Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - KR 78-80 | KR-sigur í háspennuleik Smári Jökull Jónsson skrifar 19. janúar 2017 23:00 Sigurður Þorvaldsson, leikmaðu KR. Vísir Það var boðið upp á hörkuspennu í Grindavík í kvöld þegar heimamenn tóku á móti KR í Dominos-deildinni. Íslandmeistararnir höfðu þar sigur eftir mikla spennu og eru nú einir í efsta sæti deildarinnar. Grindvíkingar byrjuðu rólega og voru í basli sóknarlega fyrstu mínúturnar. Þeir unnu sig þó inn í leikinn og misstu KR-inga aldrei langt fram úr sér. KR leiddi með fjórum stigum í hálfleik. 36-32. Heimamenn mættu af krafti í seinni hálfleik og einhver deyfð virtist vera yfir liði gestanna. Grindvíkingar náðu mest 8 stiga forystu í fjórða leikhlutanum en þá náði KR 11-0 kafla og komst yfir á ný. Lokamínúturnar voru síðan æsispennandi. Lewis Clinch kom Grindavík einu stigi yfir þegar innan við mínúta var eftir en Þórir Þorbjarnarson svaraði með risastórum þristi fyrir KR með 27 sekúndur til leiksloka. Ólafur Ólafsson jafnaði í 78-78 í næstu sókn og heimamenn brutu á Þóri með 3 sekúndur á klukkunni. Heimamenn voru vissir að KR væru ekki komnir með skotrétt en eftir reikistefnu á ritaraborðinu fór Þórir á vítalínuna og tryggði KR 80-78 sigur með því að setja bæði skotin niður. Afar svekkjandi fyrir Grindvíkinga.Af hverju vann KR?Það var í raun ótrúlega lítið sem skildi á milli í leiknum í kvöld. Grindvíkingar voru komnir í ágæta stöðu og voru 8 stigum yfir í síðasta leikhlutanum. En reynsla KR-inga og sú staðreynd að það eru margir leikmenn tilbúnir að taka af skarið vóg þungt. KR-ingar fá framlag frá mörgum leikmönnum og hafa leikmenn innan sinna raða sem eru ekki óvanir að stíga upp í jöfnum leikjum líkt og þeim í kvöld. Grindvíkingar hefðu þurft stærra framlag frá fleirum en Lewis Clinch en hann var þeirra langbesti maður í kvöld. Klúðrið í lokin skipti miklu máli og Grindvíkingar hefðu líklega aldrei brotið á Þóri hefðu þeir vitað að KR-ingar væru komnir með skotréttinn. Þórir sýndi svo stáltaugar og kláraði leikinn auk þess að setja risastóran þrist í sókninni á undan.Bestu menn vallarins:Lewis Clinch Jr. var frábær í liði heimamanna. Hann skoraði 31 stig og var í miklu stuði í kvöld. Hittnin hefði getað verið betri en hann nýtti reyndar öll sín tíu vítaskot. Dagur Kár Jónsson átti ágæta spretti en má að ósekju skjóta meira á körfuna. Hjá KR kom Þórir afar sterkur inn í lokin og gerði gæfumuninn. Aðrir leikmenn áttu góða spretti en duttu niður þess á milli. Brynjar Þór Björnsson skoraði til dæmis 8 stig á skömmum tíma þegar Grindvíkingar virtust vera að stinga af í fjórða leikhlutanum en var annars fremur rólegur. Cedrick Bowen skoraði 15 stig en hitti illa í teignum og spurning hvort KR sé farið að leita að leikmanni í hans stað.Áhugaverð tölfræði:Pavel Ermolinskij var ískaldur í leiknum og hitti aðeins úr einu af tíu skotum sínum utan af velli. Jón Arnór Stefánsson skoraði úr þremur af ellefu skotum sínum og þeir félagar oft hitt betur en þeir gerðu í Röstinni í kvöld. Þórir Þorbjarnarson skoraði 17 stig og hitti úr 5 af 7 skotum utan af velli og öllum fjórum vítaskotum sínum.Hvað gekk illa?KR-ingar náðu aldrei flugi í leiknum í dag en vélin mallaði þó alltaf af sæmilegum krafti og það slokknaði aldrei alveg á henni. KR tókst þó aldrei að komast almennilega í gírinn og Grindvíkingar eflaust svekktir að nýta ekki tækifærið að vinna KR-liðið þegar þeir eru ekki upp á sitt besta. Grindvíkingum gekk illa að koma fleirum en Lewis Clinch af alvöru inn í leikinn. Þeir eru með sterka leikmenn í sínum röðum sem þeir þurfa meira framlag frá en þeir eru að skila. Jóhann: Klárlega framför frá síðasta leikJóhann Þór Ólafsson var ánægður með spilamennsku sinna manna í tapinu gegn KR.vísir/antonJóhann Ólafsson þjálfari Grindavíkur var auðvitað svekktur eftir tapið gegn KR og þá sérstaklega hvernig leikurinn tapaðist. „Það er alltaf svekkjandi að tapa og sérstaklega svona. Þetta var klúður á ýmsum stöðum og það er svekkjandi. En ég er samt þokkalega sáttur með mína menn,“ sagði Jóhann í samtali við Vísi eftir leik. KR-ingar héldu í sókn í stöðunni 78-78 þegar 16 sekúndur voru eftir og Grindvíkingar brutu á Þóri Þorbjarnarsyni með þrjár sekúndur á klukkunni. Heimamenn héldu að KR-ingar væru ekki komnir með skotrétt en það var hins vegar rangt og Þórir kláraði leikinn af vítalínunni. „Það voru þrjár villur á töflunni. Við ætluðum að gefa þeim fjórðu villuna og láta þá stilla upp en svo voru þeir komnir í bónus samkvæmt skýrslunni. Kannski klaufaskapur í mér að tékka ekki á þessu því við höfum lent í þessu áður.“ Grindvíkingar hafa tapað öllum sínum þremur leikjum eftir áramót en spiluðu betur í kvöld en þeir gerðu í leikjunum tveimur þar á undan. „Þetta er klárlega framför frá síðasta leik. Við erum að spila við mjög gott lið og keppum við þá í 40 mínútur og ég get ekki verið annað en sáttur við það.“ „Fyrstu tveir leikirnir voru vonbrigði en deildin er þannig að við erum núna í 6.-7.sæti en með tveimur sigrum erum við komnir upp í þriðja eða fjórða sæti. Þetta er pakki og hver leikur skiptir máli. Við þurfum bara að halda áfram,“ sagði Jóhann að lokum. Finnur Freyr: Erum að skoða okkar málFinnur Freyr var sáttur með stigin tvö en sagði ýmislegt hægt að laga í leik sinna manna.Finnur Freyr Stefánsson var ekkert sérlega ánægður með leik sinna manna en sagði í samtali við Vísi eftir leik að stigin væru kærkomin. „Miðað við spilamennsku fannst mér við eiga lítið skilið úr þessum leik. En það er gríðarlega mikilvægt að ná þessum tveimur stigum og hala inn sigrum þó spilamennskan sé ekki góð,“ sagði Finnur Freyr þjálfari KR eftir sigurinn gegn Grindvíkingum í kvöld. „Við erum í einhverri smá lægð núna og búnir að vera eftir jól. Við þurfum að finna takt í því sem við erum að gera. Við erum að skoða okkur og vinna í okkar málum en það tekur greinilega aðeins lengri tíma en við áætluðum. Eina sem við getum gert er að leggja hart að okkur og taka á því á æfingum,“ bætti Finnur við. Lokasekúndur leiksins voru æsispennandi. Grindvíkingar brutu á Þóri Þorbjarnarsyni þegar staðan var jöfn, haldandi að KR-ingar væru ekki með skotrétt. Það reyndist þó rangt og Þórir tryggði sigurinn af línunni þegar 3 sekúndur voru eftir. „Við vissum að við gætum ekki haldið boltanum alveg út. Ég sárvorkenni Grindvíkingum og Jóa að lenda í þessu en þetta fer blessunarlega svona fyrir okkur. Það er leiðinlegt að vinna svona.“ Áðurnefndur Þórir var mikilvægur fyrir KR-inga í lokin, setti niður skot, endaði stigahæstur KR-inga og tryggði eins og áður segir sigurinn af vítalínunni. „Hann er ungur og efnilegur. Við erum að leita að einhverjum takti og sem betur fer er alltaf einhver í okkar liði sem stígur upp. Jón (Arnór Stefánsson) er búinn að gera það og Þórir kom sterkur inn í lokin í kvöld og spilaði mjög vel. Það sem við tökum út úr þessum og síðustu leikjum eru hlutir sem við þurfum að laga og sem betur fer er vika fram að næsta leik.“ Það hefur mikið verið rætt um erlenda leikmann KR, Cedrick Bowen, og vilja margir meina að Íslandsmeistararnir ættu að finna sér annan leikmann í hans stað. Finnur Freyr ýjaði að því að svo gæti orðið þegar hann var spurður að því hvort núverandi hópur myndi klára tímabilið í Vesturbænum. „Það verður bara að koma í ljós. Við erum að skoða okkar mál á mörgum stöðum, ég veit alveg hvað þú ert að hugsa en það eru aðrir hlutir sem við þurfum að einbeita okkur að og laga áður en við förum að nota það sem afsökun,“ sagði Finnur Freyr að lokum. Þórir: Maður er ekkert að hlusta og setur vítin ofan íÞórir Þorbjarnarson var stigahæstur KR-inga í kvöld með 17 stig.vísir/ernirHinn 18 ára Þórir Þorbjarnarson var hetja KR-inga í kvöld þegar hann tryggði liðinu sigur í Grindavík með tveimur stigum af vítalínunni. Þessi bráðefnilegi leikmaður var sáttur með sigurinn og stigin tvö. „Við ætluðum að byrja sterkt og gerum það og höldum þeim í 30 stigum í fyrri hálfleik. Síðan er þetta í járnum allan tímann og ég er ánægður að við skyldum klára þetta,“ sagði Þórir við Vísi að leik loknum en hann sýndi stáltaugar á vítalínunni undir lokin þegar hann tryggði KR sigurinn. Í leikhléinu rétt á undan vissi hann ekki að hann væri á leið á línuna. „Ég hélt að ég ætti ekki einu sinni að taka víti. Við tökum leikhlé til þess að setja upp leikkerfi til að vinna leikinn og svo heyri ég að ég eigi að fara á línuna. Ég heyri einhver hróp af pöllunum en maður er ekkert að hlusta á það og setur vítin ofan í.“ „Ég voru einhverjar pælingar að klikka á seinna vítinu. En það var fínt að setja bæði líka,“ bætti Þórir við ískaldur. KR-ingar eru nú einir í toppsætinu eftir að Stjarnan tapaði gegn Njarðvík í kvöld. Þórir sagði alveg á hreinu hver markmið KR-inga væru. „Við erum kannski ekki búnir að byrja árið af miklum krafti. En það er alltaf stefnan að taka Íslandsmeistaratitil og við bara stefnum að því,“ sagði Þórir að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira
Það var boðið upp á hörkuspennu í Grindavík í kvöld þegar heimamenn tóku á móti KR í Dominos-deildinni. Íslandmeistararnir höfðu þar sigur eftir mikla spennu og eru nú einir í efsta sæti deildarinnar. Grindvíkingar byrjuðu rólega og voru í basli sóknarlega fyrstu mínúturnar. Þeir unnu sig þó inn í leikinn og misstu KR-inga aldrei langt fram úr sér. KR leiddi með fjórum stigum í hálfleik. 36-32. Heimamenn mættu af krafti í seinni hálfleik og einhver deyfð virtist vera yfir liði gestanna. Grindvíkingar náðu mest 8 stiga forystu í fjórða leikhlutanum en þá náði KR 11-0 kafla og komst yfir á ný. Lokamínúturnar voru síðan æsispennandi. Lewis Clinch kom Grindavík einu stigi yfir þegar innan við mínúta var eftir en Þórir Þorbjarnarson svaraði með risastórum þristi fyrir KR með 27 sekúndur til leiksloka. Ólafur Ólafsson jafnaði í 78-78 í næstu sókn og heimamenn brutu á Þóri með 3 sekúndur á klukkunni. Heimamenn voru vissir að KR væru ekki komnir með skotrétt en eftir reikistefnu á ritaraborðinu fór Þórir á vítalínuna og tryggði KR 80-78 sigur með því að setja bæði skotin niður. Afar svekkjandi fyrir Grindvíkinga.Af hverju vann KR?Það var í raun ótrúlega lítið sem skildi á milli í leiknum í kvöld. Grindvíkingar voru komnir í ágæta stöðu og voru 8 stigum yfir í síðasta leikhlutanum. En reynsla KR-inga og sú staðreynd að það eru margir leikmenn tilbúnir að taka af skarið vóg þungt. KR-ingar fá framlag frá mörgum leikmönnum og hafa leikmenn innan sinna raða sem eru ekki óvanir að stíga upp í jöfnum leikjum líkt og þeim í kvöld. Grindvíkingar hefðu þurft stærra framlag frá fleirum en Lewis Clinch en hann var þeirra langbesti maður í kvöld. Klúðrið í lokin skipti miklu máli og Grindvíkingar hefðu líklega aldrei brotið á Þóri hefðu þeir vitað að KR-ingar væru komnir með skotréttinn. Þórir sýndi svo stáltaugar og kláraði leikinn auk þess að setja risastóran þrist í sókninni á undan.Bestu menn vallarins:Lewis Clinch Jr. var frábær í liði heimamanna. Hann skoraði 31 stig og var í miklu stuði í kvöld. Hittnin hefði getað verið betri en hann nýtti reyndar öll sín tíu vítaskot. Dagur Kár Jónsson átti ágæta spretti en má að ósekju skjóta meira á körfuna. Hjá KR kom Þórir afar sterkur inn í lokin og gerði gæfumuninn. Aðrir leikmenn áttu góða spretti en duttu niður þess á milli. Brynjar Þór Björnsson skoraði til dæmis 8 stig á skömmum tíma þegar Grindvíkingar virtust vera að stinga af í fjórða leikhlutanum en var annars fremur rólegur. Cedrick Bowen skoraði 15 stig en hitti illa í teignum og spurning hvort KR sé farið að leita að leikmanni í hans stað.Áhugaverð tölfræði:Pavel Ermolinskij var ískaldur í leiknum og hitti aðeins úr einu af tíu skotum sínum utan af velli. Jón Arnór Stefánsson skoraði úr þremur af ellefu skotum sínum og þeir félagar oft hitt betur en þeir gerðu í Röstinni í kvöld. Þórir Þorbjarnarson skoraði 17 stig og hitti úr 5 af 7 skotum utan af velli og öllum fjórum vítaskotum sínum.Hvað gekk illa?KR-ingar náðu aldrei flugi í leiknum í dag en vélin mallaði þó alltaf af sæmilegum krafti og það slokknaði aldrei alveg á henni. KR tókst þó aldrei að komast almennilega í gírinn og Grindvíkingar eflaust svekktir að nýta ekki tækifærið að vinna KR-liðið þegar þeir eru ekki upp á sitt besta. Grindvíkingum gekk illa að koma fleirum en Lewis Clinch af alvöru inn í leikinn. Þeir eru með sterka leikmenn í sínum röðum sem þeir þurfa meira framlag frá en þeir eru að skila. Jóhann: Klárlega framför frá síðasta leikJóhann Þór Ólafsson var ánægður með spilamennsku sinna manna í tapinu gegn KR.vísir/antonJóhann Ólafsson þjálfari Grindavíkur var auðvitað svekktur eftir tapið gegn KR og þá sérstaklega hvernig leikurinn tapaðist. „Það er alltaf svekkjandi að tapa og sérstaklega svona. Þetta var klúður á ýmsum stöðum og það er svekkjandi. En ég er samt þokkalega sáttur með mína menn,“ sagði Jóhann í samtali við Vísi eftir leik. KR-ingar héldu í sókn í stöðunni 78-78 þegar 16 sekúndur voru eftir og Grindvíkingar brutu á Þóri Þorbjarnarsyni með þrjár sekúndur á klukkunni. Heimamenn héldu að KR-ingar væru ekki komnir með skotrétt en það var hins vegar rangt og Þórir kláraði leikinn af vítalínunni. „Það voru þrjár villur á töflunni. Við ætluðum að gefa þeim fjórðu villuna og láta þá stilla upp en svo voru þeir komnir í bónus samkvæmt skýrslunni. Kannski klaufaskapur í mér að tékka ekki á þessu því við höfum lent í þessu áður.“ Grindvíkingar hafa tapað öllum sínum þremur leikjum eftir áramót en spiluðu betur í kvöld en þeir gerðu í leikjunum tveimur þar á undan. „Þetta er klárlega framför frá síðasta leik. Við erum að spila við mjög gott lið og keppum við þá í 40 mínútur og ég get ekki verið annað en sáttur við það.“ „Fyrstu tveir leikirnir voru vonbrigði en deildin er þannig að við erum núna í 6.-7.sæti en með tveimur sigrum erum við komnir upp í þriðja eða fjórða sæti. Þetta er pakki og hver leikur skiptir máli. Við þurfum bara að halda áfram,“ sagði Jóhann að lokum. Finnur Freyr: Erum að skoða okkar málFinnur Freyr var sáttur með stigin tvö en sagði ýmislegt hægt að laga í leik sinna manna.Finnur Freyr Stefánsson var ekkert sérlega ánægður með leik sinna manna en sagði í samtali við Vísi eftir leik að stigin væru kærkomin. „Miðað við spilamennsku fannst mér við eiga lítið skilið úr þessum leik. En það er gríðarlega mikilvægt að ná þessum tveimur stigum og hala inn sigrum þó spilamennskan sé ekki góð,“ sagði Finnur Freyr þjálfari KR eftir sigurinn gegn Grindvíkingum í kvöld. „Við erum í einhverri smá lægð núna og búnir að vera eftir jól. Við þurfum að finna takt í því sem við erum að gera. Við erum að skoða okkur og vinna í okkar málum en það tekur greinilega aðeins lengri tíma en við áætluðum. Eina sem við getum gert er að leggja hart að okkur og taka á því á æfingum,“ bætti Finnur við. Lokasekúndur leiksins voru æsispennandi. Grindvíkingar brutu á Þóri Þorbjarnarsyni þegar staðan var jöfn, haldandi að KR-ingar væru ekki með skotrétt. Það reyndist þó rangt og Þórir tryggði sigurinn af línunni þegar 3 sekúndur voru eftir. „Við vissum að við gætum ekki haldið boltanum alveg út. Ég sárvorkenni Grindvíkingum og Jóa að lenda í þessu en þetta fer blessunarlega svona fyrir okkur. Það er leiðinlegt að vinna svona.“ Áðurnefndur Þórir var mikilvægur fyrir KR-inga í lokin, setti niður skot, endaði stigahæstur KR-inga og tryggði eins og áður segir sigurinn af vítalínunni. „Hann er ungur og efnilegur. Við erum að leita að einhverjum takti og sem betur fer er alltaf einhver í okkar liði sem stígur upp. Jón (Arnór Stefánsson) er búinn að gera það og Þórir kom sterkur inn í lokin í kvöld og spilaði mjög vel. Það sem við tökum út úr þessum og síðustu leikjum eru hlutir sem við þurfum að laga og sem betur fer er vika fram að næsta leik.“ Það hefur mikið verið rætt um erlenda leikmann KR, Cedrick Bowen, og vilja margir meina að Íslandsmeistararnir ættu að finna sér annan leikmann í hans stað. Finnur Freyr ýjaði að því að svo gæti orðið þegar hann var spurður að því hvort núverandi hópur myndi klára tímabilið í Vesturbænum. „Það verður bara að koma í ljós. Við erum að skoða okkar mál á mörgum stöðum, ég veit alveg hvað þú ert að hugsa en það eru aðrir hlutir sem við þurfum að einbeita okkur að og laga áður en við förum að nota það sem afsökun,“ sagði Finnur Freyr að lokum. Þórir: Maður er ekkert að hlusta og setur vítin ofan íÞórir Þorbjarnarson var stigahæstur KR-inga í kvöld með 17 stig.vísir/ernirHinn 18 ára Þórir Þorbjarnarson var hetja KR-inga í kvöld þegar hann tryggði liðinu sigur í Grindavík með tveimur stigum af vítalínunni. Þessi bráðefnilegi leikmaður var sáttur með sigurinn og stigin tvö. „Við ætluðum að byrja sterkt og gerum það og höldum þeim í 30 stigum í fyrri hálfleik. Síðan er þetta í járnum allan tímann og ég er ánægður að við skyldum klára þetta,“ sagði Þórir við Vísi að leik loknum en hann sýndi stáltaugar á vítalínunni undir lokin þegar hann tryggði KR sigurinn. Í leikhléinu rétt á undan vissi hann ekki að hann væri á leið á línuna. „Ég hélt að ég ætti ekki einu sinni að taka víti. Við tökum leikhlé til þess að setja upp leikkerfi til að vinna leikinn og svo heyri ég að ég eigi að fara á línuna. Ég heyri einhver hróp af pöllunum en maður er ekkert að hlusta á það og setur vítin ofan í.“ „Ég voru einhverjar pælingar að klikka á seinna vítinu. En það var fínt að setja bæði líka,“ bætti Þórir við ískaldur. KR-ingar eru nú einir í toppsætinu eftir að Stjarnan tapaði gegn Njarðvík í kvöld. Þórir sagði alveg á hreinu hver markmið KR-inga væru. „Við erum kannski ekki búnir að byrja árið af miklum krafti. En það er alltaf stefnan að taka Íslandsmeistaratitil og við bara stefnum að því,“ sagði Þórir að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira