Þjóðaratkvæði um ESB í stjórnarsáttmálanum Sveinn Arnarsson skrifar 2. janúar 2017 02:00 Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, hafa unnið vel úr spilum sínum og fá sín stóru mál inn í stjórnarsáttmálann Vísir/Stefán Samkomulag hefur náðst milli Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar um öll þau stóru mál sem steyttu á skeri í síðustu viðræðum. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir nú aðeins eftir að setjast niður og skrifa stjórnarsáttmála og að það þyrfti ekki að taka meira en tvær vikur. „Við höfum komist yfir stærstu þröskuldana. Núna munum við nota næstu daga í að skrifa stjórnarsáttmála. Það í sjálfu sér þarf ekkert að taka neitt rosalega langan tíma en við erum ekkert að flýta okkur að neinu,“ segir Benedikt. „Við ákváðum að taka okkur frí á nýársdag en munum hefjast handa strax í byrjun vikunnar.“ Viðræður flokkanna þriggja hafa tekið nokkuð langan tíma frá því að upp úr slitnaði í viðræðum fimm flokka á vinstri vængnum undir forystu Birgittu Jónsdóttur. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk umboð forseta rétt fyrir áramót til að mynda ríkisstjórn enda höfðu samningaviðræður flokkanna þokast í rétta átt yfir hátíðirnar.Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, gengur til veislu að Bessastöðum á nýársdag. Fréttablaðið/HannaSamkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun þjóðaratkvæðagreiðsla verða haldin á kjörtímabilinu um hvort hefja eigi að nýju viðræður við ESB. Líkt og í stjórnarsáttmála Samfylkingarinnar og VG árið 2009 verður ákvæði í stjórnarsáttmála um að skoðanir flokkanna sem mynda ríkisstjórn séu mismunandi, að þeir virði skoðanir hver annars og að ríkisstjórnarflokkunum verði í sjálfsvald sett hvernig þeir greiði atkvæði um þingsályktun um þjóðaratkvæðagreiðslu varðandi ESB á kjörtímabilinu.Óttarr Proppé, formaður BF, ásamt S. Birni Blöndal, borgarfulltrúa, ganga til nýársmóttöku á Bessastöðum Fréttablaðið/HannaÍ sjávarútvegsmálum mun hlutfall af aflaheimildum verða boðið upp árlega til að tryggja að markaðsverð fáist fyrir aflaheimildirnar. Þannig mun markaðurinn ákveða hvað samfélagið geti fengið fyrir aflaheimildir á markaði. Varðandi landbúnaðarmál verða tollar lækkaðir á bæði kjúklinga- og svínakjöt og tollar á osta og aðrar landbúnaðarafurðir verða lækkaðir í áföngum á næsta kjörtímabili samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Einnig verður endurskoðun búvörusamninga tekin föstum tökum. Þá hefur náðst samkomulag milli flokkanna þriggja um að undanþágur Mjólkursamsölunnar frá samkeppnislögum verði afnumdar. Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Samkomulag hefur náðst milli Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar um öll þau stóru mál sem steyttu á skeri í síðustu viðræðum. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir nú aðeins eftir að setjast niður og skrifa stjórnarsáttmála og að það þyrfti ekki að taka meira en tvær vikur. „Við höfum komist yfir stærstu þröskuldana. Núna munum við nota næstu daga í að skrifa stjórnarsáttmála. Það í sjálfu sér þarf ekkert að taka neitt rosalega langan tíma en við erum ekkert að flýta okkur að neinu,“ segir Benedikt. „Við ákváðum að taka okkur frí á nýársdag en munum hefjast handa strax í byrjun vikunnar.“ Viðræður flokkanna þriggja hafa tekið nokkuð langan tíma frá því að upp úr slitnaði í viðræðum fimm flokka á vinstri vængnum undir forystu Birgittu Jónsdóttur. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk umboð forseta rétt fyrir áramót til að mynda ríkisstjórn enda höfðu samningaviðræður flokkanna þokast í rétta átt yfir hátíðirnar.Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, gengur til veislu að Bessastöðum á nýársdag. Fréttablaðið/HannaSamkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun þjóðaratkvæðagreiðsla verða haldin á kjörtímabilinu um hvort hefja eigi að nýju viðræður við ESB. Líkt og í stjórnarsáttmála Samfylkingarinnar og VG árið 2009 verður ákvæði í stjórnarsáttmála um að skoðanir flokkanna sem mynda ríkisstjórn séu mismunandi, að þeir virði skoðanir hver annars og að ríkisstjórnarflokkunum verði í sjálfsvald sett hvernig þeir greiði atkvæði um þingsályktun um þjóðaratkvæðagreiðslu varðandi ESB á kjörtímabilinu.Óttarr Proppé, formaður BF, ásamt S. Birni Blöndal, borgarfulltrúa, ganga til nýársmóttöku á Bessastöðum Fréttablaðið/HannaÍ sjávarútvegsmálum mun hlutfall af aflaheimildum verða boðið upp árlega til að tryggja að markaðsverð fáist fyrir aflaheimildirnar. Þannig mun markaðurinn ákveða hvað samfélagið geti fengið fyrir aflaheimildir á markaði. Varðandi landbúnaðarmál verða tollar lækkaðir á bæði kjúklinga- og svínakjöt og tollar á osta og aðrar landbúnaðarafurðir verða lækkaðir í áföngum á næsta kjörtímabili samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Einnig verður endurskoðun búvörusamninga tekin föstum tökum. Þá hefur náðst samkomulag milli flokkanna þriggja um að undanþágur Mjólkursamsölunnar frá samkeppnislögum verði afnumdar.
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira