með eignastýringu í Lúxemborg og 200 með óskráðum fjármagnstilfærslum. Sagt er frá því í skýrslunni að fjöldi aflandsfélaga í eigu Íslendinga hafi fertugfaldast frá 1999 og fram að hruni. Þá hafi eignir í stýringu íslensku bankanna í Lúxemborg 46-faldast á sama tímabili. Sá banki sem var milliliður við stofnun flestra aflandsfélaga var Landsbankinn í Lúxemborg. Þau félög voru 298 eða nærri 51 prósent af heildinni. Milliliður á vegum Kaupþings, KV Associates, sá um stofnun 176 félaga, eða þrjátíu prósenta. Novator og Arena Wealth Management sáu svo um rúm átta prósent til viðbótar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira