Björn Einarsson staðfestir framboð sitt til formanns KSÍ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. janúar 2017 15:53 Björn Einarsson, formaður Víkings og forstjóri TVG-Zimsen, ætlar að gefa kost á sér til formanns KSÍ. Von er á tilkynningu frá Birni vegna framboðsins. Geir Þorsteinsson tilkynnti í gær öllum að óvörum að hann væri hættur við að gefa kost á sér til áframhaldandi starfa sem formaður eftir tíu ára starf. Guðni Bergsson, fyrrverandi landsliðsmaður og atvinnumaður, hefur þegar tilkynnt um framboð sitt. Björn hefur þegar tilkynnt að hann bjóðist til að gegna starfinu launalaust en laun formanns í dag eru nærri því ein og hálf milljón króna. Samkvæmt heimildum Vísis nýtur Björn nokkurs stuðnings meðal félaga í efstu deild. Má þar nefna hans eigin félag, Víking, og einnig KR en formaður knattspyrnudeildar KR, Kristinn Kjærnested, er starfsmaður hjá TVG-Zimsen. Uppfært klukkan 16:10 með tilkynningunni frá Birni sem sjá má að neðan og klukkan 17:00 með viðtalinu í Akraborginni sem finna má í spilaranum að ofan. Tilkynning frá Birni Björn Einarsson, formaður Knattspyrnufélagsins Víkings, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands á ársþingi KSÍ 11. febrúar. Björn hefur mikla og víðtæka reynslu af stjórnarstörfum í íþrótta- og knattspyrnuhreyfingunni. Hann var formaður knattspyrnudeildar Víkings 2007-2013 og formaður aðalstjórnar Víkings frá 2013 auk þess sem hann hefur setið í stjórn Íslensks toppfótbolta (ÍTF). Björn hefur auk þess 20 ára reynslu af að stýra fyrirtækjum bæði hér á landi sem og erlendis. Hann hefur verið framkvæmdastjóri TVG-Zimsen frá árinu 2006. Björn mun ekki þiggja laun sem formaður KSÍ. „Ég hef fengið mikla hvatningu úr knattspyrnuhreyfingunni undanfarnar vikur til að bjóða mig fram til formanns KSÍ. Þetta er ákvörðun sem ég tek að mjög vel yfirlögðu ráði. Margt gott hefur áunnist innan sambandsins síðastliðinn áratug en engu að síður er skýr krafa um breytta og öflugri stjórnsýslu innan KSÍ sem mikilvægt er að hlusta á. Ég tel mig koma með mikla reynslu og þekkingu úr knattspyrnuhreyfingunni og atvinnulífinu til að vinna að þessum breytingum með jákvæðum hætti og samvinnu allra aðila. Mjög mikilvægt er að styrkja ímynd KSÍ gagnvart samfélaginu, aðildarfélögunum og samstarfsaðilum, innlendum sem erlendum. Það er mikill mannauður og reynsla innan stjórnar og á skrifstofu KSÍ sem nýta þarf vel og vandlega. Efla þarf sjálfstæði skrifstofu KSÍ og styrkja hana enn betur til að takast á við daglegan rekstur. Ennfremur er mikilvægt í mínum huga að tryggja þarf skýrt jafnvægi milli stjórnar KSÍ og skrifstofu sambandsins. Það er mikil og góð vinna unnin í grasrótinni og á meðal aðildarfélaga KSÍ. Tryggja þarf öflugri brú á milli KSÍ og aðildarfélaganna sem hafa margar og ólíkar þarfir. Ég mun beita mér fyrir því að að efla umgjörð og vinnuramma landshlutafulltrúa sambandsins og styrkja þannig tengingu landsbyggðarinnar við KSÍ. Ég mun leggja mig allan fram og vinna af krafti og heilindum fyrir öll aðildarfélög KSÍ og íslenska knattspyrnu. Tækifærin eru sannarlega til staðar í þessum frábæra meðbyr sem íslensku landsliðin, bæði kvenna og karla, hafa búið til fyrir okkur,“ segir Björn. KSÍ Tengdar fréttir Næsti formaður KSÍ hefur þrjár vikur til stefnu Björn Einarsson, Guðrún Inga Sívertsen, Guðni Bergsson eða Halla Gunnarsdóttir? 5. janúar 2017 14:45 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Björn Einarsson, formaður Víkings og forstjóri TVG-Zimsen, ætlar að gefa kost á sér til formanns KSÍ. Von er á tilkynningu frá Birni vegna framboðsins. Geir Þorsteinsson tilkynnti í gær öllum að óvörum að hann væri hættur við að gefa kost á sér til áframhaldandi starfa sem formaður eftir tíu ára starf. Guðni Bergsson, fyrrverandi landsliðsmaður og atvinnumaður, hefur þegar tilkynnt um framboð sitt. Björn hefur þegar tilkynnt að hann bjóðist til að gegna starfinu launalaust en laun formanns í dag eru nærri því ein og hálf milljón króna. Samkvæmt heimildum Vísis nýtur Björn nokkurs stuðnings meðal félaga í efstu deild. Má þar nefna hans eigin félag, Víking, og einnig KR en formaður knattspyrnudeildar KR, Kristinn Kjærnested, er starfsmaður hjá TVG-Zimsen. Uppfært klukkan 16:10 með tilkynningunni frá Birni sem sjá má að neðan og klukkan 17:00 með viðtalinu í Akraborginni sem finna má í spilaranum að ofan. Tilkynning frá Birni Björn Einarsson, formaður Knattspyrnufélagsins Víkings, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands á ársþingi KSÍ 11. febrúar. Björn hefur mikla og víðtæka reynslu af stjórnarstörfum í íþrótta- og knattspyrnuhreyfingunni. Hann var formaður knattspyrnudeildar Víkings 2007-2013 og formaður aðalstjórnar Víkings frá 2013 auk þess sem hann hefur setið í stjórn Íslensks toppfótbolta (ÍTF). Björn hefur auk þess 20 ára reynslu af að stýra fyrirtækjum bæði hér á landi sem og erlendis. Hann hefur verið framkvæmdastjóri TVG-Zimsen frá árinu 2006. Björn mun ekki þiggja laun sem formaður KSÍ. „Ég hef fengið mikla hvatningu úr knattspyrnuhreyfingunni undanfarnar vikur til að bjóða mig fram til formanns KSÍ. Þetta er ákvörðun sem ég tek að mjög vel yfirlögðu ráði. Margt gott hefur áunnist innan sambandsins síðastliðinn áratug en engu að síður er skýr krafa um breytta og öflugri stjórnsýslu innan KSÍ sem mikilvægt er að hlusta á. Ég tel mig koma með mikla reynslu og þekkingu úr knattspyrnuhreyfingunni og atvinnulífinu til að vinna að þessum breytingum með jákvæðum hætti og samvinnu allra aðila. Mjög mikilvægt er að styrkja ímynd KSÍ gagnvart samfélaginu, aðildarfélögunum og samstarfsaðilum, innlendum sem erlendum. Það er mikill mannauður og reynsla innan stjórnar og á skrifstofu KSÍ sem nýta þarf vel og vandlega. Efla þarf sjálfstæði skrifstofu KSÍ og styrkja hana enn betur til að takast á við daglegan rekstur. Ennfremur er mikilvægt í mínum huga að tryggja þarf skýrt jafnvægi milli stjórnar KSÍ og skrifstofu sambandsins. Það er mikil og góð vinna unnin í grasrótinni og á meðal aðildarfélaga KSÍ. Tryggja þarf öflugri brú á milli KSÍ og aðildarfélaganna sem hafa margar og ólíkar þarfir. Ég mun beita mér fyrir því að að efla umgjörð og vinnuramma landshlutafulltrúa sambandsins og styrkja þannig tengingu landsbyggðarinnar við KSÍ. Ég mun leggja mig allan fram og vinna af krafti og heilindum fyrir öll aðildarfélög KSÍ og íslenska knattspyrnu. Tækifærin eru sannarlega til staðar í þessum frábæra meðbyr sem íslensku landsliðin, bæði kvenna og karla, hafa búið til fyrir okkur,“ segir Björn.
KSÍ Tengdar fréttir Næsti formaður KSÍ hefur þrjár vikur til stefnu Björn Einarsson, Guðrún Inga Sívertsen, Guðni Bergsson eða Halla Gunnarsdóttir? 5. janúar 2017 14:45 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Næsti formaður KSÍ hefur þrjár vikur til stefnu Björn Einarsson, Guðrún Inga Sívertsen, Guðni Bergsson eða Halla Gunnarsdóttir? 5. janúar 2017 14:45